Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Side 22
LAUGARDAGUR 17. MAI 1997
22 f§prstæð sakamál
Robin Benedict var tuttugu og
tveggja ára, dökkhærð, lífsglöð að
sjá og að læra læknisfræði í Boston.
Sér til dægradvalar lék hún á
flautu. Hún vakti athygli skóla-
bræðranna, en virtist ekki sýna
áhuga á að vera með neinum þeirra.
Þetta var sú hlið á Robin sem menn
höfðu fyrir augunum á daginn, en
hún átti sér aðra hlið sem hún
sýndi öðrum á öðrum tímum, eink-
um á kvöldin. Robin var ne&ilega
ekki öll þar sem hún var séö.
Þegar dimma fer taka stór-
borgirnar á sig nýja mynd, og
Boston er engin undantekning í
þeim efnum. Þá fer fólk að leita eft-
ir skemmtunum, og sumir jafnvel
félögum til eins kvölds eða einnar
nætur. Næturlífið heillar marga, og
Robin kynntist því. Hún gerði sér
grein fyrir því að mikið af fé skipt-
ir um hendur í vissum hverfum, og
að sumir karlmenn eru aldrei eins
örlátir og þegar þeim stendur til
boða að njóta blíðu ungra stúlkna.
Þetta notfærði Robin sér. En þá
valdi hún sér annað nafn til þess
starfa.
Douglas Williams.
„Nadine"
í Boston, eins og svo mörgum
stórbörgum, eru fýrirtæki sem sjá
karlniönum fyrir fylgdarstúlkum,
eins, og .þær eru yfirleitt nefndar.
Sumaf eru ekkert meira. Þær fara
út með mönnum, borða með þeim,
sækja leikhús og skemmtistaði og
lengra nær það ekki. í mörgum til-
vikum er hins vegar um aö ræða
dulbúið vændi. Þá stofnar einhver
með vafasamt siðferði fyrirtæki
sem auglýsir fylgdarþjónustu.
Robin ákvað að nýta sér þá tekju-
möguleika sem þessu fylgdu, en
hún ætlaði sér ekki aðeins að verða
fylgdarstúlka, heldur selja blíðu
sína til þess að hafa tekjurnar af
kvöldstarfinu í hámarki. Hún valdi
sér nafnið Nadine, og brátt varð
hún þekkt í vissu hverfi í Boston.
Það gengur undir nafninu „Combat
Zone“, eða „vigvöllurinn". Þar er
allt til sölu. Þar bjóða stúlkur blíðu
sína og leigumorðingjar þjónustu
sína.
Nadine varð bráðlega þekkt fyrir
það sem sumir nefndu „hið dular-
fulla Mónu Lísu bros“, en einnig
fyrir sérstakt, heldur fágætt og dýrt
ilmvatn. Það var dýrt, en það var
Nadine líka, og hún hafði ekki starf-
að lengi i hverfinu þegar orð fór að
fara af henni fyrir að vera hörð í
viðskiptum. Hún seldi hverja min-
útu þess tíma sem hún var í fylgd
meö karlmönnum, og sumir höfðu á
orði að hjá henni gengi gjaldmælir-
inn allan tímann.
Hvarfið
Dag einn mætti Robin ekki í tíma
í háskólanum. Og tun kvöldið mætti
Nadine ekki til starfa á „vígvellin-
um“. Sá sem rak fylgdarþjónustuna,
Clarence Rogers, fékk áhyggjur.
Þær voru þó ekki einungis bundnar
við velferð Nadine, heldur þann
tekjumissi sem honum varð ljóst að
hann yrði fyrir ef eitthvað hefði
komið fyrir hana. Næsta dag, er
ekkert hafði enn spurst til Nadine,
hélt Rogers til lögreglunnar. Hann
taldi sig ekki þurfa að óttast það,
því á yfirborðinu rak hann aðeins
fylgdarþjónustu. Lögreglunni sagði
hann að hann þættist nær viss um
að eitthvað hefði komið fyrir Nadi-
ne. Hún myndi aldrei hætta hjá sér
án þess að gera sér það ljóst fyrir
fram.
Rogers hafði ekki sérstaklega gott
orð á sér, enda flestum sem til
þekktu ljóst að hann rak skipulagt
vændi. En hann hafði óhagganlega
fiarvistarsönnum kvöldið sem Nadi-
ne hafði horfið. Hann hafði verið
með stúlkum sem störfuðu hjá hon-
um, og þær voru reiðubúnar að
staðfesta það. Það síðasta sem hann
vissi um Nadine, sagði hann, var að
hún var í ibúð sinni, en þar stóð
hún oft í símabandi við viðskipta-
vinina.
Plastpokinn
Faðir Robin var Ijósmyndari. Lög-
reglan haíði samband við hann, en
hann gat engu ljósi varpað á hvar
dóttir hans væri, og þegar honum
var tilkynnt að leit yrði hafin að
henni bauðst hann til að kópera
myndir af henni fyrir sjónvarp og
blöð í Masschusetts-ríki.
Fljótlega fann lögreglan plastpoka
með blóðugum fötum og hamri.
Vakti fundurinn þegar grunsemdir
um að Robin hefði verið myrt. Pok-
inn fannst við vegarbrún rétt utan
við Boston. Flíkumar reyndust vera
karlmannsskyrta og kvenjakki úr
flaueli. Kallað var á Clarence
Rogers, og bar hann þegar í stað
kennsl á kvenjakkann, og brá mikið
þegar honum var sýndur hamarinn,
en á honum var langt, dökkt hár.
„Hún er dáin,“ sagði Rogers. Og lög-
reglan var á sömu skoðun. En hvar
var líkið?
Vissan um að'Robin væri dáin
varð enn meiri þegar bíll hennar
fannst í New York. í farangurs-
geymslunni fundust blóðblettir.
Rannsókn leiddi í ljós að blóðið var
i sama flokki og blóðið á skyrtunni,
kvenjakkanum og hamrinum sem
verið höfðu í plastpokanum. En það
sannaði þó ekki að Robin væri dáin,
hvað þá að hún hefði verið myrt.
Prófessorinn
Eftir nokkra daga virtist Rogers
hafa jafnað sig að mestu. Hann kom
aftur á fund lögreglunnar í þeirri
von að eitthvað af því sem hann
vissi um Robin gæti orðið til þess að
upplýsa örlög hennar, og koma
þeim seka undir lás og slá hefði hún
verið myrt. Eitt af því sem Rogers
lagði fram var listi yfir viðskipta-
vini hennar. Brátt varð ljóst að einn
mannanna á listanum hafði komið
mjög oft í íbúð Robin. í raun hafði
hann verið fastagestur hjá henni.
Hann hafði komið næstum daglega,
en Robin hafði hann kynnst í há-
skólanum.
William Douglas hét hann og var
prófessor. Hann var kvæntur og átti
tvö börn, en hafði hrifist mjög af
Robin. Hann færði henni stöðugt
gjafir og útgjöld hans vegna kynna
þeirra urðu svo mikil að hann varð
skuldum vafinn og greip þá til þess
ráðs að draga sér fé af sjóðum há-
skólans. Það komst upp, og hann
missti starfið.
Williams var tekinn til yfir-
Robin Benedict.
heyrslu. Aðspurður hvar hann hefði
verið kvöldið sem Robin hvarf sagð-
ist hann hafa verið að vinna, og var
ekki hægt að sýna fram á að hann
hefði sagt ósatt, þótt hann gæti hins
vegar ekki vísað á neinn sem gæti
vottað að hann segði satt. En svo
var farið að kanna feril Williams
nánar, og jafnframt var fylgst með
ferðum hans á laun.
Ákæran
Leynilögreglumennirnir sem
fengu það verkefni að fylgjast með
Williams urðu þess brátt vísari að
hann eyddi kvöldunum oft á „víg-
vellinum“, þar sem „hann velti sér
upp úr stelpunum", eins og einn lög-
reglumannanna komst síðar að
orði. Við frekari yfirheyrslur var
Williams að því spurður hvort hann
hefði kynnst stúlku sem hefði geng-
ið undir nafninu Nadine í þessu
vafasama hverfi. Því neitaði hann.
Nú gerðist það hins vegar að lög-
reglunni tókst að sýna fram á að
hamarinn sem fundist hafði í plast-
pokanum hafði verið í eigu Willi-
ams. Hann var handtekinn, og
nokkru síðar var gefin út á hendur
honum ákæra fyrir að hafa myrt
Robin Benedict.
Saksóknari í málinu gegn honum
var John Kivlan, sem fengið hafði
viðurnefnið „barrakúda", því hann
þótti svo harður. Hann sýndi fram á
að plastpokinn sem fundist hafði
var sömu gerðar og pokar sem fund-
ust í eldhúsi Williams. Þá var feng-
in staðfesting á þvi að Robin hafði
átt kvenjakkann sem i pokanum
var. Loks sýndi DNA-rannsókn að
blóðið á því sem í honum hafði ver-
ið og í farangursgeymslu bíls Robin
kom heim og saman við blóðsýni úr
bræðrum Robin.
Játningin
Verjandi Williams lagði áherslu á
það í máli sínu að Robin, öðru nafni
Nadine, hefði verið fégráðug vænd-
iskona. Því svaraði Kivlan saksókn-
ari með því að segja að það réttlætti
ekki að hún hefði verið myrt.
Að lokum fór svo að Williams við-
urkenndi sekt sína, en hélt þvi jafn-
framt fram að það hefði ekki verið
ætlun sína að myrða Robin. Hann
hefði farið heim til hennar með
hamarinn með það í huga að neyða
hana til að hitta sig oftar. Þau hefðu
hins vegar farið að rífast, en rifrild-
ið snúist upp í átök og þá hefði
hann slegið til hennar með hamrin-
um, en of fast. Er honum hefði ver-
ið ljóst að hún var öfl hefði hann
vafið teppi um líkið, borið það út að
bíl hennar og lagt það í farangurs-
geymsluna. Síðan hefði hann ekið
um Boston meðan hann hefði hugs-
að ráð sitt. Við stórverslun hefði
hann séð ruslagám. Hann "hefði
stöðvað bílinn, tekið líkið og lagt
það í gáminn.
Williams sagðist hafa ekið til
New York eftir þetta og skilið bílinn
þar eftir. Síðan hefði hann haldið
aftur til Boston. En næsta kvöld sást
á ný til hans á „vígveflinum“ þar
sem hann var að reyna að stofna til
nýrra stundarkynna.
Eftirmáli
Douglas Williams var dæmdur í
tuttugu ára fangelsi. Hann skildi við
konu sína skömmu síðar, en eftir
nokkra dvöl í fangelsinu komst
hann í kynni við fiörutíu og fiög-
urra ára hjúkrunarkonu, Jean
Smith, og gengu þau síðar í hjóna-
band. Þau kynntust eftir að hann sá
nafn hennar á lista yfir fólk sem
óskaði eftir pennavinum og skrifaði
henni.
John Kivlan er hættur að sak-
sækja afbrotamenn. Hann vann
einn af stóru vinningunum í banda-
ríska lóttóinu, og greip tækifærið til
að draga sig í hlé, enda sagður hafa
verið búinn að fá nóg af starfinu. 1
En hvað varð um líkið af Robinl
Benedict? Ruslagámurinn sem það
var lagt í var tæmdur, og innihald-
ið flutt á haugana. Þangað var það
löngu komið þegar málið upplýstist,
og því tókst aldrei að finna það.
Mynd af „vígvellinum".