Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Síða 10
LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997
Bðtal
Fríða ásamt fjórum barna sinna, Silvíu, bráðum þrettán ára, Styrmi, sautján ára, Söru, fimm ára, og þeim litla, Sigurbirni, þriggja og hálfs árs. Á myndina vantar Steinar en hann er í Þýskalandi.
DV-myndir BG
Eiginkona Sigurbjörns Bárðarsonar sigraði hann í meistaramóti:
Með hestamennskuna í blóðinu
Fríða H. Steinarsdóttir vakti at-
hygli um síðustu helgi þegar hún
sigraði í meistaraflokki í tölti og 1.
flokki í fjórgangi hjá Fáki. Hún er
eiginkona hestamannsins knáa Sig-
urbjöms Bárðarsonar og bar meðal
annars sigurorð af honum á mótinu.
„Sigurbjöm varð ekkert tapsár
þótt ég ynni hann. Hann
samgleðst yfírleitt þeim
sem gengur vel,“ segir
Fríða.
Fríða var þekkt kapp-
reiðakona á ámm áður.
Hún keppti aðallega í
stökki en hætti því þegar
börnunum fór að fjölga.
Hún og Sigurbjörn eiga
saman fimm böm á aldrin-
um 20 til 3ja og hálfs árs.
Fríða hefur mikinn áhuga
á að halda áfram að keppa í
sumar. Það er miklu auðveld-
ara nú en áður þar sem bömin
eru orðin eldri.
„Börnin leika sér saman og
hjóla í hesthúsunum. Þau hafa
einnig mjög gaman af því að fara á
hestamannamót en eru ekki dregin
þangað nauðug viljug,“ segir Fríða.
Fríða sér um bókhaldið fyrir fyr-
irtæki sitt og Sigurbjöms. Þau sjá
um útflutning á hrossum og mark-
aðssetja íslenska hestinn. Bömin
eru 20, 17, 12, 5 og 3% árs. Að sögn
Fríðu eru þau öll rauðhærð en það
hafa þau frá pabba sínum. Hestaá-
hugann drukku þau í sig með móð-
urmjólkinni.
„Ég hef alltaf haft hestamennsk-
una í blóðinu. Ég byrjaði snemma
að fara að heiman í Fák: Ég var al-
ger plága þar. Þeir muna eftir
mér gömlu hesta-
DV
Sara
Ustir sínar
iBe\ðh öW>nn'íVrir
■ir viku.
mennirnir en for-
eldrar mínir voru ekki í hestun-
um,“ segir Fríða.
Vann í happdrætti og
keypti hest
Hún eignaðist fyrsta hestinn sinn
tólf ára gömul. Hún vann tvisvar í
happdrætti og keypti hann fyrir
peningana. Fríða hefur samt sem
Hestamennskan er í blóðinu á öilum fjölskyldumeðiimum. DV-myndir BG
áður stundað hestamennsku frá því
hún man eftir sér.
„Við Sigurbjörn kynntumst í
gamla Fák. Mér finnst meiri háttar
að við eigum þetta sameiginlega
áhugamál. Þetta gengi ekki ef
ég hefði ekki áhuga á því sem
hann er að gera. Oft er unnið
allan sólarhringinn. Fólk
hringir á kvöldin til þess að
fá aðstoð við hitt og þetta,“
segir Fríða.
Börnin fengu snemma
hestabakteríuna í blóðið.
Elsti drengurinn starfar
við tamningar og kynn-
ingu á íslenska hestinum
á hestabúgarði í Saar-
brúcken í Þýskalandi.
Hann vann til verð-
launa á landsmóti þeg-
ar hann var yngri.
,m^nd S Næstelsti drengurinn
hefur einnig unnið til
verðlauna. Silvía, sem verður
bráðum þrettán ára, vann til
verðlauna fyrir skömmu en
hún fékk strax áhuga á hest-
um. Hún hífði sig á höndunum
upp á hestinn þegar hún var
aðeins þriggja ára. Hún var
mjög handsterk en mamma
hennar segir að hún hafi fyrst
farið á viljastyrknum einum
saman. Hún klifraði upp á allt
sem hægt var að fara klofvega
yfir, handrið, arma á stólum og
þröskulda, og sagði gobbi
gobbi.
Sara, sem er fimm ára, hélt
eftirminnilega sýningu í Reið-
höllinni fyrir skömmu. Hún er
strax byrjuð að sigra á mótum.
Hún sigraði meira að segja
eldri systur sina í vor.
„Ég byrjaði þegar ég var
fjögurra ára að fara sjálf á hest-
bak. Þetta er mjög gaman og ég
er alltaf í hesthúsinu hjá pabba
og mömmu," segir Sara.
„Ég byrjaði strax að fara
með bömin í hesthúsin. Til að byrja
með fór ég með vagninn og þau
sváfu þar. Aðstaðan okkar er mjög
góð í hesthúsinu þannig að þetta
var ekkert mál,“ segir Fríða.
Að sögn Fríðu vom bömin alltaf
með þeim. Þau fóru fyrst á hestbak
eins til tveggja ára og voru þá fyrir
framan pabba sinn og mömmu. Þau
hafa aldrei farið á leikskóla þar sem
Fríða hefur ekki verið útivinnandi
frá því hún var tvítug.
„Ég hef verið heima og það er
talsvert mikið starf með fimm börn.
Silvía dregur sig á höndunum upp á hestinn að-
eins þriggja ára gömul. DV-mynd EJ
Ég þarf aldrei að hugsa út í hvað ég
eigi að gera í dag. Það ér alltaf nóg
og ég hugsa frekar um hvemig ég
ætli að komast yfir það sem ég þarf
að gera. Ég er mjög fegin því að hafa
fengið að hafa börnin mín svona
mikið hjá mér. Það eru viss forrétt-
indi. Þetta verður svolítið eins og lif
í sveitum - að vísu búum við að
hluta til í sveit. Við eram með hæn-
ur, hunda og flytjum yfirleitt í sveit-
ina á sumrin," segir Fríða.
Hjónin eiga jörðina Oddhól á
Rangárvöllum þar sem þau búa öll
sumur. Þau reka hrossarækt-
ina þar. Meiningin er að flytja
þangað síðar meir þar sem þau
þurfa hvort eð er að fara þang-
að á hverjum degi til þess að
gefa dýrunum.
Hleypti á Lagar-
fljótsbrúnni
Fríða var mjög sigursæl í
hlaupagreinunum hér áður
fyrr. Hún keppti víða um land.
Auk þess hleypti hún á Lagar-
fljótsbrúnni árið 1979. Það var
mjög eftirminnilegt þar sem
rignt hafði mikið og brúin var
mjög sleip. Fríða segist ekki
myndu gera slíka hluti í dag.
„Þetta var mjög gaman en ég
myndi aldrei endurtaka þetta.
Þetta hafði aldrei verið gert
áður en ég lifi á þessu. Þetta er
tími sem kemur aldrei aftur.
Hægt og sígandi duttu hlaupa-
hrossin uppfyrir. Maður
þyngdist með aldrinum og var
ekki eins æskilegur i hlaupin.
Þegar ég var komin með tvö
smáböm gerði ég mér grein
fyrir að þetta væri ekki snið-
ugt. Ábyrgðartilfinningin
jókst. Þeir em yfirleitt mjög
tómir í kollinum þessir
hlaupahestar," segir Fríða.
Að sögn Friðu era það for-
réttindi fyrir börn að geta alist
upp með dýrum og stundað
hestamennsku. Skólinn hefur
tekið fúllt tillit til krakkanna
hennar í sambandi við hest-
ana. Börnin hafa fengið frí
þegar eitthvað er í gangi.
„Þetta er líka þroski og þau
læra einnig ýmislegt í gegnum
hestamennskuna. Það er gott fyrir
þau að umgangast dýrin. Þau læra
að hemja sig. Þau geta ekki látið
saklaust dýrið gjalda þess að þau
séu í vondu skapi,“ segir Fríða.
Fríða byijaði aftur að keppa árið
1990 og sigraði þá í tölti. Hún lenti í
öðru sæti á eftir Sigurbirni í hitti-
fyrra.