Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Qupperneq 49
JOV LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997
gsonn 57
Mótettukórinn syngur í Haligrímskirkju
annan dag hvítasunnu.
Afmælistónleikar
Mótettukórsins
Annan dag hvítasunnu heldur
Mótettukór Hallgrímskirkju upp á 15
ára starfsafinæli sitt meö veglegum
tónleikum á Kirkjulistahátíð 1997. Á
tónleikaskránni er meöal annar nýtt
kórverk eftir Hróðmar Inga Sigur-
bjömsson sem kallast Sálmur 104.
Stjómandi Mótettukórsins er Höröur
Áskelsson. Tónleikarnir hefjast kl. 17.
Tónleikar
Verk fyrir kvæðamann, fiðlu og orgel
Fyrstu tónleikar Kirkjulistahá-
tíðar verða haldnir á morgun í
Hallgrímskirkju. Þar koma fram
Halvor Hákanes kvæðamaður, Per
S. Bjorkum fiðluleikari og Káre
Nordstoga organisti. Halvor er
Lærður silfursmiður en hefur eink-
um getið sér frægð í sínu heima-
Landi fyrir þjóðlagasöng og syngur
hann að hætti Þelamerkurbúa.
Hann syngur Draumkvæðið sem er
norskt leiðslukvæði frá miðöldum.
Nemendasýning
Vorsýning Myndlistarskólans á
Akureyri hefst í dag og stendur yfir
tO mánudags. Sýningin er í skóia-
húsinu við Kaupvangsstræti og
verður opin kl. 14-18. Vorsýning
skólans er á hverju ári hápunktur-
inn í starfi skólans. Þar gefst gest-
um kostur á að líta þverskurðinn af
því mikla starfi sem unnið er í hon-
um. Nú í vetur voru nemendur skól-
ans alls um 350 að tölu og þar af
vora 39 í dagdeildum skólans.
Sýningar
Smíðaval - sýning
Nemendur smíðavalss KHÍ era
með sýningu á viðfangsefnum vetr-
arins í dag kl. 11-16 í Listhúsi KHI,
Skipholti 37. Sýningin hófst i gær.
Smíðar er valfag við Kennarahá-
skólann og hentar þeim vel er vilja
takast á við smiðakennslu i grann-
skóla. í húsnæði smíðavals er góð
aðstaða til ástundunar flestar
smíðagreina, bekkjarsalur með hef-
ilbekkjum, helstu handverkfærum
og rafmagnsverkfærum, vélasalur,
málmsmíðastofa og stofa þar sem
fram fara fyrirlestrar, teikni- og
hönnunarvinna svo eitthvað sé
talið upp. Nemendur hafa frelsi í
efnisvali og mótun þeirra verkefiia
sem þeir taka sér fyrir hendur. ÖLl
eru verkefiiin eigin hönnun nem-
enda.
Mjallhvít í Ævintýra-
Kringlunni
í dag, klukkan 14.30, sýnir
Furðuleikhúsið leikritið Mjallhvít
og dvergamir sjö. Verður vafa-
laust líf og fjör því krakkarnir fá
að taka virkan þátt í sýningunni.
Samkomur
Matjurtir
Gunnþór Guðflnnsson mun
fjalla um matjurtir i heimilisgarð-
inum í Fjölbrautaskóla Sauðár-
króks kl. 13 í dag.
Komið og dansið á Austurlandi
eru samtök sem standa fyrir
dansleik í Hótel Valaskjálf, Egils-
stöðum, i kvöld. Danshljómsveit
Friðjóns Jóhannssonar leikur fyr-
ir dansi.
Hlýnar fyrir norðan
Yfir norðausturströnd Grænlands
er 1.032 mb hæð en 996 mb lægð um
700 km suðsuðvestur af Reykjanesi
þokast norðvestur og síðan vestur.
Veðrið í dag
Það ætti að sjást til sólar á Norð-
urlandi í dag og þar verður hið
sæmilegasta veður ef miðað er við
síðustu daga og allt að tíu stiga hiti.
Á Austurlandi þurfa þeir að bíða
enn um sinn eftir góða veðrinu. I
dag er spáð austankalda. Það mun
rigna eitthvað á Sunnlendinga. Heit-
ast verður á Suðvesturlandi og get-
ur hitinn farið upp í tólf stig á höf-
uðborgarsvæðinu.
Sólarlag í Reykjavík: 22.44
Sólarupprás á morgun: 04.03
Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.34
Árdegisflóð á morgun: 03.45
Veðrið kl. 12 á hádegi í gær:
Akureyri skýjaö 8
Akurnes rigning 5
Bergsstaóir alskýjaö 5
Bolungarvík alskýjaö 5
Egilsstaöir skýjaö 5
Keflavíkurflugv. rigning 7
Kirkjubkl. rigning 5
Raufarhöfn alskýjaö 3
Reykjavík rigning og súld 7
Stórhöfói alskýjað 5
Helsinki úrkoma í grennd 15
Kaupmannah. léttskýjaó 17
Ósló skýjað 17
Stokkhólmur skýjaö 18
Þórshöfn skýjaö 9
Amsterdam mistur 21
Barcelona þokumóöa 21
Chicago heióskirt 4
Frankfurt hálfskýjaö 25
Glasgow skýjaö 17
Hamborg skýjað 21
London mistur 18
Lúxemborg þokumóöa 22
Malaga skýjað 17
Mallorca skýjað 22
París skýjaö 27
Róm þokumóöa 26
New York hálfskýjaó 12
Orlando heiöskírt 22
Nuuk slydda 0
Vín léttskýjaó 27
Washington skýjaö 10
Winnipeg heiöskírt 3
Hin skemmtilega stuðhljóm-
sveit, Sniglabandið, er nú stödd í
Vestmannaeyjum og skemmti
Eyjamönnum í gærkvöld á Höfð-
anum. Annað kvöld mun Snigla-
bandið leika á sama stað. Snigla-
bandið er þekkt fyrir líflega fram-
komu og heldur yfirleitt uppi
miklum dampi og er ekki að efa að
Eyjamenn kunna að meta Snigl-
ana.
Hvítasunnuhátíð R-listans
Borgarstjórinn í Reykjavík og
borgarfulltrúar bjóða til hvita-
Skemmtanir
sunnuhátíðar á Hótel Borg annan
dag hvítasunnu, 19. maí. Fagnað-
urinn er opinn öllu stuðningsfólki
Reykjavíkurlistans og verður boð-
ið upp á vandaöa skemmtidag-
skrá. Veislustjóri er Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri.
Meðal þeirra sem koma fram
eru sönghópurinn Emil og Anna
Sigga sem flytja þjóðlög, Jóhannes
Kristjánsson eftirherma, sem mun
bregða sér á borgarstjórnarfund,
Sniglabandið skemmtir Vestmannaeyingum annað kvöld.
Margrét Pálmadóttir og HaUdór
Gunnarsson munu standa fyrir
fjöldasöng og hljómsveitin Rússí-
banamir mun leika fyrir dansi.
Áður en það verður mun sveitin
leika undir hjá dansparinu Hany
Hadaya og Bryndísi Halldórsdótt-
ur.
Fjárstofn Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
I
Erótísk atriði í Crash hafa vakið
athyglí og umtal.
Árekstrar og kynlíf
Laugarásbíó hefur sýnt að und-
anfómu hina umdeildu kvik-
mynd Davids Cronenbergs,
Crash. Aðalpersónurnar em aug-
lýsingamaðurinn James Ballard
og eiginkona hans, Catherine. Á
yfirborðinu eru þau ósköp venju-
legt millistéttarfólk, en bæði eru
haldin komplexum gagnvart kyn-
lífl. Kvöld eitt lenda þau í
árekstri og slysi sem nærri kost-
ar Ballard lifið, en svo einkenni-
lega vill til að Ballard upplifir á
hættuaugnabliki samband hættu,
kynlífs og dauða. í framhaldi af
kynnum hjónanna og vísinda-
mannsins Vaughans og fómar-
lambs bílslyss, Catherine, upp-
götva hjónin nýjar leiðir til að tjá
sig í kynlífmu.
Kvikmyndir
í aðalhlutverkum eru James
Spader, Holly Hunter, Deborah
Unger, Rosanna Arquette og Elias
Koteas.
Nýjar myndir:
Háskólabíó: Return of the Jedi
Laugarásbíó: Lygari, lygari
Kringlubíó: Veislan mikla
Saga-bió: Lesið í snjóinn
Bíóhöllin: Michael
Bióborgin: Tveir dagar í dalnum
Regnboginn: Basquiat
Stjörnubíó: Svindlið mikla
Fótbolti og golf
íslandsmótið í knattspyrnu
hefst annan í hvítasunnu og eru
sjálfsagt margir orðnir spenntir
fyrir því að sjá boltann rúlla í
móti sem örugglega verður spenn-
andi. Fimm leikir eru fyrirhugað-
ir, Skallgrímur-Leiftur og Valur
-Grindvík leika kl. 16. Kl. 20 leika
ÍBV-ÍA, Keflavik-Fram og KR-
Stjarnan.
jþróttir
Með hvitasunnunni má segja að
golfvertíð keppnismanna í golfi
heíjist fyrir alvöru. Nú er búið að
stofna til íslensku mótaraðarinn-
ar og er fyrsta mótið um helgina í
Vestmannaeyjum. Þar munu allir
sterkustu kylfingar landsins
mæta til leiks. Fleiri mót eru fyr-
irhuguð, opið mót verður haldið á
' Keilisvellinum í Hafnarfirði á
annan dag hvítasunnu. Sama dag
verður fyrsta opna mótið í Grafar-
holti er það Opna Diletto mótið
\ sem eingöngu er fyrir kvenfólk.
Þá má geta þess að á morgun
verður fjölskylduhlaup á Húna-
vökunni og er hægt að velja um
tvær vegalengdir.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 132
16.05.1997 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollqengi
Dollar 69,980 70,340 71,810
Pund 114,920 115,500 116,580
Kan. dollar 50,970 51,290 51,360
Dönsk kr. 10,8130 10,8700 10,8940
Norsk kr 9,9100 9,9640 10,1310
Sænsk kr. 9,1960 9,2460 9,2080
Fi. mark 13,6360 13,7160 13,8070
Fra. franki 12,2260 12,2960 12,3030
Belg. franki 1,9934 2,0054 2,0108
Sviss. franki 48,8800 49,1500 48,7600
Holl. gyllini 36,6200 36,8400 36,8800
Þýskt mark 41,1900 41,4000 41,4700
ít. lira 0,04176 0,04202 0,04181
Aust. sch. 5,8490 5,8850 5,8940
Port. escudo 0,4078 0,4104 0,4138
Spá. peseti 0,4879 0,4909 0,4921
Jap. yen 0,60450 0,60820 0,56680
írskt pund 106,800 107,470 110,700
SDR 96,99000 97,58000 97,97000
ECU 80,3700 80,8500 80,9400
Simsvari vegna gengisskráningar 5623270