Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997
5
I>V
Fréttir
Glæsilegur rækjufrystitogari til Hafnarfjarðar:
Er ekki í neinni sam-
keppni viö járnfrúna
segir Guðmundur Svavarsson útgerðarmaður sem ræður yfir 1500 tonna kvóta
„Ég er ekki í neinni samkeppni
við jámfrúna. Við erum ágætir vin-
ir og höfum átt góð viðskipti," segir
Guðmundur Svavarsson, útgerðar-
maður í Hafnarfirði, sem tók á móti
glæsilegum frystitogara, Lómi HF,
um helgina. Hann vísar tii þess að
ekki sé um að ræða samkeppni við
stærstu útgerð Hafnfirðinga, Stál-
skip hf., sem Guðrún Lárusdóttir
hefur um árabil rekið með góðum
árangri.
Fyrir rekur Guðmundur undir
merkjum hlutafélags síns, Lóms hf.,
togarann Lóm HF og línubátinn
Hafsúlu. Alls ræður fyrirtækið yfir
1400 tonna kvóta. Nýja skipið, sem
er rúmlega 40 metra langt og 9,2
metra breitt, er keypt notað frá
Grænlandi. Kaupverðið er sam-
kvæmt heimildum DV í kringum
220 milljónir íslenskra króna en
þess má geta að endurbætur fóru
fram á skipinu fyrir um 80 milljón-
ir króna áður en kaupin fóru fram.
Guðmundur segist vera mjög
ánægður með verðið á skipinu og
hann segir ekki vafa leika á því að
hann hafi gert góð kaup.
„Mér líst vel á skipið og það býð-
ur upp á mikla möguleika," segir
Guðmundur sem ætlar að gera ein-
göngu út innan íslenskrar lögsögu.
Það hefur þótt með nokkrum ólík-
indum hversu mikill uppgangur
hefur verið hjá Lómi hf. Fyrirtækið
hefur á örfáum árið eflt útgerð sína
frá því að gera út rúmlega 200 tonna
bát í frystitogarann Lóm. Guðmund-
ur er þó enginn nýgræðingur í út-
gerð.
„Það eru 20 ár í vor frá því að ég
byrjaði í útgerð. Ég hætti þá á
Reykjaborginni og keypti smábát.
Þetta nýja skip er afrakstur 20 ára
þrotlauss starfs," segir Guðmundur.
Hann segist ætla að selja bæði
eldri skipin og reiknaði með að tog-
Guðmundur Svavarsson viö skip sitt, Lóm HF, sem hann keypti frá Grænlandi.
Skipiö er meö frystibúnaði og fer á næstu dögum til rækjuveiöa. Dv-mynd sveinn
^ Akranes:
Iþróttir hafa for-
gang á malbikið
- segja fulltrúar Framsóknarflokksins
DV, Akranesi:
Bæjarstjóm Akraness samþykkti
nýlega að bjóða út framkvæmdir við
lagningu nýs gólfefhis á íþróttahús-
ið við Vestiu-götu en það var tekið í
notkun 1976 þegar landsmót var
haldið hér. Nýrra íþróttahús er á
Jaðarsbökkum.
Reiknað er með að framkvæmdir
við verkefnið hefjist um miðjan maí
og mun það kosta 17 milljónir
Lögreglan:
Hugað að
ástandi
eftirvagna
Dagana 27. febrúar til 3. mars nk.
mun lögregla á Suðvesturlandi huga
sérstaklega að ástandi eftirvagna,
s.s. snjósleðakerra og hestakerra.
Þá mun lögregla einnig huga að
því hvort dráttarökutæki séu búin
eins og reglur kveða á um. -RR
arinn yrði seldur til Færeyja eða Hauksson, yfirstýrimaður Baldvin
Kanada. Þorláksson og yfirvélstjóri er Ingi
Skipstjóri á nýja Lómi er Hilmar Þór Hafsteinsson. -rt
P0WER7HT
SNÚNINGSHRAÐTENGI
Allt að 180°
snúningar
► Fyrir óbreyttar
skóflur
► Hraðtengi
► Fyrir allar vélar
frá 1,5 — 35 tonn
^Ojl '< I I I II DJ
' Skútuvogi 12A, s. 581 2530
króna. Ekki vora allir sammála
þessari ákvörðun. Guðmundur Páll
Jónsson og Sigríður Gróa Kristjáns-
dóttir, fulltrúar Framsóknarflokks,
vildu að þessum framkvæmdum
yrði frestað. Ekki lægi á þeim en í
staðinn yrði m.a. lagt bundið slitlag
á Smiðjuvelli og Kalmannsvelli.
Áskorun þess efnis hafði í nóvem-
ber sl. borist frá forráðamönnum
iðnfyrirtækja við göturnar. Þar
vinna á annað hundrað manns og
sögðu forráðamenn fyrirtækja ekki
boðlegt fyrir viðskiptavini að þurfa
að keyra um lélegan veg, sem oft er
drullusvað. Sum fyrirtækin hafa
verið þama í 15 ár og menn eru
þreyttir á ástandinu.
Til vara reyndu þau Sigríður
Gróa og Guðmundur Páll að ná sátt-
um við meirihlutann, sem ekki var
hrifínn af því að fresta framkvæmd-
unum við íþróttahúsið, með því að
báðum framkvæmdum yrði frestað.
í staðinn yrði lántaka bæjarins
lækkuð úr 50 milljónum i 33 og far-
ið eftir tillögum fjárveitinganefndar
Alþingis að draga úr framkvæmd-
um og lántökum. -DVÓ