Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Side 5
MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1997 Fréttir 5 NSX-AV90 nú aðeins kr. aiuia Víkingaskipið íslendingur er nú í reglubundnum skoöunarferöum með 11 ára skóiabörn af Reykjavíkursvæðinu. Það olli nokkrum töfum á úthaldi skipsins að Siglingastofnun krafðist þess aö um borð væri salerni og renn- andi vatn. Nú hefur því verið kippt í liðinn en það er óneitanlega lýti á skip- inu að búið er að reisa skýli með aöstöðunni. Skipið er byggt að nákvæmri fyrirmynd Gaukstaöaskipsins sem var í drift um 960. Ekki er Ijóst með hvaða hætti sjómenn (jeirra tíma leystu sín salernismál en líklegt er aö borðstokk- urinn hafi nýst þeim sem kiósettseta. Hér má sjá börn úr Ártúnsskóla him- inlifandi við upphaf siglingar. DV-mynd ÞÖK Æsumálið: Bresku kafar- arnir ráðnir „Það er komin heimild til að hefj- ast handa við undirbúning köfunar. Við höfum þegar gert ráðstafinir til að sú vinna hefjist,“ segir Ragnhild- ur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Samgönguráðuneytið og fjármála- ráðuneytiö hafa samþykkt að ráða kafara frá breska fyrirtækinu Seaw- ork til að kafa ofan í skelbátinn Æsu sem liggur á botni Arnarfjarð- ar. Gert er ráð fyrir að kafaramir komi til landsins eftir 10 daga. Heildarkostnaður við verkefnið er tæpar níu milljónir króna. Kolbrún Sverrisdóttir, ekkja skip- stjórans á Æsu og dóttir stýri- mannsins sem barist hefur fyrir því að farið verði ofan í skipið til að leita að líkum eiginmanns síns og föður og finna skýringar á því hvað hafi gerst, segir niðurstöðuna vera ákveðinn létti. „Það er viss léttir að vita af þvi að lausn er í sjónmáli. Þetta hefúr kost- að okkur aðstandendur gífurlega vinnu að fá þessu framgengt og bið- in eftir úrslitum málins hefur verið mjög erfið. Ég vonast til þess að menn bregðist fyrr við næst þegar og ef sjóslys her að höndurn," segir Kolbrún. -rt Hæstiréttur dæmir Kristin Jónsson í 8 mánaöa fangelsi: Framfleytti sér á svikum með hross Viðhaldsstöð Flugleiða: Hagkvæmast aö fram- kvæma stórskoðanir hér DV; Suðumesjum: „Við erum að meta tilboð sem við höfum fengið í að láta gera stórskoð- anir á tveimur vélum okkar. Frumat- hugun bendir til þess að það sé hag- kvæmast fyrir okkur sjálfa að fram- kvæma þá skoðun hér heima. Það er ánægjulegt að vita að við erum fylli- lega samkeppnisfærir bæði í verði og tíma,“ sagði Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Flugleiða, við DV. Um er að ræða umfangsmestu skoð- un, D-skoðun, á tveimur flugvélum Flugleiða. Skoðun þessi er fram- kvæmd eftir 22 þúsund flugtíma, það er á 7-6 ára fresti. Að sögn Guðmund- ar hafa þeir alltaf framkvæmt sjálfir ársskoðanir á vélum sínum og yrði þessi skoðun þá sú fyrsta sem er fram- kvæmd á vélum Flugleiða sem verða 8 ára á þessu ári. Guðmundur segir að reiknað sé með því að þeir fram- kvæmi verkið sjálfir í viðhaldsstöð fé- lagsins á Keflavíkurflugvelli á hausti komanda. Reiknað er með að hvor skoðun taki fast að mánuði. -ÆMK Hæstiréttur hefur dæmt Kristin Jónsson, tæplega fertugan Kópa- vogsbúa, í átta mánaða fangelsi fyr- ir ítrekuð fiársvik á árunum 1991-1994. I dómsniðurstöðunni felst að sakborningurinn framfleytti sér að verulegu leyti á ýmsum svik- um sem komu niður á fiölda ein- staklinga, m.a. vegna viðskipta með hross og bíla. Hluti af ítrekuðum brotum Kristins var allt að 5 ára gamall en þau vora fymd þar sem löggæslukerfið hafði ekki náð að af- greiða þau tímanlega til dómstóla. Dæmi um svik Kristins voru þau að í febrúar 1994 keypti hann fimm hross af ábúendum sveitabæjar í Húnavatnssýslu. Hann sendi flutn- ingabíl norður eftir hrossunum og lét tvo víxla fylgja með. Sambýlis- kona hans og önnur kona vora út- gefendur en hann sjálfur var sam- þykkjandi á þeim báðum. Kristinn fékk hrossin síðan send, seldi þau og notaði andvirði þeirra til fram- færslu. Kristinn hafði svipaðan hátt á við kaup á þremur hrossmn af tveimur aðilum og kaupum á fiór- um bílum af jafnmörgum aðilum. Kristinn kom eignunum ávallt í verð en stóð aldrei skil á greiðslu víxlanna. Kristinn var jafnframt dæmdur fyrir fiársvik með því að hafa svik- ið málningarvörur út hjá fyrirtæk- inu Málningu hf. upp á 401 þúsund krónur. Hann kvaðst hafa notað helming af andvirði málningarinn- ar sem hann seldi til að framfleyta sér. -Ótt 0I0I0 TUTTUGUÞUSUNDKRONA LÁTTUR 100+100+25+25W RMS magnari Dolby PRO-LOGIC heimabíómagnari Segulvarðir hátalarar Fullkomið Karaoke kerfi Tónjafnari m/Rock-Popp-Classic Super T-bassi Tvöfalt segulband 3 diska geislaspilari Tengi fyrir auka bassahátaiara DSP hljómkerfi Þessum hljómtækjum fylgja 5 hátalarar, sem tryggja fullkominn bíó-hljóm. Awards Fullkomin fjarstýring BBE hljómkerfi Stafrænt útvarp m/32 stöðva minni AIWA NSX-AV901 voru valin bestu hbimabíó'' hljómtækín 1996 ArmúlR 38.• Sinii 553,1133 (tH" ' %■ Hún valdi skartgrípi frá Silfurbúðinni SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfærðu gjöfina -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.