Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Síða 24
32 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 Sviðsljós DV enfiíTHRH' DVfilfiTUUIflHH Fjörkálfinum í DV á lasludögum • MíJflHíWLflflflflHH Á Bylgjunnl á fimmludögum kl. 20 og endurlliiltur á laiigardögum kl. 16 i(Oflí(iTOTÖHIHH Dennis Farina og Bette Midler í sínu fínasta pússi. Öllum leið svo ósköp vel á fnunsýningu Afskaplega vel fór um nokkur hundruö frumsýningargesti myndarinnar That Old Feeling vestur í Hollywood að kvöldi annars dags páska, enda ástin í fyrirrúmi eins og á RÚV sama kvöld. Gestir voru boðnir hjart- anlega velkomnir til sýningar- innar og voru leiddir eftir hvít- um dregli inn i salinn sem var skreyttur tjulli og fogrum blóm- um. Eins og heiti myndarinnar ber með sér fjallar hún um end- umýjaðar ástir fólks á miðjum aldri. Aðalhlutverkin leika þau Dennis Farina og Bette Midler. Meðal frægra gesta á fmmsýn- ingunni vom m.a. Tom Selleck og Barbara Hershey. Faðir Macaulays gafst upp í forræðisdeilunni Leikkonan Brooke Shields og ofurfyrirsætan Claudia Schiffer létu sig ekki vanta í opnunarveislu mikillar sýningar á skrautmunum frá hinum fræga skartgripa- framleiðanda Cartier. Munirnir á sýningunni í Metropolitan listasafninu í New York eru frá árunum 1900 til 1939 þegar Louis Cartier stjórnaði fyrirtækinu. Rúmlega 200 hlutir eru til sýnis og verða það til 3. ágúst. simamynd Reuter Faðir Macaulays Culkins, stjöm- unnar í Home Alone myndunum, hefur látið undan í harðvítugri og langri forræðisdeilu við móður hans. Dró faðirinn, Christopher „Kit“ Culkin, sig í hlé áður en rétta átti í málinu fyrir hæstarétti á Man- hattan í New York. Macaulay er eitt sjö bama Kits og Patriciu Brentrap sem voru sambýlisfólk. Deila þeirra um forræði yfir bömunum sjö hefur staðið síðan 1995. Patricia sakaði Kit um að reyna að eyðileggja leiklistarferil bamanna. Hún sakaði einnig fyrr- um sambýlismann sinn um óhóflega drykkju og líkamlegt ofbeldi. Kit Macaulay Culkin. bar hins vegar á Patriciu að hún leyfði bömunum að sjá um sig sjálf. Lögfræðingur Kits, Donald Frank, lýsti því yfir að faðir bam- anna hefði gefið eftir forræðið þar sem hann vildi hlífa fjölskyldunni. „Hann var að reyna að bjarga fjöl- skyldunni," sagði Frank. Patricia brosti breitt er hún frétti af breyttri afstöðu Kits. „Þetta er mikill léttir. Ég ætla að fara heim að fagna með bömunum mínum,“ sagði Patricia er hún kom úr dóm- húsinu á Manhattan í vikunni. Sjálfur hafði Macaulay tilkynnt að hann vildi heldur búa hjá móður sinni. Að undanfömu hafa birst blaðafregnir um að Macaulay, sem er orðinn stálpaður táningur, hafi stundum sést drukkinn og illa til reika á götum New York-borgar. Hann lék í tveimur Home Alone myndum og einnig í kvikmyndinni Richie Rich og hefur þénað um 17 milljónir dollara fyrir leik sinn. í fyrra vom foreldrar Macaulays sviptir umsjón með fjármálum pilts- ins. Að sögn dómara var efnahagur Culkin fjölskyldunnar svo slæmur að hún átti á hættu að vera borin út. Dómarinn sagði það oft hafa komið fyrir að fjölskyldan borgaði ekki leigu af ibúðinni sem hún leig- ir á Manhattan í New York. Mynd um nunnur á eyðieyju: Winona veit ekkert um karlpeninginn Bandaríska leikkonan Winona Ryder hefur mikinn hug á að leika nunnu sem ekkert veit um heiminn í dag eða karlmenn. Nunna þessi heldur til, ásamt tveimur stallsystr- um sínum, í yfirgefhu klaustri á hitabeltiseyju þar sem smjör drýpur af hverju strái og þær una glaðar við sitt. Dag nokkurn kemur hins vegar prestur nokkur, maður sem hefur tekið alla nýjustu tækni í sína þágu og tileinkað sér nútímahug- myndir, og gerir tilkall til eyjarinn- ar fyrir hönd páfa. Nunnumar vita ekki sitt rjúkandi ráð en þær em ekki á því að gefast upp baráttu- laust. Sú barátta verður ekki háð með hnúum og hnefum, heldur hug- myndum og sá sigrar sem vitið hef- ur meira. Winona Ryder. Burt Reynolds gjaldþrota og skuldar tæpan milljarð Kvikmyndaleikarinn Burt Reynolds, sem er orðinn 62 ára, hefur verið lýstur gjaldþrota. Kappinn er sagður skulda hvorki meira né minna en tæpan milljarð íslenskra króna, að sögn erlendra slúðurblaða. Þau greina einnig frá því að því miöur hafi hann ekki sömu möguleika og Fergie, her- togaynjan af Jórvik og fyrram eig- inkona Andrésar prins, til að lappa upp á fjárhaginn. Hún þyk- ir nefhilega enn þá spennandi og fyrirtæki hafa boðið henni dágóð- ar fúlgur fyrir að auglýsa vörur. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.