Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 Ársreikningar Reykjavíkurborgar 1996: Engin raunhækkun skulda - segir borgarstjóri - sjónhverfingar, segir Vilhjálmur Þ. „Ég er mjög ánægö með útkom- una á síðasta ári. Hún sýnir að við erum á réttri leið. Engin raunhækk- un skulda varð á árinu og við höf- um náð að halda rekstrarútgjöldum í jafnvægi. Reksturinn hefur ekki veriö að þenjast út eins og honum hætti til að gera á árum áður þegar sjálfstæðismenn voru við stjóm,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um ársreikninga borg- arinnar sem kynntir voru í fyrra- dag. Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt reikningana óspart. „Þetta era hreinar sjónhverfing- ar. Við gagnrýnum það að strikað hafi verið með einu pennastriki yfir skuldir borgarsjóðs til Malbiks og grjótnáms upp á 700 milijónir þegar fyrirtækið var gert að hluta- félagi. Með því móti felur borgin þá skuldaaukningu sem varð til hjá fyrirtækinu. Hefði borgin borgað þessa skuld væri staðan mun verri en Reykjavíkurlistinn vill sýna,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, um ársreikninga Reykjavíkurborg- ar 1996 sem kynntir voru í fyrra- dag. Pólitískt bragð Aðspurð um þessa gagnrýni segir Ingibjörg Sólrún hana vera hreint pólitískt bragði af hálfu sjálfstæðis- manna, bragð sem sé hugsað til þess að sýna stöðu borgarsjóðs verri en hún er. Ekkert sé óeðlilegt við það að fyrirtæki sem gert sé að hlutafé- lagi byrji með hreint borð. Vilhjálmur segir að svipuð bók- haldsbrefla muni eiga sér stað á þessu ári. Þá ætli borgin að selja sjálfri sér hluta af leiguíbúðum borgarinnar fyrir um 800 milljónir. Stofnaö hafi verið hlutafé um leigu- reksturinn sem verði algerlega í eigu borgarinnar. Félagið kaupi hluta íbúðanna, féð renni í borgar- sjóð en hlutafélagið, sem sé í eigu borgarinnar, greiði síðan af skuld- inni. „Þetta eru svipaðar sjónhverf- ingar og gerðust á árinu 1996. Reikningar borgarinnar og fyrir- tækjanna era eðlilega aðskildir en þegar samstæðureikningamir eru skoðaðir kemur hið sanna í ljós, nefnilega það að staðan hefur versnað um 1.100 til 1.200 milljón- ir.“ Þetta segir Vilhjálmur að hafi gerst á sama tíma og álögur hafi aukist á borgarbúa, t.d. með hol- ræsagjaldinu. „í bókunum hafa sjálfstæðismenn verið að bera saman hluti sem era álíka skyldir og epli og appelsínur,“ segir Ingibjörg Sólrún. -sv Fjöldi fólks fylgdist meö sjónvarpsstjörnum ABC-stöðvarinnar í gær: stuttar fréttir Umfangsmikil útsending - spjöldum veifaö til bandarískra áhorfenda frá íslandi Hópur fólks var saman kominn við Reykjavíkurtjöm kl. 11 í gær- morgun til að fylgjast með útsend- ingu bandarísku sjónvarpsstöðvar- innar ABC á morgunþættinum Good Moming America. Stór hluti þeirra sem fylgdust með var Banda- ríkjamenn sem búsettir eru á ís- landi. Margir þeirra veifuðu spjöld- um með áletruðum skilaboðum til ættingja og vina heima. Einnig voru á staðnum forvitnir íslendingar og fjölmennt tækni- og tökulið. Veður var svalt og talsvert rok en sjón- varpsfólk og áhorfendur létu það ekki á sig fá og virtust skemmta sér konunglega. Þetta er viöamesta sjónvarpsút- sending sem héðan hefur verið send frá upphafi. Búast má við að um 20 milljónir áhorfenda hafi séð hana. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í desember. Einkum var sent út frá þremur stöðum: Tjöminni, Austurvelli og Bláa lóninu. -VÁ Fólk veifaði til áhorfenda í Bandaríkjunum og reyndi að koma skiiaboðum til vina og ættingja. DV-mynd S Skemmtilegasti viðkomustaðurinn - segir einn af stjórnendum þáttarins Spencer Christian, einn stjórnenda þáttarins Good Morning America, og stúlkan Mandy sögðu að fallegt ísl væri á Islandi. DV-mynd S Blaðamanni DV tókst að ná tali af tveimur af stjórnend- um þáttarins milli anna. Hér á mynd- inni má sjá Spencer Christian og Mandy. Þau sögðust hafa komið til landsins á fímmtudagsmorgun, rétt fyrir kl. níu. Spencer segist vera frá Virginíu og Mandy frá Texas en bæði starfa þau í New York. „Mér finnst frá- bært héma og ein- staklega fallegt. ís- land er langskemmti- legasti viðkomustað- urinn á ferð okkar um Norðurlöndin. Því miður getum við ekkert stoppað í þetta skipti en ég á öragglega eftir að koma hingað aftur,“ segir Mandy. Hún spurði blaðamann og ljósmyndara DV hvort þeir kynnu glímu því hana langaði mikið til að læra hana. Þeir gátu því miður ekki uppfyllt þær óskir hennar. -VÁ Heilmikil dagskrá var i Bláa lóninu kringum útsendingu ABC. Þar var m.a. tískusýning og að sjálfsögðu var lækningamáttur lónsins rækilega tíundað- ur. Hér má sjá einn af stjórnendum þáttarins á taii við Þórólf Þórlindsson prófessor. DV-mynd Ægir Már Opin kerfi hæst Tölvu- og hugbúnaðarfyrir- tækið Opin kerfi átti hæsta til- boð í hlut ríkisins, Reykjvíkur- borgar og Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Skýrsluvélum ríkisins. Opin kerfl buðu rúm- lega 161 mflljón króna en nafii- virði bréfanna var 102 milljón- ir. 80% af áætlun Landsvirkjun opnaði í gær tilboð í vélar og rafbúnað Sult- artangavirkjunar. Lægsta til- boð átti Sultzer Hydro. Tilboð- ið nam 80% af kostnaöaráætl- un. Ráðherra segi af sér Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður vill að Guð- mundur Bjamason umhverf- isráðherra segi af sér ráð- herradómi. Ráðherrá hyggst ekki veröa við ósk þing- mannsins. Uppgjör Guðrúnar P. Lokið er fullnaðaruppgjöri vegna framboðs Guðrúnar Pét- ursdóttur til forseta Islands sl. sumar. Útgjöld vora 12,7 miflj- ónir, greidd með framlögum fjölmargra. Skuld um liðin ára- mót, 258.562 kr., er að fullu greidd. Umönnunarbætur Heilbrigðisráöherra á von á því að frumvarp um umönnun- arbætur vegna langveikra og fatlaðra bama verði að lögum á þessu þingi. Samkvæmt því eru bæturnar ekki skertar þótt þjónusta sé þegin utan heimil- is. RÚV greindi frá. Flóttamenn til Hornafjarðar Flóttamenn sem hingað koma í sumar frá fyrrum Júgóslaviu eru velkomnir til Hornafjarðar. Bæjarstjóm Hornafjarðar hefur sótt um það til félagsmálaráðuneytis- ins aö taka á móti flóttamönn- unum. Skagstrendingar vilja lika taka á móti fólkinu. -sv Þú getur svarað þessari spurningu meö því aö hringja í slma 9041600. 39,90 kr. mtnútan J6 1 Nel m v rödd FOLKSINS 904 1600 Á að herða refsingar gegn ofbeldismönnum? Á Austurvellí hitti blaðamaður DV fyrlr Lisu England en eiginmaður hennar starfar í herstöðinni á Keflavíkurvelli. Lisa er frá Kaliforníu og segist una sér vel við hið svala loftslag hér. Þau hjónin kunna af- skaplega vel við sig á íslandi og hafa ferð- ast talsvert um landið. Þær Lisa og Tanya Dazel, sem er hér í fríi fram í nóvember, fylgdust ásamt fjölda annarra með útsend- ingu Good Morning America á Austurvelii. Þær voru mjög sáttar við útsendinguna og höfðu gaman af að sjá sjónvarpsstjörnurn- ar í eigin persónu. Hér á myndinni er Lisa England með dóttur sína, Cynthiu, og Tanya Dazel með son sinn, Jacob. -VÁ/DV-mynd S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.