Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Qupperneq 22
34
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997
Afmæli
Hrafn Ingimundarson
Hrafn Ingimundarson, forstjóri
Bamasmiðjunnar ehf., Veghúsum
27A, Reykjavík, er fertugur í dag.
Starfsferill
Hrafh fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp að Sogamýrarbletti 33.
Hann lauk námi frá Vélskóla ís-
lands 1978 og sveinsprófi ári síðar
hjá vélsmiðjunni Keili en meistari
hans var Sverrir Tryggvason.
Á námsárunum í Vélskólanum
starfaði Hrafn hjá Landhelgisgæsl-
unni. Hann starfaði hjá Landvélum
í rúmt ár frá 1979, var vélstjóri hjá
Eimskipafélagi íslands í þrjú ár,
lengst af á ms. Álafossi, var sölum-
aður hjá Héðni 1983-87 en hefur síð-
an starfrækt eigið fyrirtæki, Bama-
smiðjuna ehf.
Hrafn og kona hans hófu búskap
1978 en ári áður höfðu þau fest kaup
á íbúð í Hlunnavogi. Þau fluttu í
Kópavoginn 1981 og bjuggu þar til
1993 en búa nú í Grafarvoginum.
Fjölskylda
Eiginkona Hrafhs er Elín Ágústs-
dóttir, f. 19.2. 1957, fram-
kvæmdastjóri. Hún er
dóttir Ágústs Steindórs-
sonar, lengst af sjómanns
en síðar starfsmanns hjá
ísal, og k.h., Sigriðar F.
Sigurðardóttur, húsmóður
og dagmóður. Sigríður og
Ágúst búa í Kópavoginum.
Böm Hrafns og Elínar
era Jenný Ruth Hrafns-
dóttir, f. 7.10. 1978,
menntaskólanemi; Ingi
Bogi Hrafnsson, f. 4.4.
1984, nemi í Húsaskóla.
Systkini Hrafns era Ingibjörg
Ingimundardóttir, f. 1.5. 1935,
starfar við matreiðslu; Öm Ingi-
mundarson, f. 14.9. 1938, skipstjóri;
Brynja Ingimundardóttir, f. 22.6.
1942, læknaritari; Drífa Ingimund-
ardóttir, f. 28.8. 1945, skrifstofumað-
ur; Sigurlaug Ingimundardóttir, f.
1.11. 1947, verslunarmaður.
Frá átta ára aldri ólst Hrafn upp
hjá elstu systur sinni, Ingibjörgu
Ingimundardóttur, og manni henn-
ar, Hans A.H. Jónssyni. Móðir
Hrafns hafði þá dáið skömmu áður
en faðir hans lést er Hrafn var tíu
ára.
Foreldrar Hrafns voru
Ingimundur Eyjólfsson, f.
23.11. 1910, d. 13.2. 1968,
prentmyndasmiður í
Reykjavík, og k.h., Jónina
Svava Tómasson, f. 29.10.
1911, d. 10.2. 1965, hús-
móðir.
Ætt
Ingimundur var bróðir
Sigurborgar, móður dr.
Bjarna Eyjólfs Guðleifs-
sonar á Möðruvöllum, og Kristínar
Guðleifsdóttur, fyrrv. kristniboða.
Ingimundur var sonur Eyjólfs, b. og
bátasmiös á Dröngum, síðar í Hafn-
arflrði, Stefánssonar, b. í Frakka-
nesi og á Reynikeldu, Sveinssonar.
Móðir Eyjólfs var Jóhanna María
Eyjólfsdóttir.
Móðir Ingimundar var Jensína
Kristín Jónsdóttir, söðlasmiðs og
hreppstjóra í Amarbæli í Fells-
strandarhreppi, Oddssonar, b. og
formanns í Sælingsdalstungu, Guð-
brandssonar og Þuríðar Ormsdótt-
ur, b. í Fremri-Langey og ættfóður
Ormsættarinnar, Sigurðssonar.
Móðir Jensínu Kristínar var Guð-
björg Jónsdóttir, b. í Glerskógum og
Ásgarði í Hvammshreppi, Ámason-
ar og Sigríðar Daðadóttur.
Jónína Svava var dóttir Tómasar,
trésmiðs í Reykjavík, bróður Sigríö-
ar á Tjömum, ömmu Halla og
Ladda. Tómas var sonur Tómasar,
b. á Svaðbæli undir Eyjafjöllum,
bróður Þórðar, afa Þórðar Tómas-
sonar, safnstjóra á Skógum, og Stef-
áns Harðar Grímssonar skálds.
Tómas var sonur Tómasar, smiðs í
Varmahlíð, Þórðarsonar, bróður
ívars, langafa Oddgeirs Kristjáns-
sonar tónskálds. Móðir Tómasar
trésmiðs var Ingibjörg Einarsdóttir,
b. í Svaðbæli, Bjarnasonar. Móðir
Jónínu Svövu var Sigríður Sigur-
laug Grímsdóttir.
í tilefni fertugsafmælis Hrafns,
fertugsafmælis Elínar, konu hans,
og tíu ára afmælis Barnasmiðjunn-
ar ehf., langar þau til að gleðjast
með ættingjum, vinum og þeim sem
lagt hafa uppbyggingu Bamasmiðj-
unnar lið. Þau taka á móti gestum í
Átthagasal Hótel Sögu, 1. hæð, í
kvöld kl. 20.30.
Hrafn Ingimundarson.
Anna Kristín Valdimarsdóttir
Anna Kristín Valdi-
marsdóttir, húsfreyja að
Stekkjum í Sandvíkur-
hreppi, er áttræð í dag.
Starfsferill
Anna Kristín fæddist í
Gularáshjáleigu í Austur-
Landeyjum og ólst upp í
Landeyjunum. Hún var í
farskóla í Austur-Land-
eyjunum, alls sex mánuði
Anna Kristfn Valdi-
hrepps í fiögur ár og var
fulltrúi á aðalfundi
Mjólkurbús Flóamanna
fyrir Sandvíkurhrepp.
Fjölskylda
Anna giftist 20.11. 1937
fyrri manni sínum, Guð-
mundi Hannessyni, f.
10.11. 1899, d. 9.10. 1947,
bónda. Hann var sonur
Hannesar Steindórsson-
og sótti síðar námskeið marsdottir.
við Húsmæðraskóla
Reykjavíkur.
Eftir að Anna gifti sig var hún
húsfreyja og bóndi að Stekkjum á
árunum 1937-80.
Anna var formaður Skógræktar-
félags Sandvíkurhrepps í allmörg
ár, sat í hreppsnefnd Sandvíkur-
ar, bónda í Stóru-Sand-
vík II, og Valgerðar
Vernharðsdóttur, hús-
freyju þar, en alinn upp í Litlu-
Sandvík hjá Guðmundi Þorvarðar-
syni og Sigríði Lýðsdóttur.
Seinni maður Önnu var Lárus
Gíslason, f. 20.9. 1904, drukknaði í
Ölfusá 15.6. 1963, bóndi og mat-
sveinn. Hann var sonur Gísla
Lafranssonar, bónda í Björk í Sand-
víkurhreppi, og Sigríðar Vigfúsdótt-
ur, húsfreyju þar.
Böm Önnu og Guðmundar eru
Sigríður Elín, f. 27.6. 1938, fyrrv.
bankastarfsmaður, búsett í Vest-
mannaeyjum, gift Hauki Guðjóns-
syni bílstjóra; Valgerður Hanna, f.
2.10. 1941, garðyrkjubóndi á Eyrar-
bakka, gift Böðvari Sigurjónssyni
garðyrkjubónda og era dætur þeirra
Anna Lára, f. 9.4. 1966, Liija, f. 30.9.
1967 og íris, f. 15.6. 1973; Þorvarður,
f. 22.10. 1943, bóndi í Stekkum.
Böm Önnu og Lárasar era Guð-
mundur, f. 20.6. 1950, bóndi í Stekk-
um, kvæntur Margréti Helgu
Steindórsdóttur, starfskonu við
sjúkrahús, og era synir þeirra Lár-
us, f. 11.9. 1972, Steindór, f. 27.6.
1975, Óttar Sigurjón, f. 27.11. 1979, d.
2.11. 1996, og Vignir Andri, f. 22.4.
1981; Valdimar Heimir, f. 15.2. 1955,
bókbindari, kvæntur Elísabetu
Helgu Harðardótlur kennara og era
börn þeirra Anna Kristín, f. 23.3.
1981, og Sigurbjöm Már, f. 7.2. 1984.
Langömmuböm Önnu era nú sex
talsins.
Systkini Önnu: Jón Guðmann, f.
5.10. 1918, trésmiður á Eyrarbakka;
Jóhanna Guðrún, f. 14.11. 1925, hús-
móðir í Reykjavík; Ásdís, f. 6.2.1932,
húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Önnu voru Valdimar
Þorvarðarson, smiður og bóndi í
Kirkjuhúsi á Eyrarbakka, og Elín
Jónsdóttir húsmóðir.
Anna tekur á móti gestum í
Mörkinni, Grænumörk á Selfossi,
laugardaginn 12.4. n.k., milli kl.
14.00 og 17.00.
Andlát
Sigurður Sigurðsson
Sigurður Sigurðsson, fyrrv.
íþróttafréttamaður, Espigeröi 2,
Reykjavík, lést á heimili sínu
fimmtudagsmorguninn 3.4. sl. Hann
verður jarösunginn frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík í dag, föstudaginn
11.4., kl. 13.30.
Starfsferill
Sigurður fæddist í Hafnarfirði
27.1. 1920. Hann lauk verslunar-
skólaprófi frá Vl 1938 og var við fiðl-
unám í Tónlistarskólanum i Reykja-
vík 1940-44.
Sigurður stundaði skrifstofustörf
hjá I. Brynjólfsson og Kvaran frá
1938, var fulltrúi í innheimtudeild
Ríkisútvarpsins frá 1943, inn-
heimtustjóri þar frá 1952, fréttamað-
ur þar frá 1964 og aðstoðarfrétta-
stjóri frá 1974-80 er hann lét af störf-
um. Hann var jafnframt íþróttaf-
réttamaður 1948-71 og gegndi því
sem aðalstarfi hjá útvarpi og sjón-
varpi 1966-71.
Sigurður var formaður Samtaka
íþróttafréttamanna 1965-71, formað-
ur Starfsmannafélags Ríkisútvarps-
ins og sat í varastjóm BSRB í níu
ár.
Hann var sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu 1973 fyrir
brautryðjandastarf í íþróttafrétta-
mennsku, sæmdur gullmerki Al-
þjóðasambands íþróttafréttamanna,
AIPS, gullmerki Sambands íþrótta-
fréttamanna í Finnlandi og á ís-
landi, sæmdur gullmerki Vals og
heiðursmerki FRÍ og KSÍ.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 28.4. 1944 Sig-
ríði Sigurðardóttur, f. 8.2. 1923,
verslunarstjóra. Hún er dóttir Sig-
urðar Bjamasonar,- múrara í Vest-
mannaeyjum, og k.h„ Sigríðar Sig-
urðardóttur húsmóður.
Börn Sigurðar og Sigríðar era
Ingibjörg, f. 6.9. 1945, starfsmaður
við bamaheimili, búsett í Reykja-
vík, og á hún eina dóttur, Sigríði
Halldórsdóttur; Hrafnhildur, f. 17.6.
1948, starfsmaður hjá Samvinnu-
ferðum, gift Baldri Má Amgríms-
syni, hljóðupptökumanni hjá Borg-
arleikhúsinu, og eru dætur þeirra
Silja Björk og Snædís; Siguröur
Öm, f. 27.9.1957, flugþjónn hjá Flug-
leiðum, búsettur í Reykjavík, kona
hans er Linda Metúsalemsdóttir,
starfsmaður hjá SP- fjármögnun, og
era synir þeirra Sigurður Atli og
Amar.
Sigurður átti fimm alsystkini.
Látin eru Böðvar og Hrefna en á lífi
era Guðný, húsmóöir í Reykjavík;
Elsa, húsmóðir í Hafnar-
firði, og Guðný, húsmóð-
ir í Reykjavík.
Fóstursystir Sigurðar
var Amdís Þórðardóttir,
húsmóðir í Reykjavík,
sem lést sl. haust.
Foreldrar Sigurðar
vora Sigurður Sigurðs-
son, bifreiðarstjóri og síð-
ar kaupmaður, og f.k.h.,
Elísabet Böðvarsdóttir
húsmóðir.
Fósturforeldrar Sigurð-
ar vora Þórður Gunn-
laugsson, kaupmaður I Reykjavík,
og k.h., Ólafia Ingibjörg Þorláksdótt-
ir húsmóðir.
Ætt
Sigurður kaupmaður var bróðir
Nikólínu, móður Guðna Guðmunds-
sonar, fyrrv. rektors MR. Bróðir
Siguröar var Jafet, afi Jafets Ólafs-
sonar. Sigurður kaupmaður var
sonur Sigurðar, útvegsb. í Litla-
Seli. Sigurður var sonur Einars, b. í
Bollagörðum, Hjörtssonar, af Bolla-
garðaætt.
Móðir Sigurðar kaupmanns var
Sigríður Jafetsdóttir, gullsmiðs í
Reykjavík, bróður Ingibjargar, konu
Jóns forseta. Jafet var sonur Einars,
stúdents og borgara í
Reykjavík, bróður Sig-
urðar, föður Jóns forseta.
Elísabet var dóttir Böðv-
ars, bakara í Hafnarfirði,
Böövarssonar, gestgjafa
þar, Böðvarssonar, pró-
fasts á Melstað, bróður
Þuríðar, langömmu Vig-
dísar forseta, og bróður
Sigriðar, langömmu
Önnu, móður Matthíasar
Johannessens skálds.
Böðvar var sonur Þor-
valds, prófasts í Holti,
Böðvarssonar, prests í Holtaþing-
um, Högnasonar, prestaföður Sig-
urðssonar. Móðir Böðvars gestgjafa
var Elísabet, systir Þórunnar,
langömmu Jóhanns Hafsteins for-
sætisráðherra. Önnur systir Elísa-
betar var Guðrún, móðir Elísabetar,
móður Sveins Björnssonar forseta.
Þriðja systir Elísabetar var Sigur-
björg, amma Jóns Þorlákssonar for-
sætisráðherra. Elísabet var dóttir
Jóns, prófasts í Steinnesi, Péturs-
sonar.
Móðir Elísabetar var Sigríður,
dóttir Jónasar, b. í Drangshlíð,
Kjartanssonar, og Ragnhildar Sig-
urðardóttur. Móðir Ragnhildar var
Sigríður Jónsdóttir eldprests Stein-
grímssonar.
Siguröur Slgurösson.
Til hamingju
með afmælið
11. apríl
95 ára
Margrét ísólfsdóttir,
Nökkvavogi 62, Reykjavík.
90 ára
Steinuxui Jónsdóttir,
Kópavogsbraut 1A, Kópavogi.
85 ára
Sigríður Sigurðardóttir,
Sviðugörðum, Gaulverjabæj-
arhreppi.
60 ára
Skúli Reynir Einarsson,
Vesturbergi 91, Reykjavík.
Helga Ámadóttir,
Norðurbraut 10, Hvamms-
tanga.
Þorsteinn Guðmundsson,
Austurbrún 4, Reykjavík.
Jón Tómasson,
Hafiiarstræti 21, Akureyri.
50 ára
Guðmundur Kjartansson,
Grettisgötu 94, Reykjavík.
Kristjana Skarphéðinsdótt-
ir,
Stelkhólum 8, Reykjavík.
Guðjón Einarsson,
skipstjóri á
Reyni, GK
47,
Mánagerði 1,
Grindavík.
Eiginkona
hans er Elín-
borg Ása
Ingvarsdótt-
ir.
Þau taka á móti gestum í húsi
Verkalýðsfélags Grindavíkur,
Víkurbraut 46, frá kl. 20.30 í
kvöld.
Rósa G. Gestsdóttir,
Stakkhömrum 21, Reykjavík.
Ástríðiu- Ebba Amórsdótt-
ir,
Rauðási 12, Reykjavík.
Sigurjón Guðmundsson,
Engjaseíi 11, Reykjavík.
40 ára
Bjami Hauksson,
Tjarnarbóli 2, Seltjamamesi.
Pétur Georg Guðmundsson,
Bæjargili 23, Garðabæ.
Margrét Ársælsdóttir,
Búhamri 33, Vestmannaeyj-
um.
Svava Hugrún Svavarsdótt-
ir,
Hjallabraut 6, Hafnarfiröi.
Sigurður Einarsson,
Sólbergi 2, Hafnarfirði.
Steina Ólafsdóttir,
Ingólfsstræti 16, Reykjavík.
Friðrik Már Baldursson,
Safamýri 53, Reykjavík.
Daníel Brynjar Helgason,
Skógargötu 1, Sauðárkróki.
Á NÆSTA
SÖLUSTAÐ
EÐA
ÍÁSKRIFT
ÍSÍMA
SSO S7S2