Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Page 18
■o Hdagur í IJfí_______________________________________________________________________ ' ^ ik Dagur í lífi Árna Ibsen, leikstjóra Að eilífu í Hafnarfjarðarleikhúsinu: LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 JjV Garðinn sting ég upp seinna „Það er mánudagurinn 12. maí. Þrír dagar í frumsýningu á „Að ei- lífu“ í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Vakinn rétt fyrir kl. 8. Átti einhver örstutt orðaskipti við ástkæra eig- inkonu meðan ég var að rembast við að lyfta augnlokunum og hún að drífa sig í vinnuna. Hún var far- in þegar augu mín opnuðust. Fjöl- skyldusamskipti hjá þeim sem starfa í leikhúsi verða yfirleitt heldur fátækleg þegar dregur að frumsýningu. Ég dreg gluggatjöldin frá. Sól- skin, bjart og blítt úti. Dýrðin, dýrðin! Loksins er sumarið að koma. Óuppstunginn kartöflugarð- ur bíður mín á bak við hús. Seinustu styttingar Morgunmatur. Bað, rakstur o.þ.u.l. Sendi því næst leiðrétt lokahandrit að leikritinu með tölvupósti niður í leikhús handa tæknimönnunum. Loksins fá þeir rétt handrit til að keyra sýninguna eftir. Þessi sýning er mjög flókin tæknilega og gerir miklar kröfur til þeirra sem um þau mál véla. Ég lauk við seinustu styttingar rétt fyrir kl. 4 í nótt eftir handritsfúnd með Hilmari Jónssyni leikstjóra. Mættiu- í leikhúsið kl. 9.30. Ótal símtöl varðandi boðsmiða, fjöl- miðlamál, sölumál, þrif og fleira, enda hef ég dregist inn í daglega amstrið við að þjónusta sýning- una. í Hafnarfjarðarleikhúsinu er engin deildaskipting, „samvinna" er lykilorð á öllum póstum og á lokasprettinum hefur höfúndurinn oft eilítið rýmri tíma en aörir. Látlausar hringingar Æfing hefst kl. 10 og þá er farið yfir styttingamar i seinni hluta leikritsins með leikurum og tækni- mönnum. Allir vel sáttir við þær. Merkilegt hvað leikaramir geta enn tekið við breytingum. Hádegis- hlé. Örstutt. Anaði heim til að kanna póstinn og athuga hvort fax- bréf sem ég á von á hefði borist. em mjög til bóta. Það er á þessu stigi, þessum lokadögum æfinga- ferlisins, sem lotning mín fyrir leikurum kemst í hástig. Mér þyk- ir alltaf jafn ótrúlegt að sjá hvem- Gylfason leika. Ég talaði of mikið eins og fýrri daginn. Hlýtur að vera streitumerki. Fór lauslega yfir árangurinn af æfingunni með Hilmari og fleirum Áml Ibsen hefur samiö enn einn gamanleiklnn fyrir Hafnarfjarðarlelkhúsið Irfu. Ekkert fax komið en síminn hringdi látlaust á meðan ég fékk mér brauðsneið og kaffi. Kl. 1 eftir hádegi er seinni hlut- inn æfður, honum rennt og hann þéttur. Lofar góðu. Styttingamar ig menn sigla sýningu í höfn á seinustu kröfhmum þar sem allir em á viðkvæmu tauginni. Viðtal við blaðamann kl. 4 síö- degis ásamt „brúðhjónunum11 sem Þrúður Vilhjálmsdóttir og Halldór Hermóð og Háðvöru. Nú er það Að ei- DV-mynd E.ÓI. en sneri mér svo að „praktísku málunum í framhúsinu", eins og miðasala, anddyri og aðstaöa áhorfenda er kallað. Hafði í huga að skjótast heim til að fá mér kríu fyrir kvöldið en þegar til kom var klukkan orðin 7 þegar mér tókst að sleppa og ekki tími til annars en skipta um fot. Leiðinlegt að vera í akdrullugum gallabuxiun innan um fólk sem kemur til að horfa á æfinguna. Fundur með Sóra Kom aftur í leikhúsið upp úr hálf 8 og þá voru leikarar í óða önn að gera sig klára en áhorfendur þegar teknir að streyma að. Stutt- ur fundur með Sóra framkvæmda- stjóra um allt það sem þyrfti að gera í fyrramálið. Því næst hófst æfingin. Nú reynir á styttingam- ar. Þetta fer vel af stað, menn eru að vanda sig, sýningin er þétt og vel undirbyggð og þess vegna kem- ur ekki að sök þó að vart verði við örlítið hik í þeim atriðum sem við styttum. Það mun allt þéttast aftur á þeim æfingum sem eftir eru. í lok æfingar sýna áhorfendur að þeir kunnu vel að meta það sem þeir sáu og heyrðu. Það er klappað og hrópað og blístrað. Aflir eru sælir og ekki sist viö sem erum að sjá árangur margra mánaða vinnu. Klukkan er ekki orðin 11. Sýning- in hefur styst um heilar 20 mínút- ur frá því fyrir helgi og það getur skipt sköpum. Skopstæling af þessu tagi má ekki verða of löng. Svo sest aflur hópurinn niöur og fer yfir „nótur“ leikstjórans. Það tekur um tvo klukkutíma. Að auki eru aðrir aðstandendur sýningar- innar með nótur og ég er með fá- einar textanótur. Klukkan er að ganga 2 þegar leikaramir komast út úr húsinu en þá setjumst við hin niður og spjöllum áfram. Klukkan rúmlega 3 kemst ég loksins heim en þar er enginn til að tala við, allir í fastasvefni. Legg einn kapal áður en ég fer í rúmið. Kartöflugarðinn sting ég upp um helgina." Finnur þú fimm breytingar? 411 Mundu nú fyrir bflprófið að málmdrasliö sem er fyrir fótunum á þér heitir kúpling, bremsa og bensíngjöf. Nafn:_____________________________________________________________ Heimili:---------------------------------------------------------- Vinningshafar fyrir fjögur hundruðustu og níundu getraun reyndust vera: Ölöf Guðmundsdóttir, Haraldur V. Jónsson, Víðigmnd 10, Lækjartúni 15, 300 Akranes. 510 Hólmavík Myndimar tvær virðast viö fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefúr fimm atriöum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtmn við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkiö umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 411 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.