Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Page 22
34
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997
Afmæli
Bragi Michaelsson
Bragi Michaelsson, bæjarfulltrúi
í Kópavogi og umsjónar- og eftir-
litsmaður hjá Framkvæmdasýslu
ríkisins, Birkigrund 46, Kópavogi,
er fimmtugur i dag.
Starfsferill
Bragi ólst upp á Eyrarbakka til 8
ára aldurs en fór þá til dvalar að
Sveinsstöðum í ÁÍftaneshreppi tii
móðursystur sinnar, Þórdísar Sig-
urðardóttur og eiginmanns hennar,
Einars Ágústs Jónssonar. Hjá þeim
hjónum dvaldist Bragi að mestu
leyti til 17 ára aldurs, en gekk í
skóla á Eyrarbakka, í Reykjavík og
að Varmalandi í Stafholtstungum.
Bragi lauk landsprófi i Reykjavík
1964 og hóf ári seinna nám í hús-
gagnasmíði. Bragi stundaði nám ut-
anskóla við Iðnskólann í Reykjavík
1966-68 og lauk sveinsprófl í hús-
gagnasmiði í Reykjavík vorið 1969.
Einnig stundaði Bragi nám við
verkstjórafræðsluna í Reykjavík
1972 og fékk meistararéttindi sem
húsgagnasmíðameistari 1975. Bragi
starfaði hjá Kristjáni Siggeirssyni
hf. fram á mitt ár 1974. Hann var
verkstjóri í vinnslusal fyrirtæksins
frá ársbyrjun 1973 þar til hann lét af
störfum hjá fyrirtækinu. Bragi
stofnaði fyrirtækið Sívaló-húsgögn
1974 og rak það til 1977. Þá var Bragi
einn af stofnendum Bsf. Bygging í
Kópavogi og framkvæmdastjóri
þess til ársloka 1992 er
fyrirtækið hætti störf-
um. Frá 1993 hefúr Bragi
starfað sem umsjónar- og
eftirlitsmaður hjá Fram-
kvæmdasýslu ríkisins.
Bragi hefur tekið
virkan þátt í störfum
Sjálfstæðisflokksins frá
1966. Hann var í sfjórn
FUS Týs í Kópavogi
1972-77 og formaður
þess félags 1974-77.
Hann var formaður
Sjálfstæðisfélags Kópa-
vogs 1977-80, sat í stjórn fulltrúa-
ráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópa-
vogi 1972-87, átti sæti í stjórn kjör-
dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi 1983-1992 og
var formaöur stjórnarinnar 1987-92
og sat þá jafnframt í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins.
Bragi var kjörinn varabæjarfull-
trúi í Kópavogi 1974 og tók sæti í
bæjarstjórn 1975. Bragi var á ný
kjörinn varabæjarfulltrúi 1978 og
tók sæti í bæjarstjóm sama ár.
Hann hefur verið bæjarfulltrúi í
Kópavogi frá 1982. Bragi hefur set-
ið í fjölda nefnda á vegum bæjarins
og hefur m.a. verið formaður skóla-
nefndar Kópavogs frá 1990, formað-
ur fræðsluráðs Reykjaneskjördæm-
is 1986-95 og formaður stjórnar
Menntaskólans í Kópavogi 1994-96.
Bragi var varaþingmaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í
Reykj aneskj ör dæmi
1983-87 og sat á þingi 1984
og 1985. Hann var vara-
formaður ÍK í Kópavogi
og er varaformaður
knattspyrnudeildar fé-
lagsins, sat í stjóm Skóg-
ræktarfélags Kópavogs í
nokkur ár, í ritstjórn
blaðs Sambands bygging-
armanna og var ritstjóri
Voga, blaðs sjálfstæðis-
manna í Kópavogi,
1972-1987. Bragi var
einnig í stjórn Sveinafélags hús-
gagnasmiða 1971-74 og varaformað-
ur félagsins 1973-74.
Fjölskylda
Bragi kvæntist 25.12. 1965 Auði
Ingólfsdóttur frá Eskifirði. Foreldrar
Auðar eru Ingólfur Fr. Hallgríms-
son, kaupmaður og framkvæmda-
stjóri á Eskifirði, og kona hans, Ingi-
björg Jónsdóttir húsmóðir.
Synir Braga og Auöar eru Ágúst
Þór, f.15.8. 1966, umhverfis- og
æskulýðsfulltrúi á Blönduósi,
kvæntur Guðrúnu Ingu Benedikts-
dóttur, húsmóður og skrifstofu-
manni. Börn þeirra eru Arnar
Helgi og Elínborg Telma; Ingólfur,
f. 26.8. 1967, múrarameistari í Ósló,
kvæntur Helenu B. Kristinsdóttur.
Börn þeirra eru Linda Björg, Kári
Freyr og Michael; Rúnar Már, f.
6.12. 1969, B.A. í mannfræði og
starfsmaður á sambýli fatlaðra í
Reykjavík, kvæntur Þóru Ingi-
björgu Sigurjónsdóttur hjúkrunar-
fræðingi; Jón Ingvar, f. 18.2. 1978,
menntaskólanemi og hljómlistar-
maður; Gísli Örn, f. 8.4. 1984,
grunnskólanemi og nemandi við
Tónlistarskóla Kópavogs.
Systkini Braga eru Sigrún Alda,
f. 14.9. 1945, skrifstofumaður í
Kópavogi, gift Guðjóni Ágústssyni;
Sigurður, f. 20.9. 1950, bifreiðar-
stjóri í Hafnarfirði. Kona hans er
Harpa Hauksdóttir; Dagbjört, f. 1.7.
1956, sjúkraliði í Garðabæ. Hálf-
systkini Braga, sammæðra, eru
Snorri G. Tómasson, f. 13.12. 1954,
endurskoðandi í Kópavogi, kona
hans er Jóna B. Jónsdóttir; Mar-
grét Sigríður Halldórsdóttir, f. 3.5.
1957, starfsmaður Snælandsskóla 1
Kópavogi.
Foreldrar Braga eru Michael
Guðvarðarson.f.v. leigubifreiðar-
stjóri í Garðabæ og fyrrverandi
sambýliskona hans, Guðrún Sig-
urðardóttir, húsmóðir og fyrrver-
andi verkakona í Kópavogi.
Eiginkona Braga verður fimm-
tug 27.7. 1997 og í tilefni af fimm-
tugsafmælum þeirra beggja taka
þau hjón á móti vinum og vanda-
mönnum í Félagsheimili Kópavogs,
Fannborg 2, í kvöld milli kl. 20.30
og 23.30.
Bragi Michaelsson.
Kristmann Öm Magnússon
Kristmann Örn Magnússon,
stj ómarformaður PFAFF hf.,
Grandavegi 47, Reykjavík, er sex-
tugur í dag.
Starfsferill
Kristmann er fæddur og uppal-
inn í Reykjavík. Hann brautskráð-
ist frá Verslunarskóla íslands 1956
en stundaði nám í saumavélavið-
gerðum í Þýskalandi 1954, 1956 og
1958. Hann hóf starf hjá Pfaff hf.
1954, varð framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins 1964 og stjórnarformaður
þess 1994. Kristmann var formaður
félags raftækjasala 1973-77 og aftur
1983-84 og 1986. Hann sat í stjórn
Verslunarráðs íslands 1976-1996 og
í framkvæmdastjórn þess 1976-78.
Kristmann hefur einnig setið í
stjórnum ÍR, Kaupmannasamtaka
íslands, íslenskrar verslunar og
Veiðifélags Norðurár.
Fjölskylda
Kristmann kvæntist 7.6. 1958
Hjördísi Magnúsdóttur, f. 29.1.1939.
Foreldrar hennar eru Anna Þor-
bergsdóttir og Magnús Benjamíns-
son sjómaður en fósturforeldrar
Hjördísar eru Margrét Magnúsdótt-
ir og Þorsteinn B. Jónsson málari.
Börn Kristmanns og Hjördísar
eru Magnús Ingi, f. 9.3. 1958, deild-
arstjóri þjónustusviðs
PFAFF hf., kvæntur
Kristínu Gylfadóttur, f.
16.6. 1962. Börn þeirra
eru Kristmann, f. 28.4.
1990, og Sólveig, f. 12.12.
1991; Margrét Þóra, f.
24.2. 1962, framkvæmda-
stjóri PFAFF hf., gift
Sigurjóni Frey Alfreðs-
syni, f. 20.3. 1957. Böm
þeirra eru Sindri Már, f.
22.5.1992, og Birta Dís, f.
8.5. 1995; Birgir f. 4.8.
1969, sem nýverið lauk
meistaraprófi í tölvu-
fræðum frá háskólanum í Al-
buquerque í Bandaríkjunum. Hann
Kristmann Örn
Magnússon.
fólki
er kvæntur Katrínu Sif
Michaelsdóttur, f. 28.9.
1971. Bróðir Kristmanns
er Leifur R. Magnússon,
f. 22.10. 1933, fram-
kvæmdastjóri þróunar-
sviðs Flugleiða.
Foreldrar Kristmanns
voru Magnús Þorgeirs-
son, f. 23.1. 1902, d. 26.10.
1983, framkvæmdastjóri í
Reykjavík, og kona hans
Ingibjörg Kaldal Jónsdótt
ir, f. 19.11. 1903, d. 31.7
1986, húsmóðir. Krist
mann dvelur hjá vina
í Sviss á afmælisdaginn.
Fréttir
Snæfellsbær:
Miklar vikurframkvæmdir
DV, Vesturlandi:
„Hér hafa verið í gangi miklar
framkvæmdir vegna umsvifa Nesvik-
urs varðandi vikurvinnslu og full-
vinnslu vikurs til útflutnings frá
Snæfellsnesi," sagði Guðjón Peters-
en, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, við DV.
„Steypt hefur verið stórt athafna-
svæði við Rifshöfn og verið er að
undirbúa komu flokkunarverksmiðju
frá Nesvikri. Hún verður staðsett á
breiðinni svokallaðri i námunda við
flugvöllinn á Rifi. Reiknað er með að
verksmiðjan skapi á annan tug at-
vinnutækifæra.
Atvinnuástandið hefur verið í
daprari kantinum hér að undan-
fómu. Segja má að það hafi verið 42
á atvinnuleysisskrá 1. mars. Það er
þó að lagast talsvert og tölumar
orðnar lægri nú,“ sagði Guðjón.-DVÓ
Aðalfundur
Aðalfundur íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík
verður haldinn í íþróttahúsi félagsins að Hátúni
14, laugardaginn 31. maí 1997 kl 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
í kaffíhléi verður verðlaunaafhending.
Stjórnin
Stúlkurnar sem skipa knattspyrnuliö menntaskólans. DV-mynd Sigrún
Egilsstaöir:
Uppskeruhátíð menntaskólans
DV, Egilsstöðum:
„Þið hafið verið skólanum og
byggðarlaginu til sóma bæði á sviði
menningar og íþrótta," sagði Helgi
Halldórsson, bæjarstjóri á Egilsstöð-
um, á • uppskeruhátíð Menntaskól-
ans fyrir nokkru. Það voru orð að
sönnu því nemendur skólans á Eg-
ilsstöðum hafa náð langt á mörgum
sviðum í vetur og félagslíf verið
með miklum blóma.
Boðið var til fagnaðar í skólan-
um. Helgi Ómar Bragason skóla-
meistari ávarpaði nemendur og
Bjami Þór Sigurðsson, kennari og
félagsmálastjóri, afhenti nemendum
viðurkenningar fyrir góða frammi-
stöðu. Viðurkenningu hlutu knatt-
spymulið kvenna sem vann keppni
framhaldsskóla, körfuboltalið karla
sem varð í 2. sæti í framhaldsskóla-
keppninni, keppendur í mælskulist
sem komust í undanúrslit, eins og
piltamir sem kepptu í spurninga-
keppni skólanna, og þeir fengu
einnig bókagjöf frá Guðjóni Sveins-
syni, rithöfundi á Breiðdalsvík,
leikfélag skólans sem setti upp
frumsamið leikverk ásamt leikfélagi
Fljótsdalshéraðs.
Helgi Halldórsson bæjarstjóri
færði nemendafélaginu að gjöf tvö
málverk eftir einn nemanda skól-
ans, Katrínu Sigurbjörnsdóttur.
Hún hélt nýlega sína fyrstu einka-
sýningu sem vakti verðskuldaða at-
hygli. -SB
Til hamingju
með afmælið
30. maí
85 ára
Sigurrós Guðbjartsdóttir,
Jökulgrunni 1, Reykjavík.
Fanney I. Guðmundsdóttir,
Sléttuvegi 17, Reykjavík.
80 ára
Soffía Sigfinnsdóttir,
Austurbrún 4, Reykjavik.
Sigurður Lárusson,
Fannborg 8, Kópavogi.
75 ára
Ari Hálfdánarson,
Garðsbrún 4, Höfn í Horna-
firði.
70 ára
Hannes Arason,
Suðurbyggð 21, Akureyri.
Vilhjálmur Grímur Skúla-
son,
Arnarhrauni 30, Hafnarfirði.
60 ára
Magnús Gíslason,
Knarrarbergi 6, Þorlákshöfh.
50 ára
Ágúst Árnason,
Faxabraut 36b, Keflavik.
Halldór Ásgeirsson verslun-
armaður,
Vestursíðu
lOg, Akur-
eyri. Hann
tekur á móti
vinum og
vandamönn-
um laugar-
daginn 31.5. í
sumarbústað
fjölskyldunnar að Hamragili í
landi Víðifells í Fnjóskadal.
Sigríður Þ. Friðgeirsdóttir,
Hólabergi 64, Reykjavík.
Sigurður Sumarliðason mat-
reiðslumeist-
ari, Arnar-
holti á Kjal-
arnesi. Hann
tekur á móti
gestum á af-
mælisdaginn
í félagsheim-
ili Vals að
Hlíðarenda
kl. 20.
Arnþrúður Halldórsdóttir,
Hléskógum 18, Reykjavik.
Sigríður Mjöll Einarsdóttir,
Eyjum, Breiðdalshreppi.
Einar Ámason,
Langagerði, Hvolhreppi.
Ketill Tryggvason,
Hrísateig 45, Reykjavík.
40 ára
Kolbrún Sveinsdóttir,
Norður-Reykjum, Hálsa-
hreppi.
Elín Inga Ólafsdóttir,
Eyrarholti 5, Hafharfirði.
Gestur Bragi Magnússon,
Skógarhjalla 13, Kópavogi.
Ásgerður Hlinadóttir,
Skaftárvöllum 6, Kirkjubæjar-
klaustri.
Sigriður Aðalbjömsdóttir,
Bylgjubyggð 11, Ólafsfirði.
Fanney Þórhallsdóttir,
Vesturbraut 15, Höfn í Horna-
firði.
Helga Kristleifsdóttir,
Klausturhvammi 16, Hafnar-
firði.