Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Blaðsíða 4
j£9**f< 18 nlist >#*>¦»- X- FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997 ~k ~k ~\i Island ... -plöturogdiskar: ^^"^-^^^ ,^--~ j 1. (1 ) Potthélt7 Ýmsir * 2. (1) Romeo & Juliet ( Úr kvikmynd 1 3. ( 2 | Pop U2 * 4. ( S ) Sloosh Skunk Anansie , S. ( 3 ) Evita Úr kvikmynd j| 6. ( 9 ) Spice Spice Girls > 7. (12) SpaceJaro Úr kvikmynd » 8. (11) Blur Blur m 9. (7 ) Tragic Kingdom No Doubi § 10. ( 6 ) Falling into You Celina Dion 9 11. (Al) Uve Secret Samadhi »12. (Al) Homework Daft Punk • 13.(14) Fólkerlill Botnieoja »14. (Al) Strumpastuð Strumparnir i15. (10) Boatmans Call Nick Cave » 16. (20) í Alftageroi ÁlftageroisbrseAur ffr 17. (-) Lœf á Dubliners Papar , 18. (15) Grammy Nominees 1997 Ymsir • 19. (Al) Coming Up Suede 120. (Al| Earthling David Bowie London — líig — I 1.(1) Believe 1 Can Fly R. Kelly 1 2. (-) Song2 Blur i 3. (- ) The Saint Otbitul í 4. ( 7 ) Belissime DJ Quicksilver f S. (-) Ready or Not The Course i 6. (3 ) Don't Speak No Doubt 1 7. (-) You Might Need Somebody Shola Ama 8. ( - ) Mfeo Kavana 9. (-)Lazy Suede 10. (-) Halo Texas New York ......___.._____ —IQQ— „-_„-«-_~~ I 1.(1) Con't Nobody llnld Me Down Puff Daddy 1 7. ( 3 ) You Were Meant for Me Jewel , 3. (2 ) Wannabe Spice Girls 4. (5) ForYoulWill Monica 5. ( 4 ) All By Myself Celine Dion 6. (10) IWantYou Savage Garden 7.(6) InMyBed Dru llill 8.(7) IIIBe Fbxy Brown 9. ( 9 ) Un-Break My Heart Toni Braxton 10. (8 ) Everytime 1 Close My Eyes Babyface Bretland — plötur og liiskar — 1. (-) Oig Your Own Hole The Chemicel Brothers 2. (1) Spice Spice Giris 3. ( 2) 10 WetWetWet 4. ( 9) Whfte on Blonde Texas 5. ( 3) Tragic Kingdom No Ooubt 6. ( 41 Lisa Stansfield Lisa Stansfield 7. ( 5) Blue is the Colour Tbe Beautiful Soutb 8. ( 6) Everything Must Go Manic Streel Preachers 9. ( 7 ) Glow Reef 10. (-) Blur Blur \Bandaríkin —*—— plötur og diskar --. 1. (1 ) Ufe After Death The Notorious B.I.G. 2. (3 ) Spice Spice Girls 3.(4) Space Jum Soundtrack 4. ( 2 ) Falling Into You Celine Dion 5. ( 8 ) Bringing Down the Horse The Wallflowers ; 6. (6 ) Pieces of You Jewel |..'{7) Selena Soundtrack 8. ( 5 ) Nine Lives AerosmHh : 9. ( 9 ) Unchained Melody/The Early... Leann Rimes 10. (10) Tragic Kingdom 1 ii NoDoubt .. Rúmlega ár er liðið síðan platan Falling into You með kanadísku söngkonunni Celina Dion kom út. Eigi að síður er platan ennþá meðal hinna efstu á vinsældalistum víða um heim, var til dæmis í tíunda sæti hér á landi í síðustu viku og númer tvö í Bandaríkjunum. Þar í landi hefur platan selst í meira en níu milljón eintökum sem er langbesti árangur söngkonunnar þar til þessa. Og salan hér á landi er orðin slík að innflytjand- inn er farinn að lyfta brúnum. „Við erum búnir að flytja inn og dreifa sjö þús- und og sex hundruð eintökum af Falling into You og eigum eflaust eftir að selja meira," segir Hösk- uldur Höskuldsson, kynningarstjóri hljómplötu- útgáfunnar Spors. „Það þykir frábært að selja fimm þúsund eintök af einum og sama titlinum hér á landi og þegar sjö þúsund eintökunum er náð er það einfaldlega ótrúlegt. Til samanburðar má nefna að sex þúsund eintök seldust af Unplug- ged plötu Erics Claptons og annað eins af Autom- atic for the People með R.E.M. Falling into You slær þeim báðum sem sagt við." Úrvalslið Það þarf kannski engan að undra að Falling into You hafi slegið í gegn eins og raun ber vitni. Kraftaverkafólk úr bandarísku tónlistarlífi var kallað til að vinna að plötunni með Celine Dion. Má þar nefna upptökustjórann og útsetjarann David Foster, Ric Wake, Jim Steinman, manninn á bak við Meat Loaf, lagahöfundinn Diane War- ren og höfundana Aldo Nova, Jean-Jacques Gold- man og Phil Gladston. Og reyndar eru á plötunni nokkur lög eftir síöastnefndu höfundana sem voru búnir að gera það gott á fyrri plötum Celine Dion með frönskum textum þannig að platan er að hluta til úrval af eldra efni. Hljómleikaferð Celine Dion til að fylgja Falling into You eftir hefur að sjálfsögðu ekki skilað beinum áhrifum á íslenskum markaði en víða er- lendis hefur hún vafalaust haft bein áhrif. Hljóm- leikaferðin hófst í mars í fyrra og hún stendur ennþá. Nú slðast var verið að bæta við nokkrum tónleikum í Las Veg- as seint í apríl og fyrirsjáan- legt er að fleiri bæt- ast við í maí. Þá hefur það sjálfsagt haft sitt að segja um vel- gengnina að síðast- liðið haust kom út platan Live A Paris, upptaka frá tón- leikum Celine Dion í París síðla árs 1995. Sú plata hefur þeg- ar selst í um það bil þrettán hundruð þúsund eintökum og er ekki að sjá að hún hafi dregið neitt úr Vinsældir þessarar kanadfsku söng- konu eru ótrúlegar og selst Falling into You f heilu förmunum úti um all- an heim. 1 i 1 m m Celine Dion: Hún gleymir árinu 1996 varla í bráö. vinsældum Falling into You. Á Live A Paris eru aðalleg lög frá hljóðversplötunni D'eux. Fjöldi viðurkenninga Þessi velgengni plötunnar Falling into You hef- ur að sjálfsögðu fært söngkonunni ýmsar vegtyll- ur. Hún hlaut á dögunum tvenn Grammy-verð- laun, fyrir bestu plötu ársins 1996 og bestu poppplötuna. í heimalandinu, Kanada, hlaut Dion fern Juno-verðlaun sem eru ígildi Grammy-verð- launanna þar í landi. Hún var valin söngkona ársins, fékk viðurkenningu fyrir frábæra frammi- stöðu á alþjóðlegum vettvangi, átti metsöluplötu síðasta árs heima sem erlendis og að auki mest seldu plötuna með frönskum textum, það er Live A Paris. Eitt lag af Falling into You var tilnefnt til ósk- arsverðlauna, Because You Loved Me, sem hljóm- ar í myndinni Up Close & Personal. Celine Dion söng það á óskarsverðlaunahátíöinni. Og hún bætti um betur því að hún var fengin til að koma fram í forföllum Natalie Cole og syngja fyrir hana lagið I Finally Found Someone úr myndinni The Mirror Has Two Faces. Af nógu er að taka ef nefna á fieiri viðurkenn- ingar sem Celine Dion hefur hlotnast siðustu vik- urnar þegar hver þjóðin af annarri hefur gert upp síðasta ár. Á írlandi var hún til dæmis valin besta erlenda söngkonan þegar IRMA verðlaunin voru afhent. í Grikklandi eru afhent Popcorn- verðlaun fyrir góðan árangur og Celine Dion hlaut tvö korn að þessu sinni. Grikkir völdu Fall- ing into You bestu plötu síðasta árs og listamann- inn bestu söngkonu ársins. í Suður- Afríku hlaut platan ekki einungis verðlaun sem vinsælasta plata ársins og fyrir að hafa setið flestar vikur í efsta sæti. Hún var jafnframt útnefnd vinsælasta plata allra tíma í landinu! Danir völdu Celine Dion einnig söngkonu ársins og Þjóðverjar kusu hana bestu erlendu söngkonuna. Bretar tilnefndu hana til tvennra Brit-verðlauna, sem bestu er- lendu söngkonuna og, merkilegt nokk, bestu er- lendu hljómsveitina! ÁT Cave dettur í það Nick Cave og Gallon Drunk hafa gert sína útgáfu af laginu The Big Hurt eftir Scott Walker. Lagið á að birtast í glæpamynd- inni Mojo sem á að gerast í nætur- klúbbi á 6. áratugnum. í mynd- inni leika þeir Ewen Bremner, Ian Hart og Harold Pinter. Mynd- in er byggð á samnefndu leikriti Jez Butterworth. Nick Cave hefur frumsamið annaö lag fyrir mynd- ina sem hann flytur með Tim Friese-Greene sem var áður í Talk Talk. Þeir hafa áður unnið saman þegar þeir gerðu tónlist fyrir Bat- man Forever. Kynni Nick Cave og Gallon Drunk ná aftur til 1993 en í Lollapalooza tónleikaferðínni það árið var Gallon Drunk heið- ursmeðlhnur í hljómsveit Nick Cave, The Bad Seeds , Stórslysatónlist Mikið hefur verið fjallað um feigðarför Titanic í fjölmiðlum og nýjasta viðbótin við þetta er laga- safniö Titanic: Music As Heard On The Fateful Voyage. Þar er að flnna 23 nýjar upptökur af þeim lögum sem voru leikin í hinni endaslepptu ferð Titanic yfir Atl- antshafið. Meðal laganna eru Oh, You Beautiful Doll, The Merry Widow Waltz, and Shine On Har- vest Moon. Ýtarlegar upplýsúigar um ferð Titanic fylgja með laga- safninu og þar kemur fram að sjónarvottar halda því fram að síðasta lagið sem hljómsveit skips-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.