Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 Fréttir Skoöanakönnun DV vegna komandi biskupskjörs: Þorri þjóðarinnar vill Karl Sigurbjörnsson - meö afgerandi forskot á Auði Eir, Sigurð í Skálholti og Gunnar Kristjánsson Þorri þjóðarinnar, eða um sex af hverjum tíu kjósendum, vill að séra Karl Sigurbjömsson, prestur í Hall- grímskirkju, setjist í biskupsstólinn í stað herra Ólafs Skúlasonar. Karl hefur afgerandi forskot á önnur biskupsefni sem hafa veriö í um- ræðunni sem eftirmenn Ólafs. Ríf- lega helmingi færri vilja séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur, sóknarprest í Þykkvabæ, en Karl og þar fyrir neð- an koma Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, og séra Gunnar Kristjánsson, sóknarprest- ur á Reynivöllum í Kjós. Þetta kem- ur fram í nýrri skoðanakönnun DV sem gerð var á þriðjudagskvöld og í gærkvöld af markaðsdeild Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Úrtakið í könnuninni var 1200 manns. Jafht var skipt á milli höf- uðborgarsvæðis og landsbyggðar, sem og á milli kynja. Spurt var: „Eftirtaldir fjórir aðilar hafa verið orðaðir við biskupsframboð: Auður Eir, Gunnar Kristjánsson, Karl Sig- urbjömsson og Sigurður Sigurðar- son. Hvem þeirra styður þú?“ Af þeim sem tóku afstöðu nefhdu 58,1 prósent Karl Sigurbjömsson, 25,8 prósent nefndu Auði Eir, 11,2 prósent Sigurð vígslubiskup og 4,9 prósent vildu Gunnar sem næsta biskup. Sé tekiö mið af svörum allra þá nefhdu 41,8 prósent Karl, 18,6 pró- sent úrtaksins nefndu Auði, 8,1 pró- sent Sigurð og 3,5 prósent Gunnar. Fáir aörir nefndir Alls tóku 71,9 prósent úrtaksins af- stöðu til spumingarinnar. Því vom 28,1 prósent óákveðin í afstöðu til fjórmenninganna, neituðu aö svara spumingunni eða vildu ekki nefna neinn af þeim fjónun. Mjög fáir prestlæröir menn aðrir vom nefndir til sögunnar, eða aðeins fjórir, og þá mjög sjaldan. Þetta vom þeir Pálmi Matthíasson, Geir Waage, Bolli Gúst- afsson og Ámi Bergur Sigurbjöms- son. Rétt er að taka fram að þjóðin fær ekki tækifæri til að kjósa sér biskup heldur er það kjör í höndum presta og ýmissa fleiri kirkjunnar manna. Hér er fyrst og fremst mn vilja þjóðarinnar að ræða. Ólafur Skúlason mun hverfa úr biskupsstóli um áramót og líklegt að kosningar fari fram í haust þótt þær hafi ekki verið dagsettar. Allir prestar þjóð- kirkjunnar geta farið í framboð. Konurnar vilja frekar Auöi Eir Stuðningur við biskupsefhin eftir kyni svarenda er mismunandi. Jöfn- ust er skiptingin í stuðningshópi Karls. Hlutfall karla er 51,5 prósent og hlutfall kvenna því 48,5 prósent. Auður Eir sækir sinn stuðning frek- ar til kynsystra sinna eða rúm 62 prósent á móti um 38 prósenta hlut- falli karla í hennar hópi. Tæp 55 prósent af þeim sem nefndu Sigurð em karlar og 45 prósent konur. Gunnar nær mestiam stuðningi kyn- bræðra sinna eða 62 prósentum. Ef svörin em skoðuð eftir búsetu þá virðist hún ekki skipta máli í af- stöðu þjóðarinnar um næsta biskup nema hvað að Auður Eir er með áberandi meiri stuðning á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. ívið fleiri á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni vilja Karl en munur- inn telst ekki marktækur. -bjb Hvern vill þjóðin sem næsta biskup? - niöurstaöa skoöanakönnunar DV 25. - 26. febrúar 1997 - Karl Auöur Elr Siguröur Gunnar Sigurbjörnsson Vllhjðlmsdóttir Siguröarson Krlstjánsson Viðhorf til „biskupsefna“ eftir kynjum Friörik Sophusson fjármálaráöherra og Ögmundur Jónasson takast f hendur f upphafi fundar ráöuneytisins og BSRB í gær. Ögmundur segir ráðherra hafa sett tappa f kjaraviöræöurnar en ráöherra hafnar því. DV-mynd BG Fangavörður sakaður um fíkniefnasmygl: Ríkissaksóknari vísaði málinu frá Stuttar fréttir Select hjá Skeljungi Skeljungur opnar á næstunni fyrstu Select-hraöverslunina í tengslum við bensínstöð félags- ins við Vesturlandsveg, en tvær aörar verða opnaðar á næst- unni. Select-hraðverslanir eru þekktar í Evrópu, Asíu og Am- eríku. ÚA segir upp Útgerðarfélag Akureyringa hefur sagt upp greiðslu- og vinnufyrirkomulagi fisk- vinnslufólks hjá fýrirtækinu, en verið er að endurskipuleggja landvinnslu fyrirtækisins. Þá verður fólki í þjónustudeildum fyrirtækisins fækkað um 19. Morgunblaðið segir frá. Sjónvarpið verði kyrrt Menntamálaráöherra telur aö ekki borgi sig að flytja Sjónvarp- ið í vannýtt húsnæði RÚV við Efstaleiti. Hann vill stefha aö auknum útboðum 1 gerð innlends dagskrárefnis. RÚV sagði frá. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan ■« I & Ríkissaksóknaraembættið hef- 904 1600 iu- vísað frá máli fangavarðar á Litla-Hrauni sem ásakaður var um að hafa smyglaö flkniefhum til eins fangans. Ásakanirnar komu frá kollega fangavarðarins en samkvæmt heimildum DV hafa þeir lengi eldað grátt silfur, jafnt utan sem innan fangels- isins. Fangavörðurinn, sem ásakaður var, hefur aftur hafið störf á Litla-Hrauni og kollegi hans, sá sem ásakaði hann, staríar þar einnig áfram. Rannsóknarlög- regla ríkisins rannsakaði mál fangavarðarins en lagöi til að ekki yrði höfðað mál gegn hon- um. Áfstaða ríkissaksóknara var á sömu nótum og þar var ákveðið að krefjast ekki frekari aðgerða í málinu. Sigrún Ágústsdóttir, lögfræð- ingur Fangelsismálastofnunar, staðfesti við DV að báðir fanga- verðimir sem um ræðir séu nú í starfl á Litla-Hrauni. Sigrún vildi ekkert tjá sig um hvort eftirmál yrðu. „Lögreglu- og refsiþætti máls- ins er nú lokið. Það er að sjálf- sögðu mjög slæmt aö svona mál skuli koma upp og það er ekki um annað að ræða en að rannsaka það til hins ýtrasta eins og gert hefur verið í þessu tilfelli," segir Sigrún. -RR Stuttar fréttir Innritun í grunnskóla Síðari innritunardagur í gnmnskóla Reykjavíkur er í dag í skólunum til kl. 16.00. Verið er aö innrita 6 ára böm sem hefja skólagöngu á næsta hausti. Hagavatn óbreytt Umhverfisráðherra hefúr fellt úr gildi úrskurð skipulagsstjóra sem heimilaði stækkun Haga- vatns til þess að hefta sand- og leirfok á Suðurlandi. Ráðherra telur að frekari rannsókna á vatninu sé þörf áður en ráðist verður í stækkun. Slegió af gagnvart lúpínu Umhverfisráðherra hefur úrskurðað í kæm vegna úr- skurðar skipulagsstjóra vegna uppgræðslu Hólasands. Um- hverfisráðherra telur, gagn- stætt skipulagsstjóra, ekki þörf á að rækta sérstaklega 200 m breitt grasbelti umhverfis sandinn til að hemja út- breiðslu lúpínu. Samtak gjaldþrota Trésmiðjan Samtak á Selfossi er nú í gjaldþrotaskiptum. Fyr- irtækið byggði 14 hús í Súðavík eftir sújóflóöin þar og er með önnur fjögur í byggingu fyrir einstaklinga. Sunnlenska frétta- blaöið segir frá. Halastjarna sýnileg Halastjaman Hale Bopp er nú stödd í stjömumerkinu Svani og sést vel frá íslandi að sögn Morgunblaösins. Hale Bopp sást fyrst sumarið 1995. -SÁ Var rétt að sameina einkasjónvarpsstöðvarnar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.