Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds.
Kerfið skóp arðinn
Samkvæmt greinum Sigurðar Líndal lagaprófessors í
DV hefur Alþingi ekki tekizt sú ætlun að koma í veg fyr-
ir, að úthlutuð veiðileyfi verði eign útgerðarfélaga. Hann
telur orðalag um þetta efni í fyrstu grein laga um stjórn
fiskveiða stangast á við stjómarskrána.
Sigurður Líndal telur, að atvinnuréttindi á borð við
rétt til nýtingar fiskistofna njóti verndar eignaréttar-
ákvæða í stjómarskránni, þótt atvinnuréttur feli ekki í
sér fullgildan eignarétt. Þessa atvinnuréttar hafi útgerð-
armenn aflað sér með nýtingu almannaréttar.
Sigurður telur ennfremur, að sjómenn hafi ekki aflað
sér slíks réttar, þar sem þeir hafi tekið laun fyrir störf
sín. Útgerðarmenn hafi hins vegar hætt fjármunum sín-
um í ótryggan rekstur á eigin ábyrgð og áhættu og séu
því handhafar atvinnuréttar til fiskveiða í sjó.
Sigurður telur samt, að Alþingi geti sett atvinnurétti
takmörk, sett reglur um kvótaviðskipti og skattlagt at-
vinnuréttinn, auk þess sem það geti afnumið kvótakerf-
ið og gefið veiðar frjálsar. En hann spyr, með hvaða rök-
um eigi að skattleggja kvótaréttinn sérstaklega.
Þvi er til að svara, að ríkið hefur búið til atvinnuverð-
mæti með kvótakerfinu. Ef veiðar væru frjálsar eins og
þær voru í gamla daga, hefði ofveiðin gengið miklu
lengra, afli væri snöggtum minni og afkoma útgerðar
hörmuleg. Þetta ástand hefur kvótakerfið hindrað.
Það er því aðgerðum ríkisvaldsins að þakka, að afkoma
er bærileg í sjávarútvegi um þessar mundir. Ef ofurfram-
tak útgerðarmanna hefði verið eitt um hituna, væru flest
fyrirtæki þeirra fyrir löngu gjaldþrota. Ríkið hefur hing-
að til ekki sent útgerðarmönnum reikning fyrir þetta.
Ríkið getur sagzt hafa sjálft framleitt arðinn í sjávar-
útvegi með sértækum aðgerðum á borð við kvótakerfið
og geti því skattlagt arðinn með sértæku veiði-
leyfagjaldi. Með því að notfæra sér ekki þessa málsaðild
er ríkið óbeint að mismuna skattgreiðendum í landinu.
Alþingi getur sett lagaákvæði um, að ríkinu beri sér-
stakt gjald fyrir að hafa framleitt hagkvæmni í sjávarút-
vegi með sértækum hætti. Um leið getur Alþingi auðvit-
að hnykkt á þeirri skoðun þingmanna, að þjóðin eigi
auðlindina og að ríkisvaldið fari með það umboð.
Alþingi getur meira að segja sett lög um, að útboð
veiðileyfa komi í stað skatts. Það getur sagt, að útboð
skerði ekki atvinnurétt útgerðarmanna, því að þeir megi
bjóða í leyfin að vild og þannig áfram tekið áhættuna,
sem löngum hefur fylgt atvinnurétti í útgerð.
Ekki mætti takmarka útboð veiðileyfa við þá, sem þeg-
ar eru í útgerð, því að þar með væru aðrir aðilar hindr-
aðir í að afla sér atvinnuréttar á sama hátt og menn öfl-
uðu sér atvinnuréttar fyrir tíð kvótakerfis, með því að
leggja í íjárfestingar og aðra áhættu.
Ef kvótakerfi væri lagt niður og hafin útboð veiðileyfa
á skilgreindu aflamagni, væri endurvakinn hinn almenni
atvinnuréttur, sem áður gilti, en um leið spillt þeim rétti,
sem kann að hafa myndazt í tíð kvótakerfisins. Líklegt
er, að greiða þyrfti útgerðinni bætur vegna þessa.
Af öllu þessu má ráða, að eignarhald á auðlindum
hafsins er ekki einfalt mál, en samt ekki flóknara en svo,
að Alþingi og ríkisstjóm geta komið fram þeim meiri-
hlutavilja þjóðarinnar, að greitt verði fyrir þau forrétt-
indi að fá að stunda arðbæra útgerð hér við land.
Enda er svo komið, að stjómarmenn í sumum stærstu
útgerðarfyrirtækjum landsins eru farnir að mæla með
hóflegu afgjaldi til að mynda þjóðarsátt um málið.
Jónas Kristjánsson
íslensk afbrot eru annaö hlátursefni en útlend, segir m.a. í grein Guöbergs aö þessu sinni,
íslensk siðfræði
Hvert er viðhorf okkar til hegð-
unar og siðferðis manna, annars
en þess sem varðar kynlif? Þetta
var góð spurning segðu margir og
vildu svara svo öllum líki. Það er
engin spurning að íslenskur ein-
staklingshyggjumaður kemur með
sín svör fyrir alla, svari hann
nokkru.
íslenskir dólgar og erlendir
í byrjun nóvember á liðnu ári
barst frétt um dólg í Rússlandi
sem drap í kirkjugarði félaga sem
fylgdu öðrum úr glæpagengi. Það
fannst mörgum vera fólskuverk en
hagkvæmt og jafnvel sniðugt, því
hægt var að jarða hinn myrta á
staðnum. „Stutt fyrir morðingja í
Rússlandi að fara með fómarlömb-
in,“ sagði fólk í forkaupum fyrir
jólin og hafði þær skýringar að
þjóðin hafði verið
undir hælnum á
kommúnistum.
Það mótar siðferði
og viðhorf.
Nokkru síðar
kom sú frétt, að
drengir hefðu skor-
ið félaga sinn á
háls á leiðinni úr
safhaðarheimili
kirkju í Reykjavik.
„Þetta eru meiri
fósarnir," sagði
fólk og hló. „Einhvern tímann
verða þeir góðir.“ íslensk afbrot
eru annað hlátursefni en útlend og
flestir töldu þetta vera barnaskap
og óvitahátt. Hvort tveggja virðist
fylgja okkur á grafar-
bakkann, svo ef ís-
lenskur dólgur hefði
verið að verki í
nefndum kirkju-
garði, hefði ódæðið
flokkast eftir því.
@.mfyr:Stúlkan og
negrinn
Fyrir nokkru fékk
íslensk stúlka í
Kaupmannahöfn átta
ára dóm fyrir eitur-
lyfjasmygl. Hjón sem
léttu sér upp á balli
ræddu um dóminn á
milli dansa, um-
ræðna um veðrið,
hverjum dóttursonur
þeirra ætlaði að líkj-
ast og hvers vegna
Kartöfluprinsessan
hefði ekki farið til Noregs með
Ólafi forseta og frúnni, hannyrða-
konu sem prjónar peysur kvenna
best og stoppar ágætlega í sokka.
Öll voru sammála um að stúlk-
an hefði leiðst út í
eitthvað sem hún
vildi ekki sjálf. Það
sannaðist að hún fór í
sólbað i Ríó og
gleymdi næstum hass-
inu. Samt fékk hún
jafn þungan dóm og
negrinn sem spanaði
hana upp í smyglið.
Að láta leiða sig til að
gera skammarstrik
einkennir íslenskt
sakleysi. Svo hjónin
vonuðu að stúlkan
yrði send heim, ekki
væri hægt að halda
henni hér í fangelsi,
hún væri síst verri en
aðrir, öll þjóðin sæti í
steininum fyrir afbrot
ef dönsk ólög fengju
að ráða.
Ástríður stráksa
Þetta er númer eitt, tvö og þrjú
í viðhorfl okkar til afbrota - ann-
arra - sjálf erum við saklaus en
treystum öðrum. Það er engin
spurning.
En bæta má við fjórða atriðinu
frá Austíjörðum um strák sem
lagði næstum bæli Alla ríka í eyði,
því ástríður hans rústuðu staðinn
eftir að hafa orðið sundurorða við
kærustuna. Sem er ekki orð á ger-
andi af því hvorki er hægt að
flokka lætin undir einelti né kyn-
ferðislegt áreiti við löggu með lyft-
ara.
Guðbergur Bergsson
„Öll voru þau sammála um að
stúlkan hefði leiðst út í eitthvað
sem hún vildi ekki sjálf. Það
sannaði að hún fór í sólbað í Ríó
oggleymdi næstum hassinu. “
Kjallarinn
Guðbergur
Bergsson
rithöfundur
Skoðanir annarra
Islenzk hugbúnaðargerð
„Enginn vafi er á því, að íslenzk hugbúnaðargerð
er ört vaxandi atvinnugrein og útflutningur þegar
farinn að skila verulegum tekjum í þjóðarbúið. Ljóst
er hins vegar, að ákveðinn flöskuháls er í skólakerf-
inu, sem gerir að verkum, að atvinnulífið fær ekki
nægjanlegan fjölda menntaðs starfsfólks og þá ekki
sízt tölvufyritækin. Laun í þessari atvinnugrein eru
yfirleitt há og þvi eðlilegt, að ungt fólk leiti þangað.“
Úr forystugrein Mbl. 5. marz.
Breytt viðhorf
„Það viðhorf hefur lengst af verið ríkjandi hér, að
verkalýðshreyfingin eigi að setja fram miklu hærri
kröfur en gert er ráð fyrir að samið verði um. Þótt
þess verði vart, að enn eimi eftir af þessum hugsun-
arhætti, þá er enginn vafi á að þessi viðhorf hafa
breyst á síðustu árum. Eftir að stöðugleikinn náðist,
sem allir finna að er forsenda aukins kaupmáttar,
telja flestir að skynsamlegast sé að setja fram kröfur
sem byggðar eru á þeim grunni, að sem mest trygg-
ing sé fyrir því að þær leiði til aukins kaupmáttar,
ef samið er á grundvelli þeirra.“
MLS í 2. tbl. VR-blaðsins.
Kristnihátíðin - drjúgur
skildingur
„Allir kristnir menn eiga eðlilega að koma að há-
tíðarhöldunum árið 2000, hver á sinn hátt. ... í raun
er hér verið að fagna stærstu tímamótum í sögu ís-
lensku þjóðarinnar, svo samofm er kirkjan þjóðinni
þessi þúsund ár, og óumdeilt að hún hefur haft mik-
il áhrif á alla þróun íslensks samfélags.... Það er al-
veg ljóst að Kristnitökuhátíðin mun kosta drjúgan
skilding. En hátiðin mun án efa verða íslendingum
sem og gestum okkar eftirminnileg."
Júlíus Hafstein í Degi-Tímanum 5. mars.