Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Síða 5
FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1997
5
Fréttir
Atkvæðagreiðslu 47 félaga innan VMSÍ á að vera lokið 14. apríl:
Erfið staða ef einstök
félög fella samningana
- hvert félag sem fellir tekur þá viö samningsgerðinni, segir Snær Karlsson
„Það er misjafnt
hvenær atkvæðagreiðsla
fer fram í verkalýðsfélög-
unum um nýju kjara-
samningana. Henni á þó
að vera lokið í síðasta
lagi 14. apríl næstkom-
andi. Það verður ekki
talið úr sameiginlegum
potti heldur hjá hverju
félagi fyrir sig þannig að
einhver félög geta því
fellt samningana. Fari
svo verða þau félög sem
fella að taka við samn-
ingsgerðinni sjálf og
ljúka henni,“ sagði Snær
Karlsson, framkvæmda-
stjóri Verkamannasam-
bands íslands, í samtali
viö DV.
Innan Verkamanna-
samhandsins eru 52 fé-
lög. Dagsbrún og Fram-
sókn stóðu sáman og sér
í samningunum, þrjú fé-
lög á Vestfjörðum standa
sér. Það eru því 47 verka-
lýðsfélög sem fólu aðal-
samninganefnd Verka-
mannasambandsins að
semja fyrir sig. Sam-
Einu sinni stýrði Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi forseti ASÍ, kjarasamningagerð fyrir Alþýðusamband íslands í Karphúsinu. Nú er
hann í Karphúsinu í samninganefnd bankanna gegn bankastarfsmönnum og kann eflaust fræðin. Hér ræðir hann við Þóri Einarsson rík-
issáttasemjara. DV-mynd Hilmar Pór
kvæmt lögunum um stétt-
arfélög og vinnudeilur, frá
i vor, verða félögin að
boða kjörfund, alveg burt
séð frá hve fjölmenn þau
eru eða hversu auðvelt er
að ná til félagsmanna.
Snær var spurður hvort
menn óttist ekki að verk-
föll hjá verkalýðsfélögun-
um á Vestfjörðum, sem
ekki voru með hinum í
samningunum, og hærri
launakröfur þeirra geti
haft þau áhrif að einhver
verkalýðsfélög felli samn-
ingana.
„Ekki hafa menn merkt
það hér. Frekar að menn
horfi með ugg til þess
hvemig verkfallinu reiði
af hjá þeim á Vestfjörðum.
Það virðist allt vera í mol-
um og hvert félagið á fæt-
ur öðra að fresta boðuðu
verkfalli. Það sýnist ljóst
að það hafi ekki verið
samstaða á Vestfjörðum
fyrir því að berjast fyrir
hærri kröfum,“ sagði
Snær Karlsson.
-S.dór
Iðjusamningurinn í atkvæðagreiðslu um allt land:
Ég legg til að þessi
samningur verði felldur
- segir Aðalsteinn Baldursson, formaður VH
DV, Akureyri:
Samningur Iðju, Landssambands
iðnverkafólks, og Vinnuveitenda-
sambands íslands er nú til kynning-
ar og atkvæðagreiðslu hjá Iðjufélög-
um víðs vegar um land en atkvæði
verða talin á öllum kjörstöðum á
landinu nk. fóstudag. Mikil óánægja
er víða með samninginn og ekki
óraunhæft að ætla að hann verði
víða felldur.
„Ég mun leggja til á fundi Iðjufé-
laga hér á Húsavík að þessi samn-
ingur verði felldur og vonandi verð-
ur það gert bæði hér og annars stað-
ar,“ segir Aðalsteinn Baldursson,
formaður Verkalýðsfélags Húsavík-
ur. Þar verður kynning og atkvæða-
greiðsla um samninginn í kvöld en
Iðjufélagar á Húsavík tilheyra
Verkalýðsfélagi Húsavíkur.
„Menn vora gáttaðir á þessum
samningi þegar frá honum var
gengið og ég trúi ekki að það iðn-
verkafólk sem er á hvað slökustu
kjöranum muni samþykkja þennan
samning. Þessi samningur er verri
en aðrir samningar sem gerðir hafa
verið, þar era t.d. engar tryggingar
og ákvæði um fleytitíma sem heim-
ilar að dagvinna sé unnin á bilinu
7-19 og þama eru „prinsippmál"
sem menn era ósáttir við. Að mínu
mati er tónninn sá að þessi samn-
ingur verði felldur víðs vegar um
land, enda er hánn mun lakari en
samningurinn sem Verkamanna-
sambandið gerði,“ segir Aðalsteinn.
Iðjusamningurinn snertir hátt í
50 manns á Húsavík en þeir starfa
flestir hjá Mjólkursamlagi og kjöt-
vinnslu Kaupfélags Þingeyinga.
-gk
Atkvæðagreiðslu í Iðju að ljúka:
Viðbúinn því að samn-
ingarnir verði felldir
- segir formaður sambandsins
„Ég hef ekki trú á því að þau
átök sem verkalýðsfélögin á Vest-
fjörðum standa nú í hafi eitthvað að
segja varðandi atkvæðagreiðsluna
um kjarasamningana í Iðjufélög-
unum. Átökin fyrir vestan gætu
haft áhrif á atkvæðagreiðsluna inn-
an Verkamannasambandsins. Ég er
hins vegar alveg viss um að þegar
stóra samninganefnd Dagsbrúnar
felldi nýundirritaða samninga hafði
það áhrif á Iðjufólk. Þess vegna er
ég alveg jafnviðbúinn því að samn-
ingarnir veröi felldir," sagði Guð-
mundur Þ. Jónsson, formaður Iðju,
landssambands iðnverkafólks, í
samtali við DV, en atkvæðagreiðsl-
unni lýkur á morgun, 4. april.
Guðmundur sagði að atkvæða-
greiðslan væri póstkosning. Sendir
hefðu verið út á milli 1700 og 1800
atkvæðaseðlar. f gær voru komnir
til baka á milli 700 og 800 seðlar.
Samkvæmt nýju lögunum um stétt-
arfélög og vinnudeilur þurfa minnst
20 prósent félagsmanna að taka þátt
í atkvæðagreiðslu til þess að hægt
sé að fella kjarasamninga. Sé þátt-
takan minni og meirihlutinn á móti
teljast samningamir samt sam-
þykktir. -S.dór
„Öko-System" sparar allt aS 20% sápu
Taumagn: 5 kg
VindingarhraSi: 1000 og 700 snúninga
UKS kerfi: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu
Variomatik vinding: Sérstakt vindingarkerfi
fyrir viSkvæman þvott og ull
Ullarkerfi: Ullarvagga; ullinni vaggaS
„Bio kerfi"
Fuzzy-logig: Sjálfvirk vatnsskömtun
eftir taumagni, notar aldrei meira vatn
en þörf er á
Aukaskolun: Sér hnappur, skolar fjórum
sinnum í staS þrisvar
...bjóðum við
mest seldu
AEGþvottavélina á íslandi
á sénstöku afmælisverði
Þýskt vörumepki
þýskthugvR
þýsk fpamleiðsla
Þriggja Ara
ÁBYRGÐ A ÖLLUM
AEG
ÞVOTTAVÉLUM
Umboðsmenn:
■75.UUX-
Eitt verð kr:
B R Æ Ð U R N I— R
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búðardal.
Vestfirðir: Geirseyrarbúöin.Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi.Noröurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf.
Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufiröi Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urö,
Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafiröi.Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfiröinga, Fáskrúðsfiröi. KASK,
Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík.
Rafborg, Grindavík.