Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 DV , iffréttaljós ***-------- Heimsmeistarakeppnin í handbolta hefst í Kumamoto í Japan í dag: Þá er komið að því. í dag verður flautað til leiks í heimsmeistara- keppninni í handbolta í Japan, nán- ar tiltekið í borginni Kumamoto. Enn á ný vonast þorri þjóðarinnar til þess að „strákamir okkar“ standi sig og haldi okkur í spennu og sigurvímu næstu tvær vikumar. Eftir skellinn á HM á íslandi fyr- ir tveimur ámm eru væntingamar þó ekki eins miklar hjá almenningi og oft áður. Menn eru varari um sig og lítið fer fyrir spám um verð- launasæti. Þorbjöm Jensson lands- liðsþjálfari hefur líka verið hógvær í yfirlýsingum sínum þótt eflaust búi hann yfir ákveðnum vænting- um eins og aðrir. í síðustu keppni, hér á landi, var leikið eftir nýju keppnisfyrirkomu- lagi. Þátttökuþjóöum var fjölgað úr 16 í 24 og tekin upp útsláttarkeppni frá og með 16 liða úrslitum. Þetta þýðir að útkoman í riðla- keppninni, þar sem spilaðir em fimm leikir, ræður því hver mótheijinn verður í 16-liða úrslit- um. Fyrsta sæti í riðlinum þýðir að spilað er viö lið í fjórða sæti í þeim næsta, annað sætið þýöir leik gegn liði í þriðja sæti o.s.frv. Stórslys ef ísland fer ekki áfram ísland er i riðli með Júgóslavíu, Japan, Litháen, Alsír og Sádi-Arab- íu. Fjögur lið fara áfram og fyrir- fram verður að teljast afar líklegt að ísland verði eitt þeirra. Annað yrði hreinlega stórslys, enn verra en harmleikurinn 1995 þegar ísland fór þó í 16-liða úrslit en steinlá fyrir Rússum. í forriðlinum verður hins vegar ekkert gefiö. Opnunarleikurinn í dag er gegn Japan, liöi sem ísland á að sigra í 19 leikjum af hverjum 20. Nú era Japanar hins vegar gestgjaf- ar og leggja allt upp úr því að ná hagstæðum úrslitum í þessum leik. Þeir líta á hann sem möguleikann á að ná hagstæðu sæti í riðlinum. Heimamenn era sýnd veiði en ekki gefm. í fyrramálið leikur ísland viö Al- sir. Aftur er íslenska liöið sigur- stranglegra en menn mega ekki gleyma frammistöðu Alsír á íslandi fyrir tveimur áram. Þá sendu Afr- íkubúarnir Dani út í kuldann og stóöu uppi í hárinu á öðrum stór- þjóðum. Það er ekkert öraggt í þess- um leik - en samt. Tap þama yröi gífúrlegt áfall. Fréttaljós á laugardegi Víflir Sigurðsson íslensku leikmennimir fá fjög- urra daga hvíld þar til þeir leika viö Júgóslavíu, sterkasta liðiö í riðlin- um, á fimmtudagsmorgni. Þar er einfaldlega á ferö eitt besta hand- boltalið heims. Júgóslavar era tald- ir nokkuð öraggir með sigur í þess- um riðli. Þetta er eini leikurinn þar sem ísland er talinn veikari aðilinn og eitt stig eða tvö væra frábær úr- slit. Á laugardaginn kemur er spilað við Litháen. Enn er íslenska liðið líklegri sigurvegari en þetta er samt einn af þessum leikjum þar sem allt getur gerst. Litháar era með sov- ésku hefðina á bakvið sig og það er ekki lítið veganesti. Hér gæti verið um að ræða úrslitaleikinn um ann- aö sætið í riðlinum. Loks er leikið við Sádi-Arabíu á sunnudagsmorgni. Um þann leik þarf ekki að fjölyrða, allt annað en stórsigur íslands væri óásættanlegt. Sextán liða úrslitin eru happdrætti Þá er komið að happdrættinu, sextán liða úrslitunum á þriðju- dagsmorgninum 27. maí. Þar ræðst framhaldið. Með tapi er keppninni lokið hvað ísland varöar, með sigri væri ísland komið í 8-liða úrslit þar sem í hönd færa þrír leikir í viðbót. Með því yrði uppskeran frábær, hvernig svo sem þessir síðustu leik- ir færu. ísland yrði aldrei neðar en í 8. sæti. Besti árangur frá upphafi er 6. sæti, 1958 og 1986. Andstæðingamir í 16-liða úrslit- um koma úr B-riðli. Þar leika Sví- þjóð, Frakkland, Noregur, Suöur- Kórea, Ítalía og Argentína. Leikið við Svía eða Frakka? Ef ísland endar í þriðja eöa fjórða sæti í sínum riðli er næsta víst að andstæöingurinn yrði Svíþjóð eða Frakkland. Um möguleikana þar þarf ekki að hafa mörg orð, þeir era afskaplega litlir. Annars yrði and- stæðingurinn Noregur, Suður-Kór- ea eða Ítalía. ísland á í fullu tré við allar þessar þjóðir og á að eiga ágæta möguleika á að fara áfram gegn hverri þeirra. Það er þvi árangurinn í riðla- keppninni sem öflu ræður. Lykill- inn er að ná öðra sætinu. Reyndar er það ekki trygging fyrir neinu. Frakkar eða Svíar gætu tapað óvænt og lent í þriðja sætinu hinum megin. Þannig er ekki hægt að ganga út frá neinu vísu, heppnin þarf að vera meö í farteskinu. Raunhæf krafa á hendur íslensku leikmannanna er sú að þeir nái öðru sæti í sínum riðli. Eftir það ræður dagsformið endanlegri út- komu. Hægt og hljótt Undirbúningur íslenska liðsins hefur verið með nokkuð öðra sniði en oftast áður fyrir stórmót. „Hægt og hijótt" er kannski besta lýsingin á honum. Æfingatímabilið var stutt og lítiö hefur verið rætt um stefhur og markmiö. Aðeins að fara til Jap- ans með bros á vör og gera sitt besta. íslenska liðið stóðst erfiða próf- raun þegar það tryggði sér þátttöku- réttinn í Japan með því að sigra Danina tvisvar. Þar hafði það seiglu og sálfræðilegan styrk sem til þurfti. Þungir og þreyttir á Spáni Frá þeim tíma hefur ekki verið mikið spilaö og flestir leikir liðsins hafa verið slakir. Leikmennimir vora þungir og þreyttir á Spánar- mótinu á dögunum og hafa ekki beint verið að „rúfla yfir“ stórlið skömmu fyrir stórmót eins og stundum á árum áður. Leikmenn og þjálfari virðast hins vegar sann- færðir um að þetta verði allt í besta lagi þegar á hólminn er komið. Von- andi gengur það eftir. Einu þurfa íslenskir handboltaá- hugamenn að gera sér grein fyrir áöur en þeir byrja að fylgjast með keppninni: ísland er ekki í hópi stórþjóðanna í handboltanum. Kom- ist „strákamir okkar" í átta liða úr- slitin er ekki hægt að biðja um mikiö meira. Sumar af bestu hand- boltaþjóðum heims komust ekki einu sinni til Kumamoto, þar meö taldir Þjóðverjar og Svisslendingar sem náöu langt á íslandi fyrir tveimur árum. íslenska liðið er á staðnum og gæti með góðum leikjum og heppni náð langt. Það yrði mikil uppreisn æra eftir þungan róður í tvö ár. Rikuleglaun (yiir rótfasta ást - bls. 136 Nash Airflyte: Baðker á hvolfi - bls. 24 IMlSliéljlÍIWM MXmvnKiltlillMilifit líft( lelt nltiisniinnslns Ki»M|iimmi»«S»iilttóll? fciHrtei mlrte: Mll» til IIM ilBlrtl teÍWr»:BMHinnlH I .KH M-f nnHWtMI Hesturínn ralnn: Aðeins tll I elnu ointaki -Ml.1l KrtiraiMI»Mlitli)MMiu *<n hs s3 Huui nm mei mMt tuitWnjilM Mtltl itUíteliB hw -htflrt Hn inmr n«rátei« n*i«iErti( Viteirttirt (tjt «<ill)v|.*l Sl'itts I tól«« HnnniMhn A!«tiji»tía||líW%treU» litiltrtt rl» ttnlHfltM) iMHitilrtn IM«K!l|t|ii!IIM«tii<u IHrtfltKitttra rwiWiteitsrtte* CHltetiln rti ívrtfrtre ut if)it|titiiv rturtMnn *« Mrtt wunmtiirti! Rntttirtrt lio init rtdsit) iti HitnttlrtlM BMHKlrt'lllltHH Fjölbreytt og áhugavert! 22 greinar og frásagnir um margvísleg málefni. ÍTrval M i Alltaf betra og betra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.