Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Blaðsíða 16
i6 menning
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997 JD"V
Menningartúrismi
Tvíæringurinn í Feneyjum
Serbneska listakonan Marina Abramovic hreinsar tægjur af beinum naut-
gripa og sönglar vögguvísur á meöan kvikmynd á vegg sýnir listakonuna
sem kennslukonu segja frá aðferð landsmanna viö aö láta rottur útrýma sjálf-
um sér. Frá Tvíæringnum í Feneyjum.
Það er trúlega óðs manns æði að
ætla að gera grein fyrir sýningu, þar
sem getur að líta tvö til þrjú þúsund
verk, í einni stuttri grein. Þetta mun
vera fjöldi verka á Feneyjatvíæringn-
um, sem staðið hefur í allt sumar, og
skiptir þá litlu hvort sá sem skrifar
hefur haft einn eða tvo daga til að
skoða sýninguna. En gagnrýnandi
ítalska listtímaritsins Tema Celeste
játaði að hafa á hálfum mánuði í sum-
ar skoðað 9.800 listaverk á fjórum
stærstu sýningunum í Evrópu og að
það væri nægilega stór skammtur til
þess að gera mann ónæman á allan
skilning.
Hvaða tilgangi þjóna þessar risa-
sýningar sem nú eru orðnar að ár-
vissum atburði, ekki bara í Feneyjum
heldur einnig í Kassel, Múnster, Basel
og jafnvel víðar?
Sannleikurinn er sá að þessi risa-
umgjörð torveldar okkur aðgang að
einstökum verkum frekar en að auð-
velda hann. Það þarf mikla einbeit-
ingu til að útiloka önnur áreiti en þau
sem eitt listaverk miðlar í þessu
heildarsamhengi. Og tilraunir ein-
stakra listamanna til að ná athygli
okkar við þessar aðstæður geta orðið
bæði örvæntingarfullar og máttlaus-
ar í senn, eins og sást til dæmis í
gjallarhomsverkum Rebeccu Hom í
Feneyjum.
Yfirlitssýning Germano Celant,
„Framtíð, nútíð, fortíð“, gefur til kynna að
markmiðið sé að gefa yfirlit yfir síðustu 20 árin
og sýn inn í framtíðina. Möguleikamir em
tveir, segir Celant, að benda á samhengið eða
samhengisleysið, og hann virðist hafa valiö
seinni kostinn, kannski í von um að opna leið
fyrir túlkun á nýju samhengi, nýrri framtíðar-
sýn. Val hans er þó óhjákvæmilega persónulegt
og gerir þannig hlutlæga túlkun ómögulega,
enda er greinargerð hans full af fyrirvörum og
efasemdum um alla heildartúlkun. Það veldur
reyndar vonbrigðum, eftir að hafa lagt á sig að
bera þriggja kílóa sýningarskrá alla leið til ís-
lands, að ekki skuli vera bitastæðari upplýsing-
ar þar að Fmna en raun ber vitni. Þar vantar alla
alvarlega tilraun til skilgreiningar á þeim sam-
tíma sem sýningin á að spegla.
Eftir á að hyggja standa þó nokkur verk upp
úr í minningunni: Verðlaunin til Marinu
Abramovic fyrir verkið „Balkan Baroque“ voru
verðskulduð. Þótt flutningur performansins
Myndlist
Ólafur Gíslason
væri afstaðinn og búið væri að fjarlægja beina-
hrúguna, lyktina og sönginn þegar ég kom á
staðinn þá mátti ímynda sér þaö í samhengi við
myndbandsverkin sem sýna kennslukonu leið-
beina um það hvemig íbúar Balkanskagans láta
rottur útrýma sjálfúm sér á meðan faðir lista-
konunnar dregur hægt og rólega upp skamm-
byssu á vinstra salarvegg og móðir hennar horf-
ir í augu hans og byssuhlaupið af hægri salar-
vegg. Síðan dansar kennslukonan á tjaidinu
balkanskan steppudans með rauðan klút i
hendi. Áhrifamikii skirskotun til þeirrar viili-
mennsku sem hrjáð hefur heimaland listakon-
imnar.
John Baldessari sýndi eftir-
minnilegar teikningar sem i
skýrleika sinum verða að ráðgát-
um í anda bestu konseptlistar.
Ljósmynd Japanans Mariko
Mori, „Innantómir draumar“ og
draumkennt þrívíddarmynd-
bandsverk hans sem sýnt var í
Norræna skálanum var einnig
eftirminnilegt, sem og myndband
Kanadamannsins Rodneys Gra-
hams, þar sem einfóld saga um
kókoshnetu sem dettur í höfuðið
á skipbrotsmanni á kóralrifi í
Suðurhöfúm er sögð á svo magn-
aðan hátt að hún grípur auga og
athygli allra. Innsetningar Tékk-
ans Ivans Kafka og Kóreumanns-
ins Ik-joong Kang eru einnig eft-
irminnilegar og þannig mætti
lengi telja.
Ekki vantaði heldur vonbrigð-
in: málverk og gipsverk Jim Dine
og 800 kílóa mónúmentalmálverk
Anselms Kiefers standa vart und-
ir væntingum, svo að dæmi sé
tekið, og hvolfþök Mario Merz úr
málmi, gleri og grjóti virðast
fyrst og fremst hylling til þess
sem hann hefur sjálfúr verið að
gera undanfarin 30 ár. Þá virðist
litablanda Gerhards Richters á lé-
reftið vera orðin vélrænn verkn-
aður sem tapað hefur merkingu
með sífelldri endurtekningu.
Ef leitað er að reglu kemur í ljós að hið mónu-
mentala listaverk á undir högg að sækja og að
áhrifamestu verkin byggja minna á efhis-
kenndri heildarmynd en meira á hugmyndinni
sjálfri og hinu fallvalta og flöktandi eða tíma-
tengda í hinni efhislegu útfærslu.
Þegar ég var i Feneyjum um miðjan ágúst var
íslenski sýningarsalurinn með myndbandsverk-
um Steinu Vasúlku lokaður og hafði verið lokað-
ur dögum saman af tæknilegum ástæðum, var
mér tjáð. Svo virðist sem ekki hafi verið staðið
nægilega vel að eftirliti og umhirðu með tækni-
búnaði Steinu og er það miður.
Feneyjabiennallinn 1997 endurspeglar óvissu-
ástand og öryggisleysi í listheiminum og virðist
ásamt sams konar atburðum annars staðar vera
í bráðri hættu með að verða innantóm auglýsing
fyrir menningartúrisma sem snýst fyrst og
fremst um tómið sjálft og þungar innantómar
sýningarskrár.
Konur gleðja
staklega fáguð. Röddin er mjög falleg,
mjúk, samfelld og samlit. Hún var léttstíg
á tæknilegum krákustígum tónlistarinn-
ar en dramatísk í túlkun. Þannig fór hún
mjög laglega með efniviðinn í aríu Moz-
arts úr Cosi fan tutte - Come scoglio - og
sérstaklega gaman að fá að heyra tök
hennar þar vegna þess að til stendur að
setja óperuna á svið hér eftir ekki svo
mjög langan tíma.
Hljómsveitin lék oft vel, var mestan
partinn kraftmikil og lifandi. Óþarflega
mörg áberandi viðkvæm augnablik
vöktu þó grun um að æfing hefði að
ósekju getað verið meiri. Þannig runnu
t.d. lúðurþeytarar út fyrir þolanleg mörk
í Spánarljóðinu og lágfiðlur áttu sérstak-
lega erfitt við kaflalok í sinfóníu Prókafi-
evs, þeirri sem kölluð hefur verið klass-
ísk. Annars komst flutningurinn á þvi
verki aldrei á flug og þvi hægt að telja
upp ýmislegt sem betur hefði mátt fara,
en flest af því verður að skrifast á reikn-
ing hljómsveitarstjórans. Vocalisa
Rachmaninoffs hljómaði heldur ekki
sannfærandi, hin nauðsynlega djúpa ró
var víðsfjarri. Hanna Dóra hefur alla
burði til að geta sungið þetta mjög fal-
lega, en tökin þurfa að vera önnur.
I heildina voru tónleikamir þó hin
besta skemmtun. Jónas Ingimundarson
tengdi með kynningum sinum efnisatriði
dagskrárinnar, hnyttnar sögur hans og
kímni almennt kölluöu oft fram öldur
hláturs í salnum. Konumar tvær í aðal-
hlutverkunum vöktu hins vegar með list
sinni hina sönnu gleði í brjóstinu. Góð blanda í
góðu jafnvægi.
Upphafstónleikar stcufsárs Sinfóníu-
hljómsveitar íslands vom haldnir síðast-
liðið fimmtudagskvöld. Á fjölbreyttri efn-
isskránni vom forleikir, aríur og sin-
fónísk ljóð svo eitthvað sé nefnt.
í aöalhlutverkum á þessum tónleikum
voru þær Hanna Dóra Sturludóttir og
Keri-Lynn Wilson, ungar konur á hraðri
uppleið hvor á sínu sviði. Sú fyrmefnda
sem einsöngvari í Evrópu og sú síðar-
nefnda sem hljómsveitarstjóri, aðallega í
Vesturheimi.
Hvort eldurinn i æðum Keri-Lynn Wil-
son er íslenskur skal ekki fullyrt um en
hitt er ljóst að nóg er af honum. Henni
Tónlist
Sigfríður Björnsdóttir
Hanna Dóra Sturludóttir - þokkafull og fáguö söngkona.
tókst með þessum frumkrafti sínrnn að
halda lífi í þrálátum endurtekningunum
í forleiknum aö Þjófótta skjónum eftir
Rossini, hún kynti vel og áhrifamikið
undir kötlunum í rapsódíunni um Spán
eftir Chabrier, og á La Valse eftir Ravel
vantaði bara lokahnykkinn til að villt
hamsleysið fengi komið fram í sinni
sterkustu mynd. Keri-Lynn Wilson stýrir
með þokka og sjaldséðu fjaöurmagni,
hreyfingar hennar hnitmiðaðar og fagr-
ar líkt og hjá dansara. Þarna fer efni í
afar góöan stjómanda og gott til þess að
vita aö hún hafi úr nógum tækifæmm að velja,
en þjálfunin ein getur gefiö henni tækifæri til að
þroskast sem listamaður.
Hið sama má segja um söngkonuna Hönnu
Dóm Sturludóttur. Agi en um leið þokki ein-
kenndi framgöngu hennar, líkamsbeiting öll ein-
Margfalt
verðlaunaskáld
Anna S. Björnsdóttir varð ásamt
Ólöfu Pétursdóttur fyrst íslendinga
til að hljóta verðlaun í alþjóðlegu
„Jean Monnef ‘ ljóðakeppninni á ítal-
íu 1993. Þá var henni boðin þátttaka
í annarri alþjóðlegri listsamkeppni
sem er haldin annað hvert ár í
Frakklandi: APPEL eða Association
des Pein-
tres,
Poétes et
Ecrivains
Landais.
Hún sendi
ljóð í
keppnina
og vann
fyrstu
verðlaun,
ekki einu
sinni held-
ur tvisvar,
1994 og
1995. Hún
fór á hátíð-Anna S. Björnsdóttir.
ina 1995 og DV-mynd E.ÓI.
skemmti
sér konunglega, enda „kunna þeir að
fagna í Suður-Frakklandi“ eins og
hún segir.
Næsta hátíð verður 19.- 21. sept-
ember í ár og þangaö er Anna boðin
sem sérstakt heiöursskáld, því hún
kunni alls ekki við að senda ljóð í
keppnina eitt árið enn. Með sér tek-
ur hún myndlistarmanninn Heidi
Kristiansen sem á fjögur verk á
myndlistarsýningu hátíðarinnar.
En hverju þakkar Anna svo gott
gengi í ljóðasamkeppni?
„Robert Guillemette myndlistar-
maður þýðir ljóðin mín á frönsku.
Hann er ábyggilega bara svona góð-
ur!“
Upplýsingar um APPEL munu
liggja frammi hjá Rithöfundasam-
bandi íslands eftir aö Anna kemur
heim af hátíðinni.
Einar Áskell
í Möguleikhúsinu
Áttunda leikár Möguleikhússins,
bamaleikhúss við Hlemm, er að hefj-
ast. Á verkefiiaskrá eru fimm leikrit,
heimsóknir erlendra leikhópa, tón-
leikar fyrir böm og fleira.
Fmmsýning leikársins verður í
janúar á nýrri leikgerð eftir sögum
Gunillu Bergström um Einar Áskel
sem öll íslensk
böm þekkja. Hún
heitir „Góðan dag,
Einar Áskell“ og
er unnin upp úr
þrem bókum um
strákinn af Pétri
Eggerz í samráði
við höfundinn.
Hin leikritin Pétur Eggerz og
fiögur em tekin Erla Ruth Haröar-
upp frá fyrri leik- dóttir sem snilling-
árum: Ástarsaga am'r * Snotraskógi.
úr fiöllunum fer í
leikferð um Vestfirði alveg á næst-
unni, Einstök uppgötvun eða Búkolla
í nýjum búningi fer í leikferð um
landið í haust. Snillingar í Snotra-
skógi verður sýnt í leikhúsinu við
Hlemm frá og með október og jóla-
sýningin veröur Hvar er Stekkjar-
staur? Það var sýnt 40 sinnum fyrir
jól í fyrra og komust færri að en
vildu.
Erlendir gestir
í byrjun október kemur danska
barnaleikhúsið Det lille turnéteater
með frumlega sýningu um ferðir
Ódysseifs. í tengslum við þá heim-
sókn verður haldin bamaleikhúshá-
tíð í Möguleikhúsinu 4. og 5. október
með sýningum leikhópa sem bömum
bjóðast um þessar mundir. Einnig
verður haldið málþing um menning-
arstarf fyrir böm. í nóvember er svo
von á norskum leikhóp, Tripiccio,
Underland og co, með sýninguna
Kluss med klær og klesklyper.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir