Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Síða 20
LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 DV
, iffréttaljós
***--------
Heimsmeistarakeppnin í handbolta hefst í Kumamoto í Japan í dag:
Þá er komið að því. í dag verður
flautað til leiks í heimsmeistara-
keppninni í handbolta í Japan, nán-
ar tiltekið í borginni Kumamoto.
Enn á ný vonast þorri þjóðarinnar
til þess að „strákamir okkar“
standi sig og haldi okkur í spennu
og sigurvímu næstu tvær vikumar.
Eftir skellinn á HM á íslandi fyr-
ir tveimur ámm eru væntingamar
þó ekki eins miklar hjá almenningi
og oft áður. Menn eru varari um sig
og lítið fer fyrir spám um verð-
launasæti. Þorbjöm Jensson lands-
liðsþjálfari hefur líka verið hógvær
í yfirlýsingum sínum þótt eflaust
búi hann yfir ákveðnum vænting-
um eins og aðrir.
í síðustu keppni, hér á landi, var
leikið eftir nýju keppnisfyrirkomu-
lagi. Þátttökuþjóöum var fjölgað úr
16 í 24 og tekin upp útsláttarkeppni
frá og með 16 liða úrslitum.
Þetta þýðir að útkoman í riðla-
keppninni, þar sem spilaðir em
fimm leikir, ræður því hver
mótheijinn verður í 16-liða úrslit-
um. Fyrsta sæti í riðlinum þýðir að
spilað er viö lið í fjórða sæti í þeim
næsta, annað sætið þýöir leik gegn
liði í þriðja sæti o.s.frv.
Stórslys ef ísland fer
ekki áfram
ísland er i riðli með Júgóslavíu,
Japan, Litháen, Alsír og Sádi-Arab-
íu. Fjögur lið fara áfram og fyrir-
fram verður að teljast afar líklegt að
ísland verði eitt þeirra. Annað yrði
hreinlega stórslys, enn verra en
harmleikurinn 1995 þegar ísland fór
þó í 16-liða úrslit en steinlá fyrir
Rússum.
í forriðlinum verður hins vegar
ekkert gefiö. Opnunarleikurinn í
dag er gegn Japan, liöi sem ísland á
að sigra í 19 leikjum af hverjum 20.
Nú era Japanar hins vegar gestgjaf-
ar og leggja allt upp úr því að ná
hagstæðum úrslitum í þessum leik.
Þeir líta á hann sem möguleikann á
að ná hagstæðu sæti í riðlinum.
Heimamenn era sýnd veiði en ekki
gefm.
í fyrramálið leikur ísland viö Al-
sir. Aftur er íslenska liöið sigur-
stranglegra en menn mega ekki
gleyma frammistöðu Alsír á íslandi
fyrir tveimur áram. Þá sendu Afr-
íkubúarnir Dani út í kuldann og
stóöu uppi í hárinu á öðrum stór-
þjóðum. Það er ekkert öraggt í þess-
um leik - en samt. Tap þama yröi
gífúrlegt áfall.
Fréttaljós á
laugardegi
Víflir Sigurðsson
íslensku leikmennimir fá fjög-
urra daga hvíld þar til þeir leika viö
Júgóslavíu, sterkasta liðiö í riðlin-
um, á fimmtudagsmorgni. Þar er
einfaldlega á ferö eitt besta hand-
boltalið heims. Júgóslavar era tald-
ir nokkuð öraggir með sigur í þess-
um riðli. Þetta er eini leikurinn þar
sem ísland er talinn veikari aðilinn
og eitt stig eða tvö væra frábær úr-
slit.
Á laugardaginn kemur er spilað
við Litháen. Enn er íslenska liðið
líklegri sigurvegari en þetta er samt
einn af þessum leikjum þar sem allt
getur gerst. Litháar era með sov-
ésku hefðina á bakvið sig og það er
ekki lítið veganesti. Hér gæti verið
um að ræða úrslitaleikinn um ann-
aö sætið í riðlinum.
Loks er leikið við Sádi-Arabíu á
sunnudagsmorgni. Um þann leik
þarf ekki að fjölyrða, allt annað en
stórsigur íslands væri óásættanlegt.
Sextán liða úrslitin eru
happdrætti
Þá er komið að happdrættinu,
sextán liða úrslitunum á þriðju-
dagsmorgninum 27. maí. Þar ræðst
framhaldið. Með tapi er keppninni
lokið hvað ísland varöar, með sigri
væri ísland komið í 8-liða úrslit þar
sem í hönd færa þrír leikir í viðbót.
Með því yrði uppskeran frábær,
hvernig svo sem þessir síðustu leik-
ir færu. ísland yrði aldrei neðar en
í 8. sæti. Besti árangur frá upphafi
er 6. sæti, 1958 og 1986.
Andstæðingamir í 16-liða úrslit-
um koma úr B-riðli. Þar leika Sví-
þjóð, Frakkland, Noregur, Suöur-
Kórea, Ítalía og Argentína.
Leikið við Svía eða
Frakka?
Ef ísland endar í þriðja eöa fjórða
sæti í sínum riðli er næsta víst að
andstæöingurinn yrði Svíþjóð eða
Frakkland. Um möguleikana þar
þarf ekki að hafa mörg orð, þeir era
afskaplega litlir. Annars yrði and-
stæðingurinn Noregur, Suður-Kór-
ea eða Ítalía. ísland á í fullu tré við
allar þessar þjóðir og á að eiga
ágæta möguleika á að fara áfram
gegn hverri þeirra.
Það er þvi árangurinn í riðla-
keppninni sem öflu ræður. Lykill-
inn er að ná öðra sætinu. Reyndar
er það ekki trygging fyrir neinu.
Frakkar eða Svíar gætu tapað
óvænt og lent í þriðja sætinu hinum
megin. Þannig er ekki hægt að
ganga út frá neinu vísu, heppnin
þarf að vera meö í farteskinu.
Raunhæf krafa á hendur íslensku
leikmannanna er sú að þeir nái
öðru sæti í sínum riðli. Eftir það
ræður dagsformið endanlegri út-
komu.
Hægt og hljótt
Undirbúningur íslenska liðsins
hefur verið með nokkuð öðra sniði
en oftast áður fyrir stórmót. „Hægt
og hijótt" er kannski besta lýsingin
á honum. Æfingatímabilið var stutt
og lítiö hefur verið rætt um stefhur
og markmiö. Aðeins að fara til Jap-
ans með bros á vör og gera sitt
besta.
íslenska liðið stóðst erfiða próf-
raun þegar það tryggði sér þátttöku-
réttinn í Japan með því að sigra
Danina tvisvar. Þar hafði það seiglu
og sálfræðilegan styrk sem til
þurfti.
Þungir og þreyttir á
Spáni
Frá þeim tíma hefur ekki verið
mikið spilaö og flestir leikir liðsins
hafa verið slakir. Leikmennimir
vora þungir og þreyttir á Spánar-
mótinu á dögunum og hafa ekki
beint verið að „rúfla yfir“ stórlið
skömmu fyrir stórmót eins og
stundum á árum áður. Leikmenn og
þjálfari virðast hins vegar sann-
færðir um að þetta verði allt í besta
lagi þegar á hólminn er komið. Von-
andi gengur það eftir.
Einu þurfa íslenskir handboltaá-
hugamenn að gera sér grein fyrir
áöur en þeir byrja að fylgjast með
keppninni: ísland er ekki í hópi
stórþjóðanna í handboltanum. Kom-
ist „strákamir okkar" í átta liða úr-
slitin er ekki hægt að biðja um
mikiö meira. Sumar af bestu hand-
boltaþjóðum heims komust ekki
einu sinni til Kumamoto, þar meö
taldir Þjóðverjar og Svisslendingar
sem náöu langt á íslandi fyrir
tveimur árum. íslenska liðið er á
staðnum og gæti með góðum
leikjum og heppni náð langt. Það
yrði mikil uppreisn æra eftir
þungan róður í tvö ár.
Rikuleglaun
(yiir rótfasta ást
- bls. 136
Nash Airflyte:
Baðker á hvolfi
- bls. 24
IMlSliéljlÍIWM
MXmvnKiltlillMilifit
líft( lelt nltiisniinnslns
Ki»M|iimmi»«S»iilttóll?
fciHrtei mlrte: Mll» til IIM ilBlrtl
teÍWr»:BMHinnlH
I .KH M-f nnHWtMI
Hesturínn ralnn:
Aðeins tll I elnu ointaki
-Ml.1l
KrtiraiMI»Mlitli)MMiu
*<n hs s3 Huui nm mei mMt
tuitWnjilM
Mtltl itUíteliB
hw -htflrt Hn inmr
n«rátei« n*i«iErti(
Viteirttirt (tjt «<ill)v|.*l
Sl'itts I tól««
HnnniMhn
A!«tiji»tía||líW%treU»
litiltrtt rl» ttnlHfltM) iMHitilrtn
IM«K!l|t|ii!IIM«tii<u
IHrtfltKitttra
rwiWiteitsrtte*
CHltetiln
rti ívrtfrtre ut if)it|titiiv
rturtMnn *« Mrtt
wunmtiirti!
Rntttirtrt lio init rtdsit) iti
HitnttlrtlM
BMHKlrt'lllltHH
Fjölbreytt og
áhugavert!
22 greinar og frásagnir
um margvísleg málefni.
ÍTrval
M i
Alltaf betra og betra