Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Blaðsíða 17
16
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997
25
íþróttir
Ásdís Pétursdóttir hefur æft grimmt fyrir mótiö á laugardaginn og hún á titil aö verja. DV-mynd Pjetur
íslandsmótiö í þolfimi á laugardaginn:
„Ætla að verja titilinn"
íslandsmótið í þolfimi verður haldið
á laugardagiim kemur í Laugardals-
höllinni. Mótið verður sett klukkan 15
með fanakveðju og kynningu á kepp-
endum. Strax á eftir hefst keppni í
unglingaflokki en um klukkan 16.40
hefst keppni í fullorðinsflokki. Áætlað
er að mótinu ljúki með með verðlauna-
afhendingu rétt eftir klukkan 18.
Ásdís Pétursdóttir hefur titil að
veija í kvennaflokki og sagðist hún í
samtali við DV stefna ótrauð að því að
vinna íslandsmeistaratitilinn annað
árið í röð. Ásdís var meðal keppenda á
heimsmeistaramótinu sem haldið var í
Amsterdam á sl. hausti. Þar hafnaði
hún í 19. sæti og verður það að teljast
viðunandi árangur.
„Jú, ég get ekki sagt annað en að ég
sé búin að stefna að þessu móti allt frá
því að ég kom heim ftá heimsmeistara-
mótinu. Ég er búin að æfa vel í vetur
og það er bara vonandi að árangurinn
verði eftir því. Það hefúr orðið mikil
vakning fyrir þolfiminni á síðustu
árum og iðkendum fer sífellt fjölgandi
og þá alveg sérstaklega hjá yngri kyn-
slóðinni. Flest fimleikafélögin hafa
stofnað þolfimideild innan sinna raða
og það hefúr haft góð áhrif. Þolfimin
heillar mig og á meðan ég er að bæta
mig er ég ákveðin í að keppa áfram. Á
alþjóðamælikvarða nýtur þessi íþrótt
æ meiri vinsælda og breiddin er allfaf
að aukast Þetta var ég áþreifanlega
vör við á heimsmeistaramótinu í
Amsterdam. Það má segja að þar hafi
eingöngu keppt einstaklingar sem
áður hafa verið í fimleikum. Fyrir vik-
ið eru að koma inn keppendur með
mikla reynslu. Ég á von á skemmti-
legu íslandsmóti og spenna verður
ekki síðri í karlaflokki," sagði Ásdís
Pétursdóttir í samtali við DV í gær.
Þess má geta að keppendur í
kvennaflokki verða ftmm en fjórir í
karlaflokki. -JKS
Bikarmót Fimleikasambands Islands:
Bjarkirnar sigruðu
- og unnu þar með sjötta áriö í röö
Stúlkurnar úr Fimleikafélaginu
Björk úr Hafnarfirði gerðu sér lítið
fyrir á dögunum og sigruðu í bikar-
móti Fimleikasambands íslands
sjötta árið í röð en keppnin var
haldin I Kaplakrika.
Fjögur félög sendu kvennalið til
keppni á mótinu, Björk, Ármann,
Gerpla og Keflavík. Eftir harða
keppni viö Ármann fögnuðu stúlk-
umar úr Björk sigri og hlutu sam-
tals 94.225 stig. Ármann varð í öðra
sæti með 93.500 stig, Gerpla í þriðja
sæti með 84.225 stig og Keflavík í
fjórða sæti með 80.800 stig.
Sigursveit Bjarkanna var þannig
skipuð: Elísahet Birgisdóttir, Elva
Rut Jóndóttir, Eva Þrastardóttir,
Tinna Þórðardóttir og Hlín Bene-
diktsdóttir. Elva Rut Jónsdóttir
varð stigahæsti keppandinn en hún
hlut 32.000 stig
í karlaflokki sendu tvö félög lið til
keppni. Gerpla varð bikarmeistari
annað árið í röð, hlaut 180.600 stig,
og Ármann varð í öðra sæti með
167.250 stig. ísveit Gerplu voru:
Rúnar Alexandersson, Jón T. Sæ-
mundsson, Dýri Kristjánsson, Vikt-
or Kristmannsson, Sigurður F.
Bjarnason og Pálmi Þ. Þorbergsson.
Rúnar varð stigahæsti einstakling-
urinn með 49.400 stig.
Samhliða bikarmótinu var haldið
þorramót og var það einstak-
lingskeppni í frjálsum æfingum. Að
þessu sinni tóku aðeins stúlkur þátt
í þessu móti. í flokki 15 ára og eldri
fagnaði Elva Rut Jónsdóttir úr
Björk sigri en hún hlaut samtals
35.149 stig. í öðru sæti varð Jóhanna
Sigmundsdóttir, Ármanni, með
32.500 stig og í þriðja sæti hafnaði
Hlín Benediktsdóttir, Björk, sem
hlaut 29.992 stig.
I flokki 14 ára og yngri sigraði
Eva Þrastardóttir úr Björk sem
hlaut 29.232 stig. Tinna Þórðardótt-
ir, Björk, kom næst með 28.982 stig
og Bergþóra Einarsdóttir, Ármanni,
varð þriðja með 27.949 stig. -GH
Sigursveit Bjarkanna: Hlín Benediktsdóttir, Tinna Þórðardóttir, Eva Þrastardóttir, Eiísabet Birgisdóttir og Elva Rut
Jónsdóttir ásamt hinum rússnesku þjálfurum sínum.
^ ÞÝSKALAND
Flensburg-Rheinhausen .....34-29
Magdeburg-Hameln ..........26-18
Nettelsted-Schutterwald....26-24
Lemgo-Fredenbeck...........36-25
Dormagen-Grosswallstadt .... 18-18
Niederwurzbach-Gummersb. . . 30-2
Massenheim-Minden .........27-20
Essen-Kiel ................26-19
Lemgo 21 19 0 2 595-489 38
Flensburg 21 14 1 6 529-469 29
Massenh. 22 13 2 7 539-532 28
Niederwúrzb.22 13 1 8 551-498 27
Kiel 21 12 1 8 552-494 25
Nettelsted 21 11 2 8 552-528 24
Essen 22 11 1 10 531-535 23
Grosswalls. 22 9 2 11 551-554 20
Minden 22 9 2 11 569-579 20
Magdeburg 21 8 3 10 483-502 19
Rheinhausen 22 8 2 12 513-556 18
Gummersb. 21 7 3 11 461-492 17
Schutterw. 21 7 1 13 520-548 15
Dormagen 22 7 1 14 444-504 15
Fredenb. 21 6 1 14 481-549 13
Hameln 22 5 3 14 507-549 13
Patti með
átta mörk
Patrekur Jóhannesson átti
mjög góðan leik með Essen þeg-
ar liðið vann góðan sigur á Kiel
í þýsku úrvalsdeildinni í hand-
knattleik í gærkvöldi. Patrekur
skoraði 8 mörk og var marka-
hæstur í liði Essen.
Héðinn Gilsson skoraði 6 af
mörkum Fredenbeck og var
markahæstur sinna manna sem
máttu þola tap gegn toppliðinu.
Sigurður Bjamason skoraði 3
mörk, öfl úr vítaskotum, fyrir
Minden þegar liðið tapaði fyrir
Wallau Massenheim.
Róbert Sighvatsson skoraði 3
mörk þegar Schutterwald beið
lægri hlut fyrir Nettelsted eftir
að hafa haft þriggja marka for-
ystu í hálfleik.
-GH
Hodgson til Blackburn
Roy Hodgson, þjálfari Inter
Milan, var í gær ráðinn fram-
kvæmdastjóri enska úrvalsdeild-
arliðsins Blackburn og mun
hann taka við liðinu í júlí í sum-
ar. Þessi ákvörðun Hodgsons
kom forráðamönnum Inter í
opna skjöldu en þeir höfðu fyrir
nokkru komist að samkomulagi
við Hodgson að hann yrði með
liðið til ársins 1999.
Seaman í aögerö
David Seaman, markvörður
Arsenal, þarf að gangast undir
aðgerð en meiðsli í hné hafa ver-
ið að angra hann. Seaman mun
því ekki standa í marki næstu 6
vikumar í það minnsta.
Þjóðverjar sigruðu
Evrópumeistarar Þjóðverja
lögðu ísraelsmenn, 1-0, í vináttu-
landsleik í knattspyrnu í Tel
Aviv í gær. Sigurmarkið skoraði
Darius Wosz á 85. mínútu.
Hollendingar töpuðu
Hollendingar töpuðu fyrir
Frökkum í vináttulandsleik í
knattspymu sem fram fór í Par-
ís. Dennis Bergkamp kom gest-
unum yfir strax á 3. mínútu en
tvö mörk á síðasta stundarfjórð-
ungnum færðu Frökkum sigur.
Robert Pires jafiiaði á 74. mínútu
og Patrice Loko skoraði sigur-
markið á 84. mínútu. -GH
Tkvöid
Landsleikur 1 handbolta, í Smára:
Ísland-Egyptaland ...........20.15
DHL-delldin:
ÍA-Breiðablik ...............20.00
Skallagrímur-Þór ............20.00
Grindavík-Njarðvik...........20.00
Tindastóll-Haukar............20.00
ÍR-KR .......................20.00
Ólafur Stefánsson sýndi oft ágæta takta en var nokkuð óheppninn meö skot sín. Hér er eitt fimm marka Ólafs í fæöingu.
DV-mynd Brynjar Gauti
Þrátt fyrir ósigur
sáust jákvæðir hlutir
- þegar íslendingar töpuðu fyrir Egyptum í fyrsta sinn í Höllinni
ísland (13) 24
Egyptaland(lS) 25
0-2, 2-2, 4-4, 6-5, 7-8, 9-11, 11-12,
11-15 (13-15), 14-15, 16-18, 18-18,
19-21, 20-23, 22-23, 24-24, 24-25.
Mörk íslands: Bjarki Sigurðsson
6, Ólafur Stefánsson 5/1, Gústaf
Bjamason 4, Róbert Julain Duranona
4, Konráð Olavsson 3, Dagiu Sigurðs-
son 2.
Varin skot: Guðmundur Hrafn-
kelsson 12/1.
Mörk Egyptalands: Sameh E1
Waress 5, Gohar Nabil Gohar 5, Ah-
med E1 Attar 5, Aser E1 Kasaby 3,
Sherif Hegazy 3/1, Magdy Abou E1
Magd 2, Marwan Ragab 1.
Varin skot: Mohamed Ibrahim 5,
Mohamed Nakib 7.
Brottvisanir: Island 4 mín., Eg-
yptaland 4 mínútur.
Dómarar: Stefán Amaldsson og
Rögnvald Erlingsson, ágætir.
Áhorfendur: 600.
Maður leiksins: Sameh E1
Waress, Egyptalandi.
Markvörðurinn
meiddist illa
Ayman Salah, aðalmarkvörð-
ur Egypta, meiddist illa á ökkla í
upphitun fyrir leikinn og var
hann mjög kvalinn þegar hann
var í skyndi fluttur með sjúkra-
bíl á slysadeild. Var jafnvel ótt-
ast að hann hefði fótbrotnað.
íslenska landsliðið í handknattleik
fór í gegnum eina prófraun sína fyrir
heimsmeistarakeppnina í Japan í maí
næstkomandi í gærkvöld þegar liðið
mætti Egyptum í Laugardalshöll. Lykt-
ir leiksins urðu 24-25 fyrir Egypta sem
gerðu sigurmarkið úr vítakasti eftir að
leiktíminn var liðinn. Þrátt fyrir ósigur
í leiknum má hrósa íslenska liðinu fyr-
ir ýmsa hluti en ýmislegt má þó fara
betur sem er auðvitað vel skiljanlegt.
Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari er
að þreifa sig áfram með liðið og tekur
tíma að slípa ýmsa þætti þess.
Báðar þjóðirnar verða á meðal þátt-
takenda í heimsmeistarakeppninni í
Japan og er undirbúningur hafinn
enda eru ekki nema rétt rúmir 80 dagar
þangað til að flautað verður til leiks í
Kumamoto í Japan.
Það mátti sjá á leik beggja aðila í
gærkvöld að þjálfararnir vora að prófa
nokkrar útgáfur í sóknar- og vamar-
leiknum. Egyptar voru ívið beittari í
fyrri hálfleik og leiddu þá yfirleitt,
mest með fjórum mörkum. Islenska lið-
ið náði ekki að stifla strengi sína í
vörninni og fengu skyttur og línumenn
Egypta gott rými til að athafna sig,
ekki var farið út á móti skyttunum og
menn sváfu stundum á verðinum gagn-
vart línumönnunum. Eins var sóknin á
köflum ekki sannfærandi og markvörð-
ur Egypta varði nokkrum sinnum
dauðafæri frá íslenska liðinu.
Leikur íslendinga átti eftir að eflast
og verða mun betri í síðari hálfleik.
Það mátti greinilega sjá að Þorbjörn
Jensson hafði talað yfir hausamótun-
um á strákunum sinum. Vömin var
betri og Guðmundur Hrafnkelsson fór
að verja meira. Þegar þannig háttar
kemur sóknin af sjálfu sér, það gerðist
einmitt í þetta skiptið.
Leikurinn var nokkuð spennandi
undir lokin en það vora Egyptar sem
tryggðu sér sigurinn á umdeildu
vítakasti. Þrátt fyrir tap er Þorbjöm
Jensson á réttri leið með liðið. Auðvit-
að er ekki gott að tapa leik en líta verð-
ur einnig á jákvæðu punktana sem
sáust í síðari hálfleik.
Bjarki einna jafnastur í
íslenska liöinu
Bjarki Sigurðsson var einna jafnast-
ur í íslenska liðinu og var skotnýting
hans góð. Gústaf Bjarnason var beittur
á línunni og hefur líklega aldrei verið í
betra formi. Dagur Sigurðsson var
framan af nokkur ragur og Ólafur Stef-
ánsson var nokkuð óheppinn með skot
sín. Markvarslan hefði mátt vera betri
en batnaði þegar á leið.
íslenska liðið saknaði leikmanna
sem leika í Þýskalandi og Frakklandi.
Þeirra fjarvera veikti liðið en Þorbjörn
Jensson hefur efnivið til að byggja
sterkt lið en nota verður tímann vel
fram að HM í Japan.
-JKS
Þorbjörn Jensson:
„Þurfum ekkert að örvænta"
„Við fellum á lélegum vamarleik í fyrri hálfleik. Aftur á móti
réttum við úr kútnum í þeim eftium í síðari hálfleik. Mér farrnst
margt jákvætt í leik okkar og þeir náðu ekki að slá okkur út af
laginu eins og oft hefúr gerst þegar við fáum framliggjandi vöm
á okkur. Þessi hópur sem lék þennan leik er mjög frambærileg-
ur og menn eru tilbúnir að fóma sér í þau verkefni sem bíða
liðsins. Við erum á réttri leið og við höfúm nægan tima til steftiu
til að laga hluti sem betur mega fara. Við hefðum unnið leikinn
með beittari vöm í fýrri hálfleik en þvi miður gekk það ekki eft-
ir. Við þurfúm ekkert að örvænfa og ég er bjartsýnn á framhald-
ið,“ sagði Þorbjöm Jensson við DV eftir leikinn. -JKS
Javier Garcia Cuesta:
„Við vorum heppnari í lokin“
„Mér fannst bæðin liða vera að leika góðan handbolta á köfl-
um. Undir lokin var leikurinn í jámum og sigurinn gat lent
hvorum megin sem var. Við vorum heppnari í þetta skiptið en
samt sem áður var liðið að gera mörg mistök. Vináttuleikur
sem þessi er til þess aö reyna ýmislegt og við eigum eftir að hafa
mjög gott af þessum leikjum við íslendinga. Ég er búinn að fygj-
ast lengi með íslenska landsliðinu og veit gjörla hvað íslend-
inga geta í handbolta. Þeir eru ávallt erfiðir andstæðingar. Við
ætlum að vinna vel i málum okkur fi-am að HM og ég er bjart-
sýnn á gott gengi þar,“ sagði Javier Garcia Cuesta, þjálfari Eg-
ypta, við DV eftir leikfrm. -JKS
íþróttir
Bjarni með
3 í leik með
Real Madrid
Knattspymumaðurinn Bjarni
Guðjónsson stimplaði sig inn með
stæl hjá spænska stórliðinu Real
Madrid í gær en þá skoraði hann
þrjú mörk í leik með varaliði fé-
lagsins sem sigraði, 4-1. Varaliðið
var blanda af ungum leikmönnum
og þeim sem ekki hafa komist i
liðið auk þess sem nokkrir leik-
menn úr aðalliðinu tóku þátt í
leiknum.
Bjami hélt til Spánar i fyrra-
dag en forráðamenn Real Madrid
buðu honum að koma út og æfa
með liðinu í nokkra daga.
Þessi frammistaða Bjarna í
leiknum í gær mun án efa kynda
undir enn frekari áhuga spænska
stórliðsins á Bjarna og hver veit
nema að Real Madrid sláist í hóp
Liverpool og Newcastle sem vilja
kaupa hann.
Forráðamönnum Liverpool og
Newcastle er kunnugt um veru
Bjama hjá Real Madrid og því
munu engin tilboð berast til
Skagamanna frá þeim meðan
Bjarni er á Spáni en hann er
væntanlegur heim á laugardag-
inn.
-GH
Bjarni Guöjónsson geröi þaö
gott í leik meö Real Madrid í gær.
1. DEILD KVENNA
KR-Keflavík..................62-63
Enn einu sinni vinna
Keflavíkurstúlkur stöllur sínar í KR
meö eins stigs mun. Leikurinn var í
jámum allan tímann og réðust úrslit
ekki fyrr en á lokasekúndum.
Stighæstar hjá KR: Kristín
Jónsdóttir 15, Guðbjörg Norðfjörð 15,
Linda Stefánsdóttir 12.
Stigahæstar hjá Keflavlk: Anna
María Sveinsdóttir 14, Bima
Valgarðsdóttir 13, Erla
Þorsteinsdóttir 12, Erla Reynisdóttir
9, Björg Hafsteinsdóttir 9.
-GH
cwoiflnp
Bikarkeppnin - 5. umferð:
Derby-Coventry.............3-2
0-1 Huckerby (5.), 0-2 Whelan (13.),
1-2 Ward (17.), 2-2 De Laan (41.), 3-2
Sturridge (88.)
Chelsea-Leicester..........1-0
1-0 Leboeuf vítasp. (117.)
Deildabikar, undanúrslit, fyrri leikur:
Stockport-Middlesbrough....0-2
0-1 Beck (73.), 0-2 Ravanelli (79.)
Úrvalsdeildin:
Southampton-Wimbledon......0-0
1. deild:
Swindon-Birmingham.........3-1
SKOTIAND
LEt --------------------------
Bikarkeppnin - 4. umferð:
Celtic-Hibemian ..............2-0
Hamilton-Motherwell ..........0-2
ÍTAUA
Bikarkeppnin - undanúrslit:
Napoli-Inter......e. vítakeppni 5-3
Napoli mætir Vicenza í úrslitum.
X ii SPÁNN
Bikar - undanúrslit, fyrri leikir:
Real Betis-Vallecano..........2-0
Atl. Madrid-Barcelona.........2-2
1. DEILD KVENNA
ÍBA-Stjarnan ................20-36
Mörk ÍBA: Anna Blöndal 5, Sólveig
Sigurðardóttir 4, Þórunn Sigurðar-
dóttir 3, Þóra Atladóttir 2, Katrín
Harðardóttir 1, Heiða Valgeirsdóttir
1, Gunilla Almqvist 1, Dóra S. Sig-
tryggsdóttir 1, Brynhildur Smáradótt-
ir 1, Anna Pálsdóttir 1.
Mörk Stjömunnar: Ragnheiður
Stephensen 9, Anna Halldórsdóttir 5,
Sigrún Másdóttir 5, Björg Gilsdóttir 4,
Hrund Grétarsdóttir 4, Ásta Sölva-
dóttir 3, Herdís Sigurbergsdóttir 2,
Rut Steinsen 2, Inga S. Björgvinsdótt-
ir 1.
Haukar-Víkingur ............ 21-18
Mörk Hauka: Judit Esztergal 8,
Hulda Bjamadóttir 6, Harpa Melsted
3, Ragnheiður Guðmundsóttir 2,
Andrea Atladóttir 1, Thelma Áma-
dóttir 1.
Mörk Víkings: Kristín Guðmunds-
dóttir 7, Heiða Erlingsdóttir 5,
Heiðrún Guðmundsdóttir 2, Guð-
munda Krsitjánsdóttir 2, Margrét Eg-
ilsdóttir 1, Elísabet Þorgeirsdóttir 1.
Valur-KR......................12-15
Mörk Vals: Sigurlaug Rúnarsdóttir
4, Sonja Jónsdóttir 3, Hafrún Krist-
jánsdóttir 2, Dögg Sigurgeirsdóttir 1,
Ágústa Sigurðardóttir 1, Eva Þórðar-
dóttir 1.
Mörk KR: Harpa Ingólfsdóttir 6,
Edda Kristinsdóttir 3, Brynja Stein-
sen 3, Steinunn Þorvaldsdóttir 1, Eva
Hlöðversdóttir 1, Sæunn Stefánsdóttir
1.
Stjaman 15 12 1 2 365-274 25
Haukar 15 11 2 2 387-291 24
FH 15 9 2 4 312-294 20
Víkingur 15 7 3 5 270-269 17
Fram 15 6 3 6 284-272 15
KR 15 6 1 8 254-288 13
Valur 15 3 2 10 252-315 8
ÍBV 14 3 0 11 266-308 6
ÍBA 15 2 2 11 277-358 6
Fylkir hætti keppni.
KR-klúbburinn
Aðalfundur KR-klúbbsins verð-
ur haldin klukkan 20 í kvöld í fé-
lagsheimili KR í Frostaskjóli. Eft-
ir hefðbundin aðalfundarstörf
verður sagt frá gangi mála í
nefnd sem er að endurskoða störf
hjá knattspymudeild KR.