Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Page 15
14 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 íþróttir Aftureld. (12)26 KA (15) 29 0-1, 5-1, 6-2, 6-7, 9-7, 10-8, 10-10, 11-10, 11-12, 12-13, (12-15), 12-17, 13-18, 14-19, 17-19, 19-20, 21-22, 21-24, 23-24, 24-25, 25-26, 25-29, 26-29. Mörk Aftureldingar: Páll Þórólfs- son 7, Ingimundur Helgason 7/6, Gunnar Andrésson 3, Bjarki Sigurðs- son 2, Siguijón Bjamason 2, Jón Andri Finnsson 2, Sigurður Sveins- son 1, Einar Gunnar Sigurðsson 1, Þorkell Guðbrandsson 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 20/1. Mörk KA: Sergei Ziza 9/4, Róbert Julian Duranona 7, Jóhann G. Jó- hannsson 5, Jakob Jónsson 4, Björg- vin Björgvinsson 2, Leó Öm Þorleifs- son 1, Alfreð Gíslason 1. Varin skot: Guðmundur Amar Jónsson 18. Brottvísanir: Afturelding 6 min., KA 6 mín. Dómarar: Egill Már og Öm Mark- ússynir, höfðu góð tök á leiknum og gerðu fá mistök. Áhorfendur: Um 800, troðfullt. Maður leiksins: Guðmundur Arnar Jónsson, KA. Tvísýnt meö Sigurð Óvíst er hvort Sigurður. Sveinsson, homamaðurinn knái úr Aftureldingu, getur leikið með í fjórða leiknum við KA á Akureyri á morgun. Sigurður þurfti að fara af velli eftir aðeins 17 mínútur í leiknum í gærkvöld þegar rifnaði upp úr vöðva í kálf- anum. Ljóst er að hann getur allavega ekki spilað án deyfing- ar. -VS Anja Andersen til Valencia Anja Andersen frá Danmörku, besta handknattleikskona heims að margra mati, leikur með spænska félaginu Valencia Urbane næstu tvö árin. Anja hef- ur undanfarin ár leikið með Bækkelaget í Noregi en spænska félagiö hefur verið á höttunum á eftir henni undanfarin þrjú ár. Forráðamenn Bækkelaget segja að þeir hafi reynt allt sem hægt var að halda henni hjá félaginu en það hafi verið útilokað að keppa við Spánverjana hvað launagreiðslur varðaði. -VS ísland fellur um fjórtán sæti ísland er í 76. sæti af 190 þjóð- um á nýjum styrkleikalista Al- þjóða knattspymusambandsins sem var birtur í gær. ísland fell- ur um fjórtán sæti frá því listinn var birtur síðast, í febrúar, en þess ber að geta að íslenska landsliðið hefur ekki spilað síð- an í nóvember. Góður árangur annarra þjóða á meðan er því ástæðan fyrir fallinu. ísland er númer 32 af 50 Evr- ópuþjóðum á listanum og hefur misst Ungverjaland, Finnland og Norður-írland uppfyrir sig síðan siðast. Brasilía er í efsta sæti sem fyrr, en síðan koma Þýskaland, Frakkland, Spánn og Danmörk. Makedónía, næsti mótheiji ís- lands í undankeppni HM, er í 80. sæti á listanum. -vs Beiðni United var hafnað Stjórn ensku úrvalsdeildar- innar í knattspymu hafnaði í gær ósk Manchester United um að lengja keppnistímabilið um eina viku. Þar með þarf Man.Utd að leika fjóra leiki á síöustu átta dögum tímabilsins. -VS KA - Afturelding 2-1 Sergei Ziza, Rússinn öflugi hjá KA, skoraöi níu mörk í Mosfelisbænum í gærkvöldi. Hér skorar hann eitt þeirra á dæmigerðan hátt, meö gegnumbroti, án þess að Þorkell Guöbrandsson og Siguröur Sveins- son fái nokkuö aö gert. Ziza er án efa snjallasti gegnumbrotsmaöurinn í 1. deildinni í vetur. DV-mynd BG Úrslitakeppnin í handboltanum: Draumastaða KA - getur tryggt sér íslandsmeistaratitilinn á heimavelli á morgun Eftir þriggja ára baráttu í úrslita- leikjum þar sem alltaf hefur verið á brattann að sækja er KA loksins kom- ið í draumastöðuna. Akureyrarliðið vann Aftureldingu, 26-29, í þriðja leik liðanna í Mosfellsbænum í gærkvöld og getur þar með tryggt sér íslands- meistaratitilinn í fyrsta skipti á hinum öfluga heimavelli sínum á morgun. Afturelding virtist ætla að stinga af í byijun. Staðan var 5-1 eftir tíu mín- útur og Mosfellingar voru sjóðheitir. En þeir kólnuðu hratt. Fimm KA- mörk sneru leiknum við og þó Aftur- elding kæmist yfir á ný var KA kom- ið á beinu brautina i sókn og vöm. Fimm mörk skildu liðin að snemma í seinni hálfleik en Afturelding sýndi karakter með því að minnka muninn í eitt mark. Síðan gátu Mosfellingar tvívegis jafnað úr hraðaupphlaupum í stöðunni 25-26 en í bæði skiptin varði Guðmundur Arnar og fleytti norðanmönnum yfir erfiðasta hjallann. KA er komið á mikla siglingu á hárréttum tíma og miðað við leikinn i gærkvöld og stöðu mála eftir hann er liðið með íslandsbikarinn langþráða í höndunum. Það hefur hinsvegar sýnt sig í úrslitaleikjunum að sveiflurnar em miklar og heimavöllurinn einn og sér tryggir engum neitt. Eftir hrakfarir í lok deildakeppn- innar spáðu ekki margir KA meist- aratitlinum. Nú hefur liðið lent þrí- vegis undir í úrslitakeppninni, gegn Stjömunni, Haukum og Aftureldingu, og alltaf snúið dæminu sér í hag. Skýringar eru eflaust margar en ein þeirra heitir Alfreð Gíslason. „Sá gamli“ tók skóna fram enn einu sinni þegar mest á reyndi og hefur gjör- breytt varnarleik KA og enn er nóg bensín á tanknum til að bregða sér í hraðaupphlaup með góðum árangri. Svo virðast KA-menn hafa sameinast um aö kveðja Alfreð með stæl og færa honum þann stóra, eina titilinn sem KA hefur ekki unnið undir hans stjóm. Það takmark eitt og sér virðist vera liðinu næg hvatning. Auk Alfreðs var Björgvin Björg- vinsson fimasterkur í vöminni og þáttur Guðmundar Amars var stór. Duranona og Ziza voru báðir á eðli- legu skriði, Jóhann frískur í hominu og Jakob Jónsson skoraði dýrmæt mörk í seinni hálfleiknum þegar aðr- ir voru í strangri gæslu. Góð markvarsla Bergsveins og stór- leikur Páls Þórólfssonar í seinni hálf- leik dugðu Aftureldingu ekki. Þar munaði mestu að Bjarki Sigurðsson komst aldrei í gang og að Sigurður Sveinsson fór meiddur af velli i fyrri hálfleik. Varnarleikurinn framstæði gekk vel til að byrja með en eftir það átti KA næg svör við honum. Þurfum aö ná okkur niöur á jöröina „Það lá alltaf fyrir að við yrðum að vinna leik hér í Mosfellsbænum og fyrst það tókst ekki í fyrsta leiknum varð það að koma núna. Manni brá óneitanlega við þessa byijun hjá Aft- ureldingu, það var eins og við væmm kaldir í byrjun leiks og vomm á eftir þeim í öllu, en sem betur fór sýndum við karakter og jöfnuðum fljótlega. Um leið og vörnin small, þá gekk þetta. Nú þurfum við að ná okkur nið- ur á jörðina og ná bikarnum fyrir norðan. Við eigum tvo sénsa og verð- um að grípa þann fyrri á heimavelli,“ sagði Guðmundur Arnar Jónsson, markvörður KA, við DV. Guðmundur Arnar var lengst af „skúrkurinn" í KA-liðinu í vetur og mikið gagnrýndur fyrir slaka mark- vörslu. Hann hefur hinsvegar heldur betur farið í gang í úrslitakeppninni. „Ég veit ekki skýringuna á þessu en sem betur fer er tímabilið nógu langt! Ég var ekki ánægður sjálfur með mína fraunmistöðu en varnarleikur- inn hefur stórbreyst með komu Al- freðs og það hefur haft mikið að segja,“ sagði Guðmundur Arnar. Veit hvernig er aö fara Krýsu- víkurleiöina „Spennustigið fór með okkur þegar þeir fóru að saxa á forskotið. Um mið- bik fyrri hálfleiks fengu þeir 4-5 hraðaupphlaup, og síðan víti ef ég varði, og það er erfitt að vinna lið eins og KA þegar það skorar svona mikið úr hraðaupphlaupum. Þegar við áttum möguleika á að jafna seint í leiknum fóru menn að „slútta" eftir 10 sekúndur og þannig á bara ekki að spila handbolta. Við virðumst ekki geta spilað yfirvegað í svona spennu- stigi. En ég er úr Hafnarfirði og veit hvernig það er að fara Krýsuvíkur- leiðina að titilinum, og hana forum við,“ sagði Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður Aftureldingar. -VS NBA í nótt: Naumt hjá Bulls Chicago Bulls þurfti að beita öll- New Jersey-Milwaukee. 93-88 Sacramento-Phoenix .99-101 Atlandshafsriðlinum. um kröftum til að knýja fram sigur Miami-Detroit ...... 93-83 Michael Jordan lauk leiknum með 34 Minnesota er einnig komið í úrslit í gegn New York í nótt i bandaríska Dallas-Seattle. 82-90 stigum skoruðum en hjá Knicks skoarði fyrsta sinn. Stephon Murry var með 29 körfuboltanum. Houston-Vancouver . 102-94 Larry Johnson 33 stig. stig fyrir liöiö í nótt. Úrslit í nótt: San Antonio-Portland.81-98 Tim Hardaway skoraöi 30 stig fyrir Mi- Golden State lagöi Denver í framleng- Toronto-Orlando .. 69-105 LA Clippers-Minnesota.96-108 ami og Alonzo Mouming 26 stig. Liöiö ingu ig þar fór Latrell Sprewell fremst- New York-Chicago . 103-105 Golden State-Denver . 109-107 lék frábærlega í vetur og sigraði í ur í flokki og skoraði 22 stig. -JKS 27 * íþróttir Eyjapeyinn Hermann Hreiðarsson er vinsæll knattspyrnumaður: Arsenal hefur haft samband við ÍBV DV, Eyjum: Eins og fram kom í DV á dögun- um hefur enska stórliðið Arsenal bæst í flóru fjölmargra félaga í Skotlandi, Sviss, Þýskalandi, Englandi, Noregi og Svíþjóð sem er á höttunum eftir varnarmanni ÍBV, Hermanni Hreiðarssyni. Fulltrúi frá Arsenal hafði samband við Jóhannes Ólafsson, formann knattspyrnuráðs ÍBV, og spurðist fyrir um samningsstöðu Hermanns. Vildi hann helst fá Her- mann strax út til reynslu og til að skoða hann nánar. Af því getur ekki orðið þar sem Hermann á við smávægileg meiðsli að stríða auk þess sem stutt er í að íslandsmótið hefjist. Hermann er greini- lega orðinn mjög eftir- sóttur knattspyrnu- maður og liggur ljóst fyrir að hann fer í at- vinnumennsku næsta haust ef rétt verð fæst fyrir hann, að sögn Jó- hannesar. Er hér því um sannkallaðan gull- kálf að ræða fyrir ÍBV. „Ég hef grun um að njósnari frá Arsenal hafi verið á Kýpur- mótinu á dögunum og fylgst með Hermanni. Ég skýrði fulltrúa Arsenal frá því að Hermann væri eftirsóttur en hann væri samningsbundinn ÍBV til Hermann Hreiöarsson er vinsæll hjá erlendum liöum. haustsins 1998. Hins vegar væri hann til sölu næsta haust ef rétt verð fengist fyrir hann. Við vorum beðnir um að leyfa þeim að fylgjast með gangi mála hjá Her- manni og þeir ætla að senda njósnara hingað til lands til þess að fylgjast með Hermanni á næst- unni, jafnvel fyrir íslandsmótið, og ef hann spilar með landsliðinu," sagði Jóhannes í samtali við DV í gær. Umboðsmenn hafa verið iðnir við að hringja í Jóhannes til að spyrjast fyrir um Hermann. Eins og mörgum er eflaust í fersku minni gerði enska 1. deildar félag- ið Crystal Palace tilboð í Hermann fyrr í vetur. Hermann hafnaði því og framlengdi í staðinn samning sinn við ÍBV um eitt ár og verður því með ÍBV að minnsta kosti til haustsins. „Það hefur sýnt sig að þessi ákvörðun Hermanns, að hafna til- boðinu frá Crystal Palace, var rétt því hann er það eftirsóttur. Áhugi Arsenal núna sannar það. Allur þessi áhugi setur svo sannarlega pressu á strákinn sem hann verður að þola,“ sagði Jóhannes Ólafsson. -ÞoGu A. Óvæntur árangur hjá Hermundi - leiddi Heimdal upp í úrvalsdeildina Strákarnir skelltu Svíunum ísland vann góðan sigur á Sví- þjóð, 75-63, í undanriðli Evrópu- keppni unglingalandsliða í gær- kvöldi en hann er leikinn í Portúgal. Sævar Sigurmundsson og Morten Smiedowicz skoruðu 16 stig hvor fyrir ísland og Sæ- mundur Oddsson 12. í fyrstu umferðinni í fyrradag steinlá íslenska liðið fyrir Spán- verjum, 59-93. ísland mætir Portúgal í kvöld og síðan Pól- verjum og írum. Þrjú efstu liðin i riðlinum komast áfram. -VS Hermundur Sigmundsson, fyrr- um leikmaður með Stjömunni, hef- ur náð óvæntum árangri sem þjálf- ari norska handknattleiksliðsins Heimdal frá Þrándheimi. Heimdal vann sér á dögunum sæti í norsku úrvalsdeildinni eftir að hafa borið sigurorð af Elverum í aukaleikjum, en Elveram lék í úr- valsdeildinni í vetur. Þar er annar íslendingur, Gunnar Gunnarsson, þjálfari og leikmaður. Fyrri leikurinn í Þrándheimi endaði með jafntefli, 24-24, og mögu- leikar Heimdal þóttu þvi ekki mikl- ir. En liðið vann frækinn sigur á heimavelli Elverum, 20-19, eftir að hafa lent fimm mörkum undir. Óhætt er að segja að Heimdal sé spútnkiliðið í norskum handbolta um þessar mundir. Liðið vann sig upp úr 2. deild í fyrra og markmið- ið var að halda sæti sinu í 1. deild. I staðinn náði það einu af efstu sæt- unum og fékk tækifæri til að vinna sig upp í úrvalsdeildina, sem það nýtti sér. -DVÓ/VS Lárus Orri ætlar að halda tryggð við Stoke: Neitar Newcastle - Dalglish tilbúinn til að borga 110 milljónir Staðarblað í Stoke skýrði frá því í gær að Lárus Orri Sigurðsson, fyrirliði enska knattspymuliðsins Stoke City, myndi ekki taka freist- andi tilboði frá úrvalsdeildarliðinu Newcastle. Sagt var að Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Newcastle, væri að undirbúa 110 milljóna króna til- boð í íslenska landsliðsmanninn og að Manchester United, Nottingham Forest og Manchester City hefðu líka sýnt honum mikinn áhuga. Láras Orri skrifaði fyrir skömmu undir nýjan þriggja ára samning við Stoke og sagði við blaðið að hann hefði ekki áhuga á að yfirgefa félagið. „Ég hefði ekki skrifað undir nýj- an langtímasamning nema ég væri 100 prósent ákveðinn i að leika meö Stoke um ókomin ár. Ég hef fulla trú á því að þetta félag hafi alla burði til að komast í úrvals- deildina og stefni fullum fetum að því að leika hér allan samningstím- ann,“ segir Lárus Orri við blaðiö. Stoke er í ellefta sæti l. deildar og þarf að ná sjötta sætinu til að komast í úrslitakeppnina um úr- valsdeildarsæti. Fimm leikir eru eft;r og möguleikamir því enn fyr- ir hendi en það bendir þó flest til þess að Lárus Orri verði að láta sér 1. deildina duga á komandi keppn- istímabili. -DVÓ/VS Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu: Hrakfarir hjá Liverpool - Fiorentina náði jafntefli í Barcelona Ensk knattspyrna varð fyrir áfalli annað kvöldið í röð þegar Liverpool steinlá, 3-0, fyrir Paris SG í gærkvöld. Þetta var fyrri leik- ur liðanna í undanúrslitum Evrópu- keppni bikarhafa og Liverpool á erfitt verkefni fyrir höndum á heimavelli sínum. David James, markvörður Liver- pool, hélt áfram að færa mótherjum liðsins mörk á silfurfati. Leonardo og Benoit Cauet skoraðu ódýr mörk hjá honum í fyrri hálfleiknum og síðan innsiglaði Jerome Leroy stór- sigur Frakkanna með marki rétt fyrir leikslok. „Við lékum ekki eins og lið, spil- uðum alltof hægt og eins og ellefu einstaklingar. Liðið skorti þolin- mæði, og það skorti stolt,“ sagði Roy Evans, framvæmdastjóri Liver- pool, vonsvikinn eftir leikinn. Fiorentina frá Ítalíu náði hag- stæðum úrslitum - 1-1 jafntefli við Barcelona á Spáni. Miguel Angel Nadal kom Barcelona yfir í lok fyrri hálfleiks en Gabriel Batistuta jafn- aði fyrir Fiorentina um miðjan síð- ari hálfleik. Hann verður ekki með í seinni leiknum eftir að hafa feng- ið sitt annað gula spjald í keppninni og það kann að reynast ítalska lið- inu dýrt. -VS ÍR er fallið úr A-deild ÍR féll í gærkvöldi úr A-deild Reykjavíkurmótsins í knatt- spyrnu þegar liðið tapaði fyrir Fylki, 2-0. Kristinn Tómasson og r* Ólafur Sigurjónsson skoruðu mörkin. Staðan fyrir ina: síðustu umferð- Fram 4 3 1 0 9-2 10 KR 4 2 2 0 6-3 8 Valur 4 2 1 1 9-5 7 Vlkingur 4 1 1 2 5-7 4 Fylkir 4 1 1 2 3-6 4 ÍR 4 0 0 4 2-11 0 Tvö efstu liðin leika til úrslita um titilinn. I síðustu umferð mætast Fram-Valur, KR-ÍR og Fylkir-Vikingur. Þróttur vann Fjölni, 4-2, í B- deildinni. Páll Einarsson, Vil- hjálmur Vilhjálmsson, Gestur Pálsson og Andri Sveinsson * skoraðu fyrir Þrótt en Sveinn Ögmundsson og hinn 14 ára gamli Ólafur Páll Snorrason fyr- ir Fjölni. Staðan í B-deildinni: Þróttur R. 2 2 0 0 14-3 6 Fjölnir 3 2 0 1 12-5 6 Leiknir R. 2 2 0 0 8-1 6 Ármann 2 10 1 3-9 3 Léttir 2 0 0 2 2-6 0 KSÁÁ 3 0 0 3 2-17 0 -VS Um helgina Handbolti karla - úrslit: KA-Afturelding (2-1).........16.00 Deildabikarinn í knattspyrnu: KA-Leiftur...................Ak. F. 18.00 Þróttur N.-KR ......Leikn. L. 11.00 Völsungur-ÍBV .......Hafn. L. 13.00 Dalvík-Valur...............Kóp. L. 13.00 FH-Sindri ...........Hafn. L. 15.00 Þór A.-Skallagrímur . . Kóp. L. 15.00 Fram-Selfoss .......Leikn. L. 15.00 ÍA-Víkingur Ó.............Hafn. L. 17.00 ÍBV-Breiöablik......Hafn. S. 11.00 Njarðvík-Sindri.......Kóp. S. 11.00 Dalvík-Léttir ......Leikn. S. 11.00 Þróttur N.-FH .......Hafn. S. 13.00 Vikingur R.-Völsungur Kóp. S. 13.00 Fjölnir-Þór A............Leikn. S. 13.00 Leiftur-Haukar ......Hafn. S. 15.00 Grindavík-ÍA........Grind. S. 15.00 ÍR-Vikingur Ó.......Leikn. S. 15.00 Fylkir-Afturelding . . . Hafn. S. 17.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.