Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Side 10
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997 JLí"V 10 menning X X Alltaf langað til að vera sígauni Þorlákur Kristinsson var harður baráttumaður fyrir betri aðbúnaði farandverka- manna fyrir tæpum tuttugu árum og hann hefur ennþá ákveðnar skoðanir á þjóðmái- um. Þó hefur hann undanfarið verið að mála blóm. Viðkvæm- ar suðrænar jurtir sem ekki myndu lifa daginn í venjulegri verbúð. Sýningu hans á blómamynd- um í Blómavali í Sigtúni í Reykjavík lauk á sunnudaginn var og á laugardaginn opnar hann nokkurn veginn sömu sýningu í Blómavali á Akur- eyri. Hann fer meira að segja með veggina með sér að sunn- an. „Mig hefur alltaf langað til að vera sígauni, ferðast milli þorpa og sýna það sem ég er að gera,“ segir hann. „Draumur- inn hefur verið að búa til far- andgallerí í dísiltrukk og ferð- ast milli staða og sýna. Jafnvel vera með farandhátíðir eins og við Einar Már og fleiri höfum stundum búið til.“ Næsta lending Hveragerði Listamenn kvarta undan því að ekkert seljist hjá þeim en Tolli hefur ekki þá reynslu. „Sýningin í Blómavali gekk æðislega vel,“ segir hann. „Ég kvarta ekki og hef aldrei gert það. Það hljómar kannski hrokafullt en ég hef alltaf borið mig eftir björginni og hef stundum þurft að hafa meira fyrir þessu en aðrir. Tilvera mín sem myndlistarmanns hef- ur verið mikil vinna frá upp- hafi en ég hef líka uppskorið í sama hlutfalli. Ég hef farið Og blómin flæða niður á pappírinn. DV-mynd ÞÖK mínar eigin leiðir - til dæmis með því að sýna á stað eins og Blómavali en það sáu 3-4 þús- und manns sýninguna á tíu dögum. Það voru líka uppi efa- semdir um að mála blóm. „Er ekki í lagi með þig,“ sagði fólk. Ýmsir stórir menn í listasög- unni hafa fengist við blóm, eðli- lega, það er hægt að læra svo mikið af því, þó er „blómamál- ari“ háðsyrði í stéttinni. Þá þykja menn komnir á býsna lágt plan. Látum það vera. En að fara inn í Blómaval með sýningu er botninn. Næsta lending Hvera- gerði - sem mér finnst persónu- lega heillandi staður. En alveg eins og með Kringluna á sínum tíma þá fannst mér gaman að rannsaka andstæðumar milli þess sem má í myndlistarheim- inum og þess sem ekki má. Kringlan var auðvitað miklu erfiðara húsnæði að setja upp sýningu í - ofsalega dóminer- andi og geðbilað hús en mér fannst ég ná að búa til hlutlaust umhverfi kringum myndirnar sem dugði og það hefur fleira fólki þótt því nú er þarna sýn- ingarstaður. í Blómavali var búinn til salur sem er held ég einn sá albesti í borginni; birt- an fin. Hann minnir mig á Listamannaskálann gamla.“ - Þú tekur þig alvarlega sem listamann ... „Ég tek mig alvarlega sem manneskju. Ég fæst við að mála og stundum bý ég til lista- verk. En fyrst er ég manneskja og heiðarlegur sem manneskja. Það er til fólk sem heldur að starfstitillinn listamaður nægi til að ailt sé list sem það býr til. Ég held að allir séu iistamenn, að einhvem tíma á ævinni búi hver einasti maður til sitt lista- verk. Og myndlistarmenn eru ekki einu prókúruhafarnir á það afl sem myndlistin er. Þeir njóta meiri uppskeru en aðrir af því þeir helga líf sitt því að sinna listum en þeir eru ekki allir að búa til listaverk. Það er ekki alltaf sem maður býr til listaverk. En þegar maður býr til listaverk þá er það vegna þess að maður hefur búið til önnur verk sem ekki náðu sama risi. Góðu dagamir í lífi manns eiga ansi mikið undir þeim mistökum sem maður hef- ur gert í lífínu.“ Hótel Holt: Fínastur vínlisti og bezt þjónusta Þótt Holt sé eitt af beztu veitingahúsum landsins og hafi lengi verið traustasti og jafnasti gæðastaðurinn, hefur matreiðsla þess stundum verið mistæk upp á síðkastið. Fiskur er oft eins lítið eldaður og hann þarf að vera, en fyrir kem- ur, að hann er heldur lengi í eldun. Matreiðslan er frumleg og matseðillinn breytilegur. Sem dæmi má nefna ristað- an humar. I eitt skipti var hann í geislum út frá sítrónukryddaðri hrís- grjónaköku með granaost- þaki. í öðru tilviki í geislum út frá mjúku hörpufisk- frauði, borinn fram með kantarellu-sveppum og gul- rótar-ediksósu. í báðum til- vikum var humarinn meyr og finn. Aðrir forréttir hafa verið misjafnir. Rauð og fín var reyksoðin viili- gæs með góðri balsam-ediksósu. Ristaður kolkrabbi var hins vegar ekki nógu meyr, borinn fram með hæfilega kryddaðri hvít- laukssósu með rósmaríni. Stundum verður bilun i matreiðslu aðal- rétta. í hádegi var ofbökuð smálúða á salat- beði með kryddlegnum villisveppum, spergli og spínati. Við sama tækifæri var ristaður skötuselur ekki nógu meyr, borinn frarn með súrsætri ananassósu. Skömmu síðar var flest komið i lag að kvöldi, þó ekki villigæsarbringa, sem var of þurr. En rósrauð rjúpa var afar meyr og fin, með einiberjasósu og hreðkumauki, svo og sveskjublönduðu innmatarmauki. Veitingahús Jónas Kristjánsson Og rósrauð villiandarbringa var frábær, borin fram á salati og spínati, með pönnu- steiktum kartöflusneiðum og mildri kar- dimommu-appelsínusósu. Eftirréttir í hádegi voru ekki í frásögur færandi, þrenns konar tertur, þar á meðal ein, sem var einkum tvenns konar og tvílitt súkkulaði, og önnur, sem var ostakaka með súkkulaðisósu. Mun betri voru tveir frum- legir eftirréttir að kvöldi. Þá var á boðstólum afar stökk napóleonskaka með banana- og appelsínubragði, með ananasbúðingi og heilum trönuberjmn í ljósri eggja- rommsósu, sem sögð var dökk i matseðli. Ennfremur eldsteikt jarðarber í afar fínnni sósu úr Mascarpone- líkjör og appelsínubarkar- þráðum. Engrar bilunar gætir í ytra umhverfí Holts. Þjónusta er í úrvalsflokki sem jafnan áður. Árgangamerktur vínlistinn er hinn vandaðasti í landinu, greinilega undir áhrifum frá Chateau et Relais samtökun- um, sem hótelið á aðild að. Þar er auðvitað langur listi af frönskum chateaux, en einnig úrval frá fjarlægum löndum, svo sem Ástralíu og Chile. Einn helzti galli staöarins er, að innkom- an er boruleg úr homi anddyris og beint að eldhúsdyrum. En það gleymist, þegar gest- ir eru sokknir í þægilega stóla innan um gamalkunn risamálverk íslenzkra meist- ara, þungan eðalvið, steinda glugga, úrvals borðlín og glæsilegan borðbúnað. Holtið er dýrt, um 4.100 krónur að kvöldi fyrir þrjá rétti og kaffi, að vini frátöldu. í hádeginu er staðurinn þó beinlínis ódýr, býður þriggja rétta máltíð af úrvali fjög- urra forrétta, sex aðalrétta og eftirrétta af vagni fyrir 1495 krónur. Það era sannköll- uð kjarakaup, þegar matreiðslan stenzt væntingar. Silja Aðalsteinsdóttir Umsjón Skáld-Rósa á Hvammstanga S Leikritið Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurðsson var | frumsýnt í Félagsheimilinu á Hvammstanga á laugardaginn var, degi seinna en ætlað var sökum i illviöris. Sagan er fólki á þessum slóðum i fersku j minni og segir Kristján Bjömsson, sem var á fram- | sýningunni, að því sé hreint ekki sama hvemig Natan og Rósa séu túlkuö. „Auðvitað er leikrit ekki sagan sjálf og leikend- ur eru frjálsir að listsköpun sinni, sem og leik- 1 stjórinn, Hörður Torfason, og rithöfundurínn Birg- | ir,“ segir Kristján. „í leikritinu er því miður áber- | andi ofnotkun á alkunnum versum Rósu en tvö j vers hennar eru einu ljóðmælin sem ' heyrast. Allt of oft er auk þess klifað j á ósæmilegu rími Natans og Satans. Má vera að Illugastaðabóndinn hafí | verið hrokafúllur og litið stórt á sig og víst er það rétt að hann mun hafa verið frekur til kvenna. S Hlaust af því afbrýðin sem ætti að öllu jöfnu að vera ólgandi í verk- j inu. Hinu gengur mér illa að kyngja að hann í hafi verið spjátrungur eða jafnvel skollalegur.“ j Rósa mín og Rósa þín j Um aðalleikarana segir Kristján: „Júlíus Guðni IAntonson er fyrirmyndarleikari og hefur sýnt það áður. Þar sem ég veit af sönghæfileikum hans j sakna ég rímna og ljóða, sem Natan hlýtur að hafa j sönglað og kveðið, því eitthvað hlýtur að hafa j heillað allar konurnar í lífi hans. Þennan ljóma vantar tilfinnanlega í annars margbreytilegt per- sónuhlutverk Natans. Lokar það sjálfkrafa fyrir að - ástin blómgist og andríkið gneisti af orðum Rósu í handriti Birgis þótt við þvi hefði mátt búast. Hér ji sannast að Rósa mín verður líklega aldrei eins og Rósa þín því allir þykjast vita hvað hún meinar. Rósa Birgis og Jónínu Kristinar Arnardóttur situr þó eftir með viðeigandi trega í lok verksins með hrifhæmri útgöngu. Oft er nærvera hennar nægj- j anleg með sínum kvenlegu eigindum i fasi og blíð- j um orðum þó að texti hennar sé ekki ljóðrænn j eins og vænta mætti.“ IMikilsvert menningarstarf Alls koma 23 leikarar fram í sýningunni og hundur er leikinn af hvolpi frá Búrfelli. Kristján gefúr Herði Torfasyni þá umsögn að leikstjóm hans sé ljúfmannleg og hann viröist hafa gott lag á að efla sjálfstraust leikaranna. Hörður hannaði lika einfalda sviðsmynd og látlausa en áhrifamikla lýsingu. „Baksviðs era margir þátttakendur sem j hafa hlutverki að gegna við sviðsstjóm, lýsingu, hljóð og uppstillingu. Leikmunagerð er einnig mikilsvert fag og gerð búninga og forðun er í stöð- a ugri endurnýjun hjá flokknum. Með þessu verki I sýnir Leikflokkurinn á Hvammstanga aö stöðug S listsköpun er mikilsverð fyrir menningarlif hér- * aðsins,“ segir Kristján Bjömsson. Svanurinn flýgur á ný Fjórar sýningar verða á Svaninum í mars í upp- setningu Annars sviðs I Borgarleikhúsinu, sú fyrsta annað kvöld kl. 20. Sýningum var hætt fyrir fullu húsi í febr- úar vegna brottfarar svansins sjáifs af landi en nú er hann kominn aftur. Önn- ur sýning verður 13. mars. Vala einleikur einu sinni ardaginn er agurinn, 8. ..Ó líó líó la, er þessi bar- ') og Kaffileik- ið ætlar að alda upp á ann með þvi að ía Einleiki Völu Þórs- dóttur einu sinni enn. Þetta era ein- þáttungarnir „Eða þannig“, sem fjallar um fráskilda konu um þrí- tugt, og „Kikir, súkkulaði, fýlugufa og rasl“, tragikómísk leiksaga um feita, subbulega konu og mjóan snyrtilegan mann. Sýningin hefst kl. 21 en á undan er að venju kostur á ljúffengum kvöldverði á staðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.