Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Síða 32
Vinningstölur miðvikudaginn 5
1 3 22 24 25
rm
FJöldi
Vinntngar vinninga Vinningsupphœð
1. 6 aþ 6 1 40,632,00 §
1. S at 6*. 0 322,604
2. 4 aþ6 6 42.240
3 4 af 6 264 1,520
4-3*1% ju, 775 220
Helldarvinnlngsupphœð
41,779,824
Á fslandi
1,147,824
Kj arasamningarnir:
Tilboð VSÍ
kemur í dag
Ríkissáttasemjari sleit samninga-
fundi seint í gærkvöldi og boöaði til
annars fundar klukkan 9.00 í morg-
un. Þar ætluðu vinnuveitendur að
leggja fram gagntilboð hvað varðar
launaliðinn. Það átti að gerast í gær
en tölvurugli var kennt um að ekki
tókst að ganga frá málunum.
Dagurinn í dag mun því fara i það
hjá samningamönnum ASÍ að yflr-
fara gagntilboðið ef því verður ekki
hafhað strax eins og ýmsir óttast.
-S.dór
Jíópavogur:
Árekstur
ieiddi til fíkni-
efnafundar
Tvær bifreiðar lentu í árekstri í
Engihjalla i Kópavogi í gærdag og var
ökumaður annarrar þeirra grunaður
um akstur undir áhrifum fikniefha.
í framhaldi af árekstrinum var
gerð húsleit heima hjá þeim öku-
manni en hann býr í Kópavogi. Þar
fannst eitthvert magn af fikniefnum
sem talin eru vera hass og amfetam-
- ín og voru þrír handteknir auk öku-
mEmnsins. Málið er í rannsókn. -gk
Bílvelta við
Hveragerði
Bílvelta varð á Suðurlandsvegi
við Hveragerði seint í nótt. Bíilinn
hafnaði utan vegar en ökumaður
slapp án meiðsla.
Lögreglan á Selfossi aðstoöaði
ökumenn á Hellisheiði í nótt en færð
var þar mjög erfið. Nokkuð var um
að ökumenn neyddust til að skilja
bíla sína eftir á heiðinni þegar þeir
komust ekki leiðar sinnar en heiöin
var rudd snemma í morgun og talin
^ fær öllum bílum eftir það. -gk
Loðnan:
Bræla og
engin veiði
DV, Akureyri:
Bræla var á loðnumiðunum í
nótt og engin veiði. Þau skip sem
ekki voru i landi lágu í vari og er
útlitið með veiðarnar reyndar ekki
gott næsta sólarhringinn a.m.k.
Samkvæmt upplýsingum Samtaka
fiskvinnslustöðva hafði islenski flot-
inn landað 965 þúsund tonnum á ver-
tíðinni í gærkvöldi og eftirstöðvar út-
geflns loðnukvóta námu þá 312 þús-
' und tonnum. Nú munar um hvern
daginn við veiðamar því venjan er að
loðnuveiðum ljúki um 20. mars. -gk
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997
ÞAE> ER TRYGGARA
FYRIR DÓPISTANA AÐ
KEYRA VARLEGA!
Fjörur gengnar og skipverjans af Ægi leitað í morgun:
Varðskipið var
hætt komið
í tvígang
- vafasöm ákvörðun þýska skipstjórans - segir Gæslan
„Mér finnst það vafasöm
ákvörðun þýska skipstjórans á Vi-
kartindi að hafa dregið svo lengi
að fá aðstoð varðskipsins Ægis.
Aðstæður voru mjög slæmar í alla
staði, það var mjög slæmt veður og
myrkur var að skella á. Því var
mjög skrýtið að hann skyldi draga
svona 1 lengstu lög að þiggja að-
stoð,“ segir Helgi Hallvarðsson, yf-
irmaður gæsluframkvæmda hjá
Landhelgisgæslunni, aðspurður
um hans skoðim á vinnubrögðum
þýska skipstjórans á Vikartindi.
Einn skipverja Ægis fótbrotn-
aði þegar verið var að freista þess
að bjarga Vikartindi. Brot komu í
tvígang á skipið og lá við að því
hvolfdi í bæði skiptin en um 80
gráða halli kom á það. Það var í
þessum hamfórum sem mann tók
fyrir borð en auk skipverjans
sem fótbrotnaði þá mörðust og
lerkuðust nokkrir fleiri skipverj-
ar. Að sögn Helga Hallvarðssonar
var ákveðið í morgun að Ægir
sigldi inn til Reykjavíkur með
hinn slasaða. Skipið var út af
Reykjanesi um kl. 9.30 en það hélt
sjó í nótt út af Selvogi. „Því miö-
ur kom engin beiðni um aðstoð
fyrr en myrkur var skollið á og
þá var skipið komið upp í grunn-
brotið. Ákvörðunarvaldið er skip-
stjórans og hann hefur eflaust
sínar ástæður fyrir þessu. Þær
ástæður koma án efa fram þegar
sjópróf verða haldin. Það er hins
vegar alveg ljóst að þó að þama
sé á ferðinni reyndur skipstjóri
þá hefur hann sennilega ekki
mikla reynslu við svona aðstæð-
ur, eins og viö þekkjum hér við
íslandsstrendur.
Helgi segir að þáttur þyrlunnar
hafi verið gríðarlega stór i björg-
unaraðgerðunum og áhöfn hennar
hafi unnið hreint björgunarafrek i
gærkvöld við afar slæmar aðstæð-
ur.
Áformað var í morgun að TF-Líf
sækti skipverjann á Ægi, sem fót-
brotnaði, en hann er enn um borð
í varðskipinu. Ægir náði að halda
sjó í gærkvöld og komst í var
skammt frá landi meðan beðið var
eftir að veðurofsinn gengi niður.
Nokkrar skemmdir xirðu á varð-
skipinu en þær reyndust minni en
í fyrstu var talið. -RR
Skipstjórinn á Vikartindi, til hægri á myndinni, ræðir við Þóri B. Kolbeinsson, héraðslækni á Hellu, sem heldur á kaffi-
bolla. Skipstjórinn neitaði öllum viðtölum við blaðamenn sem og myndatökum. DV-mynd Jón Benediktsson
L O K I
Veðrið á morgun:
Víðast
snjókoma
Aðfaranótt fóstudags gengur
djúp og kröpp lægð norður yfir
landið með stormi og roki víða.
Rigning austast en snjókoma víð-
ast annars staðar. Veðrið gengur
niður í morgunsárið, fyrst vest-
anlands. Siðan er gert ráð fyrir
suðvestan stinningskalda eða all-
hvössu með éljum um mestallt
land og vægu frosti. Önnur lægð
kemur síðan á laugardag.
Veðrið í dag er á bls. 36
Strandstaðurinn:
Vörugámar
um alla
fjöru
Vöruflutningaskipið Vikartindur
stendur nú uppi í fjörunni sunnan
við Þykkvabæ og samkvæmt upp-
lýsingum hjá stjórnstöð Flugbjörg-
unarsveitarinnar á Hellu er það í
heilu lagi en laskað. Gámar á dekki
þess hafa hins vegar losnað og
dreifst um alla íjöru.
Veður var orðið skaplegt á
strandstað um níuleytið í morg-
un. Síðar í dag mun verða hafist
handa við að gera akfæra braut
að skipinu til að hægt verði að
flytja á brott farm skipsins og
önnur verðmæti úr því. Útilokað
er talið að bjarga skipinu af
strandstað. -SÁ
Strand Vikartinds:
Ótti um
mengunar-
slys
„Það er vissulega sá ótti fyrir
hendi að það geti orðið þarna
mengunarslys. Það er eflaust tals-
vert mikil olía í skipinu og það
væri hræðilegt ef hún læki út.
Samkvæmt fréttum frá slysstað er
skipið byrjað að liðast í sundur
þannig að þetta er verulegt
áhyggjuefni," segir Hjalti Sæ-
mundsson hjá Landhelgisgæsl-
unni, aðspurður um hugsanlega
mengun vegna strands Vikartinds
við Þjórsárósa. -RR
Tvær
líkamsárásir
Karlmaður á fertugsaldri varð
fyrir líkamsárás í Pósthússtræti um
klukkan hálftvö í nótt.
Árásarmennimir, sem vom tveir,
slógu fórnarlamb sitt m.a. i andlitið
og er maðurinn illa farinn og jafnvel
talinn nefbrotinn. Annar árásar-
mannanna var i haldi lögreglu í
morgun en lögreglan veit hver hinn
er og er hans leitað.
Þá varð leigubílstjóri fyrir árás
í morgun á mótum Miklubrautar
og Lönguhlíðar. Hann var með
þrjá farþega í bíl sínum, tvo karla
og konu sem réðust á hann og
veittu honum áverka svo hann
varð að leita á slysavarðstofu.
Einn árásarmannanna er í haldi
lögreglu en hinna, sem vitað er
hverjir eru, var leitað í morgun.
-gk
MERKILEGA MERKIVELIN
brother pt-2oíl
Islenskir stafir
5 leturstæröir
8 leturgerðir
6, 9 og 12 mm prentboröar
Prentar í tvær iinur
Verð kr. 6.995
Nýbýlavegi 28 Simi 554 4443
V
533-1000
Kvöld- og
helgarþjónusta
7