Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 15 Horft til baka árið 2005 „Samskipti þegnanna og stjórnmálaafla er mun heilsteyptari og hrein- skiptari nú en áöur..." segir Jóhann Rúnar um áriö 2005. Ein róttækasta breyting í íslenskri stjómmálasögu varð í kjölfar alþingiskosn- inganna árið 1999, en tveimur árum áður hafði verið stofnaður stjórnmálaflokkur - Lýðræðisflokkurinn - sem hafði tvennt á stefnuskrá sinni. Ann- ars vegar að koma á beinu lýðræði með virkari þátt almenn- ings í stjórn landsins með þjóðaratkvæðis- greiðslu í mun ríkari mæli en áður, og hins vegar að leysa upp það stjómmálaafl þegar sú skipan mála væri í höfn. Nýtt stjórnskipulag Lýðræðisflokkurinn fékk veru- legt atkvæðamagn í þessum kosn- ingum og í samstarfi við aðra flokka var komið hér á breyttu lýðræðisskipulagi þar sem full- trúalýðræðið vó minna en áður en að sama skapi jókst áhrifavald hins almenna þegns verulega. Hann hafði mun meira um mál- efni samfélagsins að segja en áður. Fram til þess tíma hafði hags- munagæsla ýmiss konar verið mjög sterk í landinu. Hinir kjömu fulltrúar voru meira og minna fulltrúar hagsmunaafla. Almanna- hagsmunir véku iðulega fyrir sér- hagsmunum. Breytingar höfðu verið hægar og ef þær urðu var það oft á tíðum eftir bak- tjaldamakk á öðrum vettvangi en Alþingi. Fólk hafði verið látið finna fyrir kosningar að það hefði öll ráð í sinni hendi en sú til- finning hvarf fljótt að kosningum lokn- um. En samfélagið hefur nú gjörbreyst. Hin stjómmálalega um- ræða er mun ábyrg- ari og málefnalegri en áður. Þegnar landsins finna að þeir hafa veruleg áhrif við mótun sam- félagsins. Afstaða þeirra til manna og málefna er mun ígrundaðri og ábyrgari. Hinn almenni stjórnmálaþroski hefur tekið stökkbreytingum. Hagvöxtur og nýsköpun Umræðan um hin ýmsu málefni samfélagsins, eins og skipan land- búnaðarmála, sjávarútvegsmála, umhverfis- og stóriðjumála, vel- ferðar- og heil- brigðismála og menntamála hef- ur verið mjög ítarleg, bæði í fjölmiðlum og víð- ar. Stjórnmála- flokkar landsins hafa geflð út efnismikil kynning- arrit um þessi mál og önnur, sett fram skoðanir sínar, rakið kosti og galla og harist fyrir stefnumið- um sínum. Sum þessara mála hafa fengið farsæla lausn á Alþingi en önnur hafa komið til kasta þjóðar- innar allrar í atkvæðagreiðslu. Samskipti þegnanna og stjórn- málaafla er mun heilsteyptari og hreinskiptari nú en áður og með gagnkvæmri virðingu, því valdið liggur nú stöðugt hjá fjöldanum og alþingismenn eru nú raunsannir fulltrúar hans. Þessi nýskipan mála hefur bætt verulega hið efnahagslega um- hverfi. Bjartsýni, nýsköpun og hagvöxtur eru ráðandi kraftar. Hagmunagæsla sérhópa hefur vik- ið fyrir almannahagsmunum. Stjórnmálastarf er virkara og al- mennara en áður. Upplýsingar og upplýsingamiðlun er nú mun stærri þáttur í umhverfmu. Þá hafa skapast ný og öflug form fyr- ir lýðræðislegar umræður. Á réttri braut En það er fleira sem hefur áunn- ist þvi menntun fæst ekki einvörð- ungu í gegnum skólakerfið. Ábyrgð, málefnaleg umræða og samfélagslega þroskað umhverfi hefur ekki síður skapað þær að- stæður að upplýsa og mennta þegnana, sem í sjálfu sér er eitt meginmarkmið samfélags. Við erum á réttri braut og getum miðl- að öðrum þjóðum af reynslu okk- ar. Á braut sem er okkar unga lýð- veldi lífsnauðsynlegrþar sem því hafði verið spáð að stöðnun og hnignun yrðu ráðandi hér á landi á nýrri öld í samanburði við aðrar þjóðir vegna eðlis atvinnulífs okk- ar. En það er hugarfarið, sam- heldnin og bjartsýnin sem skiptir sköpum og skapar þann nauðsyn- lega kraft sem þarf til að fylgja eft- ir öðrum vestrænum þjóðum í hagsæld og velferð. Þessi nýja lýð- ræðisskipan hefur skapað þann kraft og virkjað þann auð sem í okkur býr. Jóhann Rúnar Björgvinsson Kjallarinn Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur „Hin stjórnmáialega umræða er mun ábyrgari og málefnalegri en áður. Þegnar landsins fínna að þeir hafa veruleg áhrif við mótun samfélagsins. Afstaða þeirra til manna og málefna er mun ígrund- aðri og ábyrgari. " Rauða kverið snýr aftur Það var ótímabært hjá Ni- etzsche að lýsa guð dauðan. Að vísu hefur dregið úr áhrifum hins kristna guðs undanfamar aldir, hann er spariguð núorðið. Nýr guð er notaður hversdags og á sína postula, kirkjufeður og páfa til að standa vörð um málstaðinn. Nýi guðinn hefur ekki sama mál- stað og sá gamli en er þó arftaki hans á sinn hátt. Formælendur hins nýja guðs Á hátíðastundum er hins gamla guðs minnst, hann er guð helgi- og frídaga og mikilvægi hans eftir því. Hinn nýi guð er guð hinna virku daga, peninga og viðskipta og heitir hinn frjálsi markaður. Þeir gamli guðinn eiga ekkert sameiginlegt annað en ajatollana sem fylgja þeim. Að sjálfsögðu er sandkom af heilbrigðri skynsemi í því sem hinn nýi guð stendur fyr- ir. En trúarbrögðin felast í tiltek- inni hegðun sem ég mun nú lýsa. Formælendur hins nýja guðs þekkjast á þessu: Þeir geta leyst öll vandamál mann- legs lífs með því að fara með búddíska möntru sem hljóm- ar svo: Ég tel að hinn frjálsi mark- aður sé best til þess fallinn aö leysa þetta, ég tel að rétt sé að draga úr afskiptum ríkis- valdsins. Ef þeir flytja möntrana munnlega geta þeir hrækt úr sér orðinu ríkisvald, annars er það skrifað eins og önn- ur orð. Formælendur hins nýja guðs hafa lært af Göbbels að það er vænlegra til árangurs að segja sama hlutinn aftur og aftur en að segja eitthvað nýtt. Þess vegna era þeir fáorðir, tala að vísu oft og mikið en segja aðeins örfá orð aft- ur og aftur. Orðin markaður, frelsi, einstaklingur, ríkisvald era nokkur þeirra. Nýju trúarbrögð- in og forverarnir Margir af þeim áköfustu fæddust undir lok 7. áratugar- ins. Sagnir herma að þeir hafi í fyrra lífi verið í Kina og geng- ið með rauða kverið í vasanum, safh speki- yrða Maós formanns sem var skyldueign. Hægt var að draga það upp úr vasanum ef þörf krafði og fara með orð formanns- ins. Það var hin ágætasta upphót fyrir gagnrýna hugsun. Ennþá fyrr voru aðrar hækur. Nú era Maó formaður og allir hin- ir úr gildi, krossfaramir og spænski rannsóknarrétturinn og allir þessir trúboðar. En tíminn er kaldhæðnust skepna. Nýju trúar- hrögðin era sérstaklega andvíg öll- um trúarbrögðum og þeir sem að- hyllast þau segjast einmitt ekki vera eins og þessir forverar sínir. En á því má þekkja þá, ef einhver þarf að taka fram að hann sé ekki eins og einhver annar er það oftast sönnun hins gagnstæða. Hið nýja rauða kver varðveitist í munn- legri geymd. Það þarf enga rauða bók (hún yrði sennilega blá) því að mantran er svo einfóld að allir geta lært hana. Hún hefur líka þann kost að af- greiða allt, það þarf aðeins að losna við þessa þríhöfða og áttahala óvætti sem heitir ríkisvald og er helsti andstæðingur hinna nýju trúar- bragða. Þegar ríkisvaldið er loksins dautt verður lífið eilíf sæla: Það þarf hvorki reykelsi, kerti né skriftastól, hvorki að segja jalla- jalla né vita í hvaða átt Mekka er, ekki einu sinni að hlusta á prest, aðeins að fara með möntruna og vera í bisness. Hinn nýi guð er hagkvæmasti guð í heimi, nú er búið að afhema allar kröfur æðri máttarvalda til mannsins. Ármann Jakobsson „Formælendur hins nýja guðs hafa lært af Göbbels að það er væn- legra til árangurs að segja sama hlutinn aftur og aftur en að segja eitthvað nýtt. Þess vegna eru þeir fáorðir..." Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræöingur Með og á móti Staða íslensks handknatt- leiks í dag Frambærilegur handbolti „Staðan á handboltanum er kannski ekki eins góð og hún var í fyrra, en engu að síður er handboltinn í dag vel fram- bærilegur. Staðan er allavega ekki verri en það, að erlend félagslið kaupa héðan leil peninga og telja Þorbjörn Jensson, landsliösþjálfari í handknattleik. eru stöðugt að menn fyrir mikla ig hafa mikil not fyrir þá. Ástæðan fyrir því að handbolt- inn er kannski ekki alveg eins góð- ur i ár og í fyrra, er að margir snjallir leikmenn hafa farið erlend- is. Eins og ég hef áður sagt erum við, sökum fjárskorts, að verða uppeldisstöðvar fyrir aðrar þjóðir. Æfmgamar hjá íélögunum eru mim betri en þær voru í gamla daga. Æfingamar em mun skemmtOegri en þær voruög behir úr garði gerðar frá hendi þjálfar- anna. Það er vegna þess að þjálfar- ar hér hafa verið duglegir við að sækja námskeið erlendis. Ég er sannfærður um að Nissandeildin er vel sambærileg við margar deildir erlendis og að íslensk félagshð munu halda áfram að ala upp stórar stjömur fyrir er- lend félagshð. Ég vildi auðvitað frekar hafa þessa leikmenn hér heima, en til þess skortir okkur fjármagn." Skortur á skottækni „Ég er ekkert ahtof hrifinn af íslenska hand- knattleiknum í dag og tel hann ekki eins góðan og hann hefúr verið undanfar- in ár. Það ber þó að hafa í huga að nokkur flótti hefúr verið frá sumum hðanna og það hlýtm að koma niðm á gæðum handboltans I heild. Það er óumflýjanlegt að það komi lægð í þetta þegar bestu leikmennimir fara erlendis, eins og gerst hefúr til dæmis hjá Val. Hingað hafa komið erlendir leik- menn. Sumir þeirra eru ágætis leikmenn en aðrir slakari. Hingað hafa ekki komið neinir toppleik- menn, en þeir era þó flestir ágætir. Mér finnst tæknin ekki nægi- lega mikil hjá leikmönnum og tit dæmis held ég að ekki sé lögð nægilega mikil áhersla á skottækn- ina. Síðan hefúr mér fundist skorta á að sum liðin væru í nægilega góðri æfingu. Á því kunna hins vegar að vera þær skýringar að keppnistimabilið er langt og ekki kannskj hægt áð ætlast til þess að liðin séu í toppformi aht timabhið. Mér finnst vel koma th greina að breyta fyrirkomulaginu th að gera þetta íslandsmót meira spenn- andi. Margir leikimir eru óskap- lega dauf skemmtun og maður hreinlega nennir ekki á þá. Ástæð- an er sú að margir leikjanna skipta ekki nokkru einasta máli.“ -SK Bjarni Jónsson, fyrrverandi landsliösmaöur í handknattleik. Kjallarahöfundar Athygli kjaharahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðiö nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.