Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 óháð Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Guð fannst í Skotlandi Guö nútímans er fundinn í Skotlandi. Hann heitir Ian Wilmut og hefur búið til sauðkind með einræktun erfða- efnis úr annarri kind. Hann starfar við örlitla rann- sóknastofu, sem hefur að markmiði að framleiða lyf úr veQum kinda og rækta afurðameira og hraustara sauðfé. Frá einræktun sauðfiár er stutt skref í einræktun ann- arra dýra og litlu lengra skref í einræktun manna. Iam Wilmut hefur sjálfur staðfest, að fræðilega sé ekkert því til fyrirstöðu, að fólk verði ræktað á þennan hátt, en bætti því við, að slíkt væri óviðkunnanlegt. Með einræktun má taka afrit af fullorðnu fólki og láta það endurfæðast í sífellu, öld eftir öld. Einræktuðu ein- staklingamir verða ekki nákvæmlega eins og fyrirmynd- imar, því að uppvöxturinn hefur líka áhrif. í gamla daga var sagt, að fjórðungi bregði til fósturs. Þegar einræktun komst í hámæli siðfræðinga snemma á sjöunda áratugunum, sögðu erfðavísinda- menn, að umræðan væri óþörf, því að einræktun væri óframkvæmanleg. Nú reyna þeir líka að draga úr við- brögðunum og segja vísindamenn hafna einræktun manna. Hagsmunir landbúnaðar og lyfjaiðnaðar munu ráða því, að einræktun dýra mun fleygja fram á næstu árum. Sum ríki hafa fyrir sitt leyti bannað, að skrefið verði stigið áfram til einræktunar manna. En alltaf verða til ríki, sem ekki munu framfylgja slíku banni. Rannsóknastofur í einræktun em tiltölulega einfaldar og ódýrar. Einræktun kostar ekki nema brot af þeim umsvifum og fyrirhöfn, sem þarf til að búa til kjamorku- sprengjur. Einræktun má til dæmis stunda í bananalýð- veldum undir vemdarvæng geðbilaðra herforingja. Sömuleiðis má ljóst vera, að þekkingarþráin ein út af fyrir sig mun kalla á tilraunir fræðimanna á þessu sviði sem öðrum. Marklaust er „að treysta því“, að fólk verði ekki einræktað, svo að notað sé ódýrt orðalag Kára Stef- ánssonar, sem stofhað hefur erfðaefnastöð manna. Vísindi em í eðli sínu hvorki góð né vond. Þau hafa oft jákvæðar eða hagkvæmar afleiðingar, stundum ófyr- irséðar afleiðingar og einstaka sinnum hræðilegar. Skynsamlegt er að gera ráð fyrir, að vísindin muni frem- ur fyrr en síðar byrja að reyna að einrækta fólk. Auðvelt er sjá fyrir sér sölumennskuna, sem því mun fylgja. Sagt verður, að með einræktun megi framleiða mikilvæg lyf. Með einræktun megi rækta fólk, sem sé laust við erfðaeiginleika, er leiði til sjúkdóma. Með ein- ræktun megi rækta hraustara og gáfaðra fólk. Að vísu verður raunveruleikinn ekki svona einfaldur. Einræktun býr til hóp, þar sem allir sem einn geta ver- ið næmir fýrir nýrri veiru. Með erfðafræðilegri þreng- ingu eykst hættan á, að allir farist úr sama óvænta sjúk- dóminum. Þetta er þekkt fyrirbæri við innræktun dýra. Siðfræðilegu spurningarnar em mikilvægastar allra. Mun einræktað fólk hafa sjálfstæðan persónuleika, eigin sál? Ljóst er, að það á ekki fóður, því að karlmenn verða óþarfir í heimi einræktunar. Hver verður guð þess, Ian Wilmut í Edinborg eða Kári Stefánsson í Reykjavík? Clinton Bandaríkjaforseti hefur gefið rannsóknaneöid níutíu daga frest til að kanna lagalegar og siðferðilegar hömlur við einræktun, einkum með tilliti til afleiðinga hennar fyrir mannkynið. Tarschys, forstjóri Evrópu- ráðsins, heimtar reglur sem banni einræktun fólks. Sennilega verða boð og bönn til lítils. En fólk ætti samt að staldra við og spyrja sig, hvort maðurinn sé kominn á það stig, að hann geti tekið við hlutverki guðs. Jónas Kristjánsson mtmjfl ifi iT-i Jfft' „Staðreyndin er sú aö Landsvirkjun hefur fjármagnaö framkvæmdir sínar að mestu leyti meö lánsfé." Landsvirkjun: Skattlagning í skjóli einokunar lækkað gjaldskrá sína til almennings ár hvert mikið umfram þessi 2-3% ef arðinum væri varið til lækkunar orkuverðs? Þeirri spurningu vildi ríkisstjórnin ekki svara svo það liggur ekki fyrir, en eftirfar- andi staðreyndir gefa allgóða vísbendingu: Samkvæmt áætlunum Landsvirkjunar verður arðurinn, að meðtöldu ábyrgðargjaldi, um 1100 milljónir króna að meðaltali ár hvert á tímabilinu 1997-2010. Tekjur fyrirtækisins af raforkusölu til almenn- „Nýju lögin hafa þann eina tilgang að bæta fjárhagslega stöðu eigenda Landsvirkjunar á kostnað orkukaup- enda. Meðal annars ergripið til óvand■ aðra reikningsæfinga til þess að fá út að raunveruleg framlög eigenda séu 14 milljarðar króna í stað 2 milljarða eins og staðreyndin er..." Kjallarinn Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Fyrir fáum dögum voru afgreiddar breytingar á lögum um Landsvirkjun. Það vekur helst at- hygli að með breyt- ingunum er ekki hugsað um hag orkukaupenda, þeirra sem borga rekstur og fiárfest- ingar fyrirtækisins. í lagabreytingunum eru engin ákvæði um lækkun orku- verðs, engin fyrir- mæli um að batn- andi hag Landsvirkj- unar verði veitt til orkukaupenda með lægra verði fyrir orkuna. Þvert á móti, rekstraráætl- un fyrirtækisins fram til ársins 2010 gerir ráð fyrir lið- lega 14200 milljóna króna reiknuðum arði. Auk þess er áætl- að að verja um 1300 milljónum króna í ábyrgðargjald, sem greitt er eigendum og er í raun dulbú- in arðgreiðsla. Samtals eru þetta um 15500 milljónir króna sem áætlað er að færa úr vösum orku- kaupenda, fyrst og fremst almenn- ings í landinu, til svokallaðra eig- enda, rikissjóðs, borgarsjóðs Reykjavíkur og bæjarsjóðs Akur- eyrar. Þetta á að gerast þrátt fyrir þá stefnumörkun að lækka orku- verðið um 2-3% árlega frá og með árinu 2001. 22% lækkun strax? Spurningin sem blasir við er þessi: hvað gæti Landsvirkjun ingsveitna nema um 5000 milljón- um króna árlega. Áætlaður arður er því um 22% af tekjum af raforkusölu til al- menningsveitna. Samkvæmt þessum upplýsing- um verður svarið við spurning- imni þetta: miðað við að öllum arðinum verði varið til lækkunar á verði raforku til almennings- veitna er hægt að lækka verðið strax um 22% og síðan 2-3% ár- lega frá 2001 til 2010. Munurinn á þessum tveimur kostum er gríðarlegur. Annars vegar leið ríkisstjórnarinnar: óbreytt verð næstu 4 ár, síðan 2-3% lækkun á ári næstu 10 ár, hins vegar ef reiknuðum arði ásamt ábyrgðargjaldi yrði varið til að lækka raforkuverð til almenn- ingsveitna: 22% lækkun strax og það verði næstu 4 ár, síðan 2-3% lækkun á ári á verðið eins og það er eftir 22% lækkunina. Það ber að hafa í huga að hagn- aðurinn er áætlaður verða mun meiri en reiknaður arður. Lætur nærri að um 1/3 hluti hagnaðar, um 6,5 milljarðar króna, verði eft- ir í fyrirtækinu til að styrkja eigið fé þess, þannig að það er engin goðgá að verja andvirði reiknaðs arðs til þess að lækka raforkuverð. Arðurinn í fyrirrúmi Nýju lögin hafa þann eina til- gang að bæta fjárhagslega stöðu eigenda Landsvirkjunar á kostn- að orkukaupenda. Meðal annars er gripið til óvandaðra reiknings- æfinga til þess að fá út að raun- veruleg framlög eigenda séu 14 milljarðar króna í stað 2 milljarða kr. eins og staðreyndin er og síð- an krafist 5-6% arðs af 14 millj- örðunum. Þessar kúnstir eru grundvöllur þess að reikna arð árlega upp á 920 til 1250 milljónir kr. að meðtöldu títtnefndu ábyrgðargjaldi, í stað þess 100-200 milljónir kr. sem væri eðlilegt miðað við raunveruleg framlög eigenda. Staðreyndin er sú að Lands- virkjun hefur fjármagnað fram- kvæmdir sínar að mestu leyti með lánsfé. Vextimir vom innheimtir af orkulcaupendum í gegnum gjaldskrá. Arðurinn á auðvitað að renna til þeirra sem borguðu brús- ann, fólkið á að vera í fyrirrúmi en ekki fégráðugir stjórnmála- menn. Kristinn H. Gunnarsson Skoðanir annarra Reykjavíkurflugvöllur „Þörfin fyrir sérstakan innanlandsflugvöll í Reykja- vík fer einnig minnkandi vegna bættra samgangna, en með tilkomu Hvalfjarðarganga mun farþegum til og frá Akureyri fækka stórlega. ... Að leggja niður Reykjavikurflugvöll og flytja allt flug til Keflavíkur- flugvallar er því af þessum ástæðum einum aðeins tímaspursmál og því skynsamlegra að setja 1,5 millj- arða króna í breikkun Reykjanesbrautar og auka há- markshraðann þar upp í 110 km á klst.“ Kristján Pálsson í Alþbl. 26. febr. Bændur viðurkenni stað- reyndir „Veruleikinn er sá, að búum þarf að fækka og þau þurfa að stækka.... Ef það væra matvörukaupmenn á hverju homi í Reykjavík mundu þeir ekki komast af. Þeim hefur fækkað stórlega á undanfómum árum m.a. vegna þess, að það hafa orðið til stórar verzlanakeðj- ur í matvöruverslun hér eins og alls staðar í heimin- um. Enginn þeirra gerði kröfu til þess að stjómvöld sæju þeim fyrir markaði eða lágmarkslaunum. ... Það er timbært, að fulltrúar á Búnaðarþingi viðurkenni þessar staðreyndir. Þeir geta hvorki krafið ríkisvaldið um aukin fjárframlög né neytendur um að borga hærra verð.“ Úr forystugrein Mbl. 26. febr. Betra vald á einræktun „Einræktun á kindum sýnir að vísindamenn era að ná æ betra valdi á þessari tækni sem í sjálfu sér era vísindalegar framfarir. Þótt þetta geti hugsanlega leitt til einhvers góðs er það ekki alltaf svo með vísindin sbr. framleiðslu og beitingu kjamorkuvopna. Ég tel siðferðislega rangt að einrækta manneskjur þótt hægt yrði og vona að það verði bannað í öllum heiminum í mannréttindatilgangi." Guðný Guðbjörnsdóttir í Degi-Túnanum 26.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.