Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Side 7
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997
7
Fréttir
Mat á fiskistofnum gagnrýnt:
Spálíkön fiski-
fræðinga falsanir
- segir Kristinn Pétursson
„Spálíkön fiskifræðinga eru
hreinar falsanir. Ég hef bent á það í
mörg ár og þess vegna er þaö hval-
reki fyrir okkur sem gagnrýnum
þessi spálikön að forstjóri norsku
Hafrannsóknastofnunarinnar skuli
hafa bæst í hópinn," segir Kristinn
Pétursson, fiskverkandi á Bakka-
firði, um þá ósk Roald Waage, for-
stjóra norsku Hafrannsóknarstofh-
unarinnar, að endurskoðaðar verði
aðferðir og útreikningar við mat á
stærð þorskstofnsins.
Kristinn, sem um árabil hefur
skoðað gögn um fiskifræði, segir að
sagan sýni röð mistaka í stofhmati á
þorski í Barentshafi og á því hafi
Norðmenn áttað sig.
.„Á árabilinu 1985 til 1988 féll
vaxtahraði á 6 ára þorski í Barents-
hafi um 68 prósent. Skilgreining
spálíkansins var sú að fiskiskipa-
flotinn hefði drepið fiskinn með of-
veiði. Auglóst má vera að hungur
hafi herjað á stofninn í Barentshafi
á þessu tiltekna tímabili. Það er
eina rétta skýringin að mínu mati
en ofveiðikenningin er tilraun til
hreinnar fölsunar,“ segir Kristinn.
Hann segir að á árinu 1992 hafi
þorskurinn aftur náð fyrri vaxta-
hraða. Síðan hafi vaxtahraðinn fall-
ið á ný árið 1995 um 45 prósent.
„Veiðiráðgjafar áttu að vita að
ástand í lífríki Barentshafsins væri
á niðurleið á þessum tímapunkti.
Þetta hefðu þeir mátt sjá á því að
vöxturinn hægði á sér. Samkvæmt
grundvallaratriðum í fiskilíffræði
er skilgreiningin ofveiði hrein fols-
un þegar vaxtahraði er á niðurleið,"
segir Kristinn.
Hann segir að hliðstæð vandamál
eigi sér stað hvað varðar fiskveiði-
ráðgjöf á íslandsmiðum.
„Árið 1980 til 1983 féll vaxtahraði
þorsks á íslandsmiðum um 30 til 50
prósent. Skilgreining Hafró um of-
veiði er sögufolsun af sama toga og
gerst hefur varðandi Barentshafið.
Fari menn ekki að vakna hér til vit-
undar um raunveruleikann í hafinu
þá þarf hið fyrsta að láta fara fram
opinbera rannsókn á þessum skelfi-
legu vinnubrögðum," segir Krist-
inn. -rt
Jón Eyjólfsson, yfirvélstjóri á Stefni, á tali við Sigríði Bragadóttur verk-
fallsvörð. DV-mynd E.ÓL
Yfirvélstjóri á togaranum Stefni:
Verkafólk sjaldnast
staðið með sjómönnum
„Landverkafólk hefur sjaldnast
staðið með okkur sjómönnum þegar
við höfum átt í kjaradeilum. Ég hef
þó samúð með þeim,“ sagði Jón Eyj-
ólfsson, yfirvélstjóri á ísfisktogaran-
um Stefni ÍS.
Vestfirskir verkfallsverðir kvört-
uöu undan því að sjómenn á vest-
firskum skipum sýndu aðgerðum
þeirra takmarkaðan skilning. Jafn-
vel væru dæmi um að þeir hefðu
veist að þeim í stað þess að styðja.
Þegar DV ræddi við Jón Eyjólfsson
heyrðu verkfallsverðir á mál hans
og nokkrar ýfingar urðu milli
þeirra og hans. Verkfallsverðimir
héldu því fram að það væri
„kjaftæði" að landverkafólk hefði
ekki staðið með sjómönnum. Jón
hafði aftur efasemdir um að neyð
ræki alla í verkfallsvörslu. „Aðal-
verkfallsvörðurinn þeirra er sjálfur
atvinnurekandi. Hann starfar við
kleinugerð, að því er mér skilst.
Þetta er því ekkert einfalt mál,“ seg-
ir Jón. -rt
Vestfjarðaverkfall:
Ótti um langtímaáhrif
DV, ísafjaxðarbæ:
Nær sex vikna verkfall á Vest-
fjörðum er farið að segja verulega
til sín og þá ekki sist hjá þeim sem
verið hafa í verkfalli allan þennan
tíma. Fólk hefur þurft að búa við að
fá aðeins greiddar verkfallsbætur
sem em nálægt 12 þúsund krónum á
viku hjá þeim sem verið hafa í fullu
starfi. Endar ná því hvergi nærri
saman hjá mörgum fjölskyldum
þessa dagana og farið er að gæta
mikils óróleika.
Margir munu íhuga brottflutning
af svæðinu vegna ástandsins. Þá er
verkfallið einnig farið að hafa vem-
leg áhrif á starfsemi ýmissa fyrir-
tækja á svæðinu, eins og vélsmiðja
og annarra þjónustuaðila. Allt hefur
þetta síðan keðjuverkun í gegnum
efnahagskerfið á Vestfjörðum og
munu margir vera famir að óttast
langvarandi afleiðingar. -HK
Lögaðilar -
framtalsfrestur
Framtalsfresturfyrir lögaðila rennur út31. maí nk.
Lögaðilar hafa nú fengið sent áritað nýtt skattframtal
rekstraraðila RSK 1.04. í ár geta lögaðilar valið um
hvort þeir telja fram með sama hætti og áður eða telja
fram á nýja framtalsforminu RSK 1.04.
Þeir sem telja fram á RSK 1.04 geta skilað framtalinu á
tölvutæku formi með sérstöku framtalsforriti. Það fæst
afhent endurgjaldslaust hjá skattstjórum. Forritinu
fylgja leiðbeiningar um uppsetningu og notkun.
Allarfrekari upplýsingar eru veittar hjá ríkisskattstjóra
og skattstjórum.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
arfjörður - Garðabær
shrauni 11- Hafnar
Reykjavik - Kopavogur
Dalbraut 1 - Reykjavík
§ I
L^L'cILlce^L' u1LL<jl£I
Láttu senda þér heim
Komdu og sœktu
fjölskyldutilboð
18” plzza m/3 áleggsteg.
12“ hvítlauksbrauð
eða margarita,
hvítlauksolía og
2 l kók.
1.790 kr.
16“ pizza m/3 áleggsteg.
1.200 kr.
16" pizza m/2 áleggsteg.
890 kr.
18" pizza m/2 áleggsteg.
990 kr.
Ef keyptar eru tvœr pizzur
þá fœrðu 200 kr. í afslátt.
(Gitdir eingöngu ef sótt er.)
*****************
oMmH «WW
15%>
|§lá, birtingarafsláttur
Smáauglýsingar
I
550 5000