Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Síða 8
8
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997
Útlönd
Netanyahu, forsætisráöherra ísraels, undirbýr fund meö Bill Clinton:
Ætlar að verja réttinn
til frekari nýbygginga
Benjamin Netanyahu, forsætisráð-
herra ísraels, ræðir hugsanlega við
Hussein Jórdaníukonung í Banda-
ríkjunum í næstu viku áður en hann
heldur til fundar við Bill Clinton
Bandaríkjaforseta í Washington.
„Það er hugsanlegt að forsætisráð-
herrann muni verða við beiðni Hus-
seins um að hitta hann á sjúkrahús-
inu i Minnesota, þar sem hann
gengst undir aögerð, á leið sinni frá
ísrael til Washington," sagði tals-
maður Netanyahus í morgun.
Fundur Netanyahus með Clinton á
mánudag er liður í viðleitni banda-
rískra stjómvalda til að bjarga frið-
arferlinu í Mið-Austurlöndum sem
Benjamin Netanyahu, forsætisráö-
herra ísraels. Símamynd Reuter
er í uppnámi eftir að Netanyahu
heimilaði framkvæmdir við nýja
byggð gyðinga í arabíska hluta Jer-
úsalem. Á fundinum mun ísraelski
forsætisráðherrann verja rétt gyð-
inga til að reisa sér nýjar byggðir.
Netanyahu sagði í gær að ísraels-
menn mundu ekki hefja friðarum-
leitanir á ný á meðan Palestinumenn
héldu áfram sprengjutilræðum sín-
um. Arabar segja aftur á móti að
ísraelsmenn verði að taka fyrsta
skrefið og stöðva framkvæmdirnar í
Jerúsalem.
„Ekki er hægt að ræða frið á með-
an sprengjur springa á kaffihúsum
og í strætisvögnum eða á meðan
börn eiga það á hættu að hryðju-
verkamenn sprengi þau í tætlur,"
sagði Netanyahu við fréttamenn í
gær.
Nokkrum klukkustundum áður
hafði bensínsprengju verið varpað
að ísarelskum strætisvagni á Vest-
urbakkanum. Vagninn valt og ellefu
hermenn slösuðust.
James Baker, fyrrum utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi
stjóm Clintons í gær fyrir að hafa í
tvígang beitt neitunarvaldi sínu
gegn ályktunum Öryggisráðs SÞ þar
sem ísraelar voru hvattir til að
stöðva byggingaframkvæmdirnar
umdeildu. Reuter
Átök brutust út í gær í Minsk í Hvíta-Rússlandi milli lögreglu og sjálfstæðissinna sem mótmæltu samkomulaginu um
ríkjasamband viö Rússland. Slmamynd Reuter
Mótmæli í Minsk vegna ríkjasambandsins við Rússa:
Átök milli lögreglu
og sjálfstæðissinna
Forsætisráð-
herra Albaníu
til Grikklands
Bashkim Fino, forsætisráð-
herra Albaníu, hittir fulltrúa Evr-
ópusambandsins og Öryggis- og
samvinnustofnunar Evrópu
(ÖSE), þá Hans van Mierlo, utan-
ríkisráðherra Hollands, og Franz
Vranitzky, fyrrum kanslara Aust-
urríkis, að máli í Grikklandi í dag
til að fara yfir áform um að senda
erlenda friðargæsluliða til Alban-
íu.
Háttsettur grískur embættis-
maður sagði í gær að koma yrði
tafarlaust í veg fyrir að sfjórn-
leysið í Albaníu breiddist út ef
friður ætti að ríkja á
Balkanskaga.
Fino kom til Grikklands í gær
og ræddi lengi dags við Costas
Simitis forsætisráðherra. Nokkrir
helstu ráðherrar úr þjóðstjórn Al-
baníu munu ræða við gríska
starfsbræður sína.
Væntanlegir
kviðdómendur í
samviskuglímu
Hugsanlegir kviðdómendur í
málinu gegn Timothy McVeigh,
sem er ákærður fyrir sprengjutil-
ræðið í Oklahoma fyrir tveimur
árum þar sem 168 týndu lífl,
þurftu að glíma við samvisku
sína í gær þegar þeir voru spurð-
ir hvort þeir gætu dæmt aðra
manneskju til dauða.
Ýmsir kandídatar þurftu að
skoða hug sinn vandlega á meðan
aðrir sögðu fullum fetum að það
mundi ekki valda þeim neinu
hugarangri. Flestir viðurkenndu
að þeir hefðu nú í fyrsta sinn
þurft að hugsa af alvöru um
dauðarefsingar. Reuter
Aðeins nokkrum klukkustundum
eftir aö Borís Jeltsin Rússlandsfor-
seti og Alexander Lukasjenko, for-
seti Hvíta-Rússlands, skrifuðu undir
sáttmála um ríkjasamband efndu um
fjögur þúsund sjálfstæöissinnar til
mótmæla i Minsk. Til átaka kom
milli lögreglu og mótmælenda eftir
að um tvö þúsund þeirra síðar-
nefndu héldu til rússneska sendi-
ráðsins.
Lögreglan beitti kylfum til að
hindra göngu mótmælenda en þeir
köstuðu hins vegar grjóti að lögregl-
unni. Að sögn sjónarvotta særðust
nokkrir í átökunum. Um hundrað
manns voru handteknir.
Breytingar voru gerðar á sam-
komulaginu á síðustu stundu vegna
andstöðu umbótasinna í Rússlandi.
Bæði ríkin halda fullu sjálfstæði sínu
og var Lukasjenko sjálfur óánægður
með að lýðveldin tvö skyldu ekki sam-
einast alveg. Frjálslyndir Rússar
höfðu lýst yfir andstöðu sinni við
ríkjasamband þvi þeir telja að Rússar
hafi nóg með sín eigin vandamál. Mót-
mælendumir í Minsk óttast að Hvíta-
Rússland missi sjálfstæði sitt með
samkomulaginu við Rússland. Reuter
Stuttar fréttir pv
Óvinur í ráöherrastól
Helsti andstæöingur Mobutus
Saírforseta, Etienne Tshisekedi,
fékk í gær aftur fyrra starf sitt
sem forsætisráðherra Saír.
Rússar pynta
Mannréttindasamtökin Am-
nesty Intemational fordæma það
sem þau kalla útbreiddar og kerf-
isbundnar pyntingar rússnesku
öryggislögreglunnar.
Nýjar sannanir
Hvíta húsið birti í gær skjöl
sem sýna að mikill þrýstingur var
á Bill Clinton
Bandaríkj aforseta
að afla fjár fyrir
kosningabarátt-
una í fyrra. Emb-
ættismenn flokks-
ins þrýstu á Clint-
on, A1 Gore vara-
forseta og Hillary Clinton að
hringja beint í væntanlega gefend-
ur. Forsetinn var ekki hrifmn af
tillögunum og minnist þess ekki
að hafa hringt.
ETA á bak viö árásir
Aðskilnaðarhreyfing Baska á
Spáni, ETA, hefur lýst yfir ábyrgð
á fimm árásum á undanfornum
mánuðum, þar á meðal morðinu á
hæstaréttardómara.
Fangar flýja
Fangar í Brasilíu létu lausa
gísla sem þeir höfðu tekið gegn
því að fá aíhent vopn og bíla. Tólf
fangar flúðu síðan úr fangelsinu
með nokkra gísla.
Óttast ilm
Dularfull lykt, sem minnir á
ódýrt ilmvatn, fyllti vit manna í
skrifstofubyggingu í Texas. Tugir
voru fluttir á sjúkrahús og hund-
ruð flúðu bygginguna.
Enginn árangur
Samningamönnum í Perú tókst
ekki að ná árangri í viðræðum í
gær við skæruliða sem halda 72
gíslum föngnum.
Lofar vernd
Newt Gingrich, forseti fulltrúa-
deildarinnar á Bandaríkjaþingi,
sem var í heim-
sókn í Taívan í
gær, lofaði eyja-
skeggjum því að
Bandarikjamenn
myndu finna
lausn til að
vernda þá gegn
árásum Kínverja. Gingrich sagði
einnig að lýðræðið á Taívan væri
góð fyrirmynd fyrir Kína.
Efnahagur í ólestri
Nýr íjármálaráðherra Suður-
Kóreu viðurkenndi í morgun að
efnahagur landsins væri í mikl-
um ólestri vegna viðskiptahalla,
ókyrrðar á vinnumarkaði, gjald-
þrota og stjórnmálakreppu.
Gegn veiöibanni
Veiðimenn í Bretlandi og aðrir
þeir sem hafa lifibrauð sitt af
veiðum villtra dýra stofnuðu
stéttarfélag í gær til að berjast
gegn öllum tilraunum til að
banna veiðar. Reuter
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, sem hér seglr, á eft-
irfarandl elgnum:
Asparfell 4, 3ja herb. íbúð á 7. hæð,
merkt E, þingl. eig. Gísli R. Sigurðsson
og Ólöf Lilja Stefánsdóttir, gerðarbeið-
andi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar,
mánudaginn 7. apríl 1997 kl. 10.00.
Asparfell 8, 4ra herb. íbúð á 2. hæð,
merkt B, þingl. eig. Elín Áróra Jónsdótt-
ir, gerðarbeiðandi D.N.G. ehf., mánudag-
inn 7. apríl 1997 kl. 10.00.
Bergþórugata 29, 2ja herb. íbúð á 1. hæð
t.h., þingl. eig. Jósef Rúnar Magnússon,
gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., útibú
526, mánudaginn 7. april 1997 kl. 10.00.
Bíldshöfði 18, 010103, atvinnuhúsnæði,
þriðja eining frá austurenda 1. hæðar,
333,5 fm, þingl. eig. Víkurós, bílamálun,
gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykja-
vík, mánudaginn 7. apríl 1997 kl. 10.00.
Fannafold 87, þingl. eig. Sveinn Hall-
dórsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður
ríkisins, mánudaginn 7. apríl 1997 kl.
10.00.
Fálkagata 25, 3ja herb. íbúð á neðri hæð
auk viðbyggingar vestan húss og 1/2 lóð
merkt 0102, þingl. eig. Sigurður Jónsson,
gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðis-
stofnunar, mánudaginn 7. apríl 1997 kl.
10.00.
Flúðasel 67, 5 herb. íbúð á 3. hæð, merkt
B, þingl. eig. Magnús Valur Albertsson
og Guðný Guðmundsdóttir, gerðarbeið-
andi Gjaldheimtan í Reykjavík, mánu-
daginn 7. apríl 1997 kl. 13.30.
Grýtubakki 12, 3. hæð t.v., merkt 3-1,
þingl. eig. Elín Óskarsdóttir, gerðarbeið-
andi Sameinaði lífeyrissjóðurinn, mánu-
daginn 7. apríl 1997 kl. 13.30.
Krummahólar 8, 6 herb. íbúð á 6. og 7.
hæð, merkt C, þingl. eig. Margrét Hlín
Sveinsdóttir, gerðarbeiðendur Bygging-
arsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykja-
vík og Krummahólar 8, húsfélag, mánu-
daginn 7. apríl 1997 kl. 13.30.
Lágaberg 1, þingl. eig. Úlfar Þorláksson,
gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., útibú
515, mánudaginn 7. apríl 1997 kl. 10.00.
Ljósvallagata 18, rishæð merkt 0301,
þingl. eig. Guðrún A. Kristjánsdóttir,
gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðis-
stofnunar, mánudaginn 7. apríl 1997 kl.
10.00.
Logafold 48,1. hæð ásamt tvöföldum bíl-
skúr, þingl. eig. Linda Dís Guðbergsdótt-
ir, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í
Reykjavík og íslandsbanki hf., höfuðst.
500, mánudaginn 7, apríl 1997 kl. 10,00.
Melsel 12, 1. og 2. hæð m.m., þingl. eig.
Hinrik Greipsson, gerðarbeiðandi hús-
bréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánudag-
inn 7. apríl 1997 kl. 13.30.
Selbraut 44, Seltjamamesi, þingl. eig.
Guðmundur Öm Ragnarsson, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður ríkisins og Líf-
eyrissjóður starfsm. ríkisins, mánudaginn
7. apríl 1997 kl, 10,00.________________
Skaftahlíð 4,71,3 fm íbúð íkjallara m.m.,
þingl. eig. Sesselja Sveinsdóttir, gerðar-
beiðandi Ingvar Helgason hf., mánudag-
inn 7. apríl 1997 kl. 10.00.
Snæland 8, íbúð á 2. hæð t.h. m.m., þingl.
eig. Ólöf Guðleifsdóttir, gerðarbeiðandi
Húsasmiðjan hf„ mánudaginn 7. apríl
1997 kl. 10.00.
Suðurhólar 20, 3ja herb. íbúð á 2. hæð,
merkt 0204, þingl. eig. Jósep Kristjáns-
son og Ásrún Sæland Einarsdóttir, gerð-
arbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík,
mánudaginn 7. apríl 1997 kl. 10.00.
Vesturgata 5A, 1/2 fasteignin, þingl. eig.
Jarðvegur ehf., gerðarbeiðandi Fis sf„
mánudaginn 7. apríl 1997 kl. 13.30.
Vesturgata 55, íbúð á 4. hæð til vinstri,
merkt 0401 m.m„ þingl. eig. Gísli Ámi
Böðvarsson, gerðarbeiðandi Byggingar-
sjóður ríkisins, mánudaginn 7. apríl 1997
kl. 13.30.___________________________
Æsufell 2, 4-5 herb. íbúð á 4. hæð merkt
D, ásamt tilh. sameign og leigulóðarrétt-
indum, þingl. eig. Skúli Magnússon,
gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður starfsm.
ríkisins, mánudaginn 7. apríl 1997 kl.
13.30._______________________________
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK