Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Blaðsíða 7
+ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997 21 inu sögum jiddíska sagna- skáldsins Sholom Al- eichhem og var handritið unnið af Joseph Stein. Tónlistin er eftir Jerry Bock og söngtextar eftir Sheldon Harnick. var þá sýndur átta ár í röð. Tæp 30 ár eru síð- Meyjaskemman í Nýja tónlistarskólanum Óperettan Meyjaskemman verður frumsýnd á sunnudaginn en undanfarnar vikur hafa nem- endur Nýja tónlistarskólans æft hana af kappi. Meyjaskemman er eftir A.M. Willner og Heinz Rehert en tónlistin er eftir Franz Schubert. í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu hans og er þess minnst með ýmsum hætti hér í borginni allt þetta ár. Meyjaskemman var fyrst frumsýnd í Vínarborg árið 1916 við mikinn fögnuð áhorfenda en litla hrifningu gagnrýnenda. Hér á landi var hún fyrst sýnd í Iðnó árið 1934. Iðnó setti hana upp aft- ur 1939, Leikfélag Akureyrar sýndi hana 1954, Leikfélag Vest- mannaeyja 1972 og Þjóðleikhúsið 1982. Franz Schubert er ein af að- alpersónum verksins og voru flestar persónur þess til, eins og t.a.m. vinir hans, Schober, Kupewieser, Schwind og Vogl, þó efnið sé ekki byggt á raun- Milli 30 og 40 nemendur Nýja tónlistarskólans taka þátt í uppfærslu skól- ans á Meyjaskemmunni eftir Franz Schubert. DV-mynd Hilmar Þór verulegum atburðum að öðru leyti. Milli 30 og 40 manns taka þátt í þessari uppfærslu og er reynt að vanda til hennar eins og kost- ur er. Átján manna hljómsveit skólans sér um undirleikinn undir stjórn Ragnars Björnsson- ar. Leikmynd gerir Jón Þórisson og leiksrjóri er Saga Jónsdóttir. Sýnt verður í húsnæði skólans að Grensásvegi 4. Judith Ganz í Lista- safni Kópavogs A sunnudagskvöldið, kl. 20.30, verða tónleikar í Listasafni Kópa- vogs þar sem Judith Ganz, banda- rísk söngkona, og Jónas Ingimund- arson flytja fjölþætta efnisskrá, m.a. fjölda íslenskra einsöngslaga. Judith Ganz hélt hér tónleika í september síðastliðnum þar sem hún söng m.a. nokkur íslensk lög með eftirtektarverðum hætti. Hún er nú komin til landsins í þriðja sinn til að kynna sér sönglögin, þessa arfleifð okkar, og skrifa um þau greinar í bandarísk blöð. Hún hefur á tónleikum sínum að undan- förnu vakið afhygli á íslenskum lög- um með því að fiytja þau og segir þau hvarvetna fá góðar viðtökur og vekja athygli. Hún var einsöngvari á vortónleikum Fóstbræðra nú í vor en þessir tónleikar hennar í Lista- safni Kðpavogs verða þeir einu að þessu sinni því hún heldur af landi brott í lok mánaðarins. jm píanó og selló íódúett tónlist-;tið sér matón-jpnum. Sa flutt ð „Ein en" úr vlozart, i og pi-tata nr. C-dúr, a. nr. 4 D-dúr, numer eglegri T Danfel Þorsteinsson píanóleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari íialda tónleika f Ger&ubergi á sunnudaginn. Judith Ganz syngur m.a. íslensk einsöngslög í Listasafni Kópavogs á sunnudagskvöldið. Bræðurnir Ljónshjarta í Norræna húsinu A sunnudaginn, kl. 14, verður kvik- mýndin Bræðurnir Ljónshjarta sýnd í Norræna húsinu. Bræðurnir Karl og Jóhann lenda báðir eftir stutta lífdaga í Kirsuberja- dalnum í landinu Nangijala þar sem tími ævintýranna og varðeldanna ræður ríkjum. En hinu ljúfa lífi í Kirsuberjadalnum er ógnað því að hinn grimmi riddari Þengill ræður ríkjum í Þyrnirósadalnum. Hugrökku bræðurnir ráðast gegn hinum illa Þengli og svörtu riddurunum hans. Kvikmyndin er byggð á sögu eftir Astrid Lindgren. Sýningin tekur rúma eina og hálfa klst. og er með sænsku tali. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. %n helgina SÝNINGAR Ásmundarsafh, Sigtúni. Nú stendur yfir sýning á verkum eftir Hallstein Sigurðsson. Sýningin verður opin kl. 13-16 dagiega fram til 5. mai. Gallerí, Ingólfsstrætl 8. Sýning á verkum eftir Þorvald Þorsteinsson stendur til 27. apríl. Opiö fím.-sud. kl. 14-18. Gallerí Fold, Rauðarárstíg. Sýning á verkum Daða Guöbjörnssonar i baksal Gallerí Foldar. GaÚeríið er opið dag- lega frá kl. 10-18, laugard. frá kl. 10-17 og sunnud. frá kl. 14-17. Gallerl Regnbogans, Hverfisgötu 54. Nú stendur yfir sýning á verkum Sig- urðar örlygssonar. Sýningin er opin virka daga frá kl. 16-24 og frá kl. 14-24 um helgar. Galleri Sýnirými. í Gallerí Sýniboxi: Morten Kildevæld Larsen; í Galleri Barmi: Stefán Jónsson, berandi er Yean Fee Quay; Gallerí Hlust: Halldór Björn Runólfsson og „The Paper Dolls"; i Galleri 20 m2: Guðrún Hjartardóttir. Gallerl Sævars Karls, Bankastræti 9.1 dag fóstudaginn 18. april kl. 16 opn- ar Sesselja Björnsdóttir sýningu á verkum sínum. Gerðuberg. Sýning á verkum eftir Magnús Tómasson stendur til 26. maí. Sýningin er opin fimmtud. til sunnud. frá kl. 14-18. Hafharborg. Laugardaginn 19. april verður opnuð nýstárleg samsýning tólf velþekktra íslenskra listamanna undir heitinu Sparistellið. Sýningin mun standa til 19. maí. Sýning á málverkum og teikningum eftir Jón Thor Gíslason. Opið alla daga nema þriðjudaga frá 12-18 fram tíl 28. april. Þýsk/norska listakonan Barbara Vogler er með sýn- ingu á teikningum í kaflístofu Hafnar- borgar. Opið virka daga frá kl. 9-18 en kl. 11-18 um helgar fram til 28. april. Kai'íí-Lefol ii og Húsiö á Eyrarbakka. Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir mynd- listarmaöur er með sýningu til aprfll- oka. Kaffi-Lefolii er opið M. 20-23.30, um helgar frá kl. 14-23.30. Kjarvalsslaðir. . Sýning á verkum eftir bandaríska lista- manninn Larrys Bells stendur til 11. maí. Opið daglega kl. 10-18. KjarvaL Lifandi land. Listacafé, Listhúsi, Laugardal. Magdalena Margrét Kjartansdóttir sýn- ir verk sín. Listasafh ASÍ, Ásmundarsalur, Freyjugötu 41. Sýning á verkum Krisýáns Steingrims. Opið þriðjud. lil sunnud. kl. 14-18. Listasafh Islands, Bergstaðastrætt 74. Safn Ásgríms Jónssonar, vatnslita- myndir, febrúar-mai. Safnið er opið um helgar, kl. 13.30-16. Listasafh Kópavogs, Gerðarsafh, Hamraborg 4.Sýning á verkum Helgu Einarsdóttur listmálara i Vestursal, Gréta Mjöll Bjarnadóttir er með sýn- ingu á neðri hæð og Sveinn Björnsson listmálari sýnir í austursal. Sýningarn- ar stenda til 27. april. Opiö afla daga nema mánud. frá 12-18. Listasafh Sigurjóhs Ólafssonar, Laugarnesi. Sérstök skólasýning með völdum verkum eftir Siguijón. Opiö lau. og sun. kl. 14 og 17 og eftir sam- komulagi. Listhús 39, Strandgötu 39, Hafhar- firði. Nú stendur yfir sýning Einars Unnsteinssonar þar sem verða til sýnis veggskápar af ýmsum gerðum. Sýning- in stendur til 27. apríl. Opið mán.-fbs. kl. 10-18 lau. kl. 12-18 og sud. kl. 14-18. I.isthúsiö f Laugardal, Engjateigl 17. Verk eftir Sjöfh Har. Ópið virka daga kl. 13-18 og lau. kl. 11-14. Listþjónustan, Hverfisgötu 105. Opið afla daga nema mán. frá kl. 12-18 og um helgar frá kl. 14-18. Mokka kal'fi, Skólavörðustfg 3 !s- lenski karlmaðurinn. Sýning 30 sjálf- boðaliða stendur til 5. maí. Norræna lnisið. Laugardaginn 19. apríl kl. 15 verður opnuð sýning i sýningarsölum Norræna hússins á málverkum eftir finnska myndlistarmanninn Antti Linnovaara. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-19 og henni lýkur sunnudag- inn 11. mai. Nú stendur yfir sýning á verkum eftir 7 norska myndlistarmenn í anddyri Norræna hússins. Sýningin verður opin daglega kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 12-17 og henni lýkur 11. mai. Nýlistasafhið við Vatnsstfg Sýningar Sólveigar Eggertsdóttur og Guðrúnar Einarsdóttur standa til 26. apríl. Opið daglega nema mánudaga frá 14-18. Portmyndir, sýning tólf listamanna I portum við Laugaveg'og Bankastræti stendur til 3. mat Leiöarkort fást 1 verslunum yið Laugaveg. SJónarhöU, Hverfisgötu 12. Sýning á verkuní eftir Magnús Tómasson stend- ur tfl 27. aprfl. Opið fim.-sun. kl. 14-18. Skruggusteinn, Hamraborg 20 a, Kópavogi. Rannveig Jónsdóttir sýnir teikningar til 25. arpfl. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-16. Tehúsið f Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3. Síðasta sýningarhelgi á skulpt- úrverkum Ragnhildar Stefánsdðttur myndhöggvara. Opið á laugardögum milli 14 og 17. Undir pari, Smiðjustfg 3. Ráöhildur Ingadóttir opnar verslun I sýningar- rýminu fdstudaginn 11. aprfl kl. 20. Verslunin verður opin frá kl. 20-23 fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Sýningin stendur í tvær helgar eða til 19. april. Úrbanla, Laugavegi 37. Sýning á verkum eftir Steingrim Eyfiörð til 20. april. önnur hæð, Laugavegi 37. Sýning á verkum Eyborgar Guðmundsd. er opin á miö. frá 14-18. Eden, Hveragerði. Myndlistarsýning á nýjum og nýlegum akrýlmyndum eftir Hannes Scheving. Sýningin stendur yfir frá 8. til 21. apr- II. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.