Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Page 17
LAUGARDAGUR 17. MAI 1997 t&star ” ■ * Erfingjar Svals skila - góð útkoma stóðhesta í Svíþjóð sér Sænskir stóðhestar fengu góða dóma á stóðhestasýningu í Háringe Slott nýlega. Fulldæmdir voru fjöra- tíu stóðhestar en byggingardæmdir sex fjögurra vetra hestar. Ágúst Sigurðsson, Guðlaugur Antonsson og Guðni Ágústsson dæmdu hestana. Útkoman var mjög góð og virðist rífandi gangur í ræktun í Svíþjóð. Niu stóðhestsefhanna eru undan Sval frá Glæsibæ sem drapst nýlega en dauði hans var mikið áfall fyrir Svia. Fimm hestanna eru undan Atla frá Syðra-Skörðugili sem er í eigu Göran Hággberg en Hággberg var einmitt eigandi Svals. Fjórir hestanna era undan Mekki frá Varmalæk. Fjórtán af fjörutíu hestum fengu hærri aðaleinkunn en 8, þar af sjö hærri einkunn en 8,20. Hæst dæmdi fjögurra vetra hest- urinn er Fákur frá Hásteryd, undan Mekki frá Varmalæk og Busku frá Gerðum, með 8,27 fyrir byggingu, 7,67 fyrir hæfileika og 7,91 í aðalein- kunn. Steini frá Ekastorp, undan Hrekk Hrannarssyni, fékk 7,82 og Solfari frá Wreta, undan Sval frá Glæsibæ, 7,78. Komu til Svíþjóðar í móðurkviði Fimm vetra hestamir eru ótrú- lega efnilegir. Tveir hæst dæmdu hestamir komu í móðurkviði til Svíþjóðar. Askur frá Hákansgárd- en, undan Kveik frá Miðsitju og Ljósbrá frá Akureyri, fékk 7,98 fyrir byggingu og 8,50 fyrir hæfi- leika og 8,29 í aðaleinkunn, en Frami frá Háringe, undan Hektor frá Akureyri og Sprengju frá Ytra Vallholti, 8,09 fyrir byggingu, 8,33 fyrir hæfileika og 8,24 í aðalein- kunn. Sprengja, móðir hans, var fulltrúi íslands sem kynbótahryssa á heims- meistaramótinu í Svíþjóð 1991 og var gengin rúmlega þrjá mánuði með Frama en stóð þó efst í sínum kynbótaflokki. Thór frá Lyraninge, undan Fák frá Sauðárkróki, fékk 8,16, Gladur frá Stallgárden, undan Atla frá Atli frá Syðra-Skörðugili á marga afkomendur í Svíþjóð. Knapi er Peter Hággberg. Sval frá Glæsibæ, fékk 8,24, Thor frá Kalvsvik, undan Hrammi frá Akur- eyri, 8,23, Segull frá Skarði, undan Ófeigi frá Flugumýri, 8,23, Háleggur frá Oskarslundi, undan Anga frá Laugarvatni, 8,21, Toti frá Gategárden, undan Sval frá Glæsi- hæ, 8,19, Hrafn frá Örvik, undan Atla frá Skörðugili, 8,16 og Draum- ur frá Stallgárden, undan Otri frá Sauðárkróki, 8,04. -E.J. Syðra Skörðugili, 8,11, Erro frá Mörtö, undan Sval frá Glæsibæ, 8,07 og Blaer frá Stenhol- men, undan Hrammi frá Akureyri, 8,01. Fákssonur mótsmetshafi Fákur frá Sauðárkróki, sem hefur verið i Svíþjóð um árabil, á nokkur efnileg afkvæmi i Sviþjóð og undan honum er hæst dæmdi sex vetra stóðhesturinn Hrimnir frá Ödmárden. Móðirin er Kylja frá Grímstungu. Hrimnir fékk 7,97 fyrir byggingu, 8,55 fyrir hæfileika og 8,32 í aðaleinkunn. Solfari frá Kvarnbacka, undan VerSa ai sanna ætterni meS blóSflokkun eSa DNA-greiningu Fagráð hrossaræktar ákvað í mars að allir stóðhestar sem mæta í dóm skuli blóðflokkaðir eða DNA- greindir til staðfestingar á ætterni. Fyrr en þessu skilyrði er fullnægt teljist gripir ekki hafa lokið dómi. Margir eigendur stóðhesta eru ekki með það á hreinu hvernig eigi að snúa sér í þessu máli. „Dýralæknar eiga að taka blóð úr hestunum og senda það til dýra- læknaháskólans í Uppsölum í Sví- þjóð,“ segir Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir. „Allir helstu stóðhestar landsins hafa verið blóðflokkaðir undanfarin ár og hefur Sigríður Björnsdóttir dýralæknir haldið utan um skrárn- ar. Hún er í Sviþjóð en kemur i júlí og á að fá niðurstöður úr blóðflokk- uninni. Hún verður með skrárnar á Hólum,“ segir Brynjólfur. Frést hefur af fyrirtæki í Ontario í Kanada sem gerir DNA-greiningar fyrir lítið fé, um 2.000 krónur á hest, og er greiningin öraggari en blóð- flokkun. Þá nægir að senda nokkur hár úr hestinum. -E.J. 8EUROCARD raðgreiöslur TIL ALLT AÐ 36 MÁNAOA Nýjusfu sjónvarps- og myndbandstækin frá Thomson, Telefunken og Samsung Skipholti 1 9 Sími: 552 9800 RAÐGREIÐSLUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.