Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 Spurningin Hverjir veröa íslandsmeist- arar í handknattleik karla? Daði Már Guðmundsson nemi: KA. Erla Dís Þórsdóttir nemi: Aftur- elding. Guðrún Ólöf Þórsdóttir nemi: Aft- urelding. Ragnheiður Haraldsdóttir nemi: Afturelding. Víðir Örn Gunnarsson nemi: KA Dagur Kristinsson nemi: KA. Lesendur Sigurgyða Þrastardóttir skrifar: Hver hefrn- ekki séð það á mann- mörgum stöðum eins og í miðborg Reykjavíkur, t.d. á stórhátíðum, að mæður ungra bama eru oft rosalega pirraðar og bömin grenja hástöfum og allir uppspenntir í kring? Ástæð- an er einföld, mæðumar hafa enga aðstöðu í að leita er þær fara með ungbörn í bæinn. í þessu hef ég oft lent þegar barn- ið er búið að fylla bleyjuna sína og ég hlusta á það gráta. Þá fer maður að leita að aðstöðu til að geta skipt á baminu, fer inn í sjoppur og víð- ar. Nei, við lánum ekki salemi! Ha? lána ekki salemi? spyr ég. Ég ætlaði nú ekki að fara neitt með það! Ég fer út úr sjoppunni og á götuna aft- ur. Ég freista þess að leita á náðir tískuverslunar. Nei, hér er engin aðstaða fyrir börn. Þá labba ég mér inn í matvöm- verslun (hún er þó til vegna al- mennings!). En, nei, ekki hér. Jú annars, þú mátt fara upp stigann, upp á aðra hæð, þar er salemi. Ég bíð frekar eftir lyftunni en hún kemur ekki strax því ég legg ekki í stigann. Barnið er orðið fjólublátt í framan og ég með 3 plastpoka og bamavagn að auki. Loks kemur lyftan. Hún dröslast loks upp á 1. hæð og ég orðin pirruð, sveitt og stressuð. En þá kemst vagninn ekki út úr lyftunni, komst bara inn! Ég reyni að standa á tá, grenni mig enn meira og ýti á takka númer 2, fer upp og næstum dett út úr lyftunni, dreg svo pokana og vagninn út. Lyftuhurðin skellist á mig á meðan og opnast svo á ný. Ég leita og finn salemi. En auðvitað hlaut eitthvað að koma upp á. Það vantar lykil. Ég ramba inn á kaffistofu á hæðinni og fæ lánaðan lykil hjá góðhjörtuðum samlanda mínum sem sötrar þar kafii. Út fer ég á ný og nú niður stigann með pinklana og vagninn á undan mér. Nú áleiðis inn á Hlemm til að taka strætó. Treysti mér þó varla til að fara með vagn og innkaupapoka Móöir með börnin í borginni. Ekkert bruðl fyrir þetta fólk! fulla af mat inn í vagninn. Þannig að ég tek mér leigubíl eftir að hafa brotið vagninn samam. í leigubíln- um er heldur ekki aðstaða fyrir ungbarn svo það liggur bara í sæt- inu með öryggisbeltið fyrir andlit- inu. Afsökun leigubílstjórans: það sem geymt er á gólfinu eða i skott- inu tekur of mikið pláss og getur auk þess óhreinkast. Hefur maður- inn aldrei heyrt getið um plastpoka til að setja utan um dýnu, teppi eða þess háttar? Loks var ég á áfangstað. Og enn pirruð og dauðþreytt. Barnið með öryggisbeltafar í andlitinu. Ráð við þessu? Mjög ódýrt og einfalt felli- borð, svampdýna og pulla, rétt rað- að á vegg og sæti undir, allt eftir stund og stað. Hvernig væri nú að koma upp aðstöðu fyrir mæður með ungböm í miðborginni og e.t.v. á umferðarmestu stöðum borgarinn- ar? Engin aðstaða fýrir börn í borginni Spennan í samningamálunum Lúðvík skrifar: Furðulegt er að fylgjast með við- ræðum samningamanna í Karphús- inu þessa dagana og ekki síst fyrst eftir páskana. Einkum samningavið- ræðum við bankamenn er gera kröfu til þess að samningar gildi frá og með 1. janúar sl. en ekki frá undirrit- un eins og aðrir hafa látið sér nægja. í kröfu bankamanna felst að sjálf- sögðu sú sprengihætta að nái þeir samningum frá 1. janúar munu allar aðrar starfsstéttir taka þá samnings- gerð sem fyrirmynd. Þama stendur hnífurinn í kúnni og þess vegna hefur mikil spenna myndast innan ríkisstjórnar og VSl. Þetta er hins vegar mest að kenna stirfni VSÍ. VSÍ átti sjálft að gangast fýrir boði til verkalýðshreyfingar- innar um samning frá 1. janúar eða eingreiðslu til launþega frá sama tíma. - Einfóld og sanngjörn lausn og örlítill þakklætisvottur til laun- þega fyrir að taka á sig byrðar af „þjóðarsátt" sem engum nýttist nema VSÍ og skjólstæðingum þeirra. Fangarnir á Mön - frábær heimildarmynd anna báru flestir með sér æ síöan. Það er ekki ýkja langur timi síðan og fjölmargir núlifandi menn hér muna þessa atburði ljóslega. Það er einmitt þess vegna sem efnið i Föngunum á Mön er íslendingum nokkuð vel í minni. Þessir menn komu víða að af landinu og margir landsmenn ýmist kannast við þá eða þekktu vel til að- standenda þeirra og gera enn í dag. Mynd þessi var því einnig ljúfsár minning mörgum sem þekktu til að- stæðna á þessum árum. Hver man t.d. ekki eftir Carl Billich, hinum vinsæla og fágaða listamanni. Marg- ir aðrir í myndinni standa þeim er til þekkja fyrir hugskotssjónum sem traustir þjóðfélagsþegnar sem skildu eftir sig mannvænlega af- komendur, marga þekkta í þjóðlifi okkar. Myndin sýnir ennfremur að það er ekki sama hver stendur að gerð svona myndar. Ekki er langt síðan fréttir greindu frá að .EIín Hirst hygðist gera þessa mynd. Elín stendur ef til vill mörgum öðrum betur að vígi. En mér hefur fundist vinnslutími ýmissa heimildar- Ragnar Haraldsson skrifar: Oft hefur sjónvarpsdagskrá verið klén á hátíðisdögum en nú varð mikil breyting á. Ég mun ekki rekja alla dagskrána en vil geta heimild- arkvikmyndar Elínar Hirst sem hún nefndi Fangana á Mön. Þetta var frábær heimildarmynd um þá þýsku menn sem hér dvöldu í stríðsbyrjun en sættu þeim örlög- um að vera færðir úr landi til fanga- vistar í Bretlandi án þess þó að sæta harðræði því sem fangar stríðsár- BJ§|D®/á\ þjónusta allan sólarhringii sima 5000 kl. 14 og 16 Elín Hirst. Kunnátta og framtak í fyr- irrúmi. mynda og leikinna mynda stundum verið langur og lítill afrakstur. Þama hefur kunnáttumanneskja hins vegar látið hendur standa fram úr ermum. Á köldum klaka Stefanía skrifar: Kvikmynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar, Á köldum klaka, í Sjónvarpinu um páskana um ungan Japana sem kemur til ís- lands til að heiðra minningu for- eldra sinna, sem höfðu látist hér á landi, var ein allsheijar ádeila og grín um okkur íslendinga. Raunar er hún beinlinis leikhús fáránleikans, sem er hér daglega á sviðinu í þjóðlífinu. Hafi fólki fundist þættir Gísla Rúnars Jóns- sonar særa tilfinningar sínar með því aö setja á svið fáránleik- ann í okkar daglega lífi, hafa þeir væntanlega hneykslast á Friðriki Þór, sem'fer nákvæmlega sömu leiðina og dregur fram fáránleik- ann í samskiptum okkar við út- lendinga sem hingað koma. Burt með Byggöastofnun Þórður skrifar: Ég tel engan vafa leika á því að sú aðstoð sem Byggðastofnun hefur látið af hendi rakna til landsbyggðarinnar er sá mesti bjarnargreiði sem landsmenn hafa þurft að búa við. Ég legg til að Byggðastofnun verði lögð nið- ur og bankakerfið taki yfir allar lánafyrirgreiðslur sem tengjast byggðaþróun hér á landi. Gulrætur fyrir tjörutippin Halldóra Sig. skrifar: Tóbaksvamanefnd hefur und- anfarið birt nýstárlegar auglýs- ingar þar sem upplýst er um lif- leysi tjörutippa. Þarna er brotið blað í umfjöllun um einn af helgi- dómum karlmennskunnar og ber vott um nokkum kjark og hug- myndaauðgi. Þó er lítil klausa neðst í auglýsingunni sem vekur furðu og virðist í fljótu bragði ekki koma efni auglýsingarinnar við. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hvort þeta er merki um eftirsóknarverða fjölbreytni rekkjubragða sem er okkur hin- um framandi, eða þá um ótrúlega andlega fátækt og hallæris- húmor? Eða bara eigin uppgötv- anir meðlima Tóbaksvarnanefnd- ar í ástarlífmu! Offjárfesting í háskólamenntun Gísli Einarsson skrifar: Ég var að renna yfir heimasíð- m- helstu skríbenta okkar og áhugafólks um þjóðmál og fleira þegar ég stöðvaðist við fréttamola Vef/Þjóðviljans sem er uppfúllur af áhugaverðum máleftium lið- andi stundar. Þar sagði m.a. að háskólamenntað fólk kvarti sár- an undan lægri launum en hinir sem ekki hafa lagt stund á há- skólanám, og vísað til kannana Hagfræðistofunar Háskólans og BHMR. En hver er ástæðan fyrir þessu kvaki háskólamenntaðra? Einfaldlega lögmálið um framboð og eftirspurn, segir í Vef/Þjóðvilj- anum. Og skýtur fram þeirri hug- mynd, hvort íslendingar séu að ofijárfesta í háskólamenntun. Er ekki tími kominn til að kanna þetta fekar? Sérhagsmunir og tilfærsla fjármagns Kristján S. Kjartanss. skrifar: Björgunaræfingar þær sem tengjast Landsbankanum og trygg- ingafélögum hér, og sem einnig eru i sjónmáli varðandi Búnað- arbankann ætti að stöðva umsvifa- laust. Hér á sér stað tiifærsla fjár- magns sem snýst um sérhags- muni. Forsendur fyrir hagvexti á íslandi eru upptaka veiði- leyfagjalds, veiðistjómun og skatt- kerfisbreytingar. Ekki ofannefnd- ar björgunaræfingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.