Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Síða 15
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997
15
Ríka gamla fólkið
Það er furðulega
algeng skoðun með-
al yngra fólks að
gamalt fólk viti ekki
aura sinna tal; það
eigi milljónir inni á
bankabókum og sá
vani þess að telja
vandlega slétta seðl-
ana upp úr snjáðum
seðlaveskjum stafi
eingöngu af því að
nirfilshátturinn sé
aðalsmerki kreppu-
kynslóðarinnar.
Kynslóðarinnar sem
telur hvert simtal,
fussar ef minnst er á
leigubila, sýður fisk
eða kannski svolítið
súpukjöt í hádegis-
mat og finnst álíka langsótt að
fara út að borða og okkur sem
yngri erum þykir að skreppa í
helgarferð til Kína.
Ein gömul kona
Ég tek sjöuna (Lækjartorg -
Þingás) í vinnuna á morgnana og
það bregst sjaldan að minnst ein
gömul kona spyr strætóbílstjórann
á hverjum morgni með angistar-
tóni i röddinni hvers vegna leið 7
sé hætt að stoppa við skýlið sem
stendur við Borgarspítalann! Og
hvers vegna enginn hafi frætt
hana um að hún þurfi að ganga
alla leið frá Bú-
staðaveginum ef
hún taki sjöuna.
Hún sem taki alltaf
sjöuna til að hitta
lækninn sinn.
Strætóbilstjórinn
reynir að útskýra
breytt strætis-
vagnakerfi eftir
bestu getu en við-
leitni hans skiptir
svo sem engu máli
því hún þarf hvort
sem er að ganga þetta, fótfúin í
þunnri regnkápu og með plastklút
yfir hárinu. Svo hún stígur hægt
og varlega út úr strætisvagninum
og horfir skelkuðum augum á hála
leiðina fram undan og hinir far-
þegarnir sem
eru á leið í
vinnu verða
allir voða-
lega pirraðir
á töfinni.
Yngra fólk
verður gjarn-
an pirrað á
gömlu fólki
sem er að
spyrja svona
mikið og ves-
enast og
hugsar með
sér: „Æ, af
hverju getur
þetta lið ekki
pungað út
fyrir taxa!“
Vissulega
eiga þessar gömlu konur
skilið að taka leigubíl til
að komast ferða sinna.
Sömuleiðis gamlir menn
sem eru sestir í helgan
stein eftir veðrasama
lífsbaráttu. En ég efast
stórlega um að margar
þessara öldruðu kvenna
hefðu efni á að ferðast
mikið með leigubíl. Á
yngri árum voru þessar
konur heimavinnandi húsmæður í
takt við tíðarandann og það eru
ekki nándar nærri allar húsmæð-
ur sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði
auk þess sem ekkjulífeyrir var
felldur niður þann 1. janúar 1996.
Þær hafa ekki mikið á milli
handanna sumar þessara kvenna
sem maður sér í strætisvögnum
Reykjavíkurborgar og ef þær eygja
möguleika á að vinna sér inn
skilding til að drýgja litlar tekj-
umar, þá er bara skorið af öðrum
og sjálfsögðum greiðslum sem þær
eiga aUan rétt á. Maður þekkir
þess dæmi að konur á sjötugsaldri
séu að skúra og ræsta heimili til
að eiga fyrir smá notalegheitum í
ellinni, einni sérríflösku, heklug-
ami og gjöfum handa bamabörn-
unum.
Upphæöin fljót að fara
Mánaðarleg greiðsla til ellilíf-
eyrisþega sem fær ekki greitt úr
lífeyrissjóði hljóðar upp á 56.777
krónur og sundurliðast svona:
Ellilífeyrir: 13.373
Tekjutrygging: 24.605
Heimilisuppbót: 8.364
Sérstök heimilisuppbót: 5.754
Lífeyrisuppbót 35%: 4.681
Samtals: 56.777 kr.
Eftir að hafa greitt leigu fyrir
þjónustuibúð (svo dæmi sé tekið),
matarreikning, hreinlætis- og
ræstingavörur, símareikning (sem
nú á að hætta að niðurgreiða), af-
notagjald af ríkissjónvarpi (þar á
einnig að hætta niðurgreiðslu) og
aðrar skyldugreiðslur þá er víst að
ekki verður nóg til í veskinu til að
kaupa sér hlýja kápu fyrir allar
strætóferðirnar í vetur, ncma á
raðgreiðslum eða hvað það nú allt
saman heitir, og þá er nú betra að
finna peningana í seðlaveskinu og
rasa ekki um ráð fram. Það vita
þær af fenginni reynslu, þessar
konur.
Svo getur alltaf eitthvað komið
upp á, eitthvað sem kostar auka
peningaútlát, maður veit aldrei, og
þá er gott að vera ekki búinn að
eyða peningunum 1 „lúxus“ eins
og leigubíl.
Auður Jónsdóttir
Kjallarinn
Auður Jónsdóttir
verkakona
„Það er furðulega algeng skoðun
meðal yngra fólks að gamalt fólk
viti hreinlega ekki aura sinna tal;
það eigi milljónir inni á banka-
bókunum sínum..."
Kvenfrelsunarhrollvekja
í kjölfar seinni heimsstyrjaldar
komu spennandi tímar. Andleg
uppreisn geisaði. Hennar gætti í
menningu, listum og vísindum.
Uppreisnin fór eins og eldur í sinu
um allan hinn vestræna heim.
Gildismat var brotið til mergjar. í
æðum unga fólkins ólgaði blóð.
Baráttuþrekið var óbrigðult. Blás-
ið var nýju lífi í gagnrýna hugsun.
Samfélagið nötraði og skalf í þess-
um jarðskjálfta hugarfarins.
Tengsl kynjanna voru skoðuð í
nýju ljósi. Kjarnafjölskyldan rið-
aði til fells. Ungt fólk gerði marg-
víslegar tilraunir í ástum, fjöl-
skyldulífi og uppeldi. í þessari
frjósömu deiglu blómstruðu vís-
indin um sálina og samfélagið.
Atlagan á karlaveldið
Fram á sjónarsviðið stigu mikil-
hæfir fræðimenn
úr röðum kvenna.
Leitin að sannleik-
anum var einlæg
og áköf. Konur sáu
sér m.a. leik á
borði og létu kné
fylgja kviði. Fyrr á
öldinhi hafði
áfangasigim unnist.
Kosningarétturinn
var í höfn. í rauð-
um sokkum gerðu
mömmur, ömmur,
systur og dætur hverja atlöguna á
fætur annarri á karlaveldið.
Tryggur bakhjarl þeirra voru jafn-
réttissinnaðir karlmenn.
Við vorum stoltir af ykkur, kyn-
systur góðar, enda var trúa okkar
sú, að kvenfrelsisbaráttan væri
áfangi í mannréttindabaráttu til
jafnræðis kynjanna. í hillingum
sáum við t.d. styttri vinnutíma og
aukið svigrúm til mannræktar og
uppeldis bama okkar. Við áttum
drjúgan þátt í að gera Vigdísi að
forseta og veita Kvennalistanum
brautargengi. Við kusum hann
tvisvar og við kusum hann þrisvar
eða þangað til hann undirritaði
eigin dauðadóm.
Margar góðar konur fengu nyts-
ama pólitíska reynslu fyrir tilstilli
hans. Löggjöf var lagfærð. Nú rík-
ir lagalegt jafhrétti kynjanna í
landinu, enda þótt stjómsýslan og
dómaramir hafi ekki náð að ljúka
upp báðum augum fyrir þeirri
staðreynd. Konur gerðu réttláta
uppreisn. Þær töldu sig vera fóm-
arlömb. Það voru þær umdeilan-
lega á sumum sviðum.
Frelsiö má daöra viö
í ljósi þess hvernig kvenrétt-
indabaráttan hefur þróast síðustú
árin mætti ætla að ekki væri al-
bölvað að vera kona og fórnar-
lamb. Fórnarlömb vilja sumar
konur greinilega vera og beita of-
urvaldi hins veika til
hins ýtrasta. Þær eru
samgrónar ýmsum til-
brigðum við sitt
gamla hlutverk. Sé
hlutverkinu breytt er
tilvist þeirra ógnað.
Þær vilja ekki taka
ábyrgð á eigin frelsi.
Fórnarlambið lifir
nefnilega ábyrgðar-
snauðu og á stundum
þægilegu lifi í krafti
þess. Þó er fjandmað-
ur tilvist þess nauð-
synleg. Sé andskota
vant er hann búinn
tu.
Hjá íslenskum kon-
um er fárra kosta völ í
þessu efni. Því is-
lenskir karlar em almennt hlynnt-
ir konum. Þær eru yfirleitt boðnar
velkomnar í gömlu karlavígin.
Meira að segja á bílaverkstæðin.
Sumar konur axla ábyrgð af hinu
nýfengna frelsi. Þær skilja að hlut-
verk karla og kvenna em skilyrt
hvort öðra. Aðrar vilja bæði halda
og sleppa.
Frelsið má daðra við og hafa
gagn af endrum og sinnum. En
þegar alvaran blasir við, þ.e.a.s.
ábyrgðin og hið nýja hlutverk,
hrökkva þær undan sem skjótast.
Réttlætingin birtist ævinlega í
gervi ljóta karlsins. Hún verður
hrollvekju líkust, eins og greinar
Kristínar Ástgeirsdóttur (í Morg-
unblaðinu (20.9.’96) og Hlínar Agn-
arsdóttur (í Degi-Tímanum
20.11.’96) bera vitni um. Þar er
karlmönnum lýst sem skynlausum
nauðgurum og mis-
indismönnum á valdi
hamslausrar og
óseðjanlegrar kyn-
hvatar. Þær stöllur
kyrja heldur ófagran
söng.
Fómarlömbin eru
vitanlega ungar, sak-
lausar stúlkur eða
konur. Hvílíkar öfg-
ar! Hvílík veru-
leikafirring! Hvemig
skyldi sonum okkar
og dætrum lítast á
gripinn? Er ekki
kominn tími til að
endurstilla áttavi-
tann og hefja viti
boma umræðu, góðu
kynsystur?
Enn er margt aö skoöa
Enn er að sjálfsögðu margt að
skoða í jafnréttisbaráttunni. Til að
mynda húsfreyjuvald hið nýja,
þ.e.a.s. hina sifelldu sókn kvenna í
uppeldisstörf, félagsmálastörf og
umönnunarstörf. Konur ráða nán-
ast allri félagsþjónustu, barna-
vemd og uppeldi í landinu. Konur
stjórna að töluverðu leyti heil-
brigðisþjónustunni og úrlausnum
forsjármála.
Hvers vegna verða konur ekki
verkfræðingar og múrarar? Hvers
vegna verða karlar ekki kennarar
og sjúkraliðar? Hvers vegna
flykkjast konur ekki til sjós?
Flæmski hatturinn og norska
smugan ku vera giska notalegur
kimi í tilverunni. Spyr sá, sem
ekki veit. Amar Sverrisson
„Hvers vegna verða konur ekki
verkfræðingar og múrarar? Hvers
vegna verða karlar ekki kennarar og
sjúkraliðar? Hvers vegna flykkjast
konur ekki til sjós? Flæmski hattur-
inn og norska smugan ku vera giska
notalegur kimi í tilverunni.“
Kjallarinn
Arnar Sverrisson
samfélagsfræðingur og
ráögjafi
Með og
á móti
Bann við notkun farsíma í
ökutækjum á ferð
Eingöngu ör-
yggistæki
„Ég vil byija
að taka það
fram varðandi
farsíma í bif-
reiðum að ég tel
þá vera öryggis-
tæki þegar það
á við. Mér
finnst allt i lagi
að hafa þannig
tæki í bílum,
sérstaklega fyr-
ir menn sem em að ferðast úti á
landi við erfiðar aðstæður. Ég hef
fyrst og fremst áhyggjur af notkun
þeirra í almennri umferð og þá sér-
staklega í þéttbýlinu. Ég er aldrei
með kveikt á bílasíma í mínum bíl
þó að hann sé til staðar. Hann er
fyrst og fremst öryggistæki hjá
mér. Margar kannanir benda til
þess, sérstaklega i þéttbýlisumferð,
að hættan á slysum stóraúkist við
notkun farsíma í akstri. Við höfum
mjög alvarleg dæmi um það aö at-
vinnubílstjórar hafi misnotað þessi
tæki úti á vegum. Það era til hóp-
feröabílstjórar sem eru talandi í
bílsíma í tíma og ótíma á sama
tima og þeir berá átíyrgð á lífi far-
þega sinna. Ég greini talsvert á
milli notkunar farsímanna í þétt-
býli og dreifbýli. Einnig vil ég taka
það fram að þróun bílsímanna hef-
ur verið þannig að þeir eru orðnir
mjög litlir og alltaf meira og meira
vandaverk að velja símanúmer á
ferð. Ég geri ráð fýrir að mín stofn-
un muni koma á framfæri ítarlegri
leiðbeiningum um hvemig þetta
öryggistæki skuli nýtast I þágu ör-
yggis. Það era til ákvæði i lögum
sem banna hvers konar truflun við
akstur og að mínu viti þyrfti að
skerpa á því.“
Virðingarleysi
fýrir lögunum
„Ég er á
móti þvi að hið
opinbera setji á
boð og bönn og
meini mönnum
að tala í far-
síma í ökutæki
á ferð. Ég vil
fyrst og fremst
höfða til skyn-
semi manna að
tala ekki í far-
Þórir Garðarsson,
framkvæmdastjóri
Allrahanda.
síma í akstri. Ástæða þessarar af-
stöðu minnar er fyrst og fremst sú
að ég er á móti öllum boðum og
bönnum í þjóðfélaginu. Ég vil endi-
lega að treyst sé mefra á almenna
skynsemi fólks, en ekki að sífellt sé
verið að gi'ípa til einhverra laga-
gerða. Við hjá mínu fyrirtæki
(Allrahanda) brýnum yfirleitt fýi'ir
bílsijórum okkar að tala ekki í far-
síma á ferð og þeir verða viö því að
því er ég best veit. Ef það ætti að
banna mönnum að tala í farsíma á
ferð væri alveg eins hægt að banna
mönnum að reykja undir stýri því
það er sannað mál að reykingar
undfr stýri hafa margsinnis valdið
tjóni. Ef sett er bann með lagasetn-
ingu um notkun farsíma undir
stýri þá býður það upp á að það
verði brotið í svo stórum stíl að
menn hætta almennt að bera virð-
ingu fyrir boðum og bönnum.
Sama myndi gilda um það ef reyk-
ingar undir stýri væra bannaðar.
Það á að banna eins lítið og liægt
er, en menn eiga að fara eftir því
sem bannað er og að öðra leyti
verður að treysta skynsemi
manna.“ -ÍS
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á þvi að ekki er tekið við
greinum í blaöið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á netinu.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@centrum.is