Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Síða 28
28 helgarviðtalið 4 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 J3"V DV í heimsókn hjá Eyjóifi Sverrissyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, í stórborginni Berlín: Risi að rumska af vae N - segir Eyjólfur um félagið sitt, Hertha Berlín, sem vakið hefur áhuga borgarbúa og fyrirtækja svo um munar Eyjólfur Sverrisson, landsliðs- maður í knattspymu, á að baki ein- stæðan feril í íþróttinni. Hann er eini íslendingurinn sem orðið hefur meistari í tveimur löndum, fyrst með Stuttgart í Þýskalandi árið 1992 og síðan með Besiktas í Tyrklandi árið 1995. Rúm sjö ár eru liðin síðan hann fór í atvinnumennskuna hjá Stuttgart, þá 21 árs gamall eftir að hafa leikið í nokkur ár í 2. og 3. deild með Tindastóli á Sauðárkróki, sínum heimabæ. Eyjólfur hefur því aldrei leikið i 1. deildinni hér heima. Það sem öðm fremur kom honum í atvinnumennskuna var landsleik- ur gegn Finnum á Akureyrarvelli með 21-árs liðinu sumarið 1989. Þar skoraði Eyjólfur öll mörk íslands, fjögur talsins. Frammistaðan spurð- ist út, m.a. til Stuttgart þar sem Ás- geir Sigurvinsson lék. I Stuttgart var Eyjólfur í fjögur ár við góðan orðstír. Þaðan lá leiðin til Istanbúl í Tyrklandi. Þar lék Eyjólfur eitt tímabil með Besiktas og varð tyrk- neskur meistari eins og áður segir. Síðustu tvö keppnistímabil hefur hann leikið með Hertha Berlín í þýsku 2. deildinni. Liðið er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í 1. deildinni næsta vetur. Er á góðu róli í öðru sæti á eftir Kaiserslautem þrátt fyrir tap á úti- velli gegn Frankfurt um síðustu helgi. íslendingaslagur DV heimsótti kappann á dögun- um. Byrjað var á að sjá íslendinga- slag á ólympíuleikvanginum í Berlín. Bjarki Gunnlaugsson og fé- lagar í Mannheim gerðu góða ferð til borgarinnar og náðu jafntefli, 2-2. Eyjólfur átti góðan leik og var m.a. valinn í lið vikunnar hjá tímaritinu Kicker. Hann leikur núna i vörn- inni og er einn af máttarstólpum liðsins. Er í góðu formi þessa dag- ana og líkar lífíð vel í Berlín. Segist aldrei hafa verið betur launaður í boltanum, nokkuð sem kemur þeim líklega á óvart sem héldu að Eyjólf- ur væri á einhverri niðurleið. DV getur vitnað um eftir heimsóknina að því fer fjarri. „Stemmningin í kringum liðið er alveg frábær. Þetta sást best þegar viö spiluðum gegn Kaiserslautem um daginn fyrir framan 75 þúsund áhorfendur. Ólympíuleikvangurinn tekur líklega um 80 þúsund manns. Miðað við það að við erum í 2. deild þá er þetta meiriháttar. Það má eig- inlega segja að þetta sé risi að rumska af værum svefni. Þetta var stórveldi hér áður fyrr og mikill áhugi fyrir fótbolta. Nú hefur áhug- inn aukist á ný og peningar farnir að streyma til liðsins. Við leikmenn- imir erum boðnir hingað og þangaö í uppákomur af ýmsu tagi. Fjölmiðl- ar hafa einnig tekið við sér. Við komum fram í útvarps- og sjón- varpsþáttum og greinilega orðnir bara nokkuð vinsælir,“ segir Eyjólf- ur og glottir. Fjölmiðlafár Einmitt á meðan DV heimsótti hann kom hann fram í útvarpsþætti á vinsælli stöð í Berlín ásamt félaga sínum í liðinu, Sixten Veit. Svömðu þeir spumingum hlustenda og léku óskalög. Eyjólfur hafði m.a. disk með Sálinni hans Jóns míns með- ferðis og féll hann vel í kramið. Þjóðverjum fannst gaman aö heyra Eyjólf segja sitt fulla nafn, Eyjólfur Gjafar Sverrisson. Þeir kalla hann Krafa áhangenda var meistaratitill og ekkert annað. Á endanum hafðist það og fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna í Istanbúl. En fyrsta æfing- in á heimavelli Besiktas er líklega ofar í huga Eyjólfs en sjálfur titill- inn. Smurður rollublóði! Eftir nokkurra daga dvöl í æf- ingabúðum var flogið með liðið til Istanbúl. Þaðan var farið beint á leikvanginn til að tilkynna liðið fyr- ir nýtt tímabil. Þetta vissi Eyjólfur ekki fyrirfram og hljóp grunlaus frá búningsklefanum og upp á völlinn. Þangað vora mættir 40 þúsund áhangendur liðsins. „Við vorum kallaðir fram einn í einu. Ekki veit ég hvernig þeir bára mitt nafn fram en ég fór af stað. Þeg- ar ég kom upp úr gryfjunni stoppaði einn stjómarmanna liðsins mig og hélt mér fostum. Þá teymdi annar lifandi rollu fyrir framan mig, skar hana á háls og lét blóðið renna í skál. Ég vissi ekki hvað var að ger- ast og var mjög brugðið. Þá fór hann með puttana ofan í skálina og sagðist ætla að smyrja mig í fram- an. Ég leyfði honum það, varpaði öndinni léttar því ég hélt að ég ætti að drekka blóðið!“ Eins og í bakaraofni Fyrsti leikurinn var á útivelli í 40 stiga hita lengst inni á hálendi Tyrklands. Eyjólfur segir að sér hafi ekki litist á blikuna strax á fundi fyrir leikinn inni á hóteli. Hitinn hafi verið óbærilegur. „Ég gekk út að glugga og opnaði hann til að fá ferskara loft. En það var bara eins og að stinga hausnum inní bakaraofn. Ég hélt að það myndi líða yfir mig. Svo byijaði leikurinn og ég fór hlaupa eins og villtur foli. Eftir tvo spretti ætlaði hitinn að drepa mann. Mér varð til happs að skora með skalla strax eft- ir 12 mínútur. Það var það eina sem ég gerði af viti í þessum leik. Eftir þetta langaði mig til að komast í skugga og leggjast niður á völlinn," segir Eyjólfur og er greinilega skemmt við þessa upprifjun. I skriðdrekafylgd Eyjólfur segist persónulega aldrei hafa orðið fyrir ónæði af Tyrkjun- um en oft hafi mikið gengið á, sér- staklega eftir tapleiki. „Ef ekki gekk nógu vel þá var steinum hent í rútuna hjá okkur. Nokkrum sinnum á útivelli þurft- um við skriðdrekafylgd eftir leik- ina. Rútan var grýtt og við urðum að leggjast á gólfið með töskurnar yfir okkur. Ég man einu sinni að markvörðurinn okkar, Raymond Aumann, fékk áfall þegar þetta gerðist fyrst. Öskraði og öskraði og bað mig að leggjast ofan á sig!“ Eyjólfi bauðst að vera áfram í Ist- anbúl. Þjálfarinn hans, Christoph Daum, sem fékk hann með sér frá Stuttgart til Besiktas, vildi hafa hann áfram en Eyjólfur segist ekki hafa haft áhuga. Meistaratitli var náð og fyrir sig var það nóg. Enda kom í ljós að ákvörðun Eyjólfs var hárrétt. Liðið lenti í tómu basli næsta tímabil og að lokum hætti Daum á miðjum vetri. Eftir að Eyjólfur og félagi hans í liðinu, Sixten Veit, annar frá hægri, komu út úr hljóðveri útvarpsstöðvarinnar Energy í Berlín biðu hans tveir aðdáendur. Voru þar komnir tveir bræður með stóran íslenskan fána sem þeir hafa sett upp á öllum heima- leikjum Hertha Berlín í vetur. Báðu þeir Eyjólf um að árita fánann. Annar bróðirinn sagðist vera mikill íslandsaðdáandi eftir að hann ferðaðist hér um fyrir tveimur árum. DV-mynd bjb Klaufaskapur ef við förum ekki upp „Mórallinn er mjög góður núna. Við byrjuðum illa í vetur og fengum á okkur harða gagnrýni í blöðun- um. Þetta þjappaði hópnum saman og kom honum út úr vandræðun- um. Nú er bara að halda haus út tímabilið. Það verður algjör klaufa- skapur ef við förum ekki upp. Auð- vitað er allt hægt í íþróttum. Deild- in er rosalega jöfn. Ef lykilmenn meiðast þá getur staðan verið fljót að breytast. Alveg eins og að vinna sex leiki í röð þá gætum við tekið upp á því að tapa sex leikjum í röð. Ég reikna samt ekki með því. Við erum nógu sterkir til að halda nefnilega bara „Jolly“. Daginn eftir fékk hann boð um að koma fram í sjónvarpsþætti en Ey- jólfi fannst nóg um fjölmiðlaatið í bili og hafnaði boðinu. Hann segir þetta þreytandi til lengdar. Leik- menn verði að fá einhvem frið. „Maður er hættur að svara í sím- ann.“ Vængbrotnir án Eyjólfs Gengi liðsins í vetur er eiginlega öfugt miðað við síðasta tímabil. Virðist reyndar hafa fylgt því hvort Eyjólfur hefur verið meiddur eða ekki. Þá byrjaði Hertha mjög vel og var í toppbaráttu um mitt tímabil. Síðan fór að halla á ógæfuhliðina og fyrir ári var Hertha í bullandi fallhættu, bjarg- aði sér frá falli í síðasta leiknum. Vegna meiðsla missti Eyjólfur af sjö síðustu leikj- unum í fyrra. Þegar keppni hófst að nýju síð- asta haust gekk liðinu ekki of vel, reyndar mjög illa til að byrja með. Meiðsli séttu strik í reikning- inn. Eyjólfur var t.d. frá í nokkrar vikur. En eftir áramót hefur fé- laginu gengið flest allt í haginn. Vann sex leiki í röð og hefur kom- ið sér ágætlega fyrir í öðra sæt- inu eins og áður segir. Aðspurður hvað hafi breyst til batnaðar segir Eyjólfur að leik- menn hafi náð betur saman. Lið- ið væri ungt og nokkrar breyting- ar hafi verið gerðar. dampi.“ Til samanburðar við árin fjögur hjá Stuttgart segir Eyjólfur að dvöl- in í Berlín sé talsvert öðruvísi. Meiri harka og agi hafi ríkt í Stutt- gart, hver leikmaður hafi verið í sínu horni og lítið samband milli manna. Liðsandinn hjá Hertha sé allt annar og betri. Einnig að nú leiki hann öðruvisi hlutverk en hjá Stuttgart. Hann sé í hópi eldri og reyndari leikmanna Hertha sem hvetji þá yngri til dáða. Ef þ§ir geri mistök þá sé það hlutverk hinna reyndari að rífa upp keppnisskapið. Úlíkt Stuttgart Eyjólfur óttast ekki að liðsandinn versni við að fara upp í 1. deildina næsta vetur. Liðið sé það ungt og samheldið að það eigi ekki að geta gerst, jafn- vel þótt nýir leikmenn bætist í hópinn. „Ég er alls ekki að segja að dvölin hjá Stutt- gart hafi verið leiðinleg. Hún var bara svo ólík því sem er að gerast hjá mér núna. Mað- ur hafði minni frið úti á götu í Stuttgart enda er borgin miklu minni en Berlín. í Istan- búl í Tyrklandi var þetta enn verra. Þar fór ég ekki út fyrir hússins dyr án þess að allt yrði vitlaust," segir Eyjólfur. Tyrklandsár- ið er Eyjólfi eðlilega minnis- stætt. Hann seg- ir tímabilið hafa verið grið- arlega erfitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.