Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Page 15
LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 15 Líf og fjör um hvítasunnu. Þessi mynd af ungu og hressu fólki í Húsafelli var tekin nærri tveimur áratugum eftir að unglingar fóru fyrsta sinni að hópast út á land um hvítasunnu til að ,vera í geimi“ með jafnöidrum sínum. DV-mynd GVA Ein af þremur helstu hátíðum kristinna manna er að ganga í garð. Hvítasunnudagur er sam- kvæmt kirkjulegri hefð sjöundi sunnudagur eftir páska og honum fylgir almennt frí landsmanna á mánudegi. Þetta er því „löng“ helgi. Það á við mn þessa hátíðisdaga eins og svo marga aðra að þeir eiga sér ævagamla fyrirmynd. Gyðingar til foma héldu þannig uppskeruhátíð um þetta leyti. Seinna breyttist hátíðin í fógnuð til minningar um þann merkisat- burð þegar drottinn afhenti Móses boðorðin tíu á Sínaí. Kristnir menn minnast þess hins vegar að á hvítasunnunni fengu postulamir yfir sig heilag- an anda. Litið er á þann atburð sem upphaf hinnar kristnu kirkju. Að því er segir í merkri bók Áma Bjömssonar um sögu dag- anna er íslenska nafiiið á þessari kirkjuhátíð þýtt úr fomensku og dregið af hvítrnn klæðum sem borin vom við skím - en á mið- öldum var sérstaklega vinsælt að skíra á hvítasunnu. Nú er þessi helgi hins vegar einkum notuð hér á landi til ferminga. Svört hvítasunna Fyrir þá fiölmörgu sem era frek- ar veraldlega sinnaðir hefúr hvíta- sunnuhelgin þó stundum verið nýtt til annarra hluta - verka sem oft á tíðum hafa vakið mikla hneykslan í þjóðfélaginu. Þetta var líklega mest áberandi á sjöunda áratugmun þegar unglingar tóku upp á því að drífa sig út á land, hópast saman ýmist í Þjórsárdal, á Laugarvatni, í Húsafelli eða við Hreðavatn - svo að vinsælustu staðimir séu nefiidir - og sletta þar rækilega úr klaufunum. Upphaf þessa þáttar í óhefð- bundnu skemmtanalífi unga fólks- ins er gjaman rakið til ársins 1963 - en þá varð hamagangur mikill í Þjórsárdal. Urðu margir til að láta í ljósi opinberlega afdráttarlausa fordæmingu sína á þessu „ung- lingavandamáli". Það hafði þó ekki tilætluð áhrif því árið eftir fjölmennti unga fólk- ið að bóndabænum á Hreðavatni í Borgarfirði til að „vera í geimi“, eins og komist var að orði í bjaða- frásögn eftir hvítasunnuna vorið 1964. Það er líklega ekki síst for- vitnilegt fyrir unga fólkið í dag að rifja upp nokkrar lýsingar fjöl- miðla þess tíma á þeim atburðum sem Vísir kallaði í fyrirsögn „svarta“ hvítasunnu. „Hernema Hreðavatn' Morgunblaðið gekk lengst í um- Qöllun um hvítasunnugeim unga fólksins árið 1964 og lagði tvær síður undir málið. Fyrirsagnirnar gefa tóninn: „Hundrað ölvaðra unglinga her- nema Hreðavatn. Stöðugur lög- regluvörður yfir þeim í nær tvo sólarhringa. Hús og fénaður bænda varinn eins og í stríði." í inngangi fréttarinnar segir um unga fólkið: „Lýður þessi gat ekki framið stórvægileg hervirki, en valt um kófdrukkinn og þeytti flöskum og allskyns óþverra út um allt, svo hvorki mönnum né skepnum er fært að stíga niður fæti nema eiga á hættu að lenda á glerbrotum. Nokkur brögð vora að þvi að unglingamir skemmdu bíla. ... Þá eyðilögðu unglingamir vatnabát með vél og öllu saman og má merkilegt teljast að ekki hlutust meiriháttar slys af.“ „Skítug, rifin og tuskuleg" Blaðamaðurinn ræddi við helstu yfirvöld á staðnum og hafði eftir þeim lýsingu á unga fólkinu: „Þaö vakti sérstaka athygli allra þessara manna að ungling- amir vora illa til fara, skítugir og rifiiir og það þegar er þeir komu á staðinn. Virtist svo sem þeir söfii- uðust þama saman eftir fýrirfram gerðri áætlun og ætluðu að fremja verknaði, sem ekki hentaði spar- fotum.“ Gestgjafinn í Hreðavatnsskála hnykkir enn á þessu: „Fjöldinn var gífurlegur hjá okkur og út- Elías Snæland Jónsson aðstoðamtstjórí gangurinn á unglingunum svo að raun var á að horfa, jafiit strákar sem stelpur vora skítug, riftn og tuskuleg til fara. ... Umgengni þessa fólks um snyrtiherbergi var svo að orð fá ekki lýst, t.d. notaði það handklæðin til að þurrka af skónum sínum og nærfot þess fúndust í salemunum.“ Hann var líka hissa á þvi hvað unga fólkið sem fjölmennti að Hreðavatni hafði mikil fiárráð: „Mest iúröaði mig á vínmagn- inu, sem unglingamir höfðu og peningunum. Enn á mánudags- morgni virtist þá ekki skorta fé, þó draslað hefði verið frá laugar- degi. Ég hitti allmarga unglinga, sem ekki kváðust vera þarna komnir til að standa í illindum, en vildu hins vegar drekka og drasla, „vera í geirni", eins og þeir nefndu það.“ Bóndinn á Hreðavatni sagði unglingana hafa verið allt að sex hundrað og „fúrðulega samvaldir um óþrifnað og sukk.“ Sumir „veltu sér upp úr rauðamýrar- druUu og vora rifiiir og tættir.“ Niðra landi og þjóð Hreðavatnsbónda þótti unga fólkið lítt árennilegt þar sem það hafði komið sér fyrir við fjárhús- in: „Ekki mátti finna að við ung- linga þessa að fara fram á að þeir flyttu sig t.d. frá fjárhúsunum, nema með lögregluaðstoð. Skar- inn kringum þaim, sem yrt var á sagði: „Ef þú hreyfir við honum, komum viö öll, og þá veiztu hvað þú færð“. Það þýddi ekki að banna þeim að berja utan jeppann eða bijóta í honum rúður.“ Yfirmaður lögreglunnar sem kom á staðinn sagðist aldrei hafa séð jafn stóran hóp imglinga þar sem svo margir hefðu verið undir áhrifum víns og bætti við: „Það gegnir fúrðu að svo stór hópur unglinga geti tekið sig upp og spillt helgi friðsams fólks úti um landsbyggðina." Blaðamaöur Vísis var einnig hneysklaður á ferð unglinganna sem hefði þann tilgang „að gefa sér lausan taum í svalli og veita gimdum sínum útrás. Það er erfitt að skilja hver hugsanagang- ur hins unga fólks er, svo mikið er víst, að allt framferði þeirra er aðeins til þess fallið aö niðra þeim sjálfúm, landi þeirra og þjóð.“ Þýðir ekki að banna Athyglisvert er að í þeim um- ræðmn sem urðu um hvítasunnu- geimið á Hreðavatni sýndi sýslu- maðurinn í Borgarfirði líklega mestan skilning á því hversu til- gangslaust væri að taka á málinu með fordæmingu og bönnum: „Æskunni er eðlilegt, að vOja skemmta sér,“ sagði sýslumaður. Það þýðir því ekkert að ætla sér að leysa vandann með banni einu saman. Það gerir einungis illt verra.“ Hann bætti því við að þótt framkoma og umgengni ungling- anna hefði vissulega verið óverj- andi væri ekki „ástæða til þess að örvænta um þessi ungmenni, flest þeirra." Ætli hann hafiækki haft rétt fyrir sér þar. Aðrir gerðu kröfúr um aukna löggæslu og hörku í refsingum. f leiðara eins dagblaðsins sagði aö löggæslan þyrfti að ganga miklu rikara eftir því að ölæði ætti sér ekki stað á almannafæri svo að menn gætu „farið um göturnar óáreittir af drykkjulýð." Aðrir bentu á nauðsyn þess að bjóða unga fólkinu fjölbreyttari aðstöðu til aö skemmta sér. En jafnframt var á það minnt að eftir Þjórsárdalsævintýrið árið á und- an hefði verið skipuð nefnd mætra manna til að koma með til- lögur til úrbóta, en uppskeran verið rýr. Sú kynslóð sem fór út á land til að „vera í geimi" á sjöunda ára- tugnum er nú roskin og ráðsett og telur sig auðvitað hafa efiii á að gagnrýna unglinga samtímans. Fulltrúar þeirrar kynslóðar sitja líka á Alþingi og hafa vafalaust tekið þátt í þeim gjömingi að svipta íjölmennan hóp ungs fólks sjáifræöi um tveggja ára skeið - frá sextán til átján ára aldri. Þar er verið að svipta saklausa unglinga réttindum til þess eins að ná tang- arhaldi á fámennum hópi sem orð- ið hefur fíkniefiium að bráð. Með slíka atburði í huga er hollt að rifja upp liðna atburði og minna á að svokallað unglinga- vandamál er komið hátt á fertugs- aldurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.