Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1997, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1997
Fréttir
Ingvi Hrafn Jónsson sakaður um óheilindi í samkeppni um Langá á Mýrum:
Stunga í bak okkar
- segir Runólfur Ágústsson lögfræðingur
Langá á Mýrum
# Borgarnes
í
Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrum
fréttastjóri, Runólfur Ágústsson lög-
fræðingur og tengdafaðir hans hafa
i 3 ár rekið saman hlutafélagið
Langá hf. sem er leigutaki Langár á
Mýrum út þetta ár. Næsta ár verður
Ingvi Hrafn einn með ána.
Eftir að Langá hf. hafði boðið 17,7
milljónir króna i ána til næstu 5 ára
og gert samningsdrög sem skrifað
var undir með fyrirvara fór Ingvi
Hrafh einn og bauð 23 milljónir
króna með bankaábyrgð sem Arn-
grímur Jóhannsson í Atlanta-flugfé-
laginu ábyrgist. Og Ingvi Hrafn fékk
samninginn.
Þegar Ingvi hafði boðið einn í ána
bauð Runólfur ásamt Árna Baldurs-
syni 20,5 milljónir króna í ána.
„Höfum aðstoðað hann“
„Mér þótti framkoma Ingva
Hrafns bakstunga. Við höfum starf-
að saman ásamt tengdaföður mín-
um aö þessu fyrirtæki, Langá hf., og
gerðum tilboð í ána. En svo gerir
Ingvi Hrafn þetta á bak við okkur.
Samstarfið hefur gengið ágætlega
fram að þessu.
Einu vandræðin hafa verið fjár-
hagsstaða Ingva Hrafns. Hann hefur
staðið mjög illa peningalega og við
höfum aðstoðað hann og lánað hon-
um fé til þess að hann hafi getað
staðið i skilum. Ekki síst þess vegna
þykir okkur þetta stunga í bakið,“
Ingvi Hrafn Jónsson.
sagði Runólfur Ágústsson í samtali
við DV.
Hann segist að ýmsu leyti skilja
Ingva Hrafn því fjárhagsstaða hans
sé slæm.
„Hann er að reyna að bjarga sér
frá gjaldþroti. Allar hans eignir eru
í nauðungarmeðferð um þessar
mundir, bæði jörðin hans hér við
Langá og eignir í Reykjavík. Hann
er þama greinilega að reyna að
bjarga sér út úr þessu með miður
Runólfur Ágústsson.
smekklegum aðferðum gagnvart
okkur. Úr þessu er ekkert við því að
gera. Við munum gera upp okkar
þær skuldir sem hafa orðið til
vegna vanskila Ingva Hrafns meðan
hann var í félagi með okkur,“ sagði
Runólfur.
Leiðinleg gífuryröi
„Ég harma það þegar menn taka
ósigri jafn illa og Runólfur gerir,
sérstaklega í ljósi þess að hann er
opinber embættismaður, fulltrúi
sýslumanns í Borgamesi. Það fór
fram opinbert útboð á ánni og mál-
ið var afgreitt á fundi 21. júní. Þar
fékk mitt tilboð 9 atkvæði en Run-
ólfs 4. Og þegar Runólfur segir mig
DV-graf ÓG
skulda þeim fé þá er ég aö ganga frá
mínum málum og mun ljúka þeim.
Mér þykja svona gífuryrði leiðinleg.
Að öðm leyti hef ég ekki meira um
þetta mál að segja,“ sagði Ingvi
Hrafn Jónsson við DV. -S.dór
Bubbi Morthens að jafna sig:
Tysonhneykslið jafnslæmt og að KR félli í 3. deild
„Ég er búinn aö fylgjast með
íþróttum síðan ég var gutti og sjá
ótrúlegustu uppákomur - menn
missa stjóm á sér í hita leiksins.
Það var frægt þegar móðir eins
keppanda sem tapaði barði
mótherja hans með háhæluðum
skóm og hann hlaut slæm sár. Þá
var hlegið. En það sem Tyson gerði
er auðvitað óafsakanlegt. Ég var
eyðilaður í tvo daga og tók þetta
mjög nærri mér. Þetta var svipað
því og að KR félli í 3. deild,“ sagði
Bubbi Morthens hnefaleikasér-
fræðingur í samtali við DV um úr-
slitaleik heimsmeistarakeppninnar
á milli Evanders Holifield og Mike
Tysons.
Bubbi kveöst vera hálf niður-
brotinn Tysons vegna eftir fólsku-
verk hans í hringnum þegar hann
beit stykki úr eyra andstæðingsins.
Hann kveðst hins vegar ákveðinn í
því að Tyson eigi refsingu skilið -
hann eigi að vera dæmdur.
„Ég held að boxið hafi ekki sett
niður við þennan atburð - Tyson
hefur hins vegar sett niður. Ég er
eyðilagður maður enda er ég búinn
að fylgjast með Tyson frá því hann
var 15 ára. Þetta er strákur sem
hefur verið einn á báti frá 10 ára
aldri. Hann hefur þurft að horfa á
fólk tengt honum drepið þangað til
hann lenti á unglingaheimili og
gamall karl ættleiddi hann. Það er
því margt sem skýrir hans skap-
gerðarbresti. En ég er harður á að
það eigi að dæma hann. Sennilega
fer hann í eins árs keppnisbann og
þeir geta ekki tekið nema 10 pró-
sent af verölaunafénu. En auðvitað
er hann búinn aö taka út verstu
refsinguna - það voru hundruð
milljóna manna sem sáu þennan at-
burð,“ sagði Bubbi.
Hliöstætt broti Cantonas
„Þetta var í raun svipað og þeg-
ar Cantona reyndi að sparka i höf-
uðið á áhorfanda á löiattspymu-
leik,“ sagði Bubbi. „Þaö eru dæmi
þess að boxari bíti í öxl en að bíta
hluta af eyra af er ekki vitað um.
Ljótast til þessa hefur verið talið að
skalla og slá neðan beltis.
En það þarf alltaf tvo til. Holyfi-
eld vissi nákvæmlega hvar Tyson
var veikastur fyrir. Hann skallaði
hann vísvitandi. 8-9 sinnum held
ég. Þetta eru sérfræðingar sam-
mála um. En það er bara svo erfitt
fyrir dómara að sjá svona. Hann
gerði þetta alltaf þegar Miles Lane
var í skugga af honum. Svona
krefst rútínu og tækni. Þetta gera
allir góðir boxarar. Þetta er svipað
því þegar góður handboltamaður
fiskar víti - hann nær því að fá
andstæðinginn til að bijóta á sér.
En það er fólska að skalla."
Þeir munu berjast aftur
Bubbi segir að Holyfield og
Tyson eigi eftir að berjast aftur:
„Ég er viss um að þeir gera það.
Það hefur komið fram að Tyson
hringdi i Holyfield og hinn ætlar
að hringja til baka. Þeir eru gamlir
vinir og náðu vel saman hér áður
fyrr. Munurinn á þeim er fyrst og
fremst i andlegu hliðinni. Tyson
hefur styrkinn og aflið en Holyfield
á betri andlega hlið.
Tyson hefur sagt að hann sé 31
árs og sé á toppnum og eigi enga
aðra leið til að sjá fyrir sér. Hann
lofar því að ætla að þjálfa huga
sinn. En ég vil sjá hann bæta sig í
verki. Tíminn mun því leiða í ljós
hve mikil einlægni er að baki og
hve mikla getu hann hefur til að
bæta sig.
En menn mega ekki gleyma því
að þetta eru atvinnumenn. Munur-
inn á slíku og áhugamennsku er
eins og svart og hvítt. Stefán Jón
Hafstein sendi okkur Ómari nýlega
skeyti þar sem hann segir aö alfar-
ið eigi að banna hnefaleika. Um
það get ég sagt að það hafa orðið
meiri augna- og eyrnaskaðar í
fluguveiðum en í áhugamanna-
hnefaleikum. Á að banna flugu-
veiðar? Nei,“ segir ég.“ -ótt
Dagfari
Kínverjar misbjóða íslendingum
Það var mikið um dýrðir í Hong
Kong þegar Kínverjar fengu aftur yf-
irráðarétt yfir eyjunni, hundrað
fimmtíu og sex árum eftir að Bretar
hertóku hana. Thatcher ákvað að af-
henda Kínverjum Hong Kong eftir
margra ára samningaþóf. Nú eru
menn hættir að beijast um landar-
eignir og heimsyfirráð. Nú semja
menn um það hveijir ráði yfir hin-
um ýmsu löndum og þeir í Hong
Kong verða að una því að erlend
riki ákveði hverjum þeir tilheyra.
Enginn mótmælir því svosem að
Hong Kong sé kínversk að uppruna
og Kínverjar fá nú eyjuna afhenta á
silfurfati við hátíðlega athöfn.
Prinsinn var mættur og lands-
höfðinginn breski og nýju valdhaf-
amir frá Peking og svo var þarna
hvert stórmennið eftir annað, sam-
tals um sextíu fulltrúar erlendra
ríkja.
Það vakti hins vegar athygli að Is-
lendingar voru ekki þeim hópi. Þeir
vom ekki boðnir. Morgunblaðið lét
grafast fyrir um það hvort boðskort
hefði borist hingað til lands en utan-
ríkisráðherra staðfestir að ekkert boð
hafi borist og ekki hafi einu sinni
verið reynt að fá útskýringar á því.
Utanríkisráðherra er meira að
segja að gera því skóna að hinum
Norðurlandaþjóðunum hafi ekki
verið boðin og þess vegna hafi hon-
um ekki verið boðiðn en þetta er
bara engin skýring og er hreinasta
móðgun við íslenska þjóð og þau
vinabönd sem hafa verið hnýtt á
milli Kína og íslands á undanforn-
um áram.
Kínveijar hafa boðið hverri
sendinefndinni á fætur annarri frá
Islandi til Kína og margir íslending-
ar hafa meira að segja farið á eigin
kostnað og sýnt Kínveijum vinarþel
í smáu sem stóra og verið góðir við
Kínverja þegar það hefur átt við.
Samt er okkur ekki boðið til þess-
arar stórhátíðar í Hong Kong.
Hér er um mjög alvarleg mistök
að ræða hjá þeim í Kína sem þeir
eiga eftir að súpa seyðið af. íslend-
ingar láta ekki bjóða sér svona
framkomu og kannske hefur utan-
ríkisráðherra ekki leitað skýringa á
boðskortaleysinu af því að hann er
svo reiður að hann nær ekki upp í
nefið á sér. Hann hugsar Kínveijum
þegjandi þörfina.
Dagfari hefur heimildir fyrir því
að fjarvera íslands hafi vakið mikla
athygli úti í Hong Kong. Meðal
þeirra sextíu fulltrúa erlendra ríkja
sem vora á staðnum var spurst fyr-
ir um íslendingana og menn stungu
saman nefjum og skildu ekki þetta
diplómatíska reginhneyksli. Hafði
eitthvað komið fyrir í samskiptum
ríkjanna sem olli því að íslendingar
fengu ekki boðskort? Hafa Kínverjar
kannske frétt að Halldór utanríkis-
ráðherra er framsóknarmaður og
Framsóknarflokkurinn á Islandi
hefúr aldrei ályktað um kínversk
yfirráð í Hong Kong?
Nú þarf að leita vel að því hvort
kínversk skip sigli ekki stundum
inn í íslenska lögsögu og setja nýjar
reglur um siglingaleiðir kínverskra
skipa til að aftra þeim för og sýna
þeim í tvo heima. Sýna þeim hvar
Davíð keypti ölið og það verður bið
á því að íslendingar þiggi aftur boð
til Kína með sínar sendinefiidir eft-
ir svona framkomu í garð Islands.
Hér duga enginn vettlingatök. Ef
Kínveijar ætla að hundsa ísland
þegar miklar veislur eru haldnar er
okkur að mæta. Við látum ekki
bjóða okkur svona virðingarleysi.
Dagfari