Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Qupperneq 6
LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 JLlV lönd stuttar fréttir NATO samþykkir Sextán aöildarríki NATO hafa lagt blessun sína yfir samkomu- lagið sem framkvæmdastjórinn, Javier Solana, geröi viö Rússa um framtíðarsamskiptin fyrr í vik- unni. Nóbel til vansa Carlos Belo, biskup á Austur- Tímor, sagöi í kvöldverðarboði í Algarve í Portú- gal i fyrrakvöld að frá því hann fékk friðarverð- laun Nóbels í fyrra hefði ástand mannréttinda- mála í heimaland- inu versnað. Handtökum hefur fjölgað og pynt- ingar aukist. Atvinnuleysi eins Atvinnuleysi innan Evrópu- sambandsríkjanna var 10,9 pró- sent að meöaltali í mars, óbreytt frá fyrra mánuði. Alls eru því rúmlega 18 milljónir Evrópubúa án vinnu. Skylda aö kjósa Rafsanjani íransforseti sagði löndum sínum í gær að það væri skylda allra að fara á kjörstaö í forsetakosningunum í næstu viku, jafnvel þeirra sem væru á móti Úerkastjóminni. Engin fingraför Fingraför Timothys McVeighs, sakbomingsins í Oklahoma- sprengjumálinu, em ekki á mörg- um helstu sönnunargögnunum í málinu, að því er vitni stjórn- valda sagði. Hugaö aö El Nino Veðurfræðingar kanna nú hvort óvenjumikill sjávarhiti i Kyrrahafinu hafi getið af sér veðrakerfiö E1 Nino, sem gjaman veldur mikilli röskun á veðurlagi á vesturhveli jarðar. Annaö einvígi Garrí Kasparov, heimsmeistari í skák, hefur mikinn áhuga á að hefna harma sinna og tefla aftur við skáktölvuna Dimmblá fyrir árslok. Tölvan sigraði í einvígi þeirra um daginn. Kohl á niöurleiö Stuðningur Þjóðverja við stjóm Helmuts Kohls kanslara fer enn minnkandi. Sam- kvæmt könnun fyrir ZDF sjón- varpsstöðina telja 62 prósent þýskra að stjómin standi sig illa, fleiri en nokkru sinni fyrr. Þá hafa persónu- vinsældir Kohls minnkað líka. Kannski íkveikja Hugsanlegt er talið að eldsvoð- inn í Ermarsundsgöngunum i nóvember hafi verið af völdum íkveikju, að sögn franskra heim- ildarmanna. Reuter Sumarsveifla á bensínverði Bensínverð er í nokkurri upp- sveiflu um þessar mundir og tala menn um sumarsveiflu í því sam- hengi. Sumarleyfi eru að hefjast víða í Evrópu og þá eykst þörfín fyr- ir bensínið til mikilla muna. Verða á 95 oktana bensíni fór úr 204 doll- urum tonnið í síðustu viku í 211 dollara á funmtudag. Hækkunin á 98 oktana bensíni nam 7 dollurum á tonnið, verðið fór úr 208 dollurum tonnið í 215. Hráolían stendur meira í stað en þó má merkja einhverja hækkun þar líka. Milli vikna varð hækkun á hluta- bréfum í Wall Street og í Evrópu, örlítil lækkun varð í Tokyo en hækkun í Hong Kong. FTSE 100 vísitalan i London var hærri fyrr í vikunni en lækkaði vegna spákaupmennsku í tengslum við væntanlegan fund bandaríska seðlabankans. -sv Mobutu, forseti Saírs, dró sig í hlé í gær: Laumaðist burt úr höfuðborginni Mobutu Sese Seko, fársjúkur for- seti Saírs, dró sig í hlé í gær og laumaðist burt úr höfuðborginni Kinshasa til frumskógarhallar sinn- ar í Gbadolite, fæðingarþorpi sínu í norðurhluta landsins. í yfirlýsingu sem ríkisstjórn landsins sendi frá sér sagði að hún færi nú með öll völd en Mobutu héldi þó enn forsetanafn- bótinni. „Mobutu markskálkur yfirgaf höf- uðborgina á fóstudag og lét stjórn- inni um að marka stefnuna, í sam- ræmi við stjórnarskrá landsins," sagði í yfirlýsingu stjómarinnar sem talsmaður hennar, Kin-Kiey Mul- umba, las upp. Miklar vangaveltur voru þegar uppi um að Mobutu væri á leið í útlegð. Bandarísk stjórnvöld sögðu að brottför Mobutus gerði kleift að binda enda á borgarastriðið í Saír á friðsamlegan hátt. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Madeleine Albright sögðu það for- gangsatriði að valdaskiptin færu friðsamlega fram og að lýðræðislegt stjórnarfar tæki við. Suður-Afríkumenn, sem hafa ver- ið að reyna að miðla málum milli Mobutus og uppreisnarmanna Laurents Kabilas, lýstu yfir undrun sinni á yfirlýsingu stjómarinnar þar sem hún væri ekki í neinu sam- ræmi við þær tillögur sem liggja fyrir til lausnar borgarastríðinu. Suður-afrískir milligöngumenn eru enn að bíða eftir svari Mobutus við tillögum um hreina og beina afsögn hans. Kabila sneri aftur til höfuðstöðva sinna i Lubumbashi i gær og boðaði þegar til fundar með „stjórn" sinni. Kabila hefur krafist afsagnar Mobut- us en á fundi með Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, féllst hann á að veita Mobutu frest til mánudags. Vestrænn stjórnarerindreki í Ma- rokkó sagði í gær að Mobutu væri væntanlegur þangað innan tveggja sólarhringa og að þar ætlaði hann að dvelja í útlegð. Mobutu er að láta reisa sér glæsihús þar í landi. Reuter íbúar Kinshasa, höfuðborgar Saírs, fögnuðu mjög þegar fréttist að Mobutu forseti hefði yfirgefið borgina í gær. Bú- ist er við að Mobutu fari í útlegð á næstu dögum. Símamynd Reuter Tony Blair réttir fram sáttahönd á Norður-írlandi: Býður viðræður embættis- manna við fulltrúa Sinn Fein Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, bauð í gær viðræður milli breskra embættismanna og Sinn Fein, pólitisks arms írska lýð- veldishersins (IRA), án þess að krafa yrði gerð um formlegt vopna- hlé af hálfu IRA. Blair lagði til þessa málamiðlun í ferð sinni til Norður-írlands í gær, hinni fyrstu frá því Verkamanna- flokkur hans sigraði í kosningunum á Bretlandi þann 1. maí. Með þessu vill Blair leggja sitt af mörkum til að leysa þann rembihnút sem frið- arferlið á Norður-írlandi er komið í. „Ég er reiðubúinn að leyfa emb- ættismönnum að hitta fulltrúa Sinn Fein, að því gefnu að atburðir hér og annars staðar komi ekki í veg fyrir það,“ sagði Blair í ræðu sem hann hélt á landbúnaðarsýningu í Belfast. Ríkisstjórnir Bretlands, írlands og Bandaríkjanna höfðu lagt blátt bann við öllum samskiptum við Sinn Fein frá þvi IRA rauf sautján mánaða gamalt vopnahlé sitt í febr- úar 1996. Blair ítrekaði hins vegar þá kröfu ríkisstjórnanna þriggja að IRA verði að lýsa yfir algjöru vopnahléi til að geta tekið þátt í friðarviðræðunum í Belfast sem heíjast aftur 3. júní. Hann sagði að þetta væri síðasta tækifæri Sinn Fein til að vera með. „Samningalestin er að leggja af stað. Ég vil fá ykkur um borð. Lest- in fer af stað hvað sem tautar og raular og ég leyfi henni ekki að bíða eftir ykkur. Þið getið ekki haldið friðarferlinu í gíslingu lengur," sagði Blair. Búist er við svari Gerrys Adams, leiðtoga Sinn Fein, á morgun. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis J New York 7500 Dow Jones m 6500 6000 7286,98 F M A M r London 4800 rr>sE íoorsæaw 4600 / 4400 4200 4000 3800 4681,2 F M A M 3500 DAX-40 n 3400 3300 Ar 3100 3000 3562,11 M A M Tokyo 2100 Nikkel 2000 1900 » í 1800 1700 1600 20056,31 • o 1 : M A M Hong Kong 1400 Hang Seng 1350 / 1300' íf 1250 \ ^ 1200 1150 vr 1100 14041,90 F M A M S mm í Kaffi Bensín 95 okt. j j Bensín 98 okt. 1 1 Hraolia */5 ' tunnap 19,39 A M Hague gæti bjargað breska íhaldsflokknum William Hague, fyrrum ráð- herra málefna Wales í stjóm Johns Majors, gæti reynst bjargvættur breska íhalds- flokksins, ef marka má orð eins keppi- nauta hans um leiðtogasæti flokksins. Stephen Dorrell, einn sex- menninganna sem keppa um leiðtogasætið, sagði í gær að hann sjálfur og Hague væm einu mennirnir sem gætu unn- ið bug á klofningi innan flokks- Þingmenn íhaldsflokksins ; greiða atkvæði um eftirmann : Majors í næsta mánuði. Hague | er talinn eiga mesta möguleika | en að sama skapi er Dorrell i ekki spáð góðu gengi. Rússneskir embættismenn telji fram Borís Jeltsín Rússlandsforseti ? hefur gripið til nýrra vopna í baráttunni við spillingu í land- inu. Hann undirritaði í gær til- skipun þess efnis að háttsettir | embættismenn telji fram tekjur | sínar og eigur á hverju ári. For- setinn sjálfur verður þar engin undantekning. | Á sama tíma og Jeltsín skýrði j frá þessu í útvarpsávarpi til þjóðarinnar, lagði saksóknari hersins fram spillingarákærur á hendur Konstantín Kóbets að- | stoöarvarnannálaráðherra. S Kóbets var eitt sinn náinn i bandamaður forsetans. Bandarísk að- stoð við ísrael jafnvel minnkuð | Madeleine Albright, utanrík- j isráðherra Bandaríkjanna, | ræddi friðarhorfur í Mið-Aust- urlöndum við ísraelskan starfs- Ibróður sinn, David Lcvy. í Was- hington í gær. Á sama tíma eru teikn á lofti um aö Bandaríkja- menn hyggi skera niður aðstoð sína við Ísraelsríki og auka hlut Jórdaníu. Albright sagöi fréttamönnum að bandarísk stjórnvöld vildu verðlauna Jórdani fyrir friðar- ■ viðleitni þeirra og hún neitaði I ekki að féð kynni að verða tek- ið af hefðbundnu myndarlegu | árlegu framlagi til ísraels. ísraelska útvarpið sagði á fimmtudag að Dennis Ross, | sendimaður Bandaríkjastjóm- 1 ar, hefði rætt hugsanlegan 50 milljón dollara niðurskurð við i ísraelska embættismenn. IKaradzic ræður enn öllu á bak við tjöldin Radovan Karadzic, fyrram j leiðtogi Bosníu-Serba, er enn aðalmaðurinn á bak við tjöldin í serbneska lýð- ‘ ■ veldinu í Bosn- ■ íu, þótt hann j gegni ekki neinu opinberu ; embætti og sé jj eftirlýstur 1 stríðsglæpa- : maður. „Hann togar enn í alla spotta, hann heldur enn fundi meö leiðtogum Bosníu-Serba,“ segir Michael Steiner, næstæðsti | maður SÞ i Bosníu. Steiner og aðrir stjórnarer- indrekar segja að þessi fyrrum i geðlæknir og nótar hans, sem skipulögðu þjóðernishreinsan- I irnar í stríðinu, torveldi eins og Iþeir geti að Dayton-friðarsam- komulagið sé virt. Reuter mmæmMmmi!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.