Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 Fréttir______________________________________________________________________________________ Engum gámi enn bjargað úr Vikartindi, olíudælingu ólokið, ábyrgð óljós og hvert fer skipsskrokkurinn? Erum aðeins farin að sjá á topp ísjakans - segir sýslumaður - þýskir útgerðaraðilar taldir hafa ráðið seinaganginum nánast frá upphafi I dag, fjórum vikum eftir strand Vikartinds, hefur ekki einum ein- asta gámi verið bjargað úr skipinu, um 100 gámar eru farnir fyrir borð, innihald um helmings þeirra „mall- ar“ enn í sjónum, annað hefur vald- ið umhverfisspjöllum á landi eða hefur verið tínt upp seint og illa og ófyr- irséð er með um 150 gáma og innihald þeirra sem enn eru í lestum skipsins. Enn er eftir að dæla um eitt hundrað tonnum af olíu úr skip- inu og ekkert er sýnilega farið að leggja á ráðin um að leysa stærsta vandamálið - að fjarlægja hið risa- stóra skip. „Við erum enn aðeins farin að sjá í toppinn á ísjakanum," sagði Frið- jón Guðröðarson, sýslumaður í Rangárvallasýslu, við DV í gær. Strand Vikartinds er nú talið orð- ið eitt allsherjarklúður og ekki sér fyrir endann á ósköpunum. Kostaði mannslíf í byrjun Ósköpin hófust að morgni 5. mars. Bilun kom þá upp í Vikart- indi svo að skipið rak meira og minna stjómlaust að landi þannig að á endanum lét skipstjórinn akk- erin falla. Við sjópróf hefur komið fram að fulltrúar þýskra eigenda skipsins, Peter Döhle, reyndu ítrek- að að „semja“ um björgun og skip- stjórinn neitaði ávallt aðstoð varð- skips þrátt fyrir ítrekuð tilmæli þar um með hliðsjón af hættulegum að- stæðum - stutt í grunnbrot í miklu óveðri, slæmri spá og hætta á að skipið drægi akkerin. Ljóst er talið að þegar á þessum tíma hófu fulltrúar Peter Döhle aö stýra atburðarás Vikartindsstrands- ins sem enn stendur yfir. Einnig er ljóst að skipstjórinn lagði líf skipverja sinna, farms, skips og umhverfis i hættu með því að neita aðstoð fyrr en allt var um seinan. Þegar aðstoð var loks þegin fórst einn maður á varðskip- inu Ægi og annar slas- aðist. Þyrlan TF-LÍF bjargaði hins vegar áhöfn Vik- artinds. Nú á hinn þýski skip- stjóri ákæru yfir höfði sér þó slíkt hafi vissulega ekki verið ákveðið enn. Ekki mátti rétta skipið af Þegar Vikartindur strandaði sáu allir að það sem til þurfti til að bjarga farmi, auðvelda olíu- dælingu og minnka áhrif um- hverfisslyss var að rétta skipið af. Þetta var rætt í upphafi en samkvæmt staðfestum heimild- um frá sýslumanni Rangár- vallasýslu stöðvuðu fulltrúar Peters Döhle slíkar ráðagerðir og báru við of mikilli áhættu. Þegar veður skánaði þótti síðan um seinan að grípa til slíkra að- gerða. Eftir þetta tók gámum að skola í land með þeim afleiðing- um sem þjóðin hefur síðan stöðugt fylgst með á síðustu vikum. Sýslumaður telur að miðað við það sem þegar hefrn- rekið á land úr skipinu takist seint að bæta skaðann. Ekki einungis eigendur skipsins heldur einnig trygg- ingafélag þess hafa þótt draga lappimar í Vikartindsmálinu. Skipulagt hreinsunarstarf hófst Fréttaljós Óttar Sveínsson Sorgarsaga Vikartinds - 30 dagar í sandinum - 5. mars Vikartindur strandar. Einn maöur ferst. 11. mars Opinber gagnrýni í DV á aðgerðir á sandinum - „Þriðja heims strand". 18. mars Olíudælingin hefst. 24. mars Skipulögö hreinsun fjöru hefst. 30. mars Yfir hundraö gámar farnir í sjóinn. 2. apríl 50 milljóna trygging lögð fram um hreinsun. 3. apríl 100 tonn af olíu og 150 gámar enn um borð. Óvíst um hinn risastóra skipsskrokk Vikartinds...? ekki fyrr en um þremur vikum eftir strandið og bæði fyrir og eftir þann tíma hefur landeigendum ekki þótt haft nægilegt samráð við sig - átti t.d. að urða sorpið í landi þeirra að þeim forspurð- um? Ekki benda á mig! Frétt gærdagsins í Vikartindsmálinu gekk að miklu leyti út á að söluaðilar á farmgjöld- um skipsins, Eimskip, og eigendur þess, Peter Döhle, benda nú hver á annan um ábyrgð gagn- vart þeim viðskiptavin- um sem voru svo óheppnir að kaupa frakt undir vörur sínar í síð- ustu ferð Vikartinds. Þeir sem áttu vörurnar eru því í fullkominni óvissu um hvert þeir eiga að snúa sér gagn- vart kröfum um bætur fyrir tapaðar vörur og viðskipti. Það virðist allt á eina bókina lært með fyrir- tækið Peter Döhle - það neitar aðstoð til að af- stýra stórslysi, þegar það hefur átt sér stað aðhefst það lítið sem ekkert í hreinsunar- og björgun- araðgerðum og neitar svo allri ábyrgð gagnvart þeim sem fluttu vörur með skipinu. Á meðan hafa íslensk- ir aðilar, embættismenn, forsvarsmenn fyrir- tækja, landeigendur við Þjórsárósa og íbúar landsins að mestu leyti verið áhorf- endur miðað við ferli málsins. „Stjórnvöld verða fyrst og fremst að átta sig á að yfirlýsingar fulltrúa skipsins hafa ekki reynst pappírs- ins virði eða í samræmi við það sem lofað var,“ segir Friðjón Guð- röðarson sýslumaður. Hann sagði í gær að eigendur skipsins hefðu ekki staðið við að greiða áfallinn kostnað opinberra aðila, 5,5 millj- ónir króna. Engin ákvörðun um stærsta vandamálið Friðjón Guðröðarson sýslumaður segir að um helmingur þeirra 100 gáma og innihalds þeirra sem þegar hefur skolað fyrir borð sé þegar komið upp í fjörur, - ekki bara á strandstað heldur víðar um Suður- land. „Annað mallar í sjónum og á eftir að skila sér á guð má vita hve löngu tímabili. Ég veit ekki hvort menn hafa uppi nokkrar ráðagjörð- ir til að slæða gámana sjálfa upp eða hvort það er yfirleitt hægt,“ sagði Friðjón. Hann telur að af- skrifa megi að möguleiki sé á að bjarga heilum vörum úr þeim tæp- lega 150 gámum sem enn eru í lest- um skipsins enda er eitt lestarfag þegar farið af afturlúgum. „Það er ég hræddur um - að það verði að fjarlægja skipið,“ sagði Friðjón, aðspurður um hvernig hann sjái næstu mánuði fyrir sér. „Ef til vill eru björgunarmenn enn að gæla við að draga skipið út. Ger- ist það ekki verður að lima skipið í sundur og það er meira en að segja það. Ég held að menn muni ekki gefa það eftir að skipið fari úr fjör- unni. Ég tel að umhverfisráðuneyt- ið muni, í samráði við heimamenn, standa að því. Annars erum við núna rétt að byrja að sjá í toppinn á ísjakanum," sagði Friðjón. Dagfari Endurreisn sauðkindarinnar Sauðkindin hefur ekki átt upp á pallborðið undanfarin ár. Lands- menn eru hættir að éta kindur nema endrum og sinnum og þá helst að sumri til þegar hægt er að grilla skepnuna úti við. Sannað þótti að sauðfé væri aðalástæða of- beitar á landinu og því þótti þörf á því að fækka því verulega. Það fór raunar saman við aukið pasta- og grænmetisát þjóðarinnar í stað lambaketsins. Þetta varð til þess að kvóti var settur á bújarðir. Bændur, sem fram að því máttu eiga eins marg- ar rollur og þeim sýndist, urðu að skera niður bústofn sinn. Ríkið, sem var fastur áskrifandi alls þess rollukjöts sem framleitt var, vildi ekki taka við nema ákveðnum fjölda skrokka. Þetta varð til þess að hluti bænda brá búi en aðrir hokruðu áfram, sumir þeirra með hálfgerðan kotbúskap. Sú staða er auðvitað afleit frjáls- bomum bændum sem áður gátu hagað málum að vild sinni. Sauð- kindin var eftir þetta litin hálf- gerðu homauga og þótti gefa lítið í aðra hönd. Það var mest af vana að sumir fengu sér kótelettur eða lærissneiðar og tóku slátur að hausti sem þeir átu síðan súrt á þorranum. Hryggur og læri, sem áður voru fastafæði á sunnudögum með brúnuðum kartöflum, græn- nm baunum og sultu, urðu nú fá- séð á borðum pastaæta nútímans. Það stefndi því í algera niður- lægingu þeirrar skepnu sem þrátt fyrir allt hélt lífinu í þjóðinni í kulda og vosbúð liðinna alda. Ull og gærur vom meira að segja hætt- ar að seljast. Það mátti þó áður stóla á það að menn gengju í fagur- lega skreyttum lopapeysum og mokkajökkum. En enn sannaðist hið forn- kveðna að þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst. Sauðkindin komst. aftur á stall og varð verð- mæt á ný þótt með nokkuð öðrum hætti væri en fyrrum. Það vora málverkafalsarar í Danmörku sem björguðu sauðkindinni frá glötun. Gömul málverk eftir óþekkta danska málara hafa orðið verðmæt fyrir það eitt að íslenskum sauð- kindum er bætt inn á verkin. Breytir þar engu þótt sauðfé þetta sé á beit í dönsku landslagi. Falsar- arnir sáu við því og merktu helstu meisturum íslenskrar málaralistar þessi verk. Þessar gersemar rokseldust síðan hér á landi. Það ætti að sýna að þrátt fyrir allt er landsmönnum enn hlýtt til bless- aðrar sauðkindarinnar. Sú eðla ást nær þó ekki til allra því einhveijir ráku augun í það að sauðkindumar á dönsku myndun- um þóttu í yngri kantinum. Þótt oft megi satt kyrrt liggja gátu þeir ekki á sér setið og kærðu meinta folsun málverkanna. Sérfræðingar liggja því yfir málverkunum og reyna að aldursgreina með röntgentækni fénað þann sem bæst hefur á verk óþekktra danskra málara. Það kann því að henda að þessi endurreisnarstefna í málaralist- inni vari stutt. Þeir sem sáu fyrir sér nýja og bætta tíð sauðkindar- innar verða því að vera viðbúnir því versta. Komi það út úr röntgen- rannsóknunum að um ungfé sé að ræða, gemlinga eina, þá er hætt við því að það verði strokað út af mál- verkunum. Þá verða þau aftur einskis virði, byrjendaverk óþekktra listanema. Enginn Kjar- val og því síður Þórarinn B. Þor- láksson. Kindur verða þá enn einu sinni fyrir gengisfalli og þótti þó flestum nóg komið. Eina vonin er sú að efn- ilegir listmálarar nútímans muni eftir þessari þjóðareign okkar og bæti við á verk sín þó væri nema eins og einni kótelettu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.