Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Side 24
* 36 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 nn Ótrúlegt réttarkerfi „Auðvitað er ég döpur, en það er þó viss léttir að þetta er búið - 6 ára barátta - og að ég er laus úr þessu ótrúlega réttarkerfi í Tyrklandi." Sophia Hansen í Morgunblaðinu. Tómt kex „Þetta er ljótt að sjá. Þær eru í tómu kexi í sóknarleiknum." Adolf Ingi Erlingsson í lýsingu á handbolta í Ríkisútvarpinu. Ekkert skólayfirbragð „Það er okkar mottó í sam- bandi við þessa sýningu að bjóða aðeins upp á það besta sem völ er á og það var ákveðið strax í upphafi að hún yrði ekki með neinu skólayfirbragði.“ Andrés Sigurvinsson í DV um uppsetninguna á Evitu. Ummæli Bakka ekki... eða hvað? „Við bökkum ekki með neitt, hvorki við né vinnuveitendur. Þegar verið er í samningavið- ræðum er þetta svona. Við eig- um eftir að mætast en krafan okkar stendur og gerir það þar til við skrifum undir eitthvað annað.“ Pétur Sigurðsson, form. ASV, i Alþýðublaðinu. Var Jesús maður? „Ef Jesús var maður, sem út af fyrir sig er kannski ekki svo sið- laus hugsun, þá getur hann and- skotakomið samt sem áður ekki haft mannlegar þarfir eða lang- anir. Eða hvað?“ Friðrik Erlingsson i Morgun- blaðinu. Ótrúlega löng horn Lengstu horn sem vaxa á skepnu eru þau sem vatnabuf- fallinn (Bubalus arnee=B. bu- balis) á Indlandi ber. Einn gríð- arstór tarfur, sem skotinn var 1955, hafði horn sem mældust 4,24 m milli hornenda (fylgt er hlið hornanna og þvert yfir ennið milli þeirra). Lengsta staka hom, sem vitað er um, er af tömdu ankólanauti (Bos taur- us), sem lifði nálægt Ngami- vatni í Botswanalandi. Það mældist 206 sentímetrar. Mesta bil milli homenda á langhyrn- ingi (stórhyrnt nautgripakyn i Texas) hefur mælst 3,2 m. Horn- in eru til sýnis í Hermitage- safninu í Big Springs í Texas. Blessuð veröldin Hross tamin á forn- steinöld Talið er að hross hafl fyrst verið tamin til búskaparþarfa þar sem nú heitir Úkraína í Sovétríkjunum á fornsteinöld (fyrir um 6.500 ámm), en þá hófu veiðimenn að gera hross sér auðsveip og nýta kjöt þeirra og mjólk. Bjart austanlands Yfir Skandinavíu er 988 mb lág- þrýstisvæði sem hreyflst allhratt austur en nærri kyrrstæð 1037 mb hæð er skammt norðvestur af ír- landi. Á Grænlandshafi er 1025 mb smálægð á leið norðaustur en all- Veðrið í dag mikið lægðardrag við Hvarf fer norður. Veðurhorfur: Suðaustan- gola og súld suðvestanlands í fyrstu en annars vestlæg átt, gola eða kaldi síðdegis með súld vestan til en létt- ir til austan til. í kvöld og nótt verð- ur vestan og suðvestan stinnings- kaldi með rigningu og súld um land- ið vestanvert en björtu veðri aust- anlands. Hiti nálægt frostmarki norðan- og austanlands fram eftir morgni, annars 3 til 10 stiga hiti, hlýjast suðaustanlands síðdegis. Á höfuðborgarsvæðinu verður austangola í fyrstu en síðan suð- vestangola. Dálitil súld öðm hverju. Suðvestankaldi verður síðdegis og súld eða rigning í nótt. Hiti verður 4 til 7 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.50 Sólampprás á morgun: 06.06 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.24 Árdegisflóð á morgun: 03.39 Veðriö kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaó 1 Akurnes alskýjaó 2 Bergstaöir alskýjaö 3 Bolungarvík alskýjaö 1 Egilsstaðir skýjaö -1 Keflavíkurflugv. alskýjaö 5 Kirkjubkl. alskýjaö 4 Raufarhöfn skýjaó -2 Reykjavík alskýjaó 5 Stórhöfði súld 5 Helsinki snjóél 0 Kaupmannah. haglél 4 Ósló skýjaó 3 Stokkhólmur alskýjaö 1 Þórshöfn léttskýjað 2 Amsterdam þokumóöa 9 Barcelona heiöskírt 9 Chicago alskýjaö 1 Frankfurt þokumóöa 8 Glasgow skýjaö 8 Hamborg rigning 7 London mistur 8 Lúxemborg mistur 7 Malaga alskýjaö 16 Mallorca léttskýjaö 5 París heiðskírt 6 Róm þokumóóa 3 New York léttskýjaö 5 Orlando heiöskírt 18 Nuuk snjókoma -3 Vín skýjaö 12 Washington alskýjað 4 Winnipeg heiöskirt -11 m -1 H •) 5 5 V i J ' /eðrið kl. 6 í morgun Páskaeggið rann Ijúílega niður - segir Harpa Lind Harðardóttir, fegurðardrottning Suðurnesja DV, Suðurnesjum: „Þetta var mjög skemmtilegur tími en eftir á var ég alveg rosalega þreytt eftir þetta allt saman. Undir- búningstímabilið stóð yfir í 2 mán- uði. Allar stúlkurnar sem tóku þátt í keppninni em mjög góðar vinkon- ur og ætlum við að halda hópinn og jafnvel stofna matarklúbb sem yrði alveg meiriháttar skemmtilegt," sagði Harpa Lind Harðardóttir, tví- tug stúlka úr Njarðvík, sem var kjörin fegurðardrottning Suður- nesja 5. apríl. Maður dagsins Harpa fékk mikið af blómum og skeytum send heim til sin daginn eftir keppnina. Þá stoppaði ekki síminn hjá henni og var hann rauð- glóandi allan daginn þegar vinir og ættingjar voru að óska henni til hamingju. Fyrir sigurinn fékk Harpa glæsilegar gjafir og meðal annars 100 þúsund krónur frá Sparisjóðnum í Keflavík. „Ég vil þakka öllum fyrir gjafirnar og eins Gulli og silfri fyrir stuðninginn og að lána mér skartiö sem ég bar í keppninni. Þegar Harpa kom heim Harpa Lind Harðardóttir. til sín eftir keppnina þá beið henn- ar páskaeggið. „Það rann mjög ljúft niður.“ Það skemmtilega vill til að systir Hörpu, Brynja Björk, var kjörin fegurðardrottning Suðurnesja 1995 og var í 3. sæti í kjöri fegurstu stúlku landsins sama ár. „Systir mín er búin að vera mín hægri hönd og hjálpaði mér í gegnum þetta. Nú verður ekkert slakað á í æfingum og er undirbúningur haf- inn fyrir Fegurðarsamkeppni ís- lands sem fram fer i maí. Systir mín á örugglega eftir aö gefa mér góð ráð eins og hún hefur hingað til gert. Það er mjög gott að hafa hana sér við hlið.“ Harpa vinnur á Sólhúsinu í Keflavík, systir hennar vann þar einnig á sínum tíma þegar hún sigraði. Harpa shmdar nám í kvöldskóla Fjölbrautaskóla Suður- nesja. „Ég stefndi á að fara í FB í myndlist og ætla að klára stúdent- inn þar. Síðan er ætlunin að fara til Bandaríkjanna í frekara nám og þá í grafiskri hönnun." Harpa á sér nokkur skemmtileg áhugamál fyrir utan myndlist. „Ég hef mikinn áhuga á bílum, gælu- dýrum, matargerð og prjónaskap.“ Harpa á unnusta, Guðjón Öm Jóhannsson, knattspyrnumann í Keflavík, og hafa þau verið saman i 4 ár. Foreldrar Hörpu eru Anna Sigurðardóttir og Hörður Karlsson. Harpa segist eiga fullt af systkin- um, þrjár alsystur, þrjár hálfsystur og einn hálfbróður. -ÆMK Myndgátan Fósturskóli Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. Tvær erlendar verðlaunamyndir veröa sýndar í kvöld. Stuttmyndadagar 1997: Úrslita- kvöld í Loft- kastal- anum Úrslitakvöld Stuttmyndadaga Kvikmyndafélags íslands og Fé- lags framhaldsskólanema, haldið í samvinnu við Reykjavíkur- borg, verður i Loftkastalanum í kvöld kl. 21. Sú nýbreytni er á dögunum nú að myndirnar hafa allar verið sýndar á Stöð 2. Kvöldið í kvöld verður hið glæsi- legasta þvi a.m.k. tvær erlendar Stuttmyndir verðlaunastuttmyndir verða sýndar, auk þess sem góðir gest- ir verða viðstaddir og ýmislegt fróölegt verður á boðstólum. Áhorfendur og dómnefnd hafa jafnt vægi við val á myndunum og veitir Reykjavíkurborg vegleg peningaverðlaun. Fyrir fyrsta sætið fást 200 þúsund krónur, fyrir annað sætið 100 þúsund og 50 þúsund kr. fyrir það þriðja. Bridge I þessu spili getur sagnhafi byggt sér upp haldbæra mynd af spilum andstöðunnar frá sögnum. Fjögurra hjarta samningurinn er nokkuð harður en réttlæta verður sagn- hörkuna með góðri spilamennsku. Sagnir gengu þannig, enginn á hættu og austur gjafari: * 10865 « K942 w K107 * Á4 * G954 * D7 N * G542 * 6 ♦ D10 ♦ KG9852 * 1073 S * ÁG3 * ÁKD6 ÁD983 •f 763 * 82 Austur Suður Vestur Norður 1 ♦ 1» pass 2 * 3 * pass pass 4» p/h Þegar vestur spilar út tíguldrottn- ingu verður suður að gera spilaá- ætlun og reyna að byggja sér upp mynd af skiptingu spilanna. Pass vesturs á þremur laufum bendir til þess að vestur eigi fleiri lauf en tígla og því er hægt að álykta að skipting láglitanna hjá austri sé 6-4. Á grundvelli þess er fyrsti slagur- inn gefinn. Vörnin skiptir yfir í lauf og spilar þremur hæstu í þeim lit. Sagnhafi spilar nú tígli á ás og svín- ar spaðagosa með góðum árangri. Þegar það heppnast getur sagnhafi spilað sem á opnu borði. Hann legg- ur nú niður hjartaásinn, svínar hjartatíunni með öryggi, tekur hjartakóng og spilar spaða á ásinn. Síðasta trompið er tekið af vestri og laufgosinn er tíundi slagur sagn- hafa. Það á ekki að skipta neinu máli þó andstaðan hafi fríað lauf- gosann fyrir sagnhafa, hann firmur alltaf þá leið að svína fyrir spaðatíu vesturs. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.