Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Qupperneq 43
- 33 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 Bikarkeppni Norðurlanda 1997: ' Enn einn bikar til Landsbréfa I | ► ) > I > ( I I- f I I > ) > I > ( i I l > I Liðsmenn bridgesveitar Lands- bréfa komu færandi hendi til for- stjórans, Gunnars H. Hálfdanarson- ar þegar þeir færðu honum verð- launabikar fyrir sigur í Bikar- keppni Norðurlanda sem haldin var i bænum Rottneros í Svíþjóð. Raunar fylgdi með ein stærsta kampavinsflaska sem dálkahöfund- ur hefir séð. Umsjón Stefán Guðjohnsen Landsbréf hafa stutt vel við bakið á sínum mönnum gegnum árin og þeir eru ótaldir bikararnir sem varðveittir eru á skrifstofu Lands- bréfa vegna frábærrar frammistöðu þessara bridgemeistara. Áður en við skiljum við frásagnir af bikarkeppninni skulum við líta á eitt spil frá keppninni sem kom fyir í leik Landsbréfa við bikarmeistara Svíþjóðar. A/N-S é ÁDG65 •» 42 ♦ ÁD75 * 65 * 43 * KDG1065 * G * KG92 * K1092 Á9 ♦ 1082 * 10842 I opna salnum sátu n-s Sverrir Ármannsson og Þorlákur Jónsson en a-v Nilson og Edstrand. Sagnir gengu þannig: Austur Suður Vestur Norður 1pass 2» 2f 4 4 * dobl Allir pass Austur hóf vörnina með tígul- gosa. Sverrir ihugaði blindan áður en hann gaf í en lét að lokum tíguláttuna. Vestur lét lítið og Sverrir drap með drottningu. Hann tók næst spaðaás, spilaði síðan drottningu og drap með kóng. Þá kom tígultía, kóngur og gefið. Vest- ur spilaði nú hjarta en það var um seinan. Sverrir drap með ás, spilaði tígli og svínaði sjöunni. Tígulásinn sá um hjartatapslaginn og vömin fékk síðan tvo slagi á lauf. Slétt unn- ið og 790 til n-s. í lokaða salnum sátu n-s Lindquist og Lindeberg en a-v Sæv- ar Þorbjörnsson og Sigurður Sverr- isson. Sagnir tók fljótt af: Austur Suður Vestur Norður 4 w pass pass 4 4 pass pass pass Aftur lá tígulgosinn á borðinu í fyrsta útspili og fyrstu þrír slagim- ir voru eins. Síðan kom tígultían, kóngurinn og nú gerði Lindquist þau hræðilegu mistök að drepa á ás- inn. Hann varð að fara inn á tromp til þess að spila tígli og vestur átti 4 87 44 873 ♦ K9643 4 ÁD7 '■ skák .... ..... ww Óvænt úrslit í einvíginu í New York: Niðurlæging Kasparovs var algjör - ofurtölvan Dimmblá vann síðustu skákina á innan við klukkustund Garrí Kasparov virðist hafa brotnað saman undan þunga tölv- unnar Dimmblár í einvíginu í New York sem lauk um síðustu helgi. Hsmn hefur aldrei á keppnisferli sínum fengið jafnháðulega útreiö og í síðustu skákinni. Eftir innan við klukkustundar taflmennsku og að- eins 19 leiki sá hann fram á að bar- áttan væri vonlaus og gafst upp. Þetta er i fyrsta sinn sem Kasparov bíður lægri hlut í einvígi og aldrei fyrr hefur hann þurft að þola ósigur í svo fáum leikjum. Tölvunni Dimmbláu hefur ber- sýnilega farið mikið fram síðan fyr- ir rúmu ári þegar Kasparov lék hana heldur grátt. Enn er þó of snemmt að fullyrða að tölvutæknin sé orðin mannskepnunni fremri á skáksviðinu. Taflmennska Kasparovs í einvíginu var ekki sam- boðin sterkasta skákmanni heims. Að einvíginu loknu kenndi hann aðstoðarmönnum sínum um ófar- irnar, að hætti snjallra skákmanna - kvað þá hafa ráðlagt sér að tefla varfæmislega í stað þess að sækja fram eins og honum er einum lagið. Enn fremur skellti hann skuldinni á Umsjón Jón L. Árnason forráðamenn IBM og þá vösku sveit sem þróað hafa forritið og stýröu því í einvíginu. Mátti á Kasparov skilja að einhver brögð hefðu verið í tafli. Bamaleg framkoma hans aö einvíginu loknu varð til þess að auka á niðurlægingu hans, sem var þó nægileg fyrir. Hermt er að þetta sé í fyrsta sinn sem tölva vinnur ríkjandi heims- meistara i einvígi. Þetta er hins veg- ar ekki rétt því að þótt Kasparov sé almennt álitinn fremsti skákmaður heims er hann einungis heims- meistari sinna eigin samtaka (PCA), sem fleiri gætu leikið eftir. Heims- meistari FIDE heitir hins vegar Anatoly Karpov. Á hinn bóginn hafa gárungamir haft á orði að þetta sé í fyrsta sinn í aldarfjórðung - síðan Fischer vann Spasskí - að Bandaríkjamaður beri sigurorð af Rússa í heimsmeistaraeinvígi í skák! Hvað kom fyrir Kasparov í síð- ustu skákinni? Þeirri spurningu verður trúlega seint svarað en víst er að þar tefldi ekki sá Kasparov sem heillað hefur skákunnendur með djarflegri og skemmtilegri framgöngu. Kasparov gaf Dimmblá kost á að fórna riddara í 8. leik en sú fóm er þekkt í skákfræðunum fyrir að gefa mikla möguleika. Kasparov lenti í krappri vörn og næstu leikir hans gerðu illt verra. Sú tilgáta hefur komið fram að Kasparov hafi einfaldlega víxlað leikjum í byrjuninni. Aðrir segja að eftir áfollin í fyrri skákum einvígis- ins hafi taugakerfi meistarans geflð sig - minnugir þess að hann gafst upp í jafnteflisstöðu i 2. skákinni og tókst ekki að vinna vænleg endatöfl í 4. og 5. skákinni. Enski stórmeist- arinn John Nunn gefur Kasparov þá föðurlegu ráðleggingu, ætli hann sér að tefla aftur við tölvuna, að ein- beita sér að sálfræðOegum undir- búningi í stað þess að eyða tíma í skákrannsóknir. Þrátt fyrir allt stendur sú stað- reynd óhögguð að fröken Dimmblá vann Kasparov. Úrslitin marka tímamót í skáksögunni og hafa ef- laust þýðingu langt út fyrir 64 reiti skákborðsins. Væri tölva eins og Dimmblá ekki kjörin til þess að stýra herfylkjum í næsta Flóabar- daga? Hefst þá ekki kapphlaup þjóð- anna við að koma sér upp einni Dimmblá? Hvítt: Fröken Dimmblá Svart: Garrí Kasparov Caro-Kann vöm. 1. e4 c6 Þetta eru auðvitað augljós merki þess að eitthvað sé að. Annars hefði Kasparov leikið c-peðinu fram um tvo reiti, eins og hann á vanda til! 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rg5 Rgf6 6. Bd3 e6 7. Rlf3 h6?! í stað 7. - Bd6 8. De2 h6, en þá er fórnin á e6 ekki nærri eins hættu- leg. Biskupsleiknum beitir Karpov jafnan í stöðunni en hann hefur mikið dálæti á þessu hógværa af- brigði. 8. Rxe6! Kann að vera að Kasparov hafi vanmetið tölvuna og treyst því að hún myndi ekki fóma? Sú skýring er hæpin því að nú er liðin tíð að tölvur tefli einungis upp á aö vinpa peð. Á helgarskákmóti tímaritsins Skákar á Suðureyri við Súganda- fjörð árið 1994 var forritið Chess Genius meðal þátttakenda og sigr- aði glæsilega, m.a. með því aö leggja stórmeistarana Helga Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson að velli. Sævari Bjamasyni tókst einum að leggja tölvuna og svo einkennilegt sem það nú er, þá kom fram þessi sama staða - og tölvan fómaði á e6! 8. - De7? Af tvennu illu er betra að leika strax 8. - fxe6 9. Bg6+ Ke7 o.s.frv. en svartur er langt á eftir með liðsskip- anina. 9. 0-0 fxe6 Ef 9. - Dxe6 10. Hel og leppar drottninguna. 10. Bg6+ Kd8 11. Bf4 b5? Sævar lék 11. - Db4 gegn tölvunni á Suðureyri og 11. - Re8, eða 11. - Rd5 hafa einnig verið reyndir. Svartur á þó erfitt uppdráttar i þessu afbrigði. í 15 þekktum skák- um hefur hvítur 13 sinnum haft bet- ur. 12. a4 Bb7 13. Hel Rd5 14. Bg3 Kc8 15. axb5 Afleiðingar 11. leiks svarts eru þær að nú kemst hvíti drottningar- hrókurinn átakalaust í leikinn. 15. - axb5 16. Dd3 Bc6 17. Bf5! exf5 Svartur á ekki annars úrkosti en gefa drottninguna. Hann fær nægar bætur í liðsafla en staðan er í rúst. 18. Hxe7 Bxe7 Ef 18. - Rxe7 19. Dc3 Rb8 20. Re5 með vinningsstöðu. 19. c4 í þessari stöðu kaus Kasparov að gefast upp, enda gildir einu hvemig hann ber sig að. Ef 19. - Rb4 20. Dxf5 bxc4 21. Re5 og hvít- ur á vinningsstöðu, eða 19. - dxc4 20. Dxc4 Rb4 og nú getur hvítur valið um 21. Hel, eða 21. Ha4 Rb6 22. De6+ Bd7 23. Dxb6! axb6 24. Hxa8+ Kb7 25. Hxh8 o.s.frv. Hvít- ur vinnur létt. Skákmót öðlinga Árlegu skákmóti öðlinga, 40 ára og eldri, lauk með sigri Jóns Torfa- sonar, sem hlaut 6 vinninga úr 7 skákum. Kristján Guðmundsson - sigurvegarinn frá því í fyrra - varð í 2. sæfi með 5 v. en síðan komu Júl- íus Friðjónsson, Bragi Halldórsson, Ögmundur Kristinsson og Áskell Öm Kárason með 4,5 v. Bikarmeistarar Norðurlanda, sveit Landsbréfa. Talið frá vinstri: Sigurður Sverrisson, Sævar Þorbjörnsson, Gunnar Helgi Hálfdanarson með bikarinn, Sverrir Ármannsson og Þorlákur Jónsson. slaginn á níima. Hann spilaði hjarta sem sagnhafi drap með ás. Spilið er nú tapað því sagnhafl kemst ekki heim til þess að taka tígulsjöuna nema að spila trompi. En þá á hann ekkert tromp eftir tll þess að trompa hjartað. Einn niður og 100 í viðbót til Landsbréfa sem græddu 13 impa. í leik Noregs og Finnlands spilaði Norðmaðurinn Jon Sveindal einnig fióra spaða en nú kom út hjarta- kóngur. Hann drap á ásinn, tók tvisvar tromp og endaði í blindum. Þá kom tígultía, kóngur, ás og gosi. Síðan inn á blindan á tromp og tíguláttunni svínað. Ellefu slagir. M ttltt •D-XI* Itliðasala hcfst þridjudaginn 20. maí kl. 12" í íslensku Dperunni. Sý/tf^ Fimmtud. 1Z. jún írums. kl. 20:1111. Idstud. II. jún 2. sgn. kl. 211:1111. Ijugard. 14. jún I. sgn. kl. 211:00. kunnud. II. jún 4. sgn. kl. 20:00. Olanud. 11). jún I. sgn. kl. 20:00. miðapantanir i síma 551 H75 | IriUu'nnirinn | 46.900,- FAGOR ^ ÞvottavéE Frábær þvottavél ál kynningarverði Rúmar 4,5 kg Þrettán þvottakerfi Stiglaus hitastillir 1000/650 sn/mín Áfangaþeytivinda Leggur í bleyti Sjálfhreinsandi dæla Barnalæsing ' Ryðfrí tromla og fíber belgur Hámarksorkunotkun 1,9 kw Stærð H 85 B 59,5 D 55 (cm) fðsverð WI StgrT| I RÖNNING Borgartúni 24 Sími 562 4011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.