Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Blaðsíða 5
iy\r FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997
Eagles hefur tekist aö ná Michael Jackson og slá sölumet Thriller-plötunnar hans.
Hljómsveitin Eagles hefur náð því markmiði sem fáir
hefðu trúað fyrir nokkrum misserum að ætti eftir að
nást. Plata hennar, Their Greatest Hits 1971-1975, hef-
ur náð að jafna sölumet plötunnar Thriller með Michael
Jackson í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hún hefúr nú selst í
24 milijómun eintaka.
Sölumynstur platnanna tveggja voru vitaskuld ólík. Thriller
kom út árið 1982. Tveimur árum seinna voru seld eintök orð-
in tuttugu milijónir. Það tók sex ár að ná einni milljón til við-
bótar. Þremur árum seinna bættist ein við og í september 1994
tilkynntu útgefendumir að tuttugu og fjögurra milljóna mark-
inu væri náð.
Safnplata Eagles kom út 1976. Næsta áratuginn á eftir seld-
Eagles
nær í
Önnur þessra platna er Hotel Califomia sem kom út fyrir 21
ári. Hún hefur selst í fjórtán milijóna upplagi og telst tíunda
vinsælasta plata allra tima ásamt Appetite for Destruction með
Guns N’ Roses sem hefúr selst álíka. Eagles Greatest Hits Vol.
2 er rétt að ná tíu milljóna markinu.
Það kemur Don Henley á óvart að Their Greatest Hits
1971-1977 skuli hafa orðið vinsælli en nokkur önnur plata með
The Eagles. „Lögin á henni era frá þeim tíma þegar við vorum
enn að læra að spila saman,“ segir hann. „Síðar urðum við
miklu betri.“
Slá Jackson við
múmmí
★★★
Older — George Michael:
Platan er fyllilega samboðin fólki sem
kann að meta þægilega hjjómandi og
vel samansettar laglínur. -AT
★★★
Fjall og fjara - Anna Pálína og Að-
alsteinn Ásberg:
Þetta er jassskotin vísnatónlist meö
tangóívafi á köflum; ákaflega einlæg
og stílhrein. Allir textarnir eiga þaö
sameiginlegt aö vera í mjög háum
gæöaflokki, vel samdir og innihaldsrik-
ir. Fjall og fjara er vönduö og góð plata
sem á alla athygli skiliö. -SÞS
★★★
All This Useless Beauty - Elvis
Costello:
Hér er á feröinni ein besta plata
Costellos síöan tmperial Bedroom
kom út 1982. All This Useless Beauty
er í fáum orðum sagt firnasterk plata
þar sem saman fara frábærar laga-
smíðar og flutningur í hæsta gæöa-
flokki,- SÞS
★★★
Mersyfaeast - lan McNabb:
Þaö er sama hvar boriö er niöur,
hvergi er veikan punkt að finna; hvert
lagiö er öðru betra og þetta er besta
rokkplata ársins það sem af er. -SÞS
★★★★
Ledbetter Heights - Kenny Wayne
Shepard:
Kenny Wayne er kornungur, hvítur
strákur sém afsannar þaö aö hvítir
geti ekki leikiö blús enda hlaöa gamlir
blúshundar hann lofi. Tónlistin er rokk-
skotinn gítarblús í anda Stevie Ray
Vaughans og ef hann heldur rétt á
spilunum gæti Kenny Wayne oröiö arf-
taki Stevie Ray. -SÞS
★★★
Lesters Bowie Brass Fantasy-The
FireThis Time:
Rutningurinn spannar marga sb'la og
kynslóöir í djassi. Tónlistin vill stund-
um hljóma dálítiö tómleg í neöri reg-
istrum, þar sem túba gefur ekki sömu
fyllingu og rafmagns- eða kontrabassi,
en þaö venst bærilega. Þaö er nóg af
góðri tónlist hér en þaö er uppáfinn-
ingasamur gleöskapur sem er í fyrir-
rúmi frekar en nákvæmni.-tÞK
ist hún jafnt og þétt. í
desember 1993 vora
eintökin orðin fjórtán
og þá virðist hafa orðið
sprenging. í júní 1995
var búið að selja tutt-
ugu og tvær milljónir
og í síðustu viku var
tilkynnt að tvær millj-
ónir hefðu bæst við
upplagið.
Þessi árangur þykir
með ólíkindum í
bandarísku tónlistar-
lífi. Eagles hætti störf-
um árið 1981 og kom
ekki saman að nýju
fyrr en árið 1994 þegar
hljómsveitinni bauðst
að leika órafinagnað í
MTV. Don Henley,
söngvari og trommu-
leikari Eagles, hafði
orðað það svo um
möguleikana á sam-
vinnu að fyrr frysi í
helvíti. Það þótti því
við hæfi þegar Eagles
hljóðritaði sina fyrstu
plötu eftir að hafa tek-
hæstu
hæðir
ið upp þráðinn að nýju að kalla hana Hell Freezes Over. Sú
plata hefúr þegar selst í sex milljón eintökum.
Ótrúlega seigir
Irving Azoff, útgefandi Eagles, sagði í viðtali við bandaríska
blaöið Washington Post á dögunum að engan hefði órað fyrir
því til skamms tíma að hljómsveitin ætti eför að ná því marki
að jafiia sölumet Michaels Jacksons. „Ég er samt ekkert óskap-
lega hissa,“ sagði útgefandinn. „Eagles á ótrúlega mikið fylgi
sem sést til dæmis á fjöldanum sem kemur á tónleika. Þá vill
svo til að hljómsveitin á tvær af tíu mest seldu plötunum fyrr
og síðar þannig að það gat greinilega allt gerst.“
Sérfræöingar í plötusölu segja að Eagles eigi á næstxmni eft-
ir að ná enn hærra en Michael Jackson. Plötur hans seljast lítt
um þessar mundir af ýmsum ástæðum og sýna samanburðar-
tölur að Greatest Hits plata Eagles hefúr selst þrisvar sinnum
betur en ThriUer siðustu sex árin. Hins vegar er aðra sögu að
segja utan Bandaríkjanna. Þar viröist Michael Jackson eiga
fjölmarga fylgjendur og jafnvel enn fleiri en hljómsveitin Eag-
les. Þegar plötusala í heiminum öllum er saman reiknuð hefúr
ThriUer selst í 46 milljónum eintaka en Eagles vantar svo sem
tvær til þrjár milljónir til að halda í við Jackson á heimsmæli-
kvEæða.
Jackson rær að því öllum árum að breyta ímynd sinni og
hressa upp á vinsældimar. Eagles hefúr heldur ekki lagt árar
í bát. Don Henley segir hugmyndir um nýja hljóðversplötu á
viðræðustigi og sömuleiðis aðra hljómleikaferð. Henley ætlar
hins vegar ekki að snúa sér að málefnum Eagles fyrr en hann
hefúr lokið við einherjaplötu sem verður hin fyrsta síðan The
End of the Innocence kom út árið 1989.
Skyldi einhver plata eiga eftir að ylja Thriller og Their
Greatest Hits undir uggrnn á næstunni? Ekki telja sérfræðing-
ar að svo sé. Þriðja vinsælasta plata allra tíma í Bandaríkj-
unum er Rumours með Fleetwood Mac. Hún á enn eftir að selj-
ast í sjö milljón eintökum til að ná hinum tveimur. Reyndar
ætlar Fleetwood Mac-fólkið, sem hljóðritaði Rumours á sínum
tíma, að koma saman í sumar, hljóðrita nýja plötu og fara í
hljómleikaferð til að halda upp á tuttugu ára afinæli metsölu-
plötunnar sinnar. En þótt björtustu vonir Fleetwood Mac ræt-
ist um viðtökur þykir harla ólíklegt aö þær verði slíkar að
Rumours eigi eftir að bæta við sig sjö milljónum á næstu miss-
eram.
Söngvari Screaming Trees, Mark Lanegan, var sýknaður af dómstóli í San
Fransisco en var handtekinn í skuggalegu hverfi í San Fransisco í lok síðasta
mánaðar fyrir að vera með fíkniefni
í fórum sínum. Lögregluþjónar sáu
rokkarann láta mann nokkum fa
1400 krónur fyrir torkennilegt hvítt
duft í litlum plastpoka. Þegar efiia-
fræðingar lögreglunnar athuguðu
efiiið kom í ljós að ekki var um fíkni-
efiú ræða. „Viðskiptavinur“ Laneg-
ans var hins vegar handtekinn og
fundinn sekur fyrir að hafa tæki til
neyslu eiturlyfia í fórum sínum.
Screaming Trees era ekki byrjaðir
á að vinna að næstu plötu sinni en
trommuleikari sveitarinnar er mjög
upptekinn við að vinna með þeim
Peter Buck úr R.E.M. og Mike McCr-
eady úr Pearl Jam. Þeir félagar era
saman í hljómsveitinni Tuatara sem
er nú á leiðinni í fyrstu tónleikaferö
sína um Bandaríkin.
Ahrifamiklir
tónlistarmenn
Trent Reznor (aðalsprautan í rokksveitinni Nine Inch Nails) og upp-
tökustjórinn frægi, Babyface, þykja meðal 25 áhrifamestu í Bandaríkjun-
um samkvæmt upptalningu timaritsins Time sem kom út á mánudag.
Meðal þeirra á listanum era þau Madeline Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna og Colin Powell, fyrrverandi yfirmaður herráðs Banda-
ríkjanna.
Lollapalooza og H.O.R.D.E.
taka á sig mynd
Það er nú farið að skýrast hverjir spila á bandarísku risatónleikaferð-
unum Lollapalooza og H.O.R.D.E. Ljóst er að Tool, Kom, Prodigy, Snoop
Doggy Dogg, Tricky, og Jon Spencer Blues Explosion munu spila á
Lollapalooza sem mun standa frá miðjum júni til semni hluta agústmán-
aðar. Staðfest er að Primus, Morphine, Big Head Todd & the Monsters,
Widespread Panic, og Ani DiFranco munu leika á H.O.R.D.E. Beck og
Kula Shaker munu hugsanlega slást i hópiim.
Stjörnugjöf
tónlistargagnrýnenda
Óútgáfuhæf
★ Slæm
Slök
★★ í meðallagi
★★* Sæmileg
★★★ Góö
★★★-<, Frábær
★★★★ Meistaraverk