Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1997, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1997
9
Utlönd
Albanía:
Forsetinn víkur
úr embætti
Forseti Albaníu, Sali Berisha,
hefur ákveðið að standa við kosn-
ingaloforð sitt og víkja úr embætti
forseta þegar ný ríkisstjóm verður
mynduð i landinu. Berisha sagði
fyrir kosningar að ef flokkur hans,
Demókrataflokkurinn, tapaði í
kosningunum myndi hann segja af
sér. Þó talningu atkvæða sé enn
ekki lokið var Ijóst stuttu eftir kosn-
ingar að Sósíalistaflokkurinn hefði
farið með sigur af hólmi í þessari
fyrstu umferð kosninganna.
Núverandi ríkisstjórn landsins,
undir stjórn sósíalista, ásakar forset-
ann um að reyna að koma í veg fyr-
ir að sósíalistar taki við stjórn inn-
anríkisráðuneytisins. Það er hins
vegar mjög mikilvægt fyrir sósíalista
að hafa yfirráð yfir því ráðuneyti
eigi að takast að binda enda á þá
óöld sem rikt hefúr í landinu. Tals-
Sali Berisha, forseti Albaníu.
maður ríkisstjórnarinnar, Vladimir
Prela, sagði að Berisha forseti hefði
reynt að stöðva þau áform sósíalista
að setja sinn mann við stjórnvölinn í
innanríkisráðuneytinu.
Fréttir bárust af því á mánudag
að innanríkisráðherrann, sem var
úr röðum demókrata, hefði yfirgefið
landið eftir úrslit kosninganna. Þær
fréttir voru bomar til baka í gær og
sagði Bashkim Fino, sem nú gegnir
stöðu forsætisráðherra, að Berisha
hefði farið fram á að Belul Celo tæki
við stöðu sinni aftur en því hefði
verið hafnað. Þótt sósíalistar hafi
unnið fyrstu umferð kosninganna
þá á innanríkisráðuneytið að vera í
höndum demókrata þangað til ný
ríkisstjóm hefur verið mynduð í
landinu. Er það samkvæmt sam-
komulagi sem gert var í mars sið-
astliðnum. Reuter
Konungssinnar í Albaníu söfnuöust saman í miöborg Tirana í gær og kveiktu í kosningaspjöldum Sósíalistaflokks-
ins. Sögöu þeir aö þaö væri ekki rétt aö kjósendur heföu hafnaö því aö konungdæmið yröi endurreist. Um kosninga-
svik heföi veriö aö ræöa. Símamynd Reuter
Hóta aröbum
hertum aðgerðum
ísraelsk yfírvöld hafa boðað hert-
ar aðgerðir ísraelska hersins bæli
palestínskir ráðamenn ekki niður
ofbeldisölduna gegn ísrael á her-
teknu svæðunum.
ísraelskir hermenn svömðu i gær
Palestínumenn bera arabískan piit
sem ísraelskir hermenn skutu til
bana. Sfmamynd Reuter
grjótkasti Palestínumanna í Hebron
á Vesturbakkanum með því að
skjóta gúmmíhúðuðum málmkúlum
að þeim. Særðust 37 Palestínumenn
í skothríðinni. Á Gazasvæðinu
skutu ísraelskir hermenn til bana
arabískan ungling.
Arabar em örvæntingarfuflir
vegna tafa á friðarumræðum. Þeir
eru einnig reiðir vegna mynda sem
límdar vom á gluggarúður verslana
í Hebron á laugardaginn. Myndim-
ar sýna Múhameð spámann í svíns-
líki en svín eru óhrein í augum
múslíma.
Á meðan átökin stóðu yfir í Hebr-
on og á Gazasvæðinu átti Netanya-
hu forsætisráðherra fund með Levy
utanríkisráðherra. Levy hótað af-
sögn vegna stjómarhátta forsætis-
ráðherrans. Þykir utanríkisráðherr-
anum sem hann hafi verið snið-
genginn í málum tengdum friðar-
umleitunum. Vill hann sjálfur
stjóma friðarviðræðunum við
Palestínumenn. Talsmaðm- forsætis-
ráðherrans sagði að loknum fúndin-
um að ekki hefði tekist að jafna
ágreininginn. Ráðherramir munu
fúnda aftur til að reyna að leysa
deiluna. Reuter
Jimmy Stewart
lést úr
hjartaslagi
„Bandarikjamenn misstu þjóð-
argersemi í dag,“ sagði Bill Clin-
ton Bandaríkjaforseti er tilkynn-
ing barst í gær um að kvikmynda-
leikarinn Jimmy Stewart hefði
látist á heimili sínu úr
hjartaslagi. Hann varð 89 ára
gamall. Stewart hlaut einu sinni
óskarsverðlaun. Það var fyrir leik
í myndinni The Philadelphia
Story þar sem hann lék á móti
Katharine Hepbum. Stewart var
útnefndur til verðlaunanna fjór-
um sinnum til viðbótar. Hann lék
í yfir 80 kvikmyndum. Reuter
Sérsending af GSM-símum |
á ðtrúiegu verði!!! ■
flðeins:
stgr.
Áður kr. 34.900,-
• Fæst í fjölmörgum litum
• Þyngd 21 Og
• Símanúmera-
birting
• 70 tíma hleðsla
(200 tíma fáanleg)
• Möguleiki á fax/modem-
tengingu
fIrst
CHotc
ÖVrG^
pNILIP5
flöeíns:
stgr.
Áður kr. 59.900,-
• Þyngd 169g
• 85 tíma hleðsla (2ja vikna
hleðsla fáanleg)
• 100 númera símaskrá
• Símanúmerabirting
• Möguleiki á fax/modem-
tengingu
• Tekur bæði
stórt og lítið
símakort ^
BÚMM)
GSM-hulstur,
bílkveikjarasn
og sumarbolur.
Ómissandi í ferðalag'i
Heimilistæki hf
TÆKNI- OG TÖLVUDEILD
SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500
www.ht.is
umboðsmenn um land allt