Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Síða 11
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 Fréttir 11 10 ofurhugar í hættulegri jeppaferð: Einn jeppinn valt niður snarbratta hlíð - en allir komust heilir á leiðarenda „Þetta var alveg mögnuð ferö. Leiðin er mjög erfið og reyndar stórhættuleg. Við komumst allir heilir á leiðarenda þrátt fyrir ýmsa erflðleika og erum stoltir af því. Við vitum ekki til þess að nokkur hafi keyrt þessa leið fyrr,“ segir Guð- mundur Símonarson en hann fór ásamt 9 öðrum ungum ofurhugum í hættulega jeppaferð á páskadag. Félagamir fóru frá Heydalsvegi upp í Kerlingarskarð og keyrðu all- an tímann eftir fjallgarðinum. Ferð- in tók um 10 klukkustundir. Leið- angursmenn fóru á flmm jeppum og voru tveir í hverjum jeppa. „Við lentum í alls konar hremm- ingum á leiðinni. Einn jeppinn valt niður snarbratta hlið. Strákamir sem í honum vom sluppu alveg ómeiddir og það var mikið lán. Jeppinn er mjög mikið skemmdur eftir veltuna. Við keyrðum á snjó- brúm yfir nokkrar ár þarna. Jepp- amir biluðu á leiðinni en sem betur fer höfðum við mikið af varahlutum og gátum gert við jafnóðum. Þetta er algert ævintýri að fara í svona ferð og gefur manni mikið,“ segir Guðmundur. -RR Börnin í leikskólanum taka viö safnkassanum af Helga Halldórssyni, bæjarstjóra á Egilsstöðum DV-mynd sigrún Leikskólabörn á Egilsstöðum: Safna lifandi rusli DV, Egilsstöðum: „Vitið þið hvað á að gera við þessa kassa?“ „Já, setja í þá rusl.“ „Hvemig rasl?“ „Lifandi." „Og skríður það þá sjálft upp í kassann?" „Nei, við hendum því upp í.“ Þetta skemmtilega samtal átti sér stað þegar bæjarstjórinn á Egils- stöðum, Helgi Halldórsson, afhenti bömunum á leikskólanum tvo safn- kassa að gjöf frá bænum. Greinilega var búið að kenna bömunum allt um hvemig á að nota safnkassa og þau lofuðu að vera dugleg að safha lifandi rasli, en bæjarstjórinn áminnti þau um að gleyma ekki að borða matinn sinn í ákafanum. Það voru þrjár litlar skólastúlkur sem tóku við kössunum, þær Kristín, Kolbrún og Anna Berglind. LOLin KOPAVOGS# Snælandsskóli - 200 Kópavogur Tölvunámskeið: WORD fyrir byrjendur og kynning á WINDOWS 95 EXCEL fyrir byrjendur Matreiðslunámskeið: Gómsætir bauna-, pasta- og grænmetisréttir. Trjáklippingar Trölladeig Innritun í símum 564 1507 og 564 1527 kl. 18.00-21.00. staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur oWmill lhlrr)inSo og stighœkkandi Smáaugiýsingar birtingarafsláttur DV 550 5000 í BOÐI KRAKKAKLÚBBS DV OG STJÖRNUBÍÓS í tilefni af 5 ára afmæli Krakkaklúbbs DV bjóða klúbburinn og Stjörnubíó öllum Krakkaklúbbsfélögum í bíó á myndina Gullbrá og birnirnir þrír. Krakkaklúbbssýningar verða alla laugardaga og sunnudaga í apríl, kl 15. Miðar verða afhentir á laugardögum hjá DV, Þverhotti 11. frá kl 10-14. Hver félagi fær tvo bíómiða. Munið að koma með Krakkaklúbbsskírteinin. ’ A V" WBIft r IJLOMKAR! Þeir sem geta ekki nýtt sér bíómiðana fá í staðinn gómsætan Kjöríshtunk. Ávísanir á Kjöríshlunkana verða afhentar hjá umboðsmönnum DV um land allt. Afhendingartími á hverjum stað verður auglýstur í DV þriðjudaginn 8. aprit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.