Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 Fréttir Hafnarverkamenn í Sundahöfn: Vilja íslenska áhöfn á skip í stað Vikartinds - íhuguðu að vinna ekki við þýskt leiguskip með erlenda „Hafnarverkamenn vilja, og styöja þar Sjómannafélag Reykja- víkur, að íslenskar áhafnir séu á millilandaskipunum. Þeir eru nú með kröfur um að islensk áhöfh verði á því leiguskipi sem kemur í stað Vikartinds. Ég veit til þess að hafnarverkamenn hafa verið að reyna að fá yflrlýsingu þess efnis frá Eimskip en gengið heldur tregt,“ sagði Ágúst Þorkláksson, trúnaðar- maður Dagsbrúnar í Sundahöfn, í samtali við DV. Hann staðfesti að á þriðjudaginn hefði verið rætt um það meðal hafnarverkamanna að vinna ekki við þýskt leiguskip með erlendri áhöfn sem er í Sundahöfn. Eftir einhver fundahöld var hætt við þetta, ekki síst fyrir það að skipið verður tímabundið í íslandssigl- ingum. Hafnarverkamenn íhuguðu að neita að vinna við þetta þýska leiguskip vegna þess aö það er mannað erlendri áhöfn. Þeir hurfu þó fró því en krefj- ast þess að áhöfn þess skips sem kemur í stað Vikartinds verði íslensk. DV-mynd BG áhöfn í Sundahöfn Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavikur, sagðist kannast við það að hafnarverka- menn hefðu ætlað að neita að vinna við þetta þýska skip. „Þetta umrædda skip er bara einn Vikartindurinn enn með Asíu- búum í áhöfn að mestu. í hvert sinn sem við ræðum við þá hjá Eimskip um þessi mál er svarið að stefna fé- lagsins sé að hafa íslenskar áhafnir á skipunum. Svarið er að verða ósköp þvælt og má nefna sem dæmi að nú eru 3 skip hjá félaginu með erlendum áhöfnum," segir Jónas Garðarsson. Það er greinilegt að krafan um ís- lenskar áhafnir á millilandaskipin hefur fengið byr undir báða vængi við hið makalausa strand Vikart- inds á Þykkvabæjarfjöru í síðasta mánuði. -S.dór Akureyri: Birgðu sig upp af áfengi DV, Akureyri: Fimm menn um tvítugt á Akur- eyri töldu sig heldur betur hafa kom- ist í feitt í gærmorgun þegar þeir stálu úr flutningabifreið 7 kössum af áfengi og 4 kössum af bjór, en send- ingin var ætluð ÁTVR á Akureyri. Lögreglan handtók mennina grunaða xun ölvunarakstur og að aka án ökuréttinda. í framhaldi af því var gerð húsleit á heimili eins þeirra og fannst þá þýfið úr flutn- ingabifreiðinni. Mennirnir viður- kenndu sök sína við yfirheyrslur í gær og var sleppt lausum í gær- kvöld, en þrír þeirra eru svokallað- ir góðkunningjar lögreglunnar. -gk Borgarnes: Sex ára stúlka lést Sex ára gömul stúlka lést í bílslysi í Borgamesi í gærmorgun. Stúlkan var farþegi í bíl sem móð- ir hennar ók. Bíllinn hafnaði á ljósastaur skammt frá vegamótun- um til Ólafsvíkur en tildrög slyssins eru ekki að fullu ljós, að sögn lög- reglu. Móðir stúlkunnar slapp án teljandi líkamlegra meiðsla. -RR Haröur árekstur varð á Kjalarnesi um klukkan 20 í gærkvöld. Ökumaður pallbíls missti stjórn á bílnum í mikiili hálku með þeim afleiðingum að hann snerist ytir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir jeppabifreið sem kom úr gagnstæöri átt. Þrennt var flutt á siysadeild og í rannsókn þar. Ekki fengust upplýsingar um líðan fólksins i morgun. Bóðir bíl- arnir eru mjög mikið skemmdir eftir áreksturinn. DV-mynd S Þrennt slasaðist Þrennt slasaðist í mjög hörðum árekstri tveggja bifreiða í Ljósavatns- skarði í S-Þingeyjarsýslu í gær. Bílamir, sem voru að mætast, skullu saman af miklu afli. Talið er að bílstjórnar hafi blindast í miklu kófi. Fólkið var flutt á Fiórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri og er líðan þess eftir atvikmn góð. -RR Hrafn Jökulsson kæröur fyrir ritstuld: Aldrei kynnst slíkum ódrengskap - segir Pálmi Jónasson blaðamaður „Ég var beðinn um að vinna flók- ið og viðamikið verkefni sem ég gerði samviskusamlega en ritstjór- Þú getur svarað þessari spurningu meö því að hringja i síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Jé Nal j rödd FOLKSINS 904 1600 Í1K Var páskaþáttur Spaugstofunnar guðlast? Tr inn kaus að eigna sér einum heiður- inn af allri þessari vinnu. Ég hef starfað sem blaðamað- ur hér heima og er- leiidis í 7 ár og hef aldrei kynnst slíkum vinnubrögðum eða ódrengskap sem þess- um. Mér finnst reynd- ar að jafn reyndur blaðamaður og Hrafn eigi ekki að þurfa að skreyta sig með stoln- um fjöðrum," segir Pálmi Jónasson blaða- maður en hann hefúr kært Hrafn Jökuls- son, ritstjóra Mann- ... .............. lífs, til siðanefndar Hrafn Jokulsson kæröur. Blaðamannafélagsins fyrir ritstuld. að fjalla Kæruefnið er forsíðuúttekt í 2. tbl. 1997, þar sem fjallai Franklín Steiner. Kærai hefur verið lögð fran og mun siðanefm Blaðamannafélags- ins taka hana fyrir i fundi sínum nk mánudag. „Aðalatriði í þessi máli er þó að hér ei um faglegt prófmá að ræða fyrir stétt ina sem ég tel mikils vert að fá úr skorið Ég hef verið undii miklum þrýstingi fr: kollegum mínun sem telja þetta fá dæma vinnubrögi sem nauðsynlegt si um faglega," segir Pálmi. Akureyri: Bruggverk- smiðju lokað DV, Akureyri: Rannsóknarlögreglan á Akm’- eyri gerði húsleit í tveimur hús- um í bænum um páskana, og hafði hendur í hári manna sem brugguðu áfengi. Á öðrum staðnum var fram- leiðsla i gangi og þar var lagt hald á 150 lítra af gambra og um 50 lítra af landa. Grunur er um að sá sem þar var að verki hafi selt landa en það er ekki sannað. I hinu tilfellinu var lagt hald á eimingartæki og viðurkenndi eigandi þeirra að hafa notað tækin en sagðist vera hættur þeirri starfsemi. -gk LÍN-málið: Bankarnir sjái um samtíma- greiðslur Menntamálaráðherra er með tilbú- ið frumvarp um hið viðkvæma LÍN- mál, sem svo hefur verið nefnt, þá mánuði sem átökin um þetta mál hafa staðið yfir milli stjórnarflokkanna. Framsóknarmenn kröfðust þess að Lánasjóður íslenskra náms- manna tæki upp samtímagreiðslur til námsmanna í stað greiðslna í lok anna. í frumvarpinu gerir mennta- málaráðherra ráð fyrir að bankam- ir taki upp greiðslur til námsmanna frá því að þeir hefja nám. Samtímis fái þeir styrki úr LÍN til að standa straum af fjármagnskostnaði vegna þessa. Einnig að samið verði við bankana um þau skilyrði, sem lán- takendur með LÍN-ábyrgð, þurfa að uppfylla. I frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að endurgreiðsluhlutfall námslána lækki úr 7 prósentum nið- ur í 4,75 prósent. Þetta var önnur aðalkrafa framsóknarmanna. Loks stendur til að íjölga í stjóm LÍN í 8 manns. Iðnnemar fái aðal- mann í stað áheymaifulltrúa og menntamálaráðherra fái einn full- trúa til viðbótar. -S.dór Stuttar fréttir Lög um vogrek Dómsmálaráðherra ætlar að láta endurskoða lög um skip- strönd og vogrek í kjölfar strands Vikartinds. Hann segir óþolandi að ágreiningur um lagatúlkun tefji hreinsunarað- gerðir. RÚV sagði frá. 90 þús. kr. lágmarkslaun Fiskvinnsla Jakobs Valgeirs og verkalýðsfélagið í Bolungarvik hafa samið um 90 þúsund króna lágmarkslaun, sem er 20 þúsund krónum yfir því sem Dagsbrún samdi um. RÚV sagði frá. Leitað að gulli Leitað verður að gulli á 10 svæðum í sumar. Hlutafélagið Melmi, sem leitar gulls á ís- landi, leitar að hlutafé erlendis, að sögn Morgunblaðsins. Hreppasameining kærð Kosning um sameiningu Tungu- Jökuldals-, og Hlíðarhreppa hefur verið kærð. íbúar Tunguhrepps felldu sameiningartillöguna en íbú- ar hinna samþykktu. Vantar útvarpsleyfi Formaður útvarpsréttar- nefndar segir í Viðskiptablað- inu að Póstur og sími þurfi út- varpsleyfi til að senda út sjón- varpsefhi í hús um ljósleiðara. Talsmenn Fjölmiðlunar hf. sem á og rekur Stöð 2 og Sýn segja í Morgunblaðinu að útsendingar P&S vegi að viðskiptahagsmun- um Fjölmiðlunar hf. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.