Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1997 v Heimildir og ekki heimildir Frystir í nótt „Þú ert ekki fyrsti maðurinn sem þykist hafa góðar heimildir fyrir því. Ég hef ekki heimildir fyrir því svo ég get ekkert um það sagt.“ Jón Baldvin Hannibalsson, spurður hvort hann verði sendiherra í Washington, í Al- þýðublaðinu. Ummæli Eins og kindur að koma af fjalli „Þið hafið sjálfsagt öll ykkar ástæðu fyrir að búa þarna og týnast í mannhafinu, fljóta með eins og kindur sem koma af fjalli á haustin, allar eins að sjá, móð- ar og jarmandi hávaðasamar." Jóhanna Halldórsdóttir um Reykvíkinga, í Degi-Tímanum. Línudans og jenka „í fljótu bragði minnir línu- dansinn ameríski furðu mikið á jenkað finnska sem aídrei tókst að búa til æði úr þrátt fyrir samstillt átak skólayfirvalda og hljómsveit- ar Ragnars Bjarnasonar." Guðmundur Andri Thorsson rrthöfundur, í Alþýðublaðinu. 990 mh lægð er á miili Jan Mayen og Noregs og fer austur en 1035 mb hæð yfir Grænlandi þok- ast suðaustur. í dag verður stinningskaldi og sums staðar allhvasst sunnan og aust- an lands en mun hægari norðvestan til í fyrstu. í kvöld og nótt lægir um ailt land. Skýjað verður og sums stað- ar él á Norðaustur- og Austurlandi fram eftir kvöldi en annars bjart víð- ast hvar. Hiti verður 2 til 8 stig að deg- inum, hlýjast sunn- anlands, en í nótt frystir viðast hvar. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustankaldi en stinningskaldi á stöku stað í fyrstu og léttskýjað og lægir í kvöld og nótt. Hiti verður 3 til 7 stig en vægt frost í nótt. Sólarlag i Reykjavík: 21.20 Sólarupprás á morgun: 5.31 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.04 Árdegisflóð á morgun: 6.12 Veðrið í dag Veöriö kl. 12 á hádegi í gœr: Akureyri úrkoma í grennd 0 léttskýjaó 4 úrkoma í grennd -1 heióskírt 2 Akurnes Bergstaðir Bolungarvík Egilsstaóir Keflavikurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Helsinki úrkoma i grennd 0 léttskýjaö léttskýjað alskýjað léttskýjað rykmistur úrkoma í grennd Kaupmannah. úrkoma í grennd Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca París Róm New York Orlando Nuuk Vin Washington Winnipeg skýjað snjóél rigning hálfskýjað 2 6 -1 3 3 4 7 6 5 7 7 súld 13 skýjaö 4 hálfskýjað 8 léttskýjaö 10 skýjaó 7 skýjaö 8 snjóél 7 skýjaö 16 alskýjað 18 léttskýjaö 10 alskýjaó 15 skýjað 7 heiöskírt 13 léttskýjaó 3 alskýjað 3 hálfskýjaó 8 léttskýjað 0 Gwen Torrence er ein af þeim frjálsíþrótta- stjörnum sem sett hafa mik- inn svip á síö- ustu heims- meistaramót. Heimsmeistara- mót í frjálsum íþróttum Heimsmeistaramót í ftjálsum iþróttum hafa yfirleitt fallið í skuggann af Ólympíuleikum en undanfarin ár hafa þau þó verið að öðlast meiri og meiri virðingu. Fyrsta heimsmeistaramótið var haldið í Helsinki í Finnlandi 1983 svo ekki eru þau mörg mótin sem haldin hafa verið. Sá íþróttamað- ur sem hefúr unnið flest gullverð- laun er Carl Lewis sem var ósigr- andi í spretthlaupum og lang- stökki um árabil og hefur hann Blessuð veröldin unnið til sex gullverðlauna og tveggja siifurverðlauna. Þess má geta að Carl Lewis hefur einnig hlotið sex guilverðlaun á Ólymp- íuleikum. Jóhann Rúnar Kristjánsson, höfundur upplýsingahandbókar fyrir sjómenn: Borðtennis á vel við mig DV, Suðurnesjum: „Hugmyndin að upplýsingahand- bók sjómanna var alltaf fyrir hendi en það vantaði einhvem til að fram- kvæma hana. Áður var ég að finna mér eitthvað tii að gera þegar ég vaknaði á morgnana. Ég er mjög ánægður með viðtökumar sem hand- bókin hefur fengiö," sagði Keflvíking- urinn Jóhann Rúnar Kristjánsson sem lamaðist frá brjósti og niður úr eftir mótorhjólaslys í Sandgerði 3. maí fyrir þremur árum. Jóhann hefur fengið góðar viðtök- ur við bók sinni og hefúr gefið út tæp- lega 100 handbækur sem hafa farið í báta. Sex sjómannafélög víðs vegar um landið hafa fengið bækur og fjölg- ar þeim jafnt og þétt. Jóhann raðar Maður dagsins inn í möppuna, sem hann hefúr sjálf- ur hannað, meðal annars lögum og reglum sem varða sjómeim, öllum gögnum um lífeyrissjóði, kjarasamn- inga, yfirliti yfir fiskverð og svo ýmsu efhi sem tengist einstökum fé- lögum. Jóhann hefur gaman af að gefa út bókina og það sem hann fær fyrir hverja bók hefúr farið í kostnað. En Jóhann hefúr meira að gera en gefa út handbók. Hann hefur náð undraverðum ár- angri í borðtennis. Hann er nýkominn úr ferð til Svíþjóðar þar sem hann gerði sér lítið fyrir og lenti í 4. sæti á Norðurlandamóti fatlaðra í borðtenn- is. Jóhann byrjaði að æfa borðtennis í desember sl. og þeg- ar það fréttist voru menn afar hissa. Glæsilegur árangur Jóhanns í mótinu varð til þess að hann mun keppa á Evrópumeistara- mótinu í borðtennis fatlaðra í haust. „Það er alveg frábært að stunda borð- tennis og á vel við mig. Ég hef mikinn áhuga en er enn á byijunarstigi og á mikið ólært. Ég æfi einnig körfubolta og er búinn að gera það í 2 ár. Þetta er farin að verða nokkur alvara hjá manni. Ég æfi 9 sinnum í viku báðar íþróttimar. Þetta gefur mér mikla hreyfingu og fæmi í stólnum. Þá er gott félagslega að stunda iþróttimar." Jóhann lætur fötlun sina lítt hafa áhrif á sig þegar kemur að áhugamál- unum. Hann hefúr gaman af að ferðast innan- og utanlands og útivera heiilar hann. „Ég fór nýlega í vélsleðaferð með vini mínum og djöflaðist á sleðanum í tvo tíma, var einn á sleðanum sem var alveg stór- kostlegt og ofboðslega gaman. Mér fannst ég taka stórt skref að vita aö þetta væri hægt og það gaf mér aukið sjálfstraust." Jóhann á sér lifsmottó: „Ég er sátt- ur við að fá að draga andann og vakna á morgnana og fara fram úr og allt annað er ágóði. Mér liður vel í dag. Ég var áður fyrr eins og í smáhelli en eygði samt birtu. Það er alltaf að verða bjartara og hlutim- ir famir að skýrast. Ég er farinn að finna mig aftur.“ Jóhann, sem er 23 ára, á eina yngri systur sem er 19 ára. Þá á Jóhann yndislega kærustu, írisi Dögg Sæmundsdóttur. Foreldrar Jó- hanns era Kristján Gunnarsson, for- maður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, og Guðrún Jóhannsdótt- ir. -ÆMK Jóhann Rúnar Kristjánsson. Elstu og yngstu heims- methafamir Elsti íþróttamaðurinn sem sett hefur heimsmet í frjálsum iþrótt- um eftir að reglur IÁAF tóku gildi var Marina Styepanova (fædd Ma- keyeva 1. maí 1950 í Rússlandi). Hún var 36 ára þegar hún setti heimsmet í 400 metra hlaupi, 52,94 sekúndur, í Tashkent 17. septem- ber 1986. Yngsti maðurinn sem sett hefur heimsmet er Wang Yan (fæddur 9. apríl 1971 i Kína). Hún var 14 ára þegar hún setti met í 5 kílómetra göngu, 21 mín. og 33,8 sek., í Jian í Kína 9. mars 1986. Flest met á einum degi Jesse Owens setti sex heimsmet á 45 mínútum í Ann Arbor í Michigan 25. maí 1939. Hann hljóp 100 yarda á 9,4 sek., stökk 8,13 í langstökki, hljóp 220 yarda (200 m) á 20,3 sek. og hljóp 220 yarda grindahlaup (200 m) á 22,6 sek. Myndgátan Eftirlaunaréttur Myndgátan hér aö ofan lýsir lýsingarorði. Daði Guðbjörnsson á sýningu sinni. Eitt verka hans í bakgrunninum. Leitað í lind litanna Sýning Daða Guðbjömssonar á vatnslitamyndum, sem undanfarið hefur staðið yfir í Gallerí Fold við Rauðarárstíg, hefur verið fram- lengd og stendur hún út þessa viku, eða til 27. apríl. Sýningima Sýningar nefnir listamaðurinn Leitað í lind litanna. í kynningarhomi galleris- ins em ljósmyndir frá Jökullóninu á Breiðamerkursandi eftir Klaus Kretzer. Sesselja sýnir í Gall- eríi Sævars Karls Sesselja Bjömsdóttir opnaði sýningu í Galleríi Sævars Karls á föstudaginn. Sesselja hóf nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1980. Var í námi í Ecole Beaux Arts í Toulouse, Frakklandi, 1980-1981. Stundaði nám í kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1981-1984 og í málunardeild í sama skóla 1985 og útskrifaðist 1989. Hún hefúr haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum heima og erlendis. Gall- erí Sævars Karls er opið á verslun- artíma. Bridge í síðasta mánuði lést á 86. ald- ursári Bandaríkjamaðurinn Alfred Sheinwold, einhver frægasti spilari og bridgebókahöfundur allra tíma. Sheinwold var borinn og barnfædd- ur í Bretlandi en fluttist á árinu 1933 til Bandaríkjanna. Hér er eitt spil í minningu hans þar sem hann fer á kostum sem sagnhafi. Norður gjafari og AV á hættu: * G8653 * 1074 * K93 * 108 * 94 * K * 10764 * G96532 * ÁD1072 * 983 * G2 * ÁK4 Norður Austur Suður Vestur pass pass 1 4 dobl pass 2 * pass 2 * 2 * pass pass 3 * 3 * pass 4 4 p/h Þessi samningur var ekki gæfu- legur en lélega samninga er oft hægt að bæta með frábærri spila- mennsku. Vestur hóf vömina á því að spila út laufdrottningu sem Sheinwold drap á ás og spilaði tígli. Vestur stakk upp ás og spilaði laufsjöu. Allt í einu gat Sheinwold byggt upp haldbæra mynd af spilum AV. Vestur átti sennilega 2 lauf og sennilega 6 hjörtu miðað við þróun sagna. Líklegt var einnig að austur ætti beran kónginn úr því vestur kom ekki út með hjarta. Sheinwold ákvað að gera einnig ráð fyrir spaðakóngnum berrössuðum í vest- ur. Næsta skref var því að leggja niður spaðaás, siðan spaðadrottn- ingu og trompa lauf. Síðan var tígul- kóngurinn tekinn, tíguU trompaður heim og lágu hjarta spilað að blind- um. Vestur var grunlaus um hætt- una, setti gosann og austur átti slag- inn á kónginn. Hann átti ekkert eft- ir nema spil í láglitum og varð að spila upp í tvöfalda eyðu. ísak Örn Sigurðsson * K * ÁDG652 * ÁD85 * D7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.