Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Qupperneq 5
tás&jS^GUR 4. APRÍL 1997 Þrjátíu ár voru liðin í síðasta mánuði frá því að norður-írska ry- þmablúshljómsveitin Them var nánast þurrkuð út af kortinu. Þá gerði söngvari hljómsveitarinnar plötusamning fyrir sjálfan sig við Bang Records, sló í gegn í eigin nafhi með laginu Brown Eyed Girl nokkrum vikum síðar, hefur ætíð síðan sent frá sér hverja plötuna á fætur annarri, sumar meistaraverk, aðrar bara góðar. Plötumar eru orðnar samtals tuttugu og átta og fá teikn eru á lofti um að söngvarinn ætli að sefjast í helgan stein á næst- unni. Listamaðurinn norður-írski er vitaskuld Van Morrison. Platan hans númer tuttugu og átta, The Healing Game, er nýkomin í versl- anir hér á landi. Hún er sú fyrsta sem hann sendir frá sér síðan hann skelfdi trausta aðdáendur sina árið 1995 með eins konar virðingarvotti við djasstónlist sjötta áratugarins, plötunni Days Like This. Nú er Morrison hins vegar kominn á kunnuglegar tónlistarlegar slóðir. Flest eru lögin tíu á plötunni af- fíJÖjjjJUijJÖÍ ★★★ Older - George Michael: Platan er lyllilega samboöin fólki sem kann aö meta þaegilega hljómandi og vel samansettar iagltnur. -AT ★★★ Fjall og fjara - Anna Pálína og Að- alsteinn Ásberg: Þetta er jassskotin vísnatónlist meö tangóívafi á köflum; ákaflega einlæg og stílhrein. Allir textarnir eiga þaö sameiginlegt aö vera I mjög háum gæöaflokki, vel samdir og innihaldsnk- ir. Fjall og tjara er vönduö og góö plata sem á alla athygli skiliö. -SÞS ★★■i All This Useless Beauty - Elvis Costello: Hér er á feröinni ein besta plata Costellos síöan Imperial Bedroom kom út 1982. All This Useless Beauty er í fáum oröum sagt firnasterk plata þar sem saman fara frábærar laga- smíöar og fiutningur í hæsta gæöa- flokkiSÞS ★★★ Mersybeast - lan McNabb: Þaö er sama hvar boriö er niöur, hvergi er veikan punkt aö finna; hvert lagiö er öðru betra og þetta er besta rokkplata ársins þaö sem af er. -SÞS ★★★-i Ledbetter Heights - Kenny Wayne Shepard: Kenny Wayne er kornungur, hvítur strákur sem afsannar þaö aö hvítir geti ekki leikiö blús enda hlaöa gamlir blúshundar hann lofi. Tónlistin er rokk- skotinn gítarblús í anda Stevie Ray Vaughans og ef hann heldur rétt á spilunum gæti Kenny Wayne orðiö arf- taki Stevie Ray. -SÞS ★★★ Lesters Bowie Brass Fantasy-The FireThisTime: Rutningurinn spannar marga stíla og kynslóðir í djassi. Tónlistin vill stund- um hljóma dálítiö tómleg í neöri reg- istrum, þar sem túba gefúr ekki sömu fyllingu og rafmagns- eöa kontrabassi, en þaö venst bærilega. Það er nóg af góöri tónlist hér en þaö er uppáfinn- ingasamúr gleöskapur sem er T fýrir- rúmi frekar en nákvæmni.-IÞK Van Morrison er aftur kominn á kunnuglegar slóðir á plötunni The Healing Game. slappaðir ópusar, blanda af rokki, soultónlist og ryþmablús. Með öðr- um orðum dæmigerð Van Morri- sonplata. Eitt lag sker sig reyndar nokkuð úr. Piper at the Gates of Dawn er útsett í hefðbundnum írsk- um þjóðlagaanda. Hér er ekki um að ræða samnefiit lag úr smiðju Pink Floyd heldur nýja tónsmíð Morrisons sem syngur það og leik- ur á gítar. Það sem gefúr laginu þó fyrst og fremst sjarma er flautuleik- ur Paddys Maloneys, forsprakka hljómsveitarinnar Chieftains. Leið- ir hans og Morrisons hafa óhjá- kvæmilega legið nokkrum sinnum saman á löngum tónlistarferli beggja og er útkoman ætíð eftirtekt- arverð þegar þeir vinna saman. Van Morrison hefur kvatt til nokkra aðra víðkunna tónlistar- menn til að hljóðrita með sér lögin á The Healing Game. Fyrstan skal frægan telja Georgie Fame sem leik- ur á Hammondorgel í fimm lögum. Blásturshijóðfæraleikarar setja einnig sterkan svip á plötuna og fer saxófónleikarinn Pee Wee Ellis mikinn í flestum lögum plötunnar, blæs jöfnum höndum í barítón- og sópransax og útsetur gjaman blást- urinn. Bakraddasöngvarar hafa einnig getið sér góðan orðstír á ýmsum vígstöðvum, Katie Kissoon, Brian Kennedy og fyrmefhdur Ge- orgie Fame. Öll tíu lögin á plötunni em að sjálfsögðu eftir Van Morri- son og hann stýrði sjálfur upptök- um. Verkamaður hjá Hooker Van Morrison lætur til sín taka víðar en á eigin plötu um þessar mundir. Skömmu áður en The Heal- ing Game kom út sendi hin aldraði blúsmeistari, John Lee Hooker, frá sér nýjustu skífu sína, Don’t Look Back. Morrison stýrði upptökum á tíu af ellefu lögum plötunn- ar. Hann syngur dúett með Hooker í fjórum lögum, þeirra á meðal bráð- skemmtilegri útgáfu lagsins The Healing Game sem er sem sagt að finna á báðum plötunum. Van Morrison viðraði þá hugmynd fyrst fyrir um það bil áratug að vinna plötu með John Lee Hooker. Atvikin höguðu því hins vegar þannig að af samvinnunni gat ekki orðið fyrr en nú. Það þýðir þó ekki að karlarnir séu að vinna saman í fyrsta skipti á ferlinum. Fyrir aldarfjórð- ungi söng Van Morrison með John Lee Hooker á plötu þess síðamefnda, Never Get out of These Blu- es Alive. Árið 1989 voru tón- leikar með Van Morrison teknir upp á myndband og gefnir út undir heitinu Van Morrison: The Concert. Þar var Hooker í gestahlutverki. Morrison lét einnig í sér heyra á plötum Hookers, Mr. Lucky og Chill out. Af þessu má sjá að löngu var orðið tímabært að þeir gæfú sér tíma til að vinna al- mennilega saman. Árangur samvinnunnar á plötunni Don’t Look back sýnir að Van Morrison gæti sem best helgað feril sinn blústónlist það sem eftir er og farið létt með það. Enda má segja að blúsinn hafi alla jafiia verið undirliggjandi í tónlist hans allt frá dögunum með hljómsveitinni Them heima í Belfast á sjöunda áratugn- um. Hann er nú orðinn fimmtíu og eins árs, hefur verið einherji í tón- listinni í þrjátíu ár og heldur eftir- minnilega upp á afmælið með plöt- unni The Healing Game og framlagi sínu á Don’t Look back, plötu Hookers. Samantekt: ÁT Stjörnugjöf tónlistargagnrýnenda ★ Óútgáfuhæf ★ Slæm ★★ Slök ★★ í meðallagi ★★★ Sæmileg ★★★ Góö ★★★★ Frábær ★★★★ Meistaraverk John Lee Hooker og Van Morrison hafa margoft tekiö lagiö saman á liönum árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.