Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Page 12
myndbönd FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 ■ Angel Baby: Hugsjúk ást ★★★ Angel Baby segir frá ástarsambandi tveggja einstak- linga sem hittast í meðferðarhópi á geðdeild. Harry er bráðgáfaður tölvuforritari sem ekkert hefur unnið í þrjú ár eftir að hann reyndi að fremja sjálfsmorð. Með- ferðin og lyfin virðast vera að virka og halda röddun- um í hausnum á honum í skeflum. Kate er hins vegar að berjast við ranghugmyndir og ofsóknaræði en hún heldur að vemdarengill hennar sendi henni skilaboð í gegnum sjónvarpið. Þau verða ástfangin upp fyrir haus en þegar Kate verður ólétt hætta þau að taka lyfin sín með þeim afleiðingum að geðveikin tekur sig upp hjá þeim og að lokum kemur i ljós að þau era algerlega ófær um að sjá um sig sjálf, hvað þá að þau geti fætt og alið barn. John Lynch sást varla í mörg ár eftir stór- leik í Cal en sést núna í hverri myndinni á fætur annarri. Hann er öruggur í hlutverki Harrys en túlkrm Jacqueline McKenzie á Kate er sérstaklega eft- irminnileg. Þessi fyrirtaks frumraun leikstjórans Michaels Rymer er sterk tragidía og vann víst til margra verðlauna í Ástralíu en Ástralir virðast vera orðnir sérfræðingar í að búa til frumleg og skemmtileg kvikmynda- verk. ANGEL BABY. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Michael Rymer. Aðalhlut- verk: John Lynch og Jacqueline McKenzie. Áströlsk, 1995. Lengd: 100 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Changing Habits: Óþarfleg hamingja ★★★ ví Susan Teagarden er stelsjúkur listmálari sem vinnur í tískuvöruverslun. Til að redda sér ódýru húsnæði fer hún í nunnuklaustur og lýgur einhverri sorgarsögu að abbadísinni. Hún fær þar húsaskjól gegn þvf að hjálpa til við hússtörfin. Á meðan hún reynir að aðlagast aganum í klaustrinu gerir hún upp sakir við föður sinn, drykkfelldan listmálara sem hún kennir um sjálfsmorð móður sinnar, og stofnar til ástarsambands við eiganda búðar sem hún stelur gjaman f. Söguþráður myndarinnar er létt- geggjaður en aðalatriðið er þó grafalvarleg sorgar- saga og myndin siglir þvi milli léttleika og táradrama. Þetta gengur upp því að handritið er vel skrifað og uppfullt af skemmtilegum persónuleik- um sem eru vel túlkaðir af leikurunum. Moira Kelly er frek og frökk í aðalhlutverkinu en senuþjófurinn er Christopher Lloyd sem sýr.ir öflug- an leik sem drykkjurúturinn faðir hennar. Undir lokin siglir myndin þó upp úr táradalnum í óþarflega mikla hamingju svo að jaðrar við væmni. CHANGING HABiTS. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Lynn Roth. Aðalhlut- verk: Moira Kelly, Christopher Lloyd og Dylan Walsh. Bandarísk, 1996. Lengd: 95 mín. Ollum leyfð. -PJ Twister: *** Hugvit gegn náttúruöflunum í Oklahoma er yfirvofandi einn af þeim stormum sem skapað geta hvirfilbylji og hópur vísindamanna bíður spenntur. Jo Harding er í forsvari fyrir hóp- inn sem ætlar að reyna að koma mælitækjum í veg fyrir einhvern hvirfilbylinn. Fyrrum samstarfsmað- ur hennar og eiginmaður, Bill, kemur ásamt nýju kærastunni sinni með skilnaðarpappíra til undirrit- unar en þeir gleymast fljótt þegar hann kemst að því hvað er að gerast og stenst ekki mátið að slást í for. Við tekur æsilegur eltingaleikur þar sem vísinda- mennimir þeysa á hraðskreiðum trukkum um slétt- ur Oklahoma og reyna að geta sér til um þær leiðir sem hvirfilbyljirn- ir fara þegar þeir myndast. Bill Paxton og Helen Hunt eru hæfilega hressileg í hlutverkum brjálæðinga númer eitt og tvö, aðrir leikarar standa sig ágætlega og enginn illa. í aðalhlutverkinu eru þó tæknibrell- urnar sem ganga bara vel upp í þessari mynd. Öfugt við t.d. ID4 er ekki bara verið að monta sig af tölvutækninni heldur eru brellurnar notaðar skynsamlega til að byggja upp spennu og koma yfirþyrmandi ofsa hvirfilbyljanna til skila á skjánum. Hvergi er dauðan punkt að finna hjá hasarsérfræðingnum Jan De Bont og myndin er því fyrirtaks af- þreying. TWISTER. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Jan De Bont. Aðalhlut- verk: Helen Hunt og Bill Paxton. Bandarísk, 1996. Lengd: 108 mín. Öllum leyfð. -PJ The Great White Hype: Sölubrella *★* Hér er Samuel L. Jackson í hlutverki hnefa- leikaumbans Freds Sultans sem hefur núverandi heimsmeistara á sínum snærum. Hann reynir að mjólka hvem dropa úr titli skjólstæðings síns og leyfir honum ekki að berjast við þann eina sem í raun getur ógnað veldi hans en gallinn er að áhugi áhorfenda fer dvínandi og peningamir streyma ekki eins strítt og áður. Fred Sultan grefur því upp eina manninn sem sigrað hefur heimsmeistarann hans í hringnum, rokktónlistarmann nokkum sem aldrei hefur keppt sem atvinnumaður en rotaði núverandi heimsmeistara þegar þeir voru báðir áhugamenn. Svo heppilega vill til að hann er hvítur sem reynist gullnáma fyrir peningamennina á bak við bardagann. Mikið er grínast með hræsnina, yfirborðsmennskuna og sölumennskuna í hnefaleikunum og myndin gengur vel upp sem ádeila þótt hún fari stundum aðeins yfir strikið í fíflalátum. Samuel L. Jack- son og Jeff Goldblum eiga að vera aðalstjömumar en það eru hnefaleik- aramir sem stela senunni, þeir Peter Berg og Damon Wayans, í ágætri mynd sem öfugt við flestar amerískar grinmyndir springur ekki á limm- inu í lokin. THE GREAT WHITE HYPE. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Reginald Hudlin. Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson og Jeff Goidblum. Bandarísk, 1996. Lengd: 99 mín. Öllum leyfð. -PJ SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 2 2 Twister ClC-myndbönd Spenna 2 1 4 Nutty Professor ClC-myndbönd Gaman 3 3 3 Timeto Kill Warner myndir Spenna 4 5 3 Multiplicity Skífan Gaman 5 4 5 Eraser Warner myndir Spenna . 6 Ný 1 HBSH Stiptease f Skifan Spenna 7 12 4 Heavens Prisoners Sam-myndbönd Spenna 8 7 3 Island of Dr. Moreau J j Myndform Spenna > Skífan Gaman l 9 9 02 Great White Hype 10 8 11 Fargo ■'- •• i Háskólabíó Spenna 11 16 4 Celtic Pride Sam-myndbönd Gaman 12 tm M i . | m| 11 i 10 Mission: Impossible ClC-myndbönd Spenna 13 ; 10 7 Last Man Standing Myndform Spenna 14 aí : 10 J Truth About Cats and Dogs , Skífan i Gaman 15 14 ; 6 Arrival Háskólabíó Spenna 16 ; 20 7 Powder Sam-myndbönd Drama 17 15 4 ; Stealing Beauty Skífan Drama i8 ; 13 s ; r Eye for an Eye \ 1 f ClC-myndbönd Spenna 19 f Ný i ; Beautiful Girls Skrfan Gaman 20; Ai 6 Blue Juice Háskólabíó Gaman Spennumyndin Twister er komin í fyrsta sæti mynd- bandalistans á annarri viku sinni á listanum en hún fór beint í annað sætið í síðustu viku. Á myndinni sjáum viö hvar aðalsöguhetjurnar halda sér dauða- haldi á meðan hvirfiibylurinn gengur yfir. The Nutty Professor víkur úr fyrsta sætinu en fer þó ekki langt, aðeins niður um eitt sæti. Sömu myndirnar eru í fimm efstu sætum listans og í síðustu viku. Time to Kill er í þriðja sæti iíkt og í síðustu viku en Multiplicity og Eraser skipta um sæti. Multiplicity var í fimmta sæti í síöustu viku en stekkur upp um eitt. Aðeins tvær myndir eru nýjar á topp 20, Stripte- ase, sem fer beint í 6. sæti, og Beautiful Giris sem er í 19. sæti. Twister Bill Paxton, Helen Hunt og Gary Elwes. Veðurfræðingarn- ir Bill og Jo hafa um árabil elst við ský- stróka og eru manna fróðust um þá. Samt sem áður er lítið annað vitað um þessa stróka en að þeim má skipta í fimm kraftstig. Eina færa leiðin til að komast að því í raun hvaðan strókamir fá kraft sinn er að standa inni í miðju þeirra og gera mæl- ingar. Þau Bill og Jo hafa smíðað vél sem ætlað er að gera þessar mælingar en vandamálið er að koma henni inn í einhvern strókinn. The Nutty Professor Eddie Murphy og Jada Pinkett. Hinn góðlegi, bráð- gáfaði og akfeiti erfða- fræðiprófessor dr. Sherman Klump verö- ur umsvifalaust ást- fanginn af hinni fógru Cörlu Purly þegar hún kemur til starfa við há- skólann. Hann gerir sér þó tljótlega grein fyrir því að hann á litla möguleika á að vinna hjarta hennar nema honum takist að ná af sér 200 kílóum. Hann grípur til þess ráðs aö taka inn nýtt fitueyð- andi lyf og eftir einn sopa breytist hann í Buddy Love, hrað- mæltan, stæltan og tág- grannan kvennabósa. A lime to Kill Matthew McConaug- hey og Sandra Bullock. Myndin gerist í Mississippifylki þar sem kynþáttafordóm- ar eru enn rikjandi. Tveir ruddar ræna tíu ára gamalli blökk- ustúlku, nauðga henni og misþyrma svo illi- lega að þeir telja hana látna. Svo er þó ekki og lögreglustjórinn kemst fljótt að því hvaða menn voru að verki og handtekur þá. Faðir stúlkunnar tekur fuilur af heift lögin í sínar hendur og skýtur misindis- mennina til bana. Það kemur í hlut lögfræð- ingsins Brigance að verja gjörðir fóðurins. Michael Keaton og Andie Macdowell Doug er einn af þessum mönnum sem hafa alltof mikið að gera og því er ekki að neita að hann er að sligast undan álaginu. En þetta breytist þeg- ar Doug hittir erföa- fræðinginn dr. Owen Leeds sem fundið hef- ur upp aðferð tft að búa til „afrit“ af fólki. Hann býr til Doug og skyndilega er hann laus allra mála í vinn- unni, „afritið" sér um þann þátt hins daglega lífs. Þungu fargi er þar með létt af Doug og ekki líður á löngu uns hann fær sér annað af- rit til að sinna heimil- isstörfúnum og krökk- unum. Eraser A. Schwarzenegger og Vanessa Williams Leyniþjónustumað- urinn John Kruger, sem hefur þann starfa að halda hlifiskildi yfir mikilvægum vitnum alríkislögreglunnar, hefur fengið það verk- efni að vemda fegurð- ardísina Lee sem er eina vitnið í máli gegn öflugum glæpamönn- um sem eru við það aö ná valdi á hættulegu gjöreyðingarvopni. Kruger er leiddur í gildru og látið líta svo út sem hann sé svikari. Hann þarf því ekki að- eins að vemda vitnið heldur þarf hann aö vemda sjálfan sig fyrir eigin mönnum og sanna sakleysi sitt fyr- ir yfirmönnum sinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.