Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1997, Side 12
26 myndbönd MYNDBAMDA ÍBURÐARMIKIÐ Myndin segir frá ævi Evu Perón, forsetafrú og umdeildrar þjóðhetju í Argentinu. Hún kemur til Buenos Aires á unglingsaldri og vinnur sig upp met- orðastigann í skemmtanaiðnaðinum með því að sofa hjá æ valdameiri mönnum þangað til hún endar hjá Juan Perón, sem vinnur síðan forsetakosningar og Eva verður forsetafrú. Síðan segir frá for hennar til Evrópu, vinnu hennar í góðgerðamálum heima fyrir og loks veikindum hennar, en hún dó úr krabbameini 33 ára gömul, skömmu eftir að Juan Perón var kosinn forseti í annað sinn. Allar þær upplýsingar sem við fáum um Evu Perón í myndinni kæmust fyrir í einni lítilli blaðagrein. Síðan er fyllt upp í með skrautsýningum, íburðarmikliun dansatriðum og lélegri tónlist. Lög og textar eru klúðursleg og uppfúll af endurtekn- ingrnn. Umbúðimar eru glæsilegar en innihaldið ekkert og myndin verður því afar langdregin og leiðinleg. Ekki fer mikið fyrir leikhæfi- leikum, en Madonna syngur vel og Jonathan Pryce kemur nokkuð á óvart með góðum söng, og er sá eini sem nær einhverri leikrænni fján- ingu. EVITA. Útgefandi: Myndform. Leikstjori: Alan Parker. Aðalhlutverk: Madonna, Antonio Banderas og Jonathan Pryce. Bandarísk, 1996. Lengd: 122 mín. Öllum leyfð. -PJ EIN GÖMUL MEÐ TRAVOLTA *** JOHIVI TKAVOLTA | • «-.• j t *) l ! Hjartaknúsarinn John Travolta leikur hér hljóð- upptökumanninn Jack Terry sem verðim vitni að bílslysi þar sem frægur stjórnmálamaður deyr en Jack nær að bjarga ungri konu úr flakinu. Til að forðast hneyksli er hann beðinn að þegja yfir þvi að hún hafi verið í bílnum. Hann var að taka upp þeg- ar slysið varð og þykist heyra byssuskot á upptök- imni og heldur því fram að skotið hafi verið á dekk bílsins, en hann á erfitt með að fá nokkum til að trúa sér. Hér er um endurútgáfú á sextán ára gamalli mynd að ræða, mynd sem vakti ekki mikla almenna hrifningu í fyrstu en hefur í gegnum árin smám saman fest sig í sessi meðal kvikmyndaáhugamanna sem athyglisverð spennumynd. Frumleg vinnubrögð i hljóðvinnslu og kvikmyndatöku em athyglisverð og leikar- ar standa sig vel, sérstaklega Travolta og John Lithgow í hlutverki geð- sjúks morðingja. Söguþráðurinn gengur ekki alveg upp og myndin verð- ur stundum svolitið kjánaleg fyrir vikið. BLOW OUT. Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Brian De Palma. Aöalhlutverk: John Travolta. Bandarísk, 1981. Lengd: 104 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ LEITIN AÐ ÁSTINNI ★★★ Ed Brosky flyst til New York frá Wisconsin eftir að kærastan hans segir honum upp. Þar finnur hann sér meðleigjanda sem veður í kvenfólki, en sjálfur er Ed ósköp venjulegur og fremur óframfær- inn. Hann hittir þó stelpu sem hann verður hrifinn af, en sú hrifning er ekki gagnkvæm, a.m.k. ekki í fyrstu. Honum tekst þó að lokum að bjóða heim til sín í mat, en ýmis ljón standa í veginum fyrir að þau nái saman, m.a. músagangur i íbúðinni og af- brýðisamur kærasti hennar. Ed’s Next Move er ein- fóld og skemmtileg mynd. Aðalpersónumar eru trúverðugar, sem er nokkuð sjaldgæft í grínmyndum og Matt Ross er frábær í hlutverki Ed Brosky. Myndin er algerlega laus við væmni og sýnir á trúverðugan en jafnframt meinfyndinn hátt tilburði hans við leit sína að ástinni. Með- leigjandi hans er skemmtileg andstæða og tilburðir þessa væna stráks „úr sveitinni" til að fóta sig í borgarlífinu, þar sem hver hugsar um sjálfan sig, eru oft broslegir. Ed’s Next Move er lítil og ódýr mynd, en mjög skemmtileg. ED'S NEXT MOVE. Útgefandi: Myndform: Leikstjóri: John Walsh. Aðal- hlutverk: Matt Ross og Callie Thorne. Bandarisk. 1995. Lengd: 90 mín. Öllum leyfð. ____ _ -PJ SVIKRAÐ Fyrrverandi tugthúslimurinn Corky er húsvörður í fjölbýlishúsi í Chicago. Við hliðina á húsvarðar- íbúðinni býr mafíósinn Caesar og kærastan hans, Violet. Corky og Violet hefja leynilegt ástarsamband og ákveða að ræna mafíuna. Caesar geymir um stund tvær milljónir dollara i skjalatösku í íbúðinni sinni og þær stöllur leggja á ráðin um að stela pen- ingunum fyrir framan nefið á mafíunni og láta Caes- ar taka skellinn. Hér er um að ræða fyrstu mynd Wachowski-bræðranna, sem hafa getið sér gott orð fyrir handritasmíð í Hollywood. Enda er í Bound mikil áhersla lögð á' sögufléttuna, sem er tiltölulega einfold í fyrstu, en verður flóknari eftir því sem á líður. Áætlunin gengrn- að sjálfsögðu ekki alveg upp og myndin snýst upp í mikið taugastríð milli Caesars og kvennanna. Mafían vofír síðan yfir persónunum eins og nokkurs konar alvaldur sem getur ráðið örlögum þeirra allra. Þetta er fyrsti spennu- tryllirinn sem ég hef séð lengi sem er virkilega spennandi - sá besti síð- an The Usual Suspects kom út í fyrra. Jennifer Tilly og Gina Gershon eru reglulega góðar í sínum hlutverkum og skapa mjög flottar persón- ur, en Joe Pantoliano stelur þó senunni í hlutverki Caesars. Að lokum má geta þess að þeir sem ætluðu að fá að sjá ástarleiki Tilly og Gershon fá ekki mikið fyrir sinn snúð, enda er lessuerótíkin í aukahlutverki og sögufléttan í aðalhlutverki. BOUND. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjórar: Larry og Andy Wachowski. Aðalhlutverk: Jennifer Tilly, Gina Gershon og Joe Pantol- iano. Bandarísk, 1996. Lengd: 104 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 J3'V" Myndbandalisti vikunnar SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 7 2 Turbulence Sam-myndbönd Spenna 2 j 4 Sleepers Háskólabíó Spenna 3 2 4 Glimmer Man Warner myndir Spenna 4 4 : 3 Maximum Risk Skífan Spenna 5 Ný 1 Bound Sam-myndbönd Gaman 6 3 6 First Wives Club r r ClC-myndbönd Drama 7 5 5 Secrets and Lies Háskólabíó Spenna 8 Ný 1 Frighteners ClC-myndbönd Spenna 9 6 5 Djöflaeyjan Skífan Gaman i. ! io : 2 : Evita Myndform Drama 11 9 - 9 Long Kiss Goodnight Myndform Spenna 12 r 1 8 r 6 Craft Skífan Spenna 13 Ný ; i ; Mirror Has Two Faces Skífan l Gaman 14 i u : 4 ; Matilda Skrfan 1 Gaman 15 i 12 ; 7 ; Rich Mans Wife Sam myndbönd , Spenna f 16 ; *: X 1 * Booty Call ; Skífan ; Gaman 17 ■ 15 : 3 ' Crucible Skrfan Drama is : r r i7 ; s : Fear r ClC-myndbönd , Spenna 19 13 ■ s ; FirstKid Sam-myndbönd ' Gaman 20 20 ; i U ' Associate Háskólabíó > Gaman Spennumyndin Sleepers er fallin úr efsta sæti myndbandalistans. Þar er nú spennu- myndin Turbulence sem kemur ný inn á lista fimm vinsælustu myndbandanna. Auk Turbulence kemur spennumyndin Bound ný inn og er hún í fimmta sæti listans. Myndbandaáhugamenn virðast þrá meiri spennu í líf sitt þessa dagana því fimm vin- sælustu myndirnar eru allar spennumyndir. Á myndinni sjáum við leikkonuna Lauren Holly í hlutverki sínu í toppmyndinni Turbu- lence. Turbulence Ray Liotta og Lauren Holly. Flugþjónninn Teri Hall- oran, sem leikinn er af Lauren Holiy, bjóst við ein- földu flugi. Einungis nokkir jólaferðalangar voru í 747 vélinni sem var á leið frá New York til Los Angeles. En allt í einu fyliist loftið af óþægilegum kiflda þegar fjórir lögregluþjónar koma um borð með tvo dæmda glæpamenn. Annar þeirra er fjöldamorðinginn Ryan Weaver sem leikinn er af Ray Liotta en hinn er mis- kunnarlaus ræningi sem heitir Stubbs. Þegar vélin er komin á loft er áhöfhin vöruð við miklu óveðri sem sé fram undan. En inni í vélinni brýst út annars konar óveður sem hefúr ófyrirséðar afleiðingar. sl L I I * i !< S Sleepers Kevin Bacon, Ro- bert De Niro, Dustin Hoffman og Brad Pitt. Sleepers er saga fjögurra manna sem ólust upp sam- an í hverfi í New York sem nefht var Vítiseldhúsið vegna þess hversu illræmt það var fyrir glæpi. Drengimir fjórir bindast sterkum vináttuböndum og bralia ýmislegt saman. Einn daginn fer eitt prakk- arastrik þeirra úr bönd- unum og drengimir era handteknir fyrir vikið. Þeir em síðan sendir á heimili fyrir afbrotaunglinga. Sú dvöl á eftir að reynast þeim dýrkeypt því yfirfangavörð- urirrn er ofbeldisfuilur og vaegðarlaus hrotti sem mis- notar drengina. Mörgum árum síðar ákveða þeir að leita hefnda. m 3LIMMEk MAN The Glimmer Man Steven Seagal og Keenan Ivory Wa- yans. Steven Seagal leikur fyrr- verandi leyniþjónustumann- inn Jack Cole. Hann reynir nú að upplýsa dularfúll og sérstaklega hrottaleg morð í Los Angeles. Honum reynist erfitt að hafa hendur í hári morðingjans og neyðist til að hefja samstarf við lög- regiumanninn Jim CampelL Þeir Cole og Campell kom- ast að þvi að málið er flókn- ara en þá gat órað fyrir. Svo virðist sem morðinginn tengist einhveijum valda- miklum aðilum sem vfíja ekki að málið upplýsist Ekki líður á löngu þar til Cole áttar sig á því að máliö virðist einnig teygja anga sína inn í fortið hans. Maximum Risk Jean-Claude van Damme og Natasha Henstridge. Alan er lögreglumað- ur í Frakklandi sem upp- götvar að hann á tví- burabróður sem heitir Mikhail. Mikhail hefur veriö myrtur í New York vegna tengsla sinna við rússnesku mafluna. Alan verður að komast til botns í málinu og ákveður að fljúga vestur um haf. Þar setur hann allt á annan endann því allir halda aö þar sé Mik- hail lifandi kominn. Sú eina sem Alan getur treyst er unnusta Mik- hails. Með mafluna og FBI á hælunum reyna þau að hafa uppi á morð- ingja Mikhails. Bound Jennifer Tilly og Gina Gershon. Það eru tvær millj- ónir dollara í skjala- tösku sem liggur á skrifborði í íbúð í Chicago. Ceasar er maður sem þvær pen- inga fyrir mafíuna. Violet er kærasta hans til fimm ára og Corky er nýsloppin úr fangelsi. Hvað er það síðasta sem gæti komið upp á milli mannleysu eins og Céasars og pening- anna? Tvær kyn- þokkafullar og djöful- lega klárar dömur sem gimast hvor aðra og milljónimar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.