Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1997, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1997
11
JOV
Marga langar í nýjan bíl:
Kóktappar skrúfaðir af í búðum
Notuð beltagrafa, Furukawa 625E
15 tonn, árg. 1991. Gott ástand.
Uppl. hjá sölumönnum.
Skutuvogi 12A, s. 581 2530
Flug Flugfélags íslands frá Akureyri:
Þriðjungur fær
ódýr fargjöld
DV, Akureyri:
„Það er ákveðinn sætafjöldi í
framboði í hvert flug hjá okkur á
þessum kjörum. Ef þessi sæti eru
búin þá eru hin fargjöldin að sjálf-
sögðu til sölu. Það eru enn þá ölí af-
sláttarfargjöld félagsins í gildi. Við
erum að gera ráð fyrir að um þriðj-
ungur farþega í hverri vél sé að
greiða samkvæmt þvi sem við köll-
um sumarglaðning,“ segir Bergþór
Erlingsson, stöðvarstjóri Flugfélags
Islands á Akureyri.
Fargjöld á flugleiðum sem Flugfé-
lag Norðurlands flaug eitt á fyrir
samruna þess félags og Flugleiða, og
Flugfélag íslands flýgur nú eitt á,
hafa lækkað umtalsvert, þ.e. fyrir
um þriðjung farþega í hverri vél.
Sem dæmi um þessa verðlækkun
má nefna að flug frá Akureyri til
Þórshafnar og Vopnafjarðar og til
baka sem kostaði 12.330 krónur með
Flugfélagi Norðurlands kostar með
Flugfélagi íslands 6330 krónur fyrir
þriðjung farþeganna. Frá Akureyri
til ísafjarðar og til baka var verðið
13.730 en er 6930 fyrir um þriðjung
farþega og flug fram og til baka frá
Akureyri til Grímseyjar kostaði
9930 en kostar nú 5130 fyrir um
þriðjung farþega.
Bergþór Egilsson segir að aðrir
farþegar borgi ýmist fullt fargjald
eða nýti sér svokölluð Apex-fargjöld
eða önnur fargjöld sem boðið sé upp
á nú sem áður. -gk
Danskar baðinnréttingar í
miklu úrvali. Falleg og
vönduð vara á vægu verði.
/FQniX
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Starfsfólk í allmörgum stórum
matvöruverslunum á höfuðborgar-
svæðinu hefur talsvert orðið vart við
það undanfama daga að fólk, bæði
börn og fullorðnir, laumist til þess
að skrúfa tappana af kókflöskum í
búðunum, til að athuga hvort bíl-
vinningur er í tappanum. Þetta
háttalag tengist sumarleik Coca Cola
sem nú stendur yfir en þrír nýir bíl-
ar eru í boði fyrir þá sem finna
mynd af bíl í innanverðum kók-
tappa.
Kvartanir
Auglýsingar um sumarleik Coca
Cola hafa birst í fjölmiðlum undan-
farið en leikurinn felsí í því að finna
kókflöskutappa sem í er greypt
mynd af bíl. Sá sem finnur slíka
mynd getur vitjað um nýjan bíl hjá
Vífílfelli hf. sem framleiðir Coca
Cola. Ekki eru þó allir jafn jafn
ánægðir með þennan leik því Sam-
keppnisstofnun hafa borist kvartanir
vegna hans. Þær eru flestar vegna
þess að í fyrstu auglýsingunum kom
ekkert fram um vinninga eða fjölda
þeirra. Síðan hefur komið fram í
þeim að möguleiki væri á að vinna
bíl og enn síðar að þrír bílar væru í
pottinum og að einn sé þegar geng-
inn út. Þá hefur enn fremur talsvert
verið hringt til Samkeppnisstofnun-
ar og fullyrt að kókflöskutappar með
inngreyptum vinningsmyndum séu
Bílatappar af Coka Cola-flöskum losaðir:
Einkum krakkar
- segir Óskar, forstjóri Hagkaups
„Við höfum orðið vör við
þetta og vorum vissulega viðbú-
in einhverju af þessu tagi,“ seg-
ir Óskar Magnússon, forstjóri
Hagkaups, í samtali við DV.
DV spurði Óskar hvort mikil
brögð hefðu verið að því að
tappar hefðu verið skrúfaðir af
kókflöskum í verslunum Hag-
kaups af fólki sem reyndi
þannig að afla sér nýs bíls á
ódýran hátt í sumarleik Coca
Cola. Óskar sagði að ekki væri
hægt að segja að mikið hefði
verið um þetta enda ekki hægt
um vik í fjölmennum og fjöl-
fömum verslunum. Það hefði
einkum orðið vart við að krakk-
ar gerðu þetta. -SÁ
Landsbankinn og VÍS:
Fallið frá for-
kaupsrétti
í fyrradag var undirritað sam-
komulag milli Landsbankans og
hluthafa í Vátryggingafélagi íslands
um kaup Landsbankans á eignar-
hlut eignarhaldsfélags Brunabótafé-
lags íslands í VÍS. í samkomulaginu
felst að þeir sem áfram verða hlut-
hafar í VÍS falla frá forkaupsrétti að
bréfum eignarhaldsfélagsins.
Kjartan Gunnarsson, formaður
bankaráðs Landsbankans, sagði í
samtali við DV í gær að í samkomu-
laginu væri m.a. ákvæði um sam-
starf bankans og VÍS. Hann kvaðst
reikna með að viðskiptavinir bæði
VÍS og Landsbankans myndu fyrst
sjá aukið „vöruframboð" beggja fyr-
irtækjanna og í ljós kæmi í fyllingu
ekki enn komnir til landsins.
Að sögn Önnu Birnu Halldórsdótt-
ur, viðskiptafræðings hjá Samkeppn-
isstofnun, hefur verið gengið úr
skugga um að leikurinn fari fram i
samræmi við gildandi lög og reglur.
Hún segir að samkvæmt eldri verð-
lagslögum hafi hvers konar kaupau-
kaleikir bannaðir en samkvæmt nú-
gildandi samkeppnislögum séu þeir
leyfðir, falli þeir á annað borð ekki
undir lög um happdrætti og hluta-
veltur. -SÁ
EIDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
Eréttir
Flmm
dekk
sprungu
BUstjóri strætisvagns frá
SVR varð fyrir óvenjulegu
óhappi við Korpúlfsstaði í
gær. Hann ók vagninum yfir
steypustyrktarjám með þeim
afleiðingum að fimm dekk
sprungu á vagninum. Líkleg-
ast er talið að þarna hafi
menn verið að steypa kant-
steina og vagninum verið ekií
yfir steypustyrktarteina sem
boraðir eru niður og kant-
steinninn settur yfir.
-sv
Betri og faliegri
flíspeysur.
Cortina Sport
Skólavörðustíg 20
Sími 552 1555
eyrir
á mótið
22.
Sannkölluð fjölskyldu- j
og íþróttahátíð
Borgames 3.- ó.ýúlí
40% , 30%
^péKOPPARA/,^
BARNAFATAVERSLUN HVERAFOLD 1 - 3
ÚTSALA
BYRJAR 4. JÚLÍ
Opið: Sunnudaginn 6. júlí frá kl. 12.00 - 16.00
Opnunartímar: Alla virka daga frá kl. 10.00 -18.00
Laugardaga frá kl. 10.00 - 16.00
Barnafataverslunin Spékopparnir, Hverafold 1-3, Grafarvogi