Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1997, Blaðsíða 10
io mennmg
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1997 JLlV
„Við erum að lenda
í árekstri, hugsaði ég.
Nú er allt búið. Ég var
gjörsamlega hjálpar-
vana.“ Þannig segir
bandaríski flugstjór-
inn Johns Blumentritt
frá þegar íjarlægðar-
mælir hans sýndi að
þyrla hans og þyrla
Jim Sills voru komnar
á árekstrarpunkt I
engu skyggni í mynni
Mjóafjarðar að kveldi
10. janúar 1994. Þá
voru tvær þyrlur
Vamarliðsins að koma frá Vöðlavík
með sex skipsbrotsmenn sem þeir höfðu
bjargað við illan leik af strönduðum
Goðanum úr ólgandi hafróti víkurinnar.
Frásögnin kom út í heild sinni í Út-
kalls-bók Óttars Sveinssonar 1995. Sag-
an er nú komin út breytt og endurbætt
á ensku. Hún heitir Impossible Rescues
í þýðingu Bemards Scudders í samráði
við flugstjórana Jim Sills og John Blu-
mentritt. Frásögn Páls Halldórssonar,
þyrluflugstjóra Landhelgisgæslunnar,
hefur verið bætt við söguna.
„Frásögnin hefst þegar björgunar-
skipið Goðinn strandaði í Vöðlavík við
björgun Bergvíkur VE,“ segir Óttar
Sveinsson, höfundur Útkallsbókanna.
„Tvö brot riðu yfir Goðann með þeim af-
leiðingum aö stýrimaðurinn fór fyrir
borð, háturinn strandaði og varð með
öllu sambandslaus. Þeir skipbrotsmenn-
imir sem eftir urðu héldu til uppi á brú-
arþakinu í 11 vindstigum, ágjöf og
myrkri. Stýrimaðurinn drukknaði.
Björgunarmenn í landi urðu ekki varir
við slysið fyrr en i birtingu 3-4 timum
seinna."
.1
Frá slysstaö f Vöölavík í janúar 1994.
Óttar Sveinsson höfundur og Páll
Halldörsson flugstjóri viö TF-SIF. Páll
varö aö snúa þyrlunni frá vegna veöurs
þegar slysiö varö í Vöölavík.
Tveimur vélum snúiö viö
„Þyrla var kölluð á vettvang en TF-SIF,
sem þá var stærsta þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, varö að snúa frá við Ölfusárósa
vegna ofsaveðurs.
Tvær þyrlur Vamar-
bðsins ásamt1
Herkúles birgðavél1
héldu einnig á vettvang1
en birgðavélin varð frá
að hverfa vegna bilunar.
Eftir sögulega björgim
í Vöðlavík, sem var bæði
erfið og hættuleg, var
ljóst að flytja varð tvo
skipverja á sjúkrahús.
Þá var haldið áfram og
flogið með nætur-
sjónauka til Norðfjarðar.
Vegna misskilnings
fúndu flugmennimir ekki Neskaupstað og
flugu inn Mjóafjörð þar sem htlu munaði
að þyrlumar lentu saman í myrkri og
snjókomu. Stuttu síðar nær hvolfdi
annarri vélinni.
Lokaákvörðun flugmannanna var að
lenda bara einhvers staðar þar sem þeir
héldu möguleika á lendingu. Einbeiting
þeirra var þá á þrotum. Lendingarstaður
þyrlanna var bílastæði á Neskaupstað þar
sem byggingar vom í eins metra fjarlægð
frá þyrluspöðunum," segir Óttar.
Björgunarleiðangurinn var hin mesta
tvísýna og flugmennimir urrnu mikla
hetjudáð við björgunina. Afrekið hefúr
hlotið fjölda viðurkenninga í Bandaríkjun-
um. Hún telst nú vera merkasta og
virtasta björgunin í 50 ára sögu banda-
ríska flugflotans.
Flugmennimir Blumentritt og Sills
starfa nú sem kennarar flughersins á Flór-
ída og njóta þar skaplegri veðurskilyrða
en þeir fengu að kynnast hér á landi.
íslenska bókaútgáfan gefur út Impossi-
ble Rescues um Vöðlavíkurbjörgunina á
ensku. Bókin er komin í dreifmgu hér á
landi og hefúr verið send til Bandaríkj-
anna og víðar til kynningar. -ST
Bókaútgáfa að sumrinu
Social Care Services
Það er rólegt í bókaútgáfunni um þessar mundir enda
sumarleyfi hjá flestum. Þó berast meimingarsíð-
unni alltaf einhverjar fréttir af nýút-
komnum bókum reglulega.
Bókaútgáfan Iceland Review hef-
ur sent frá sér nokkrar bækur á er-
lendum tungumálum sem liklegar
em til góðra minninga um ísland.
Nýjar þýðingar á tveimur bókum út-
gáfunnar eru komnar á mark-
að. Iceland’s Treasured
Gifts of Nature, sem upphaf-
lega kom út á ensku, fæst nú
á hóram tungumálum í við-
bót, þýsku, frönsku, dönsku
og sænsku. í bókinni er farið hringinn í
kringum ísland og helstu náttúruperlum
landshlutanna lýst. Páll Ásgeir Ásgeirssson
samdi textann.
Einnig er bókin The Icelandic Horse in
the Home Country sem kom út á ensku
síðastliöið haust, komin út í þýskri þýðingu. í
henni er að finna aðgengilega kynningu á íslenska hestin-
um í heimahögum sínum. Jóhanna S. Sigþórsdóttir er höf-
undur bókarinnar. Hirðljósmyndari útgáfunnar, Páll Stef-
ánsson er höfundur ljósmynda í bókunum en þær era báö-
ar í litlu handhægu broti og kosta 980 kr. með vsk.
Saga Starfsmannafélags Reykjavíkur
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hefur gefið út
sögu félagsins i tilefni 70 ára afmælis þess á síð-
asta ári. Lýður Bjömsson ritaði söguna sem er
skipt í tvo hluta. í fyrri hluta hennar er sögð
saga félagsins frá þeim degi sem formlega var
til þess stofnað, 17. janúar 1926, til dagsins í
dag. Síðari hluti bókai’innar er ágrip af sögu
einstakra félagsdeilda, sagt er frá starfi
þeirra og þeim breytingum sem á deilda-
skipan hafa orðið.
Hátt í 200 ljósmyndfr prýða bókina.
Saga Starfsmannafélags Reykjavík-
urborgar 1926-1996 er til sölu á skrif-
stofu félagsins og kostar 1996 kr. fyrir
félagsmenn. Almennt verð er 3100 kr.
Keltar á íslandi
Á vegum Háskólaútgáfúnnar er út komið ritið Keltar á
íslandi eftir Hermann Pálsson. í ritinu er fjallað um Papa,
írska og suðureyska landnámsmenn, Kólumkilla, Kjarval
írakonung og niðja hans, vestrænar höföingjadætur sem
urðu íslenskar húsfreyjur og keltnesk mannanöfn sem for-
feður vorir báru og minnst er í fomum ritum. Ritið er 240
bls. og kostar 2.490 kr.
Vöðlavíkurbjörgunin á ensku:
Frækilegasta björgun í
50 ára sögu flughersins
Augnabliksandinn
Augnablik, Augnablik. Eitt augna-
blik er Augnablik leikhópur, síðan kór,
þá matarklúbbur og í framtiðinni stend-
ur til að fara í Augnabliksferðir um há-
lendi landsins. I augnablikinu státar
Augnabliksleikhópurinn af frumsýn-
ingu á stóra sviði Borgarleikhússins,
nýtt íslenskt verk unnið upp úr goð-
sögninni um Tristan og ísól. Þannig er
Augnabliksandinn.
Með verkinu kynntust leikhúsgestir
jafnframt nýjasta handritshöfundi og
leikstjóra landsins, Hörpu Amardóttur.
Hún er alveg eins og tviburasystir henn-
ar, Ásta Amardóttir, sem leikur ísól, í
útliti og ef maður þekkir aðra þá heils-
ar maöur báðum og þær taka undir
kveðjuna.
„Hugmyndin varð fyrst til fyrir 6
árum þegar Kristín flautuleikari, sem
vann með okkur Ástu um árið, talaði
um hvað það væri gaman að gera spuna
upp úr þessari sögu,“ segir Harpa Am-
ardóttir, aðspurð um fæðingu verksins í
spjalli við menningarsíðuna. „Þetta er
þriðja verkið sem Augnablikshópurinn
vinnur, áður höfum við gert tvö bama-
leikrit; Dimmalimm og Júlíu og Mána-
fólkiö.
Hugmyndin að Tristan og ísól lagðist
síðan í dvala þar til okkur var úthlutað-
ur styrkur fyrir 1% ári. Upp frá því tók
hópurinn að hittast
vikulega og vinna
saman í spunavinnu
út frá nokkrum þátt-
um sem urðu síðar
meginþættir sýning-
arinnar. Löngimin,
ástin, vináttan, kær-
leikur og dauðinn.
Þetta var frábært
vinnuferli og það var
frábært að búa til
sýninguna frá
granni. Ég hef hvorki
fengist við handrits-
gerð né leikstjóm
áður, þróun
viimunnar
varð bara
svona. Einn
sá um hand-
ritið en marg-
ir úr hópnum
eiga síðan senu-
texta í verkinu.1
Hvernig
valdist hópurinn
saman?
„Þetta eru allir
bestu vinir mínir
í lífi og listum,"
svaraði Harpa.
„Mér finnst frá-
bært að fá tæki-
færi til þess að
vinna með þessu
fólki sem hugsar
á sömu nótum og
ég sjálf.“
Sýningar
Augnabliks
verða aðeins 5 í
viðbót. 13. júlí
siglir Tristan
gullsmiður til
starfa í Dan-
mörku til tveggja
ára dvalar. Auk
þess er það opin-
bert að Anna
Beta Borg ætlar
einnig utan til
sögulegra sigl-
inga með sínum
betri helmingi.
Að lokum er
rétt að geta þess að
10. júlí verður hóp-
urinn með sérstaka styrktarsýningu fyr-
ir rannsóknir Brynjólfs Snorrasonar á
rafsegulmengun manna og náttúru í
Eyjafirði. Eigum við ekki bara að njóta
augnabliksins með hópnum? -ST
Ur sýningu Augnabliks á Tristan og
ísól.
Lítill kettlingur
fæddist heima
hjá Hörpu á
sama tíma og
Tristan og ísól
fæddist.
Þá bárust fréttir af útgáfu bókarinnar „Social Care
Services: The Key to the Scandinavian Welfare Model“.
Bókin fjallar um þróun félagslegrar þjónustu á Norður-
löndunum. Þróun opinberar dagvistar bama og þjónusta
við aldraöa frá seinni heimsstyijöld er megináhersla bók-
arinnar. Hún er skrifúð af fræðimönnum við háskóla alls
staðar af Norðurlöndum og er ritstýrt af prófessor Jorma
Sipilá við háskólann í Tempere. Bókin er á ensku
og fæst hjá Bóksölu stúdenta.
Skýrsla Menntaskólans í Reykjavík
Skýrsla MR fyrir skólaárin 1988-1995 er
komin út. Þar er að finna upplýsingar um
flesta þætti skólastarfs stofnunarinnar. Nöfn
nemenda, kennara, skipulag skólastarfsins,
stúdentseinkunnir nemenda, styrkveitingar
og stúdentspróf einstakra greina er á með-
al þess sem greint er frá. Steindórsprent
Gutenberg prentar skýrsluna.
Náttúruperlur fyrir börn
Tvær gullfallegar bamabækur eru komnar út frá
Máli og menningu. Þær eiga það sammerkt að vera í sér-
lega fallegu bókbandi og prýddar fjölda litljósmynda.
Pysjunætur
Bandariski náttúrufræðing-
urinn Brace McMillan sótti
efnivið sinn til Vestmannaeyja
þegar hann ritaði Pysjunætur.
Hún segir frá því þegar bömin í
Eyjum safnast saman á síðkvöld-
um í ágúst og leita að ósjálfbjarga
pysjum til að hjálpa þeim til sjávar.
Sigurður A. Magnússon þýddi
bókina sem er 32 síður. Hún er einnig
fáanleg á ensku og heitir Nights of the
Pufflings. Bókin kostar 1390 kr.
Hrauniö - jarösaga fjölskyldunnar
Guðmundur Páll Ólafsson. er höfundur texta og flestra
mynda í bókinni Hraunið - jarðsaga fjölskyldunnar. Þar
fjallar hann um myndun og mótun lands og
landnám lífvera í hrauni. Hann lýs-
ir hvemig hraun renna og
storkna í ótrúlega fjölbreyti-
legum myndum og þróun
þeirra á yfirborði jaröar.
Hraunið fæst einnig á ensku
undir heitinu Land of Lava a
Geological Saga og þá með ítar-
legri skýringartexta.
Bókin kostar 1980 kr.