Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Page 47
LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997
afmæli * -
Til hamingju
meo afmælid 19. maí
90 ára
Ólafía Sigurðardóttir, Hraunbúðum, Vestmanneyj- um.
85 ára
Lambertus J.M. Terstroet, Holtsbúð 87, Garðabæ.
80 ára
Kristinn Guðlaugsson, Karlsbraut 6, Dalvík. Oddur Sigurbergsson, Þorragötu 5, Reykjavík.
75 ára
Sighvatur Jónasson, Fannafold 197, Reykjavík. Guðrún Ingvarsdóttir, Smyrlahrauni 12, Hafnarfirði. Þorleifur Benediktsson, Garðsbrún 3, Höfn í Horna- firði.
70 ára
Böðvar Árnason, Reynihvammi 38, Kópavogi. Þorvarður Magnússon, Álfaskeiði 71, Hafnarfirði. Haraldur Magnússon, Efstasundi 69, Reykjavík. Óskar Sigurðsson, Skálagerði 17, Reykjavík. Guðmundur Ingimarsson, Birtingaholti III, Hrana- mannahreppi.
60 ára
Sigurður Kristjánsson, Ránargötu 6, Reykjavík. Árni Jón Sigurðsson, Miðtúni 5, Seyðisfirði. Rúnar Már Vagnsson, Álfaskeiði 34, Hafnarfirði.
50 ára
Pétur Óskar Ársælsson, Lundahólum 4, Reykjavík. Örlygur Antonsson, Hábergi 7, Reykjavík. Magnús Hringur Guð- mundsson, Hóli, Flateyri. Alda Ruth Sigurjónsdóttir, Seljabraut 40, Reykjavík. Ásgeir Hannes Eiríksson, Klapparbergi 16, Reykjavík. Bergþóra Gunnlaugsdóttir, Miðbraut 19, Vopnafirði. Ægir Magnússon, Sigtúni 13, Selfossi.
40 ára
Sigrún Gréta Magnúsdóttir, Reykási 35, Reykjavík. Guðrún Magnúsdóttir, Hagalandi 8, Mosfellsbæ. Ólafur Sigurðsson, Melhaga 15, Reykjavík. Stefanía Snorradóttir, Kjalarsíðu 8A, Akureyri. Sigurjóna Skarphéðinsdótt- ir, Brennihlíð 8, Sauðárkróki. María Sigurðardóttir, Hvammstangabraut 37, Hvammstanga. Helgi Sigurbjömsson, Suðurgötu 24, Sandgerði. Elin Friðbertsdóttir, Þinghólsbraut 53, Kópavogi. Guðjón Sigmundsson, Ásvallagötu 27, Reykjavík. Helga Gísladóttir, Skúlagötu 52, Reykjavík. Diego Lopez Martinez, Rauðarárstíg 33, Reykjavík.
Hólmgeir Björnsson
Hólmgeir Bjömsson, deildarstjóri
við Rannsóknarstofnun landbúnað-
arins, Hraunbæ 104, Reykjavík,
verður sextugur á morgun.
Starfsferill
Hólmgeir fæddist í Bjarghúsum í
Vesturhópi og ólst þar upp. Hann
lauk landsprófi frá Reykjum í
Hrútafirði 1952, stúdentsprófi frá
MR 1956, stundaði nám í jarðrækt-
arfræði og lauk búfræðikandídats-
prófi frá Búnaðarháskólanum í Ul-
tuna í Svíþjóð 1961, stundaði fram-
haldsnám í tölfræði við Cornell há-
skóla í Bandaríkjunum og lauk það-
an doktorsprófi 1973. Þá dvaldi
hann við nám við Dýralækningahá-
skólann í Hannover og fór námsfor
til búnaðarháskóla Norðurlanda
1965.
Hólmgeir var aðstoðarkennari
við Búnaðarháskólann í Ultuna
1959-61, aðstoðarmaður við Til-
raunastöðina á Akureyri 1962,
stundakennari við MA 1962-63,
kennari við Bændaskólann á
Hvanneyri 1963-66, stundakennari
við menntaskóla í Reykjavík
1969-74 og við HÍ 1974-78, hefur ver-
ið sérfræðingur í tölfræði og skipu-
lagningu tilrauna við Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins frá 1969 og
deildarstjóri þar frá 1980.
Hólmgeir var varaformaður Fé-
lags íslenskra búfræðikandídata
1971-73, sat í stjóm Fé-
lags íslenskra náttúm-
fræðinga 1974-77 og
1988-90, í stjóm íslands-
deildar NJF 1976-84, í
tilraunaráði Rannsókn-
arstofnunar landbúnað-
arins 1978-85, var fyrsti
formaður Líftölfræðifé-
lags íslands 1983, í
stjórn norræns svæðis-
félags innan Biometric
Society 1982-93 og frá
1996, þar af forseti þess
1988-89.
Fjölskylda
Hólmgeir kvæntist 12.5. 1961 Jón-
ínu Guðmundsdóttur, f. 12.5. 1940,
skjalaverði í iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytinu. Hún er dóttir Guð-
mundar B. Jóhannessonar og Þor-
bjargar Valdimarsdóttur, bónda og
húsfreyju að Þorgrímsstöðum á
Vatnsnesi.
Dætur Hólmgeirs og Jónínu eru
Þorbjörg, f. 20.12. 1961, jarðfræðing-
ur og MS í mannvirkjafræði, við
rannsóknir við HÍ og stundar
kennslu við MS en maður hennar er
Reynir Arngrímsson, dósent í
klínískri erfðafræði, og eiga þau tvö
börn; Guðrún, f. 12.3. 1965, BA i
heimspeki og stærðfræði og kennari
við MH en maður hennar er Gísli
Sigurðsson, íslenskufræðingur og
sérfræðingur á Áma-
stofnun; Hugrún Ragn-
heiður, f. 29.6. 1970, ís-
lenskufræðingur og
málfarsráðgjafi hjá ís-
lenska útvarpsfélaginu
en maður hennar er
Pálmi Erlendsson, jarð-
fræðingur við Veður-
stofu íslands, og eiga
þau eitt barn.
Systkini Hólmgeirs:
Jóhanna Björnsdóttir, f.
4.8. 1930, lengi hús-
freyja í Bjarghúsum og
kennari, nú búsett i
Reykjavík; Þorvaldur Bjömsson, f.
27.3. 1935, tónmenntakennari og
hljóðfæraleikari í Reykjavík.
Foreldrar Hólmgeirs voru Bjöm
Sigvaldason, f. 16.2. 1902, d. 12.5.
1993, bóndi í Bjarghúsum, og Guð-
rún Teitsdóttir, f. 21.1. 1906, d. 9.7.
1985, húsfreyja.
Ætt
Bjöm var sonur Sigvalda, b. á
Brekkulæk í Miðfirði, Bjömssonar,
Sigvaldasonar. Móðir Sigvalda var
Ingibjörg Aradóttir, systir Árna, afa
Ásgeirs L. Jónssonar búfræði-
kandídats. Systir Ingibjargar var
Ragnhildur, langamma Tryggva bú-
fræðikandídats og Björns landa-
fræðings Pálssona.
Móðir Bjöms í Bjarghúsum var
Hólmfríður Þorvaldsdóttir, prests á
Reynivöllum og á Melstað, Bjarna-
sonar og Sigríðar Jónasdóttur, hálf-
systur Þorvalds Jakobssonar, afa
Þorvalds Búasonar eðlisfræðings.
Guðrún var systir Önnu, ömmu
búfræðikandídatanna Gunnlaugs og
Hauks Júlíussona. Guðrún var dótt-
ir Teits, b. í Víðidalstungu, Teits-
sonar, og Jóhönnu, systur Ingibjarg-
ar, móður Guðmundar, búfræði-
kandídats og fyrry. skólastjóra á
Hólum, föður Ólafs, búfræði-
kandídats og deildarstjóra hjá
Rannsóknarstofnun landbúnaðar-
ins. Bróðir Guðmundar var Torfi á
Torfalæk, faðir Jóhannesar bú-
fræðikandídats. Önnur systir Jó-
hönnu var Halldóra, amma Þor-
steins Guðmundssonar búfræði-
kandídats. Bróðir Jóhönnu var Guð-
mundur landlæknir. Jóhanna var
dóttir Björns, b. á Marðamúpi, Guð-
mundssonar en frá systkinum hans
eru komnir búfræðikandídatamir
Ingimundur Guðmundsson, Aðal-
björn Benediktsson og Tryggvi Páls-
son en bróðir Tryggva er Bjöm
landfræðingur sem fyrr er getið.
Móðir Björns á Marðamúpi var
Guðrún Sigfúsdóttir, b. á Þorkels-
hóli og ættföður Bergmannsættar-
innar. Móðir Jóhönnu var Þorbjörg
Helgadóttir, systir Sigurðar, afa
Jóns Eyþórssonar veðurfræðings.
Hólmgeir er að heiman á afmælis-
daginn.
Hólmgeir Björnsson.
Birgir Finnsson
Birgir Finnsson, fyrrv.
alþingisforseti, Háaleitis-
braut 20, Reykjavík, verð-
ur áttræður á annan í
hvítasunnu.
Starfsferill
Birgir fæddist á Akur-
eyri en flutti með foreldr-
um sínum til Ísaíjarðar
1920. Hann lauk stúdents-
prófi frá MA 1937 og
stundaði nám i hagfræði
við Háskólann í Stokk-
hólmi 1937-39.
Birgir annaðist afgreiðslu fisk-
flutningaskipa til Englands 1939-45,
sá um útgerð og síldarsöltun á
Siglufirði fyrir Samvinnufélag ís-
fírðinga 1937-55, var framkvæmda-
stjóri þess 1945-61 er félagið hætti
störfum og var umboðsmaður
Brunabótafélags Islands 1954-70.
Hann flutti til Reykjavíkur 1971 og
starfaði þar við endurskoðun til
1993.
Birgir sat í bæjar-
stjóm á ísafirði
1942-66, var forseti
bæjarstjómar
1952-62, og var alþm.
1959-71, þar af forseti
sameinaðs þings
1963-71.
Birgir starfaði í at-
vinnutækj anefnd
1956-61, sat í stjórn
Samábyrgðar íslands
á fiskiskipum
1967-86, sat lengi 1
síldarútvegsnefnd og
var formaður hennar
1968-73 og 1981-84, sat á allsherjar-
þingi SÞ 1961 og 1971 og sat fundi
Þingmannasamtaka Norður- Atl-
antshafsríkjanna 1966, 1967 og 1969.
Þá sat hann í fjölda stjómskipaðra
nefnda.
Fjölskylda
Birgir kvæntist 14.10. 1944 Arn-
dísi Ámadóttur, f. 22.5. 1921, hús-
móður. Hún er dóttir Áma Ólafs-
sonar, húsasmíðameistara á ísa-
firði, og Málfríðar Jónsdóttur hús-
móður.
Böm Birgis og Arndísar era Auð-
ur Birgisdóttir, f. 13.2. 1945, deildar-
stjóri á Ferðaskrifstofu íslands í
Reykjavík, gift Páli Skúlasyni, verð-
andi háskólarektor; Finnur Birgis-
son, f. 7.6.1946, arkitekt á Akureyri,
kvæntur Sigurbjörgu Pálsdóttur
bókaverði; Arndís Birgisdóttir, f.
10.7. 1948, starfsmaður Pósts og
síma í Reykjavík; Bjöm Birgisson,
f. 25.4. 1951, kennari og umboðsmað-
ur í Grindavík, kvæntur Ingibjörgu
Gunnlaugsdóttur.
Systkini Birgis: Þuríður Finns-
dóttir, f. 1915, nú látin, húsmóðir I
Reykjavík, var gift Snorra Hall-
grímssyni læknaprófessor; Ásta
Finnsdóttir, f. 1919, húsmóðir í
Reykjavík, en hún starfrækti lengi
verslun i Reykjavík, ásamt manni
sínum, Ragnari Jóhannssyni; Ingi-
björg Finnsdóttir, f. 1921, fyrrv.
verslunarstjóri á ísafirði; Finnur
Birgir Finnsson.
Finnsson, f. 1923, lengst af kennari á
ísafirði, nú búsettur í Reykjavík, en
kona hans er María Gunnarsdóttir;
Jón Finnsson, f. 1926, hrl., búsettur
í Hafnarfirði, kvæntur Kristbjörgu
Jakobsdóttur.
Foreldrar Birgis voru Finnur
Jónsson, f. 28.9. 1894, d. 30.12. 1951,
félags- og dómsmálaráðherra, og
Auður Sigurgeirsdóttir, f. 2.4. 1888,
d. 20.6. 1935, húsmóðir.
Ætt
Finnur var sonur Jóns, b. á Harð-
bak á Sléttu, Friðfinnssonar, b. á
Barði á Akureyri, Jósefssonar. Móð-
ir Finns var Þuríður Sesselja Sig-
urðardóttir, b. í Miðkoti í Svarfað-
ardal, Jónssonar.
Auður var dóttir Sigurgeirs, b. á -
Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, Ind-
riðasonar og Friðriku Magnúsdótt-
ur.
Birgir er í útlöndum um þessar
mundir.
Sigrún Gissurardóttir
1
i
i
Sigrún Gissurardóttir húsmóðir,
Grjótaseli 3, Reykjavík, er sextug í
dag.
Sigrún fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Auk húsmóðurstarfa
var Sigrún læknaritari um skeið,
var ritari við elliheimilið Grund og
á Droplaugarstöðum. Þá rak hún,
ásamt mágkonu sinni, hannyrða-
verslunina Satúrnus hf. en hætti
því af heilsufarsástæðum.
Sigrún hefur starfað mikið í góð-
templarareglunni í Reykjavík og
var lengi gæslumaður barna-
stúkunnar Æskunnar i Reykjavík.
Fjölskylda
Sigrún giftist 17.5. 1955 Sigurði
Þór Jörgenssyni, f. 13.5. 1931, við-
skíptafræðingi. Hann er sonur
Jörgens Guðna Þorbergssonar, f.
6.12. 1900, d. 16.9. 1986, tollvarðar í
Reykjavík, og Laufeyjar Jónsdótt-
ur, f. 18.6. 1902, d. 26.11. 1980, hús-
móður.
Börn Sigrúnar og Sigurðar em
Guðni Þór Sigurðsson, f. 6.3. 1967,
verslunarmaður í Reykjavík, en
sambýliskona hans er Guðlaug
Guðjónsdóttir garðyrkjufræðingur;
Sigþrúður Sigurðardóttir, f. 14.6.
1972, sölufulltrúi Pósts og sima á
Akureyri, en sambýlismaður henn-
ar er Ómar Þór Júlíusson vélstjóri.
Systir Sigrúnar: Bryndís Gissur-
ardóttir, f. 18.2. 1939, d. 9.9. 1948.
Hálfsystkini Sigrúnar, sam-
mæðra, eru Pétur Kristjónsson, f.
23.4. 1926, bifreiðastjóri, nú búsett-
ur í Svíþjóð; Guðbjörg Sigríður
Kristjónsdóttir, f. 7.5. 1928, húsmóð-
ir í Mosfellsbæ.
Fóstursystir Sigrúnar er Margrét
Gunnlaugsdóttir, f. 5.4. 1927, hús-
móðir í Reykjavík, en
Margrét er systurdóttir
Gissurar, foður Sigrún-
ar.
Foreldrar Sigrúnar
vom Gissur Pálsson, f.
13.12. 1909, d. 17.9. 1994,
rafvirkjameistari og
ljósameistari Leikfélags
Reykjavíkur, og Sig-
þrúður Pétursdóttir, f.
26.1. 1901, d. 14.5. 1977,
húsmóðir í Reykjavík.
Ætt
Gissur var bróðir Gyðríðar, móð-
ur Jóns Helgasonar, fyrrv. ráð-
herra, og bróðir Guðrúnar, móður
Gunnars, forstjóra Einkaleyfisskrif-
stofunnar, Lofts sagnfræðings og
Hjörleifs alþm. Guttormssona. Giss-
ur var sonur Páls, b. í Þykkvabæ,
Sigurðssonar, b. þar, Sigurðssonar.
Móðir Páls var Guðríð-
ur Bjarnadóttir.
Móðir Gissurar var
Margrét Elíasdóttir, b.
á Syðri-Steinsmýri,
Gissurarsonar, og Gyð-
ríðar Þórhallsdóttur.
Sigþrúður var dóttir
Péturs, verkstjóra og
steinsmiðs í Reykjavík,
Þorsteinssonar, b. á
Högnastöðum í Staf-
holtstungum, Péturs-
sonar. Móðir Péturs
steinsmiðs var Sigríður
Magnúsdóttir.
Móðir Sigþrúðar var Kristín Sig-
urðardóttir, b. á Saurhóli við Eyja-
fjörð, Ólafssonar og Sesselju Jónas- <
dóttur.
Sigrún og Sigurður taka á móti
gestum í Safnaðarheimili Bústaða-
kirkju laugardaginn 17.5. kl. 11.30.
Sigrún Gissurardóttir.