Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1997, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1997
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1997
25
íþróttir
íþróttir
INGLAND
Dean Sturridge, einn af lykil-
mönnum Derby County, hefur
óskað eftir því að verða settur á
sölulista. Sturridge skoraði 14
mörk á síðasta tímabili fyrir fé-
lagið. Nokkur félög hafa nú þeg-
ar lýst yfir áhuga á að kaupa
leikmanninn sem er verðlagður
á 5 milljónir punda. Arsenal,
Sheffield Wednesday, Middles-
bro og Leeds hafa öll spurst fyr-
ir um leikmanninn.
Nottingham Forest, sem féll í
1. deild, keypti í gær Andy John-
son frá Norwich fyrir 2,2 milljón-
ir punda. Andy, sem á fast sæti í
21-árs landsliðinu, fer í læknis-
skoðun í dag. Þá hefur Forest
einnig keypt Alan Rogers frá
Tranmere fyrir tvær milljónir
punda.
Paul Ince gekk í gær á fund
Roy Evans, framkvæmdastjóra
Liverpool. Yfirgnæfandi líkur
eru á því að þessi 29 ára gamli
landsliðsmaður gangi í raðir
Liverpool frá Inter Milan.
Howard Kendall, stjóri Everton,
hefur óskað eftir fundi með Ince
en hann hefur látið hafa eftir sér
að hann vilji miklu fremur
ganga í raðir Liverpool.
Robbie Elliot gekk í raðir
Bolton í gær frá Newcastle fyrir
2,5 milljónir punda. Um er að
ræða metupphæð sem Bolton
hefur greitt fyrir leikmann.
Hann hefur skrifað undir samn-
ing til fjögurra ára.
Úrvalsdeild karla:
Stjaman fær
liðsauka
Stjarnan í Garðabæ hefur nú
fengið góðan liðsauka í
baráttunni á botni deildarinnar
en það eru Sumarliði Ámason
frá ÍBV og Lúðvík Jónasson sem
kominn er heim frá Þrótti R.
-ÖB
í kvöld
Sjóvá-Almennra deildin:
Skallagrímur - Stjaman . . . kl. 20.00
1. deild karla:
KA - Þróttur R . kl. 20.00
Fylkir - Þór A . kl. 20.00
2. deild karla:
Leiknir R. - Sindri . kl. 19.00
Selfoss - Ejölnir . kl. 20.00
3. deild karla:
Bruni - KSÁÁ . kl. 20.00
Haukar - Ármann . kl. 20.00
Neisti D. - Höttur . kl. 20.00
Grótta - Afturelding . kl. 20.00
Reynir Hn. - Emir í . kl. 20.00
KS - TindastóU . kl. 20.00
Keflavík og iBV:
„Áttum skilið að fá
eina vítaspyrnu"
„Ég er ósáttur við að fá ekki öll
stigin í þessum leik en við áttum
það skilið. Við vorum að spila
reglulega vel og mættum grimmir
og mjög ákveðnir til leiks. Við
ætluðum að stöðva topplið
deildarinnar og okkur fannst
kominn timi á það og vorum
hársbreidd frá því. Við nýttum
ekki færin okkar og svo áttum við
skilið að fá eina vítaspyrnu þegar
Tryggva var skellt en hann er enn
látinn líða fyrir það að hafa fiskað
víti á ólöglegan hátt í fyrstu
umferð mótsins. Hann virðist
ekki fá neitt hér eftir þó svo að
hann sé greinilega felldur," sagði
Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV,
en hann átti góðan leik.
„Hrikalega slæmt“
„Ég er ágætlega sáttur við
leikinn hjá okkur. Miðað við
aðstæður var þetta hinn besti
leikur. Auðvitaö eigum við að
klára svona leiki þegar við höfúm
undirtökin nánast allan leikinn
og það er hrikalega slæmt að fá
ekki öll stigin út úr þessu,“ sagöi
Bjami Jóhannsson, þjálfari ÍBV,
eftir leikinn.
„Dettur niður inn á milli“
„Þetta var mjög slæmt hjá
okkur og völlurinn var erfiður og
erfitt að spila. Þannig séð var gott
að ná stigi en spila illa. Það var
mjög gott að halda jöfnu og við
vorum heppnir. Þetta dettur
niður inn á milli hjá okkur en ég
vona að við hittum á góðan leik á
móti ÍA í næsta leik,“ sagði
Haukur Ingi Guðnason,
leikmaður Keflvíkinga.
„Vorum Ijónheppnir"
„Við fengum svakalegt færi um
miðjan fyrri háifleik til að komast
í 2-0. Þá hefði verið gaman að sjá
hvernig leikurinn hefði þróast.
Eftir það hættum við að spila og
hleyptum þeim of mikið inn í
leikinn. Þeir áttu dúndurleik og
við slakan leik og þvi er ég mjög
ánægður með stigið. Fram að
þessum leik erum við búnir að
vinna sex leiki verðskuldað en
þetta stig vorum við ljónheppnir
að ná í,“ sagð Gunnar Oddsson,
leikmaður og annar þjálfari
Keflvíkinga.
-ÆMK
Makan með
þrennuna
- er Leiftur vann Grindavík, 4-1
DV, Ólafsfirði:
Leiftur vann langþráðan sigur í
úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar
liðið sigraði Grindvíkinga örugg-
lega, 4-1. Það var þó ekki fýrr en í
seinni hálfleik sem Leiftursliðið fór
í gang af einhverri alvöru og sýndi
þá svo um munaði hversu megnugt
það er og gjörsamlega yflrspilaði
gestina.
Þessi sigur liðsins var síst of stór
þar sem þeim tókst að klúðra ótal
góðum færum í fyrri hálfleik og það
var aðeins á kafla í hálfleiknum
sem gestimir náðu eitthvað að
ógna. Eftir mark fljótlega f leiknum
datt leikur heimamanna aöeins nið-
ur og þeir fóru að láta dómgæsluna
fara í taugamar á sér. Grindvíking-
ar komust þá ágætlega inn í leikinn
en færin vom heimamanna. Gest-
imir jöfnuðu þó metin rétt fyrir
leikhlé úr skyndisókn eftir varnar-
mistök.
Fyrri hálfleikur reyndist síðan
bara vera lognið á undan stormin-
um því Leiftursmenn vom I nær lát-
lausri sókn allan síðari hálfleikmn
og bættu við þremur góðum mörk-
um. Þeir gáfu ekkert eftir þrátt fyr-
ir örugga forystu og gestimir
komust örsjaldan yfir miðju.
„Þetta er frábær tilfmning og lika
fyrsta þrennan á ferlinum,“ sagði
Þorvaldur Makan, leikmaður Leift-
urs, sem skoraði þrjú falleg mörk í
leiknum. Leiftursliðið lék allt mjög
vel í þessum leik en þegar 10 mínút-
ur voru eftir kom inn á í lið þeirra
Albert Arason, tvítugur Ólafsflrð-
ingur, og spilaði sinn fyrsta deildar-
leik.
Grindvíkingar börðust vel í fyrri
hálfleik en mættu ofjörlum sínum í
þeim síðari. Bestur þeirra var
Albert Sævarsson markvörður.
-HJ
Partille Cup í handbolta:
Góðir sigrar gegn
Svíþjóð og Noregi
Opna Norðurlandamótið í
handknattleik, 18 ára og yngri,
stendur nú yflr í Svíþjóð.
íslenska liðið hefur leikið þrjá
leiki á mótinu. Það tapaði fyrsta
leiknum fyrir Dönum, 28-18. í
öðru leiknum vann fsland B-lið
Svía, 26-18, og loks voru Norð-
menn lagðir að velli, 23-19. Liðið
spilar til úrslita við A-lið Svía.
Ragnar Óskarsson hefur verið
iðinn við kolann í leikjunum til
þessa og skorað 19 mörk í þrem-
ur leikjum.
-JKS
Stefán skoraði
DV, Svíþjóð:
Stefán Þórðarson skoraði
mark Öster í sænsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu í
gærkvöldi er Öster gerði
jafntefli, 1-1, gegn Ljungskile.
Stefán fékk gult spjald í
leiknum og verður í leikbanni í
næsta leik liðsins eftir sumarfrí.
-EH
Stofndeild kvenna:
Blikastúlkur
höfðu sigur
íslandsmeistarar Breiðabliks,
í efstu deild kvenna, tóku á móti
Val á Kópavogsvellinum í gær-
kvöldi. Valsstúlkur mættu
ákveðnar til leiks, spiluðu hreint
ágætlega og voru Blikar í
nokkrum vandræðum oft á tíð-
um. í fyrri hálfleik fengu bæði
lið ágæt færi en það var engu að
síður markalaust i hálfleik.
í síðari hálfleik voru það síðan
Blikastelpurnar sem nýttu færin
og skoruðu tvö mörk. Fyrst Ást-
hildur Helgadóttir á 65. mín.
með skalla og svo Erla Hendriks-
dóttir af stuttu færi á 82. mín.
Það voru hins vegar markverðir
liðanna sem stóðu upp úr í þess-
um 2-0 leik þar sem jafntefli
hefði ekki verið ósanngjamt.
-ih
OÉy ÚltVALSPEItP
Staðan i Sjóvár-Almennra deúdmni i
knattspymu eftir leikina í gærkvöld:
Keflavík 7 6
ÍBV 8 5
ÍA 8 5
Fram 8 4
KR 8 3
Leiftur 7 2
Grindavík 8 2
Valur 8 2
Skallagr. 7 1
Stjaman 7 0
1 0 12-3 19
2 1 20-6 17
1 2 14-12 16
13 9-7 13
3 2 13-7 12
3 2 11-7 9
2 4 6-13 8
1 5 7-17 7
0 6 4-12 3
2 5 3-15 2
Sverrir Sverrisson, ÍBV, sækir að Keflvíkingum en til varnar í liði þeirra eru þeir Snorri Már Jónsson og Gunnar Oddsson. Á innfelldu myndinni má sjá þá Jóhannes Ólafsson (t.v.), formann knattspyrnuráðs
IBV, og Steve Coppell, framkvæmdastjóra enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace, en hann var mættur til að fylgjast með sínum nýjasta leikmanni, Hermanni Hreiðarssyni í ÍBV.
Keflavik tapar ekki
- toppliðiö þó heppið að sleppa með stig er liðið gerði jafntefli gegn ÍBV, 1-1
DV, Suðurnesjum:
Keflvíkingar og Vestmannaeyingar
skildu jafnir, 1-1, í toppslag deildar-
innar í Keflavík í gærkvöldi. Það voru
margir sem biður eftir leiknum með
mikilli eftirvæntingu og þá sér í lagi
hvort Keflvíkingar myndu tapa sínum
fyrsta leik í sumar. Þeir voru ekki
langt frá því að tapa og geta þakkað
leikmönnum ÍBV fyrir að vera ekki á
skotskónum i leiknum en þau skot
sem komu á markið varði Ólafur
Gottskálksson. Það var mikið álag á
öftustu vöm heimamanna enda sóttu
Eyjamenn grimmt á mark þeirra.
Ef frá eru taldar fyrstu 20 mín. í
fyrri hálfleik, þegar leikurinn var í
jafnvægi en Keflvíkingar þó ívið
betri, var leikurinn hrein eign gest-
anna sem léku mjög vel þrátt fyrir erf-
iðar aðstæður og sýndu oft ágætt sam-
spil. Um Keflvíkinga má segja að það
hafi verið vamarsigur að ná stigi úr
þessum leik. Eyjamenn vom greini-
lega búnir að kortleggja lið Keflvík-
inga vel og lokuðu fyrir hættulegustu
svæði þeirra og náðu að stöðva lykil-
menn liðsins með því að dekka þá
stíft. Með sigri hefðu Eyjamenn náð
toppsætinu af Keflvíkingum en em í
stað þess tveimur stigum á eftir þeim.
í leiknum fengu Keflvíkingar óska-
byrjun og settu mark strax í upphafi
leiks. Eftir það datt leikurinn aðeins
niður og fór mest fram á milli víta-
teiganna þar sem leikmenn beggja
liða börðust af alefli um boltann en
liðin fengu þó sitt hvort dauðafærið,
Ingi Sigurðsson fyrir ÍBV og Haukur
Ingi týrir Keflvikinga, en þau
misfórast bæði. Þegar líða fór á leik-
inn fóru svo gestimir að taka hann í
sínar hendur og þyngdu sókn sína
verulega. Þeir náðu að skora mark
sem var dæmt af vegna rangstöðu og
fannst mörgum það harður dómur.
Það var síðan ekki fyrr en undir lok
fyrri hálfleiks að vörn heimamanna
varð að játa sig sigraða og Eyjamenn
jöfnuðu, eftir að hafa verið búnir að
setja boltann bæði í stöngina og
markslána.
Síðari hálfleikur var síðan algjör
einstefna af hálfu Vestmannaeyinga
og komust Keflvíkingar aðeins í örfá
skipti yflr miðju vallarins en áttu
engin marktækifæri, þvílíkir voru yf-
irburðir gestanna. Eyjamenn stjórn-
uðu leiknum eftir sínu höfði og virt-
ust heimamenn ekkert svar hafa við
spili þeirra. Gestimir fengu góð færi
til að skora og tryggja sér sigurinn en
vörn Keflvíkinga náði oftar en ekki að
reka stóru tána í boltann á síðustu
stundu og þá varði Ólafur vel og greip
vel fyrirgjafir gestanna sem fóru svo
sannarlega illa með góð marktæki-
færi sem kostaði þá tvö dýrmæt stig.
-ÆMK
y
NAFN ÞÁTTTAKANDA.
NAFN LIÐS.--------------------------NÚMER LIÐS____________
SEL LEIKMANN:
NÚMER______NAFN ____________________________VERÐ_________
KAUPI LEIKMANN:
NÚMER_____NAFN__________________________ \/FBn____________
SENT TIL: DV - ÍÞRÓTTADEILD/DRAUMALIÐ, ÞVERHOLT 11 105 REYKJAVÍK
Stærsta tap í 5 ár
- Einar Þór Daníelsson skoraði þrjú er KR vann Akranes, 4-0
„Þetta fór nú greinilega
öðruvísi en við ætluðum.
Við gefum þeim þama
óþarft mark í byrjun en
síðan kemur þessi ótrúlegi
leikþáttur dómarans í
leiknum sem hreinlega
slátrar afgangnum af
leiknum fyrir okkur. Þessi
dómgæsla í dag er alveg
hreint fyrir neðan allar
hellur. Hann gefur þeim
tvö víti, allt í einu er orðið
3-0 og erfítt að rífa sig upp
eftir það þó við höfum
reynt. Það verður þó ekk-
ert tekið af KR-ingum að
þeir léku vel og við verð-
um bara að taka næsta
leik. Það er hins vegar
erfitt fyrir okkur að spila
alltaf með dómarann sem
12. mann í hinu liðinu. KSÍ
hlýtur að fara að taka
þessi dómaramál í gegn,
þetta gengur ekki,“ sagði
Ólafur Þórðarson, fyrirliði
Islandsmeistara Skaga-
manna, svekktur eftir
slæmt tap á KR-vellinum.
Það er líklega langt síð-
an KR-ingar hafa skemmt
sér jafn vel á heimavelli
sínum og gegn Skaga-
mönnum í gærkvöldi. KR-
ingar léku skínandi vel,
menn börðust allir sem
einn út allan leikinn og
greinilegt að liðið er nú
loksins komið í gang og
þegar farið að narta í hæl-
ana á toppliðum deildar-
innar. Akurnesingar sáu
aldrei til sólar í þessum
leik, vora alltaf skrefinu á
eftir og mjög svo ólíkir
sjálfúm sér.
„Þetta var mjög ánægju-
legt. Fyrri hálfleikurinn
var mun sterkari hjá okk-
ur en ég bjóst við og bar-
áttan mikil og góð. Ég bjóst
allt eins við Skagamönn-
um svona, mér fannst ekki
sniðugt að vera með Amar
þarna inni, hefði ekki sett
hann inn í mitt lið,“ sagði
Haraldur Haraldsson,
þjálfari KR, kátur eftir
leikinn. -ÖB
Keflavík (1)1
ÍBV (1)1
1-0 Ragnar Steinarsson (9.),
þrurauskot, rétt fyrir utan teig, sláin
inn.
1-1 Steingrímur Jóhannesson
(44.), gott skot eftir sendingu frá Her-
manni Hreiðarssyni.
Lið Keflavíkur: Ólafur@® -
Snorri Már (Jakob 65.), Kristinn®,
Guðmundur@, Karl@ - Jóhann B.,
Ragnar, Eysteinn, Gunnar - Gestur,
Haukur Ingi (Guðmundur 79.).
Lið ÍBV: Gunnar® - ívar@, Her-
mann@@, Hlynur@, Hjalti@ -
Ingi, Guðni Rúnar@, Sigurvin,
Sverrir, Tryggvi - Steingrímur@
Markskot: Keflavík 5 , ÍBV 12.
Horn: Keflavík 1 , ÍBV 4.
Gul spjöld: Karl (K).
Dómari: Sæmundur Víglundsson,
sæmúegur.
Áhorfendur: Um 1100.
Skilyrði: Meiri rigning og rok eft-
ir því sem á leið og völlurinn því erf-
iður.
Maður leiksins: Hermann Hreið-
arsson, gríðarlegar sterkur og út-
sjónarsamur.
KR (3)4
ÍA (0)0
1- 0 Þorsteinn Jónsson (27.), I
með glæsúegu skoti eftir sendingu frá
Einari Þór Daníelssyni.
2- 0 Einar Þór Daníelsson (43.),
víti eftir að brotið var á honum sjáif-
um.
3- 0 Einar Þór Danlelsson (45.),
víti eftir að brotið var á Þorsteini
Jónssyni.
4- 0 Einar Þór Daníelsson (55.),
glæsúegt skot eftir góðan samleik KR-
inga.
Lið KR: Kristján® - Þormóður,
Bjarni©, Ólafur® - Sigurður Örn,
Brynjar@@, Heimir (Ríkharður 24.),
Þorsteinn® Einar Þór@@ - Hilm-
ar (Guðmundur 69.), Andri@ (Þór-
hallur 76.).
Lið Akraness: Þórður - Pálmi,
Steinar (Sturlaugur 61.), Ólafur A.@,
Sigursteinn® - Gunnlaugur® (Kári
S. 54.), Alexander, Ólafur Þ„ Harald-
ur - Arnar, Ristic
Markskot: KR 15, Akranes 10.
Horn: KR 5, Akranes 10.
Gul spjöld: Andri (KR), Gunnlaug-
ur (ÍA).
Dómari: Gylfi Orrason, komst
þokkalega frá leiknum.
Áhorfendur: Yfir 2000 manns.
Skilyrði: Sæmúegur völlur, þurrt
en nokkur vindur þvert á vöilinn.
Maður leiksins: Einar Þór Daní-
elsson, sfvinnandi allan leikinn og
gerði þrjú falleg mörk.
Leiftur (1)4
Grindavík (1)1
1-0 Þorvaidur Makan (7.),
þrumuskot eftir sendingu frá Pétri
Birni.
1- 1 Zoran Ljubicic (44.), skallaði
boltann í netið eftir vamarmistök
heimamanna.
2- 1 Þorvaldur Makan (53.),
skalli eftir sendingu frá Pétri Bimi.
3- 1 Þorvaldur Makan (72.), góð-
ur skalli eftir sendingu frá Baldri
Bragasyni.
4- 1 Matthias Sigvaldason (82.),
skallaði yfir Albert i markinu eftir
sendingu frá Sindra Bjamasyni.
Lið Leifturs: Cardaklija® -
Andri@, Júlíus®, Múisic®, Daði@
- Ragnar@(Albert 80.), Arnar@,
Hörður Már@(Matthías 80.), Þor-
valdur Makan@@, Pétur Björn®
(Sindri 80.) - Baldur®.
Lið Grindavfkur: Albert® - Júlí-
us@, Jankovic®, Guðjón, Guölaug-
ur (Vignir 68.) - Björn (Hjálmar 68.),
Ólafur Örn@, Ljubicic®, Þórarinn
(Ólafur 75.), Óli Stefán - Kekic.
Markskot: Leiftur 19, Grindav. 9.
Horn: Leiftur 9, Grindavík 4.
Gul spjöld: Baldur (L), Hörður
Már (L), Guðlaugur (G).
Dómari: Ólafur Ragnarsson, hafði
ágæt tök á leiknum.
Áhorfendur: 350.
Skilyrði: Frábært knattspyrnu-
veður og völlurinn allur að koma tú.
Maður leiksins: Þorvaldur Mak-
an, öflugur í framlinunni og sýndi
mikið öryggi.
í
f
í
i
Valur - Fram
í umsögninni um leik Vals og Fram
i blaðinu í gær misfórst boltagjöfin
en hún átti að vera svona:
Lið Vals: Lárus®, Bjarki®, Atli@,
ívar@.
Lið Fram: Jón@, Pétur@, Ásgeir
Á.@, Þorbjörn Atli@, Anton
Bjöm@@.