Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997 Utlönd 9 Hiilary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, leggur biómsveig við kistu móður Teresu sem jarðsungin var í Kalkútta á Indlandi á laugardaginn. Fjöldi tig- inna gesta heiðraði minningu nunnunnar með nærveru sinni. Símamynd Reuter. Fráfall Díönu: Skaðar drottningu í kjölfar fráfalls Díönu prinsessu af Wales hefur þeim Qölgað sem vilja að Elísabet Eng- landsdrottning stigi niður úr há- sætinu. Yfir 70 prósent Breta eru þeirrar skoðunar aö drottingin sé ekki í sambandi við þjóð sína. Samkvæmt skoöanakönnun breska blaðsins Sunday Times, sem birt var í gær, eru 42 prósent þeirrar skoðunar að drottningin eigi að fara frá núna. 30 prósent vilja að drottningin láti af emb- ætti þegar hún verður 75 ára eða eftir 3 ár. Aðeins 31 prósent vill að Karl Bretaprins taki við af móður sinni. 60 prósent vilja að Vil- hjálmur prins verði næsti kon- ungur Bretlands. 30 prósent sögðu að stuðningur þeirra við konungdæmið hefði minnkað í kjölfar andláts Diönu. Talsmenn Tonys Blairs, forsæt- isráðherra Bretlands, vísuðu á bug í gær fréttum um að hann Elísabet Englandsdrottning. Símamynd Reuter. væri fylgjandi því að hætta fjár- framlögum til konungsfjölskyld- unnar af almannafé. Talsmenn Blairs sögðu fréttimar, sem birt- ust í Sunday Telegraph og Obser- ver, hugarburð. Reuter Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir viötöku umsóknum vegna styrkja sem veittir eru hreyfihömluðum til bifreiöakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1998 fást hjá afgreiðsludeild og lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Umsóknarfrestur er til 1. október. Tryggingastofnun ríkisins. Viöskiptakort BYKO er einföld leið til að koma þeim lagfæringum og breytingum á kortið sem þú hefúr verið að hugsa um. Hvort sem þú vilt staðgreiðsluafslátt eða komast í reikning þá er þetta kortið sem kemur þér af stað. Og ef þú hyggur á stærri ffamkvæmdir ættir þú að hafa samband við Viðskiptaráðgjöf BYKO ísíma 515 4000 . Þar er alltaf svigrúm til samninga. eða 8ÖO 4000 BHHHI Sláðu til því allt sem þú þarft að gera er að fylla út umsókn hjá okkur eða hringja og Viðskiptakortið er þitt. habitat KRINGLUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.