Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ódýr syndakvittun Strax og bandarískir kaupsýslumenn höfðu farið gagnrýnum augum yfir smáa letrið í því samkomulagi sem fulltrúar fjörutíu ríkja Bandaríkjanna gerðu við tó- baksframleiðendur þar vestra um skaðabætur fýrir stór- fellt heilsutjón reykingamanna, birtist mat þeirra á samningnum í gengi hlutabréfa í kauphöllinni í New York: Hlutabréf tóbaksrisanna hækkuðu i verði. Þeir sem að samningunum stóðu fyrir hönd ríkjanna fjörutíu töldu það mikinn sigur, þar sem tóbaksframleið- endur viðurkenndu skaðsemi reykinga og féllust á að greiða jafnvirði 26 þúsund miUjarða íslenskra króna í bætur á 25 árum, eða um þúsimd milljarða á hverju ári að meðaltali. En fljótlega kom í ljós að með samkomulag- inu fá tóbaksrisamir mikið fýrir þessa peninga. í fýrsta lagi er augljóst að þessar bætur verða aUar í reynd greiddar af neytendum en ekki tóbaksrisunum sjálfum, sem hafa þó safnað gífurlegum auði á sölu vindlinga og annarra tóbaksvara á undanfórnum áratug- um. Alveg sérstaklega á þetta við um neytendur utan Bandaríkjanna. í öðru lagi gefur samkomulagið bandarískum tóbaks- framleiðendum eins konar veiðileyfi á aðrar þjóðir sem eru ekki eins vel í stakk búnar til að takast á við alþjóð- legu stórfyrirtækin. Þetta á ekki síst við um svonefnd þróunarríki í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku, en þar munu tóbaksrisarnir sækja fram með eiturvindlinga sína í stórauknum mæli. í þriðja lagi er bótafjárhæðin háð sölu vindlinga í Bandaríkjunum. Ef sala á vindlingum til fullorðinna fer niður fýrir meðaltal ársins 1996 fá tóbaksfýrirtækin af- slátt af bótunum. Það er því alls ekki ljóst hversu mikið af þessum peningum skilar sér á endanum. í fjórða lagi hvetur samkomulagið tóbaksframleiðend- ur til að setja á markað vindlinga sem skilgreindir verða sem „hættuminni“ en eru samt engan veginn hættulaus- ir. Ýmsar takmarkanir á sölu og auglýsingu sem gilda eiga um hefðbundna vindlinga munu ekki ná til þessar- ar nýju framleiðslu, sem gæti reynst tókbaksrisunum mikil tekjulind á komandi árum. í fimmta lagi er tóbaksframleiðendum í reynd gefnar upp sakir fýrir að hafa logið að neytendum í áratugi, einmitt þegar við blasir að fórnarlömb reykinga hafi verulega möguleika á að hafa að lokum betur fyrir bandarískum dómstólum. Margir spá því að án þessa samkomulags muni fljótlega koma til þess að sá fyrsti þeirra fjölmörgu, sem kært hafa tóbaksfyrirtæki fyrir að selja ávanabindandi vindlinga undir því yfirskini að þeir væru hættulausir, muni fara með sigur af hólmi. Með þessu samkomulagi eru tóbaksframleiðendur að kaupa sig undan slíkum dómsúrskurði í framtíðinni. Að margra mati fá þeir þá syndakvittun á spottprís, þótt þeir sem samninginn gerðu líti vafalaust svo á að sigur í dómsmáli sé sýnd veiði en ekki gefin og því betra að fá umsamda fiárhæð en ekki neitt. Til að samkomulagið í Bandaríkjunum komi til fram- kvæmda þarf það að hljóta samþykki bandarískra stjóm- valda - það er að segja bæði þings Bandaríkjanna og Bills Clintons forseta. Alls er óvíst hver verður niður- staða málsins í bandaríska þinginu. Úrslita er ekki að vænta fýrr en eftir marga mánuði. Það má hins vegar ekki bíða að íslendingar, eins og aðrar þær þjóðir sem bandaríski samningurinn gefur tó- baksframleiðendum sérstakt veiðileyfi á, undirbúi gagn- aðgerðir af sinni hálfu. Elías Snæland Jónsson Ýmislegt er nú hvíslað og skrif- að um húsbréfin! Félagsmálaráð- herra ber nú að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en meiri skaði verður gerður á húsbréfakerfinu. Spurst hefur út að taka eigi nýtt lántökugjald af bæði nýjum og „eldri húsbréfum"! Hækkað lántökugjald af nýjum bréfum er öllum skiljanleg aðgerð. Þá kostar einfaldlega meira að skipta á fasteignaveðbréfum og húsbréfum og gerir þau viðskipti að verri kosti en áður. En að taka nýtt gjald af eldri húsbréfum er einfaldlega óskiljanlegt og gæti varðað við lög sem bakreikningur. Og hvernig það á að gerast hefur ekki spurst hreint út. Á að taka gjaldið við notkun þeirra við fast- eignakaup eða hvað? Eða í hvert sinn sem það er gert? Þá erum við komin í söguna um apann sem var beðinn að skipta ostbita milli tveggja dýra. Aldrei braut hann ostbitana nákvæmlega í tvennt. Þá braut apinn alltaf lítið stykki af stærri bitanum og stakk honum upp í sig. En aldrei urðu bitarnir jafn stórir. Hver er apinn í nýju sögimni? Höfundur trúir ekki aö á Höllustööum hafi veriö rottugang aö finna þótt húsamýs væru yfirleitt í flestum útihúsum. Er rottugangur í húsum Páls? sagði ekki hreint út að málið væri úr lausu lofti gripið! Snertir fjármála- ráöuneytiö! Ekki veit höfund- ur hversu mikið allt málið hefur þegar aukið afíoll á hús- bréfum eða rýrt þau í augum almennings. Eða mun gera þvi enn þá er að vænta að fólk trúi ekki um- ræddum fréttum. En hér er um ríkis- tryggð skuldabréf að ræða og snertir trú- „Fjölmiölar hafa rætt um „heiö- ursmannasamkomulag“ á milli fé- lagsmálaráöuneytis og bankanna um máliö. Ráðherra vill ekkert kannast við það. Þýðir það að ekki sé neina heiðursmenn að fínna í sambandi við málið eða að ekki hafí verið gert neitt sam- komulag?u Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur Myndarskapur á Höllustöðum Afi höfundar þessa pistils, Jónas Kristjánsson læknir, var víðförull maður og kom eitt sinn snemma á þessari öld til Höllu- staða. í ævisögu hans er þess sér- staklega getið að HöOustaðir væru sérstakt myndarbýli og þekkti hann sjálfur tO búskapar mjög víða. Þá réðu húsum forfeður Páls. Ekki trúir höfundur að þar hafi verið rottugang að finna þótt húsa- mýs væru yfirleitt í flestum úti- húsum, jafnvel á myndarlegustu bæjum. Nú trúir höfundur ekki að þú viljir ættleri vera, PáO! Grundvöllur húsbréfakerf- isins í upphafi var gengiö út frá því aö húsbréfakerfið væri leið tO þess að láta almenning fjármagna húsa- kaup í stað hins opinbera með Húsnæðisstofnun sem miOOið. Viðskiptin skyldu tryggð með því að húsbréfin væru ríkistryggð og ígildi ríkisskuldabréfa. Þetta virtist hið besta mál. Nota mætti bréfin í viðskiptum og sem álitlegan spamaðarkost fyrir fólk til eOiáranna. Nú ganga sögusagn- ir um að rottur séu komnar í búr- ið! Eða er það kannski apinn og hver er hann þá? Fjölmiðlar hafa rætt um „heiðursmannasamkomu- lag“ á miOi félagsmálaráðuneytis og bankanna um málið. Ráðherra vill ekkert kannast við það. Þýðir það að ekki sé neina heiðursmenn að finna í sambandi við málið eða að ekki hafi verið gert neitt sam- komulag? Eða jafnvel að málið sé einhvem veginn öðruvísi? Hann verðugleika aOra ríkisskulda- bréfa. Ef löglegt er siðlaust að koma með einhverja bakreikninga af svipuðu tagi á önnur ríkisskulda- bréf og hér er um að ræða, þá er þetta mál einnig aOrar ríkisstjórn- arinnar. Hvemig væri að koma með nýtt innlausnar- gjald á ríkisskuldabréf og víxla? Enda sagði einn stjómarand- stöðuþingmaðurinn að þetta stæðist ekki. i Formaður Abl. sagði að þetta væri einfald- lega galin hugmynd. < Hún er líka of galin tO að fólk trúi þessu. Eða hvað? VOja stjómarflokkam- ir fremja pólitiskt „harakiri" rétt fyrir kosningar? Vantar peninga til reksturs Húsnæðis- , stofnunar? Ef svo er á að skera Húsnæöis- stofnun niður eða ( leggja upp með leiðir í fjármögn- un húsakosts al- mennings í upp- hafi sem standast. Ef bankakerfið viO ekki taka við hús- bréfakerfinu án þess að aukagjald verði sett á hús- ' bréf væri reynandi í að bjóða umsýsl- t una út. ' Eins og er skv. blaðafregnum virðast margir innan umræddra stofnana vera vel haldnir og ýmsir ganga sjálfala utan og innan girðingar eins og búsmali bænda! Meira þorir höfundur ekki að segja í ljósi nýlegra dóma um æru- ( meiðingar embættismanna. | Jónas Bjamason , Skoðanir annarra Stuðningur við Sophiu „Stuðningur íslenskra stjórnvalda við þetta mál er mikdl og ráðamenn hafa sýnt skdning á erfiðri stöðu Sophiu og dætra hennar. Mál af þessu tagi eru mörg þegar litið er td annarra þjóða og máli skiptir að tekið sé á grundvaOarreglum í samskiptum sem þessum á pólitískum grundvedi, þá með viðræðum ráðamanna. HaOdór Ásgrímsson fer með þetta erfiða mál fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og hefur gert það af kostgæfni og skynsemi, að mínu viti.“ Katrín Fjelsted læknir í Degi-Tímanum 1. júlí. Húsbréfin og bankarnir „Ef eitthvert vit á að vera í svona aðgerðum þá á það að leiða td lækkunar á gjöldum, aOavega að halda þeim óbreyttum. Það á ekki að koma td greina að neytendur borgi meira fyrir það eitt að færa hús- bréfin yfir til bankanna, þar sem aOs ekki er víst að þjónustan verði nokkuð betri. Ég hef efasemdir um þetta.“ Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands íslands, í Alþýðublaðinu 1. júlí. Vandað mál „Prestastefna, sem háð var á Akureyri á dögun- um, hvatti presta Þjóðkirkjunnar td að vanda málfar sitt og framburð í predikunarstóli. Þessi hvatning á rikulegt erindi við okkur öO, en ekki hvað síst við þá, sem ná eyrum þorra landsmanna í skólum og kirkjum, hljóðvarpi og sjónvarpi. Menningarlegt sjálfstæði er forsenda stjórnarfarslegs fuOveldis. Fátt er því mikdvægara en að standa trúan vörð um menningararfleifð okkar, tungu og bókmenntir." Úr forystugrein Morgunblaðsins 1. júlí. ( ( ( ( ( (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.